Dagur - Tíminn Akureyri - 19.06.1997, Side 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 19.06.1997, Side 4
16- Fimmtudagur 19. júní 1997 Jlagur-®mrám Umbúðalaust Heima er verst Hlín Agnarsdóttir skrifar /..... g hringdi í mesta húmor- ista þjóðarinnar um dag- inn og lofaði honum að skrifa grein um stjórnsemi kvenna, svona til að fá smá mótvægi í skrifln um vonsku karlmanna sem hann var orð- inn svo þreyttur á. Yfirleitt stend ég við loforð mín og kann fullt af sögum um stjórnlausan hamagang stjórnsamra kvenna, sem ráðskast með huglausa eigin- menn sína eins og tuskubangsa, mata þá og fata og leikstýra þeim jafnt í eld- húsinu sem svefnherberg- inu. En af því að það er 19. júní í dag þá ætla ég að hryggja húmoristann vin minn (og hjakka enn og aftur á hálsinum á honum) með þvf að skrifa um konur sem fengu kosningarétt 1915, en hafa ekki kosningarétt í einka- lífi sínu árið 1997. Sögurnar sem ég kann af svoleiðis konum slá allar hinar út. Þjáningarfíkn kvenna Það eru konurnar sem eru enn- þá vinnudýrin í þessu þjóðfé- lagi, bæði úti á vinnumarkaðn- um og inni á heimilinum. Það eru konurnar sem ala börn í þennan heim og ala þau upp, búa mönnum sínum fagurt heimih, rækta tengslin við fjöl- skyldu og vini og sjá um að reikningarnir séu alltaf borgað- ir á réttum tíma. Þetta eru sam- viskusamar og siðavandar kon- ur, sem mega ekki vamm sitt vita, alltaf tilbúnar að hjálpa öðrum og fórna sér fyrir minni- máttar. Þetta eru konurnar sem halda hjónabandinu gangandi þótt þær búi við óhamingju, þola og umbera áratuga áfeng- issýki maka síns, andlegt og lík- amlegt ofbeldi, íjarveru og ótryggð. Þetta eru konurnar sem elska of mikið og hræðast ekkert meira en skömmina, sem vex og tútnar út í réttu hlutfalli við öll árin sem þær búa við örvæntingu og vanlíðan. Þetta eru meðvirku konurnar, sem eru haldn- ar þjáningar- fíkn, konur sem búið er að for- rita inn í þernu- hlutverk og telja trú um að þær séu ómiss- andi og elskað- ar í hvert sinn sem þær sýna minnstu við- leitni til að brjótast út úr munstrinu, ef þær hafa þá kjark til þess. Áratuga fíknar- munstur hefur rænt þær sjálfs- virðingu, brenglað dómgreind þeirra og sýkt persónuleikann. Þær hafa misst trúna á sinn persónulega kosningarétt. Kosningasvindl einkalífsins En samt hafa þær kosið sér þetta líf og aðrir sem halda að þeir lifi miklu betra og inni- haldsríkara h'fi, hneykslast í sí- fellu á vanmætti þessara kvenna til að brjótast undan okinu og spyrja í forundran: „Af hverju skilur hún ekki við hann?“ Þetta eru ekki heimskar og ómenntaðar konur eða illa launaðar lágstéttakonur, þetta eru konur úr öllum stéttum þjóðfélagsins, vel gefnar og há- menntaðar, í góðum stöðum, „Konur kjósa, mikil ósköp en þær hafa ekki kosningarétt í einkalífi sínu,“ segir greinarhöfundur. djarfar og metnaðarfullar, jafn- vel með þó nokkurn starfs- frama. Sumar eru endalaust hjá sálfræðingum og geðlækn- um að pæla og vinna í sér“ og fara á hvert sjálfstyrkingar- námskeiðið á fætur öðru; til heilara, nuddara og miðils. Þær eru alltaf tilbúnar til að leita og skilgreina orsakir óhamingj- unnar, kafa djúpt í sálardjúpin í þeim tilgangi að bjarga því sem þær halda að sé ást. En þær yfirgefa ekki kvalara sína svo auðveldlega. Þær eru fórnarlömb ástar- og rómans- fíknar, blekkingarinnar um hamingjuna, sem leiðir þær á endanum í sálarháska og veld- ur stórkostlegu tjóni á heilsu þeirra og barnanna. Að lokum brotna þær niður, en þráast við að rísa upp aftur, margefldar í fyrirgefningu og fórnfýsi, af því þær eru svo góðar og mega ekki til þess hugsa að skömmin spyrjist út. Það má enginn sjá Á meðan allar in- dcelar og góðar kon- ur halda áfram að halda þessari maskínu gangandi sem við köllum nú- tímaþjóðfélag og vel- ferð, fá karlarnir að leika lausum hala, rcekta ólifnað sinn og geðveiki... Scndirað Jón Baldvin til