Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Blaðsíða 10
22 - Laugardagur 28. júní 1997
|Dagur-‘2Ifmmn
FLUGLIFIÐ I LANDINU
Þrír flugmenn á
Akureyri hafa gert
upp 50 ára gamla
flugvél, TF-AST.
Þeir sjálfir setja
kommu yfir a-ið,
enda ríkir milli
þeirra og flugvélar-
innar sannkölluð
ÁST.
Þórarinn Ágústsson, Gestur Einar Jónasson og Magnús Þorsteinsson við TF-AST. „Hálfur hluti af gamninu í sambandi við flug er að svífa um loftin blá.
Hinn helmingurinn er að koma út á völl, drekka kaffi og kjafta sarnan." Segir Magnús.
Fyrir nokkrum dögum
greip flugið á nýjan leik
flugvélina TF-AST, sem er
í eigu Akureyringanna Gests
Einars Jónassonar útvarps-
manns, Þórarins Ágústssonar
kvikmyndagerðarmanns og
Magnúsar Þorsteinssonar við-
skiptafrömuðar. Vélin er af
gerðinni Cessna 140 og ein
þriggja slíkra véla sem til er
hérlendis. Félagarnir þrír hafa
unnið að endurgerð flugvélar-
innar síðastliðin þrjú ár.
Freistast
tii að setja kommu
„Menn hafa freistast til að setja
kommu yfir a-ið í nafninu á
flugvélinni. Kalla hana TF-ÁST
og
fyrir
vikið fáum við
nafngiftina ástarpungar. Það er
allt í lagi af minni hálfu. Enda
ljúfar æskuminningar mínar -
og ástir tengdar svona flugvél.
Ég var tæplega tvítugur þegar
ég byrjaði flugnám hjá Flug-
skólanum Frey hér á Akureyri,
einmitt á Cessna 140. Því
standa svona vélar mér nærri
hjarta," segir Gestur Einar Jón-
asson.
í samtali við blaðamann
sögðu þeir félagar að mikill tími
hefði farið í að gera flugvélina
upp. Þeir hefðu reynt að leggja
lokkuð
afnan hlut af mörkum, þó
alsvert mikið hefði lent á Gesti.
dagnús hefur tíðum verið við
>törf í Rússlandi og Þórarinn í
teykjavík, sem hefur þýtt stop-
da veru beirra norðan heiða.
Sígildar stélhjólsvélar
„Þegar við eignuðust vélina
byrjuðum við á að taka rafkerf-
ið í gegn. Síðan rifum við lakkið
af vélinni og sprautuðum hana
uppá nýtt í skemmtilegum lit-
um. í raun hefur vélin verið
tekin í gegn, skrúfu fyrir
skrúfu," sagði Þórarinn. Magn-
ús Þorsteinsson segir að í raun
sé aðeins hálfur hluti af gamn-
inu í sambandi við flug að svífa
um loftin blá. „Hinn helmingur-
inn er að koma út á flugvöll,
drekka kaffí með félögunum og
kjafta saman. Þetta er góður fé-
lagsskapur," segir Magnús.
Flugvélin TF-AST kom fyrst
hingað til lands um 1960. Var
þá í eigu Elíesers Jónssonar og
bar skráningarstafína TF-JET
og flaug undir þeim í mörg ár.
Fyrir allmörgum árum fékk hún
núverandi skráningarstafi og
fyrir um áratug komst hún í
eigu nokkurra Sauðkrækinga.
Þeir seldu þeim Þórarni, Magn-
úsi og Gesti Einari vélina árið
1994. „Það er mikill munur að
Mælaborðið er einfalt. Stílhreint en dugar vel.
\ k
,2. ..
Mikil vinna fór í að gera vélina upp, einsog þessar myndir sýna. „Tókum
rafkerfið í gegn, síðan rifum við lakkið af og sprautuðum vélina uppá nýtt í
skemmtilegum litum. Vélin hefur verið tekin í gegn, skrúfu fyrir skrúfu,"
segir Þórarinn.
leikið margan flugmanninn
grátt. Menn hafa hreinlega ekki
ráðið við þær í lending-
um, en mesti vandinn
við þessar vélar - og
það sem gerir þær
spennandi - er að
þyngdarpunkturinn er aftan
við aðalhjól ólíkt því
sem er með nef-
hjólsvélar. Því
þurfa flugmenn að vera afar vel
vakandi í lendingum, svo þeir
fái ekki þyndarpunktinn fram
fyrir aðalhjólin og vélin snar-
snúist í lendingu um 180 gráð-
ur og fari kollhnýs. Þá ert þú í
vondum málum,“ sagði Þórar-
inn Ágústsson að lokum.
vera
kominn á stélhjóls-
flugvél. Stélhjólsvélar eru fal-
legar og lagið á þeim er sígilt,“
segir Þórarinn Ágústsson og
hann bætir við að vandaverk sé
að fljúga þannig vélum.
Þyngdarpunkturinn er
að aftan
„Flugvélar með stélhjóli hafa