Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Blaðsíða 8
'idýSÍÍZl7 LIFIÐ I LANDINU Þeir tala hins vegar um „Hús friðarins" þar sem þeim er leyft að stunda trúna skv. islömskum lögum og „Hús islam“ þar sem islömsk trú er ríkistrú. Þetta má hins vegar ekki yfirskyggja að það er grundvallaratriði í islam að múslimar, gyðingar og kristnir eigi að lifa hver með öðrum í friði.“ Þegar ólfkt uppeldi, ólík lög og ólík menning rekast á geta komið upp flókin vandamál sem erfitt er að leysa. Þessi vanda- mál taka aðallega á hlutum eins og trúfrelsi, hjónabands- löggjöf, íjölkvæni og skilnaðar- ákvæðum og þau ganga þvert á landamæri trúar og menningar. Þetta birtist vel í því þegar evr- ópskum og islömskum íjöl- skyldurétti er stefnt saman en þar takast á ólík lög og reglur. 1 lokaritgerð sinni í Háskóla fs- lands tekur Lára fyrir vanda- mál af þessu tagi, þ.e. þau vandamál er snúa að því þegar „Hús stríðsins“ mætir „Húsi is- lam“. Að samþykkja trú á guðs vilja „Islam er eingyðistrú og grein af sama meiði og gyðingdómur og kristni. Islam þýðir afhend- ing eða framsal, það að sam- þykkja í einlægni trú á guðs vilja, og sá sem framselur sig er múslimi. Múslimar trúa því að það sé einn guð og Múhameð sé spámaður hans. Kóraninn er hin heilaga bók múslima. Hann er hjarta islam og talinn vera óbreytt orð guðs. Boðskapur Kóransins er í megindráttum einfaldur. Auk þess að vera boðskapur Allah er Kóraninn einnig annar af tveimur megin lagastoðum islamskra laga. Trúin er því að einhverju leyti lög fyrir múslima. Múslimar sem búsettir eru í löndum sem ekki hafa islömsk lög geta ekki farið eftir islam í einu og öllu. Þeir geta samt sem áður verið samkvæmir trúnni og sjálfum sér. Hins vegar vakna ljölmargar spumingar því þeir heyra þó í raun undir tvennsk konar lög, islömsk lög og viðkomandi landslög." Að aðlagast nýjum aðstæðum og menningu „Að vera múslimi í Evrópu er því flóknara en það virðist í fyrstu. Þegar múslimi flytur til Evrópu þá þarf hann auðvitað að laga sig að nýjum aðstæðum og menningu en þó sérstaklega að nýjum lögum. Það eru marg- ir hlutir sem fylgja islam sem ekki eru sjálfsagðir í Evrópu og auðvitað myndi múslimi vilja iðka trú sína óáreittur þar eins og annars staðar. En það er bara ekki sjálfgefið. Það sem aðallega er hægt að nefna þessu til stuðnings er það að í flestum islömskum löndum eru stúlkur álitnar kynþroska 13 ára gamlar og þá mega þær giftast en í Evrópu þurfa þær að vera orðnar 18 ára. Blæjan er annað mál og í Frakklandi er hægt að meina stúlkum að ganga með hana í skólum. Einnig er hægt að nefna fjöl- kvæni þar sem islam leyfir karlamanni að giftast íjórum konum en það er ekki leyft í Evrópu þar sem einungis má vera giftur einni konu í einu.“ Lára Samira Benjnouh segir þær takmarkanir sem evrópsk lög setja múslimum í álfunni eru auðvitað ögrun við Með fjölkvæni er farið í kringum lögin „Fjölkvæni er mjög gott dæmi um ólíka afstöðu tveggja heima til hjónabandsins og það er góð prófraun á það hversu opin samfélög eru gagnvart öðrum trúarbrögðum og annarri menningu. Fyrir múslima er íjölkvæni eitthvað sem er rót- gróið í menningunni en það er hvergi leyft í Evrópu. En spurn- ingin er hins vegar hvort taka eigi tillit til þessa atriðis hjá múslimum og leyfa islömskum karlmönnum að giftast íjórum konum búi þeir í Evrópu. ÖIL ríki Evr- ópu banna fjöl- kvæni skv. lög- um en það er farið í kringum lögin. Hjón geta skilið án þess að þau hætti að búa saman eða hætta hjónah'fi eingöngu til þess að karl- maðurinn geti gifst annarri og eignast þannig fleiri eiginkonur. Þetta er auð- vitað íjölkvæni og hjónin hafa aldrei skilið skv. islömskum lög- um. Þarna líta yfirvöld þess lands sem hjónin eru búsett í á þau sem fráskilin án þess að þau séu það.