Dagur - Tíminn Akureyri - 26.07.1997, Side 8
8 - Laugardagur 26. júlí 1997
*
jDagur-XEímtrat
PJÓÐMÁL
,®agur- (Límmn
Útgáfufélag: Dagsprent hf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein
Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson
Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson
Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík
Símar: 460 6100 og 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði
Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað
Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja
Grænt númer: 800 70 80
Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171
Tölvuterror
í fyrsta lagi
í frystihúsi Bakka í Bolungarvík er fullkomið tölvu-
kerfi flæðilínunnar notað til að skrá hvert handar-
vik og snúning starfsKVENNA (ekki karla) og listi
um frammistöðu hengdur upp tvisvar á dag. Þar
má sjá nöfn og númer kvennanna, hvort þær
mættu á réttum tíma, vinnsluhraða, nýtingu og
fjölda galla. Einnig hangs og slugs eins og til dæm-
is hvort mætt er mínútu of seint í vinnu eða úr
kaffi og ábendingar stjórnenda látnar fylgja með.
Þær neituðu samt að hafa auga störa bróðurs á sér
á salerninu eins og þó stóð til. Nú biðjum við
starfsfólk Flughafnarinnar, íslandsbanka við Suð-
urlandsbraut og Byggingavörudeildar KEA að
ímynda sér eitt andartak hvor það tæki svona
meðferð í mál? Hver tæki svona í mál?
öðru lagi
Viðbrögð Sigrúnar Jóhannesdóttur hjá Tölvunefnd
eru hárrétt: það er ómanneskjulegt að bjóða fólki
upp á þetta. Viðbrögð stjórnenda Bakka í Bolungar-
vík eru að hrúga inn yfirlýsingum um að starfsand-
inn sé frábær. Gott hjá þeim. Það hefur líklega verið
auðvelt fyrir starfsfólkið að segja nei þegar það var
beðið að skrifa undir? Svarið hér er einfalt: éttu’ann
sjálfur. Við stöndum við frásögn innan úr Bakka sem
segir um þetta kerfi: „Algjör hryllingur".
y
í þriðja lagi
V.
í frétt blaðsins rekur Sigrún Jóhannesdóttir hjá
Tölvunefnd að hæpið sé að birting svo persónu-
legra upplýsinga samrýmist almennum sjónarmið-
um um friðhelgi einkalífs og lögum um meðferð
persónuupplýsinga. Tölvunefnd hefur til dæmis
bannað birtingu forfalia- og veikindalista í fram-
haldsskólum. Nú myndi maður ætla að verkalýðs-
félaginu á staðnum þætti þetta merkilegar upplýs-
ingar. Hvað gerir það? Lætur nota sig eins og
snýtuklút til að harma „æsifréttastfl" í staðinn fyrir
að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Eins og
maðurinn sagði: „Þetta eru asnar Guðjón”.
V
Stefán Jón Hafstein.
_______________________J
Sp
inqj
Utó
Finnst þér eðlilegt að birta lista yfir
frammistöðu starfsfólks á vinnustað?
Sighvatur
Bjarnason
framkvœmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar
Mér finnst það~
eðlilegt og þá
sórstaklega í
hóplaunakerfi vegna
þess að í því skiptir
máli að hitt fólkið sjái
afköst hjá hvert öðru.
Við gerum þetta nú
ekki hér. í einstakl-
ingsbónus horfir þetta
allt öðruvísi við vegna
þess að þá eru afköst-
in prívatmál hvers og
eins.
Kristín
Ástgeirsdóttir
þingkona
Kvennalista
Það er verið að
ala á óánægju
með því að birta
tölur um afköst, mæt-
ingar og slíkt. Miðað
við stefnu fyrirtækja
erlendis þar sem allt
gengur út á það að
skapa vinsamlegt og
gott umhverfi og
ánægt starfsfólk, þá
eru svona vinnubrögð
íslenskra fyrirtækja
aftan úr fornöld.
Eggert
Magnússon
forstjóri kexverk-
smiðjunnar Frón
Eg hef nú h'tið
hugsað þetta
mál. f fljótu
bragði h'st mér nú illa
á að vera með ein-
hvern vinsældarlista
hangandi uppá vegg
þar sem fram kemur
hvaða starfsmaður er
bestur og hver sé
verstur. Eg held að
það sé ekki vænlegt tif
árangurs í framtíð-
inni.
Sigurður
Ingvarsson
formaður Alþýðu-
sambands Austjjarða
Mér finnst það
ekkert eðlilegt
nema það sé
vilji starfsfólksins. Ég
tel að menn hafi enga
heimild til þess í and-
stöðu við starfsmenn.
va?u~
Slakir varnarmenn
„Með sama hætti er ekki hægt
að hrósa þeim sem halda á
málum fyrir hinn almenna
launamann. Þeir eru löngu
hættir að leika sóknarleik og
enn og aftur sannast að þeir
eru afar slakir varnarmenn."
- Leiðarahöfundur Alþýðubiaðsins í
gær.
íslensk rök
„í stuttu máli voru rónarnir svo
stórir í sér að þeir höfðu ákveð-
ið að láta ekki renna af sér, það
hefði runnið nógu mikið af okk-
ur íslendingum síðustu áratug-
ina.“
- Guðbergur Bergsson í DV í gær.
Ógeð
„í heita pottinum í sundlaugun-
um í Laugardal var maður að
segja frá því að útlendingur
hefði kastað af sér þvagi í
drykkjarskál sem er á vegg.“
- Víkverji í Mbl. í gær.