Washington í haust £# ÞB7T/I &Oé/ Afy/vö P/KST/9 XK/9T/9/WM 9 inn í kjörklefann á heimili þeirra, þetta er leynilegasta kosning í heimi, heima er verst. Þær ætla að sanna fyrir heimin- um utan heimilisins að þær hafi kosið rétt, að þær ráði við ástandið, enginn skal komast að kosningasvindli einkalífsins. Þjóðfélag í afneitun Einkalífið er heilagt og hefur auðvitað ekkert að gera með menntun eða atvinnuþáttöku kvenna, þær standa sig nokk þar eins seigar og þær eru, en gæti verið að leynilífið og felu- leikurinn á heimilinum.hafi t.d. áhrif á lélega frammistöðu barnanna í raungreinum skóla- kerfisins, sem allir eru vitlausir út af? Eru ekki börnin fyrst og síðast fórnarlömbin í öllu kosn- ingasvindlinu, þau hafa engan kosningarétt? Þjóðfélagið spyr sjaldnast um innri líðan, heldur horfa í meðvitaðri afneitun framhjá upplausn og skelfingu heimilanna og flýtur síðan með auknum hraða að feigðarósi siðleysis og kaldlyndis. Á meðan allar indælar og góðar konur halda áfram að halda þessari maskínu gangandi sem við köllum nú- tímaþjóðfélag og velferð, fá karlarnir að leika lausum hala, rækta ólifnað sinn og geðveiki, spreða peningum í einkaneyslu og leikföng sem stækka bara í réttu hlutfalli við vangetu þeirra til að takast á við vand- ann. Búið að breyta ær eru einsleitar frétt- irnar sem bókaþjóð- inni eru færðar á þjóð- hátíðardaginn. Háskólarekt- orinn í Reykjavík segir okk- ur að skólinn sé orðinn yfir- fullur af nemendpm sem ekkert erindi eiga í skólann og skólameistari Mennta- skólans á Akureyri segir að þá og því aðeins geti náms- menn átt von á frambæri- legri kennslu ef þeir taki upp budduna og borgi kennurunum sjálfir laun. Þessar yfirlýsingar koma í kjölfar TIMSS-könnunar- innar þar sem í ljós kom að íslensk grunnskólabörn standa illa í samanburði við jafnaldra sína í stærðfræði og náttúrufræði. Bókaþjóðin á 17. júní Bókaþjóðin hafði því ekki mikla ástæðu til að guma af mikilli mennt sinni á 17. júní eða hæla sjálfri sér fyr- ir það hversu einstæð og vel gerð hún væri þegar kemur að slagorðinu góða um að mennt sé máttur. Mennt bókaþjóðarinnar er ein- hvern veginn hálf máttlaus þessi misserin og virðast flestir rekja það til þess hversu aftarlega í forgangs- röðuninni þessi mál eru sett hjá stjórnvöldunum sem þjóðin velur sér hverju sinni. En þetta ætti þó ekki að koma neinum á óvart því það er löngu búið að breyta þessu með bókaþjóðina. Gamla lumman um bóka- þjóð hefur fyrir all nokkru vikið fyrir nýju og renni- legra hugtaki sem er „bfla- þjóðin". Bflaþjóðin hefur leyst bókaþjóðina af hólmi í sjálfsímynd landsmanna og þetta vita að sjálfsögðu allir nema einhverjir afdankaðir rektorar og skólamenn sem enn sitja innan múrveggsins og hafa ekki skilið að „utan við kvikar borgin með gný sinn og læti.“ Bílaþjóðin Umferðargnýrinn er einmitt tákn bflaþjóðarinnar, en hefur komið fram í fréttum síðustu daga að sala í bflum hefur aldrei verið meiri en núna. í TIMSS-könnunum um bflaeign myndi bflaþjóð- in sko ekki verma nein botnsæti. Umskiptin frá því að vera bókaþjóð yfir í að vera bílaþjóð endurspeglast á öllum sviðum. Eitt dæmið er að námslán verða óhag- stæðari og óaðgengilegri á sama tíma og bflalán eru boðin öllum sem þau vilja á hagstæðum kjörum. Enda taka allir bflalán nú til dags og á þjóðhátíðardaginn ver einmitt frétt í Degi-Tíman- um um þessi mál, þar sem fram kom að milljarðar ganga milli manna og annar hver bflkaupandi nýtir sér bflakaupalán. Bflaþjóðin hefur ekkert við bækur að gera og einu prófin sem hún þarf á að halda eru bílpróf. Raus skólamanna um menntun og fjármagn til menntunar er því tíma- skekkja sem ástæðulaust er að gera sér of mikla rellu út af. íslendingar eru bflaþjóð- in mikla og er búin að gera það upp við sig að eyða sín- um fjármunum í nýja bfla - ekki menntun. Garri

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.