“ „Ég skil við þig“ „Hjónaskilnaðir á islamska vísu er hka annað dæmi sem ekki samræmist þeim lögum sem tíðkast í Evrópu. Islömskum manni nægir að þylja þrisvar sinnum yfir eiginkonunni „ég skil við þig“ til að vera laus úr hjónabandinu. Lögin gera þó ráð fyrir að það líði einhver þá. tími milli þess sem hann endur- tekur setninguna, en síðan er skilnaðurinn yfirstaðinn. Konan getur hins vegar einungis skilið við mann sinn ef hann veitir samþykki. Þetta nægir samt ekki þeg- ar um er að ræða islömsk hjón eða is- lamskan karl- mann sem skil- m- við eigin- konuna séu þau búsett í Evrópu. Þá þurfa múslimar að skilja form- lega og ganga í gegnum ákveðið lagalegt ferli eins og aðrir.“ Blæjan ekki sjálfgefin „Umburðarlyndi gagnvart blæj- unni er ekki heldur sjálfgefið þegar litið er til Evrópu. Frakk- land sker sig úr hvað þetta varðar en þar er konum bann- að að bera blæju í skólum landsins. Opinbera skýringin á þessu er sú að í landinu ríki trúfrelsi og þar megi enginn boða þar opinberlega einhverja ákveðna trú. Ríkið styður ekki heldur eina trú fremur en aðra. Það má heldur ekki bera kenni- leiti eða tákn sem geta verið ögrandi. Þetta er þeirra liður í því að hafa landið opið fyrir öll- um trúarbrögðum. Það ríkir samt alls ekki ein- hugur um það hvort lögin séu réttmæt eða ekki og Frakkar geta ekki komið sér saman um það hvaða leið eigi að fara í þessum efnum. Stúlkum hefur jafnvel verið vikið úr skóla vegna þess að þær neita að taka niður blæjuna." Takmark- anir eru ögrun „Þessar tak- markanir sem evrópsk lög setja múslim- um í álfunni eru auðvitað ögrun við þá. Það má jafnvel segja að tak- markanirnar séu brot á mannréttindum og megi líkja við það að kristnu fólki væri bannað að ganga með kross um hálsinn sem tákn um kristin- dóminn. Þetta fer auðvitað illa í múslima en þeir eru líka mjög ósammála um hvaða stefnu eigi Mynd: Hilmar að taka. Mörgum finnst einnig sem blæjumálið beri þess merki að aukin gjá hafi myndast milli fransks samfélags og mús- limskra innflytjenda og að mjög ósanngjarnt sé hversu kristnum mönnum sé gefið miklu meira svigrúm en múslimskum. Al- mennt í Evrópu virðist staða múslima hins vegar vera svipuð. Múshmar, kristnir og gyð- ingar hafa frá upphafi búið á sömu svæðun- um. Stundum hafa komið upp átök en oftast hefur verið lif- að með friði. Það er ekkert sem bendir til annars en að sambúðin í Evrópu eigi að geta gengið vel þó að þar með sé ég ekki að gera h'tið úr því að mörgu er að hyggja. Það getur mannfræðin tvímælalaust átt hlutverk. Sam- búð verður nefnilega að byggja á skilningi." hbg Múslimar sem búsettir eru í lönd- um sem ekki hafa islómsk lóg geta ekki farið eftir islam í einu og óllu. Að vera múslimi í Evrópu erflóknara en það virðist í fyrstu. Þegar múslimi flytur til Evrópu þarfhann að laga sig að nýjum aðstœðum og menn- ingu en þó sérstak- lega að nýjum lógum. Hus „í augum múslima er Evrópa ,Hús stríbsins“þvíþarfá múslimar ekki að iðka trú sína óáreittir, “ segir Lára Samira Benjnouh, nýútskrifaður mannfrœðingur frá Háskóla íslands.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.