Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Page 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Page 3
jiOagurÁIImtmn Þriðjudagur 27. maí 1997 -15 Betmer Aö halda margar frillur var stöðu- tákn auk þess sem frillulífið, eins og hjónabandið, var vopn í valdabarátt- unni. Höfðingjar þurftu að hugsa sinn gang þegar kirkjanfór að halda heilagleika hjóna- bandsins á lofti. Auður G. Magnúsdóttir sagnfræðingur hélt á sunnudaginn fyrirlestur hjá Oddafólaginu um frillulíf á 12. og 13. öld, á ráðstefnu sem helguð var minningu Jóns Loftssonar. Auður er í dokt- orsnámi í Gautaborg í Svíþjóð en er núna heima í barneignarfríi. „Heistu heimildirnar um frillulíflð eru Sturlunga, biskupasögur og lögbækurnar, Grágás og Jónsbók en síðan hef ég líka notað íslendingasögurnar. Ég hef verið að bera frillulífi þessa bóka saman við frilluh'fi höfð- ingja í Evrópu.“ Auður segir muninn helst þann að frillulífi viðgangist lengur hérlendis og að kirkjan hafi minni ítök. Skilgreiningin á frillulífi breytist með kenningum kirkj- unnar um heilagt hjónaband. Pá kemur til greinarmunurinn á hórdómi og frillulífi. Hórdóm- ur er þegar giftir menn hafa frillur og þar með eru þeir að fremja bannlýsingabrot, en frillulífi er þá samband tveggja ógiftra einstaklinga. Bandamaður í héraði Kirkjan var lengi umburðarlynd gagnvart frillulífi á meðan hór- dómsbrot voru litin mjög alvar- legum augum. „Þetta setti strik í reikninginn hjá íslenskum höfðingjum sem vildu gjarnan eiga margar konur því það var stöðutákn auk þess sem hjóna- bandið og frillulífið voru pólitísk vopn í valdabarátt- unni. Þannig voru stór- bændadætur oft frillur og því styrkur fyr- ir höfðingjann og bóndann að samband væri þarna á milli.“ Svo virðist sem höfðingjar á þessum tíma verði að velja á milli giftingar eða að halda frillur. „En ef þeir fengu sérlega fínt kvonfang, eins og t.d. Sturla Sighvatsson Staða frilla var mismunandi en það að vera frilla var ekki neikvcett og þýðir hin elsk- aða ífornger- mónsku. Snorri Sturluson var ötull hjónabandsmiðlari, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Hér er hann á ferð frá Odda í fylgd með Sólveigu Sæmundsdóttur, sem sagt er að Snorra hafi þótt gaman að ræða við. Hún giftist síðar Sturlu Sighvatssyni. LÍFIÐ í LANDINU að vera ptóðs manns ItjOOS jritta... sem giftist Sólveigu dóttur Sæmundar Jónssonar í Odda, þá sendu þeir oftast frill- urnar frá sér. En við vitum ekkert hvort Sturla sleit samband- inu við frillu sína. Snorri Sturluson gift- ist líka Hallveigu Ormsdóttur sem var ríkasta kona á íslandi en annars var Snorri þekktur fyrir að eiga mörg óskilgetin börn. Þeir virðast því velja þarna á milli. Sæ- mundur og Ormur bróðir hans í Odda giftust hvorugir en höfðu margar frillur og losnuðu við barátt- una við kirkjuna sem pabbi þeirra Jón Loftsson lenti hins vegar í.“ Búfjárlífi Jóns djákna Á sunnudaginn að Laugalandi í Holtum voru nokkrir fyrir- lestrar haldnir á ár- legri Oddastefnu sem var að þessu sinni helguð minningu höfðingjans og djákn- ans Jóns Loftssonar. „Jón var frægur fyrir frillulífi en sérstak- lega vegna þess að frilla hans var systir Þorláks Þórhallssonar biskups sem var að reyna að bæta sið- ferði landsmanna. Hún hét Ragnheiður og ólst upp með Jóni í Odda og er sagt í Oddaverjaþætti að þau hafi elskast frá barnæsku. Jón giftist annarri konu en hólt Ragnheiði heima hjá sér og fékk þar með kirkjuna upp á móti sér. Þetta var kallað búíjárlífi af erkibiskupi, að hafa þær báðar í Odda.“ Endirinn var sorglegur. Bisk- upinn reyndi að koma þeim í sundur og inn blandast deilur um staðamál. Á endanum bannlýsti Þorlákur helgi þau bæði og Jón gafst upp eftir nokkuð þóf og fór með Ragn- heiði í Þórsmörk og var með henni þar í nokkra daga áður en hann sendi hana frá sér. Skömmu seinna er hún gift austmanni það fer engum sög- um af hennar líðan en Jóni var missirinn sár. Friðlar Þórdísar Frillurnar voru af lægri stéttum en þær gátu verið stórbænda- dætur eða af goðaættum, þó ekki dætur goða. Staða þeirra var mismunandi en það að vera frilla var að sögn Auðar ekki neikvætt og þýðir hin elskaða í forngermönsku. Kirkjan og bar- áttan fyrir heilögu hjónabandi hleður síðan neikvæðri merk- Auður G. Magnúsdóttir, sagnfræðingur, er að Ijúka doktorsritgerð um frillulífi á íslandi á 12. og 13. öld sem hún vinnur við Gautaborgarháskóla. Mynd: Pjetur ingu á orðið. „í Jónsbók eru þá orð eins og frillusonur og frillu- dóttir hlaðin neikvæðni." Síðan eru dæmi þess að konur hafl haldið friðla og nefnir Auður Þórdísi Snorradóttur og frásögnina í íslendinga- sögu. „Ilún fékk sér tvo friðla eftir að maður hennar Þorvaldur Vatnsfirðingur var veg- inn og þrátt fyrir að Snorri Sturluson reyndi að fá hana heim til að gifta hana í annað sinnið. Hún fékk sér tvo elskhuga, annan giftan og hinn ógiftan og átti með þeim báðum börn.“ Er gaman að liggja yfir frillulífi á 12. og 13. öld? „Já, það er mjög skemmtilegt en ég er búin að vera svo lengi í þessu að ég er að fá nóg og valdi því að íjalla um einhleypinga á stóra söguþinginu sem hcfst núna á miðvikudaginn. “ -mar Ef til vill hefur Eysteinn erkibiskup álitið að búfjárlífi íslenskra höfðingja væri eitthvað þessu líkt. Og víst er að veislur þjóðveldis- hetjanna hafa oft orðið æði fjörugar.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.