Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Blaðsíða 15
Uagur-'ðlímmn Laugardagur 28. júní 1997 - 27 Gallabuxumar - alltaf bestar! í stuttermabol og Ber- múdabuxum og ekkert kalt í sumarsólinni á „Mér finnst það hræðilegt ef ég á ekki skó sem passa við það sem ég ætla að fara í,“ segir Por- gerður. Þorgerður Þórðardóttir, fegurðar- drottning Austurlands, er krabbi og mikil fatafrík. Hún kaupir sér alltaf eitthvað nýtt í hverjum mánuði. Véistu - ég er krabbi og ég þarf að kaupa mér þrjú pör af skóm á mánuði. Það er sagt um krabba að þeir séu skósjúklingar. Ég er algjör skófrík og þarf að eiga skó við nánast hverja flík sem ég á. Mér finnst það hræðilegt ef ég á ekki skó sem passa við það sem ég ætla að fara í en skór eru dýrir og ég reyni að kaupa skó sem ég get notað mikið,“ segir Þorgerður Þórðardóttir, 21 árs Vopnfirðingur. Þorgerður er dóttir Kristínar Steingríms- dóttur og Þórðar Helgasonar verktaka. Hún vinnur í tískuversluninni Centrum í Kringi- unni og tekur kvöldvaktir við og við á veit- ingastaðnum Mirabelle. Hún var kjörin feg- urðardrottning Austurfands í vetur og lenti í flmmta sæti Fegurðarsamkeppni Isiands auk þess sem hún var ljósmyndafyrirsæta keppninnar. Vandað og töff Þorgerður er algjör fatafrík, á mikið af fötum, skóm og töskum, og kaupir sér alltaf eitthvað nýtt í hverjum mánuði. Hún spáir heilmikið í tískuna og finnst fatnaður skipta nokkru máli enda gerðar kröfur til þess að hún líti vel út í vinnunni. Hún segist velja „klassísk, vönduð og töff föt“ og klæðist gjarnan einhverju þægilegu og stflhreinu. Hún veltir fata- merkjum talsvert fyrir sér án þess þó að eltast við einhver ákveðin merki. Hún verslar mikið í Centrum „sem er ekkert skrítið en ég gerði það líka áður en ég byrjaði að vinna hér,“ segir hún. Þorgerður er mikið fyrir kjóla enda á hún marga og þá helst opna kjóla. „Ég vinn hér allan daginn og þarf að vera vel til höfð. Við stelpurnar sem vinnum hérna förum mikið saman út á kvöldin og þá er um að gera að drífa sig í sæta kjóla,“ segir hún. Litirnir eru dökkir, grænn, brúnn, dökkblár og svartur, sér- staklega yflr veturinn, og svo kryddar hún með ljósu. Grænn og brúnn eru í sér- stöku uppáhaldi. Hún segir að flauel sé mikið í tísku og verði það áfram. í síðum eða stutt- um kjól \ „Gallabuxurnar eru samt alltaf best- ar - gallabuxur og bolur. Maður er allt- af kominn í það þeg- ar maður er kominn heim á kvöldin. En þegar ég fer út að skemmta mér finnst mér alltaf mjög gaman að fara í fínum og sætum kjól, síðum eða stuttum. Ég fer lflca alltaf vel til höfð í vinnuna og þá finnst manni ágætt að koma heim og fara í gallabuxur," segir hún. -GHS Þorgerður Þórðardóttir, fegurðardrottning Austurlands, hefur gaman af að klæða sig upp í kjól, sérstaklega þegar hún fer út á kvöldin. Hún er mikið fyrir skó og töskur. Myndir: Hilmar Þór Þorgerður er mikið fyrir dökka liti, sérstaklega brúnt og grænt. Flauel er í tísku núna og brúni flauelsjakkinn því mikið notaður. Ti"r"ri:,v

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.