Dagur - Tíminn Akureyri - 29.05.1997, Síða 9
íRaguv- CLimtrm
Fimmtudagur 29. maí 1997 - 9
ÞJÓÐMAL
Kalda stríðið - í dvala
eða endanlega úr sögunni?
Það var mikið um dýrðir í
París á þriðjudaginn þeg-
ar leiðtogar NATO-ríkj-
anna og Jeltsín Rússlandsfor-
seti undirrituðu samkomulag
um samstarf sem sagt er eyða
því sem eftir var af kalda stríð-
inu. Davíð Oddsson forsætisráð-
herra flutti skáldlega ræðu eins
og aðrir NATO-ríkja leiðtogar,
og Jeltsín sagði óvænt að Rúss-
ar myndu ekki lengur miða
vopnum sínum að NATÓ-ríkj-
um.
En eftir að fagnaðarkliður
leiðtogafundarins hljóðnaði
hafa menn víða um heim verið
að velta fyrir sér hversu raun-
hæft það sé að tala um að kalda
stríðið sé endanlega búið.
Dagur-Tíminn ræddi þetta í
gær við tvo íslenska sérfræð-
inga sem voru sammála um að
undirritun samstarfssamnings-
ins á þriðjudag hati verið
merkileg, en mikið - ef ekki allt
- velti á því hvernig málið verð-
ur útfært og hvernig túlkun á
einstökum atriðum verður.
Þetta eru þeir Þórður Ægir Ósk-
arsson, skrifstofustjóri Varnar-
málaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins og höfundur fjöl-
margra fræðirita um alþjóða-
stjórnmál, og Árni Bergmann,
sérfræðingur í málefnum Rúss-
lands.
Samningurinn
Samstarfssamningurinn sem
undirritaður var í París kveður
á um stofnun sérstaks fastaráðs
NATO og Rússlands, sem yrði
formlegur vettvangur pólitískra
og hernaðarlegra samskipta.
Þórður Ægir Óskarsson bendir
á að vissulega hafl slíkt samráð
verið í uppbyggingu á undan-
förnum árum þar sem NATO-
ríkin og Rússland hafa setið við
sama borðið (16+1 samstarf).
Það sem gerist merkilegt nú er
að þetta samstarf fær formleg-
an grundvöll og farveg, sem sé
mikilvægt skref í að festa sam-
skiptin í sessi. Þórður riijar upp
að fyrir hálfum áratug þegar
Parísarsamkomulagið var xmdir-
ritað hafi menn líka lýst yfir að
kalda stríðinu væri lokið, þannig
að varasamt sé kannski að af-
skrifa endanlega það hugtak.
„En það má segja að búið sé að
fá Rússland til að samþykkja í
grundvallaratriðum lykilhlut-
verk NATO, og stækkun þess, þó
svo að þeir hafi ákveðna fyrir-
vara, s.s. varðandi Eystrasalts-
ríkin. Á móti fá Rússar sína sér-
stöðu sem meginlandsveldi við-
urkennda," segir Þórður.
Túlkunin
„Sambúðin hefur aldrei verið
eins góð og nú þó vissulega sé
ekki búið að fjarlægja sam-
keppnisþáttinn af öryggismála-
sviðinu. Þess utan á alveg eftir
að framkvæma þennan samn-
ing - það er engin trygging fyrir
því að það verði gert í ró og
spekt, það verður að gera ráð
fyrir miklum túlkunarágrein-
ingi,“ segir Þórður Ægir.
Árni Bergman nefnir einnig
að þó friðsamlega horfi í
augnablikinu þá séu grund-
valldarforsendurnar ekki
breyttar í stórveldapólitíkinni.
Hann geti fallist á að kalda-
stríðið sé búið í þeirri mynd
sem við höfum þekkt það, en
hins vegar sé eins víst að
spenna og árekstrar komi fram
undir eilítið breyttum formerkj-
um.
Nýr „Versala-
samningur“?
En er hætta á að samstarfs-
samningurinn milli NATO og
Rússa frá því í fyrradag hafi öf-
ug áhrif - í staðinn fyrir að
tryggja frið stuðli hann að ófriði
og spennu? Að hann verði eins
konar „Versalasamningur" sem
veki upp herská öfl í Rússlandi
sem muni kreijast hörku, að
móðurlandið hafi verið svikið í
tryggðum o.s.frv.?
„Það fer allt eftir því hvernig
úr málunum spilast," segir Árni
Bergmann. Hann sér málið
fyrst og fremst sem efnahags-
legt úrlausnarefni. „Ef ekki ræt-
ist úr efnahagsmálum í Rúss-
landi og þjóðarframleiðslan
heldur áfram að minnka, þá er
Þórður Ægir Óskarsson, skrif-
stofustjóri Varnarmálaskrifstofu.
mjög líklegt að einmitt þessi
samvinna við NATO verði tilefni
mikillar gagnrýni," segir Árni.
Hann undirstrikar að í dag hafi
menn einfaldlega um annað að
hugsa og ef stjórnmálin standa
ekki undir væntingum í efn-
hagnum komi krafa um að
sterkur leiðtogi lagi málin. Sá
sterki leiðtogi muni hiklaust
nota þetta samkomulag með
öðru sér tU framdráttar.
