Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Side 9
þriðjudagur 27. maí 1997 - 21
ÆfirmeðJóniAmaii
HSK met
Vigdís Guðjónsdóttir spjót-
kastari úr Ungmennafélagi
Skeiðamanna bætti HSK metið í
spjótkasti kvenna verulega um
helgina. Hún kastaði 53,44
metra á svæðismóti háskólanna
á austurströnd Bandaríkjanna
um helgina, hún átti gamla
metið sem var 51,96 metri.
Vigdís sigraði á mótinu og þessi
árangur gefur henni rétt til
þátttöku á Evrópumeistaramóti
20-22 ára sem fram fer í Aþenu
í sumar.
Óli og Jón Arnar
Ólafur Guðmundsson tug-
þrautarmaður úr Ungmenna-
félagi Selfoss hefur verið við
æfingar og keppni í
Bandaríkjunum síðustu
vikurnar. Hann hefur æft að
kappi með frænda sínum Jóni
Arnari Magnússyni og Gísla
Sigurðssyni þjálfara.
Ólafur keppti á dögunum í
tugþraut og náði góðum
árangri og var alveg við sinn
besta árangur. Ilann hlaut
7348 stig sem verður að teljast
mjög gott.
|Dagur-®mróm
1997
4. Landsmót 1940 í
Haukadal
Landsmót UMFÍ voru
endurvakin með þessu móti
í Haukadal. Sigurður
Greipsson átti heiðurinn af
þeirri endurreisn, sem
reyndist afgerandi fyrir
eflingu og viðgang ung-
mennafélagshreyfingarinnar
Sigurður hafði einnig
mesta veg og vanda af
undirbúningi mótsins og
hann stjórnaði því. Mótið
var haldið dagana 22. og 23.
júní og sóttu það á annað
þúsund gestir. Keppendur
voru 73 frá fimm
sambandsaðilum: UMSB,
USD, HSK, HSH og UMSK.
Keppt var í sjö
frjálsíþróttagreinum. karla, í
glímu, í sundi karla og
einnig í 50 metra sundi
kvenna, og var það í fyrsta
sinn sem stúlkur kepptu á
landsmóti. Þá voru
fimleikar- og glímusýningar.
UMSK vann stigakeppnina
með 27 stigum, en
stigahæsti íþróttamaðurinn
var 18 ára piltur úr UMSK,
Axel Jónsson, síður
alþingismaður. Með þessu
móti var lagður grund-
völlurinn að framtíðar-
skipulagi landsmótanna,
sem haldin skyldu þriðja
hvert ár í hinum ýmsu
landsíjórðungum á víxl.
Framkvæmdum vegna Landsmóts að ljúka
3. Landsmót 1914 í
Reykjavík
Petta leikmót UMFÍ var
haldið dagana 12.-14. júní.
Þetta ár voru mikil
vorharðindi og olli það m.a.
því að aðeins einn
utanbæjarmaður var meðal
þátttakenda. Þessi eini stóð
sig hins vegar afburða vel,
sigraði í tveim greinum og
var annar í þeirri þriðju.
Það var Skúli Ágústsson frá
Birtingarholti. Keppt var í
15 frjálsíþróttagreinum,
reipitogi, glímu og knatt-
spyrnu. Fimleikar voru
sýndir, en ekki fékkst næg
þátttaka í sundi.
Guðmundur Kr. Guðmunds-
son, UMFR sigraði í sex
frjálsíþróttagreinum og varð
annar í tveimur, auk þess
varð hann nr. 2 í glímu á
eftir Sigurjóni Péturssyni.
Árangur í einstökum
frjálsíþróttagreinum verður
að teljast góður. Ung-
mennafélag Reykjavíkur
hlaut flest verðlaun eða 44
talsins.
verkþætti að ljúka seinni part
júní. Að sögn Sigurðar Páls
Harðarsonar bæjarverkfræð-
ings, sem borið hefur hitann og
þungann af skipulagningunni,
verður laugin tilbúin í tæka tíð
fyrir Landsmót.
Skólar flölmenna
íþróttamiðstöð íslands hefur nú haílð starfsemi sína. Fyrstu
hópar þessa sumars eru skólar sem koma í dagsferðir eða lengri
ferðir á Laugarvatn. Þessir hópar fara í ratleik undir stjórn
íþróttakennara, fara á báta og kajaka á vatninu, taka sundsprett í
sundlauginni og grilla undir berum himni. Þessar ferðir hafa notið
mikilla vinsælda og komast færri að en vilja, áætlað er að um 1000
nemendur heimsæki íþróttamiðstöðina á tíu daga tímabili nú í lok
maí. Dagsferðirnar standa hópum áfram til boða í sumar en
undanfarin sumur hafa þær meðal annars verið vinsælar hjá
vinnuskólum á suður- og vesturlandi.
Sömu sögu er að segja af Litla íþróttaskólanum, þar eru öll
námskeið að fyllast en hægt er að koma örfáum að til viðbótar.
Eins og greint hefur verið frá
áður er í byggingu útisundlaug
í Borgarnesi. Sundlaugin
verður hin glæsilegasta með
þremur vatnsrennibrautum
tveimur heitum pottum og-
iðulaug.
Fjöldi iðnaðarmanna
nótt við dag til að mannvirkið
verði tilbúið í tíma. Nokkrar
tafir urðu á byggingunni vegna
áhagstæðra veðurskilyrða í
vetur en nú er vinna
við
sundlaugina í fullum gangi.
Laugarkarið sem er innflutt
stálkar, það kemur frá Ítalíu
kom til landsins nú
fyrir stuttu og byrjað er
að setja það saman en
vatnsrennibrautir koma frá
Hollandi.
Uppsteypa, sem Loftorka
annast, er að mestu
lokið og samkvæmt
útboði á vinnu við alla
Tæp vika í Smáþjóðaleika
Erlendir íþróttamenn, þjálfarar og blaðamenn fara nú að koma
til landsins vegna Smáþjóðaleikanna en þeir heíjast mánudaginn 2.
júní næstkomándi. Mikill undirbúningur hefur verið í gangi vegna
leikanna en nú er aðaltörnin framundan. Um 500 manns munu
vinna sjálfboðavinnu vegna leikanna sem verða þeir íjölmennustu
sem haldnir hafa verið. Talið er að um 80 fréttamenn muni komi
til landsins til að miðla fréttum af leikunum til síns heimalands.
Kyndillinn aftur til Reykjavíkur
Eins og greint hefur verið frá hér í Degi/Tímanum hefur staðið
yflr kyndilhlaup um landið. Lagt var af stað frá Reykjavík þann 1.
maí en í lok þessarar viku mun kyndillinn koma aftur til
Reykjavíkur þann 2. júní næstkomandi. Samkvæmt heimildum
Brynhildar Barðadóttur munu um 2000
manns hafa hlaupið með eldinn sem síðan
mun loga meðan á Smáþjóðaleikunum
stendur.
Umsjón
Jóhann Ingi
Árnason
s: 568-2929