Leiðtoginn
Árni útilokar meira að segja
ekki að sjálfur Jeltsín gæti tekið
upp á því að túlka nýgerða
samninga með nýjum hætti,
komi það í hans hlut að vera
þessi leiðtogi. Hann minnir á að
Jeltín er mikill tækifærissinni,
sem rekur menn gjarnan til að
koma sjálfum sér undan erfiðri
gagnrýni. Hann kennir öðrum
um en eignar sjálfum sér það
sem vel tekst. Meira að segja
við undirritunina í París í fyrra-
dag kom þessi tækifæris-
mennska upp í honum - þegar
hann lýsti því skyndilega yfir að
honum hefði allt í einu dottið í
hug að hætta að beina vopnum
að NATO ríkjum. Þetta segir
Árni dæmigert fyrir hann - þar
þurfti ekki að leita samþykki
þings eða ráðherra.
Það er því niðurstaða Árna
að eins og er skapi þessi nána
samvinna ekki vandræði í
innanríkismálum í Rússlandi, en
hins vegar sé hún feiknarlegur
eldsmatur á óánægjubálið ef
ekki tekst fljótlega að snúa við
efnahagsástandinu í landinu.
Sterki leiðtoginn, Lebend eða
einhver annar, bíði eftir að
þeirra tími komi, og í því felst
hættan. Árni segist því taka und-
ir með Havel, forseta Tékklands,
sem sagði í nýlegri blaðagrein
að þessi þróirn öll væri þess eðl-
is að henni bæri að fagna með
fyrirvara. Hún fæli í sér von en
líka gríðarlegar hættur.
Óvissan mikil
Þórður Ægir tekur undir með
Árna og telur flesta telja að
eins og er hafi rússneskur al-
menningur ekki miklar áhyggj-
ur af samkrullinu við NATO.
„Hins vegar hef ég líka séð virta
fræðimenn halda því fram að
þetta sé þvert á móti talsvert
miklivægt fyrir almenning í
Rússlandi. Og óvissan er auðvit-
að því meiri fyrir það að Jeltsín
stendur frammi fyrir miklum
erfiðleikum í efnahagsmálum
og þó þessi svið séu kannski
óskyld þá tengjast þau óhjá-
kvæmilega í póltitíkinni," segir
Þórður.
Árni Bergmann, rithöfundur.
Eystrasaltsríkin
En það er þó fleira en efna-
hagslífið eitt sem veldur óvissu
um það hvernig samningarnir,
sem nú hafa verið undirritaðir,
verða túlkaðir. Þórður bendir á
að það sem náðst hafi fram í
þessari lotu sé samþykki við
stækkun NATO. Hins vegar sé
allt galopið með næsta skref
sem sé aðild Eystrasaltsland-
anna. Aðildarumsókn liggur
fyrir hjá þeim og áhugi sé tals-
verður á jákvæðum undirtekt-
um við þær. „Þegar kemur að
þessu erum við að tala um slag
sem yrði mun erfiðari en sá
sem var verið að taka núna.
Það er svo sem ekki gott að
segja til um hvenær eða hvort
kemur að þessum seinni slag
því fyrirsjáanleg eru nokkur
erfið ár við að fá þessi ríki sem
nú ganga inn í NATO til að
ganga kerfislega og pólitískt í
takt við hin NATO-ríkin sex-
tán,“ sagði Þórður. Hann segir
því margar hættur leynast á ör-
yggismálasviðinu og líklegt að
enn gefist tilefni til eftir nokkur
ár að lýsa yfir endanlegum lok-
um kaldastríðsins - eða endur-
lífgun þess.
Áhrif á íslandi
Samstarfssamningurinn sem
unndirritaður var í París í
fyrradag hefur engin bein áhrif
hér á íslandi. Þannig munu eft-
irlitsfulltrúar frá Rússlandi t.d.
ekki verða staðsettir í Keflavík,
heldur einungis á stærri stjórn-
stöðum hernaðarlegum. Þórður
Ægir telur þó einsýnt að um
ákveðin tímamót gæti orðið að
ræða gagnvart varnarstöðinni á
Miðnesheiði. Ástæða er sú að
ísland hefur notið talsverðrar
sérstöðu og athygli í NATO
vegna smæðar íslands og legu.
Með því að Rússland hefur nú í
raun fallist á inngöngu nýrra
ríkja í NATO er líklegt að af því
verði fljótlega. „Nú kemur
hörku samkeppni um athygli
inn í bandalagið, því þessi nýju
ríki munu vilja sínar mann-
virkjasjóðsframkvæmdir og til
þeirra þarf að taka tillit í útdeil-
ingu ýmiss varnarviðbúnaðar
og annars," segir Þórður. Þetta
gæti hugsanlega haft áhrif á
stöðu íslands gavanvart NATO,
en af ýmsum ástæðum höfum
við viljað halda varnarstöðinni
og því sem henni fylgir
óbreyttri.