Ofvirkur
„Mér finnst forsetinn reyndar
stundum vera of duglegur.
Þannig herjaði hann út viðtal
við Clinton, og ef ég þekki hann
rétt þá hefur Clinton örugglega
verið í vörn í því samtali."
- Kjartan Helgason í Alþýðublaðinu í
gær.
Nema hvað
„Því er ekki að neita að lottó-
vinningur sem við fengum
stuttu eftir að við fluttum til Ak-
ureyrar reyndist vel.“
- Aðalbjörg Hafsteinsdóttir í Mbl. í gær.
Heimalningar
*
lafur Ragnar Grímsson er að sýna
heimsbyggðinni að hann er forseti
með frumkvæði. Fundir hans með for-
seta og varaforseta Bandaríkjanna eru for-
máli að mestu landkynningu allra tíma og
hana verður að nýta og gjörnýta. Ólafur
Ragnar hefur staðfest að forseti íslands þarf
ekki að bera kinnroða fyrir öðrum þjóðhölð-
ingjum heimsins. Hvort sem löndin eru stór
eða smá. Engum manni þarf að koma í opna
skjöldu að forseli landsins vcrði seinna kall-
aður til starfa á alþjóðlegum vettvangi.
f starfi forseta nýtur Ólafur Ragnar
Grímsson meðal annars að hafa hlotið eld-
skírn við nám í öðrum löndum. Sama máli
gegnir um tvo aðra fyrrum formenn stjórn-
málaflokka: Steingrím Hermannson og Jón
Baldvin llannibalsson. Framganga þeirra
þriggja í stjórnmálum var með allt öðrum
hætti en heimaöldnu lögfræðinganna hjá
Sjálfstæðisílokknum. En því er þessa getið
hér að síðasta laugardag drap pistlahöfund-
ur á vankanta réttarkerfisins og hér verður
lopinn teygður um stund.
Fyrsta ógæfa réttarkerfisins dundi yfir þeg-
ar Háskóli íslands var stofnaður og hætt var
að senda laganema til náms í Kaupmanna-
höfn. Fyrir bragðið hafa lögfræðingar og dóm-
arar á hverjum tíma hlotið sömu konnslu hjá
sömu prófessorum í sama skóla. Læra jafnvel
að hugsa eins og haga sér eins. Nýir straumar
í lögfræði og nýjar víddir í heiminum hafa ekki
náð til dómstóla landsins í jafn ríkum mæli og
hjá þjóðum með fleiri kosti í laganámi. ís-
lenska lögfræðinga og dómara skortir oft vi'ð-
sýni hins siglda og veraldarsýni heimsborgar-
ans. Ilættan eykst á að fagidjótar ráði ferðinni
í dómskerfinu.
Og fleiri hættur liggja
í leyni. í draumi sérhvers
lögfræðings blundar von
um að setjast í Hæsta-
rétt. Ekki bara hjá dóm-
urum lægri dómstiga og
fulltrúum þeirra við
dómstólana. Heldur líka hjá mörgum starfandi
málflutningsmönnum og löglræðingum við
önnur störf úti í bæ og óskyld dómskorfínu.
Jafnvel þingmenn og ráðherrar hugsa sór gott
til glóðarinnar í Hæstarótti að loknum pólitísk-
um ferli ekki síður en í biinkum. Margir lög-
fræðingar telja Hæstarétt vera hámark lög-
fræðinnar og stefna vitaskuld á toppinn. Fólk
með Hæstarétt í maganum veigrar sér við að
rugga bátnum og hættir til að hlaða undir
kerfið sem á að brauðfæða það. forðast að
styggja skipunarvaldið og reyndar allt opin-
bera valdakerfið eins og það leggur sig.
Önnur ógæfa réttarkerfisins er að dómar-
arnir úr lagadeild Háskólans eru of tengdir
málflytjendum úr lagadeild Háskólans. Bæði í
námi, hugsun og félagslegri umgengni utan
vinnutíma. Lögin gera því miður aðeins ráð
fyrir lögfræðingum í fastar stöður dómara og
er hluti af gömlu bábiljunni að engir geti
dæmt í dómstólum nema lögfræðingarnir. Nú
eru vel samin lög fyrst og fremst heilbrigð
skynsemi færð í letur og
því vandalaust fyrir fólk
með aðra menntun að
fletta þeim upp og lesa.
Lögfræðin er þjónustu-
grein eins og tannlækn-
ingar og pípulagningar
og dómstólar skipaðir
dómurum úr öðrum áttum ráða sér lögfræð-
inga til aðstoðar oins og annað starfsfólk.
Vísir að þessu nýja kerfi er þegar fyrir hendi í
skipun faglegra meðdómara í dómsmálum.
Munurinn á hugsun lögfræðings og til
dæmis verkfræðings er að verkfræðingurinn
neglir hugsun sína niður rökrétt í beina frá-
sögn á meðan lögfræðingurinn hefur varann
á. Verkfræðingurinn getur hiklaust kveðið
upp jafn skýra dóma og lögfræðingurinn og
jafnvel ennþá faglegri ef því er að skipta.
Eins er sjálfsagt að velja kviðdóma í sem
flestum málum, og færa dómsvaldið nær
þjóðinni. Fólkið sjálft á að kveða upp dóma í
nafni þjóðarinnar en ekki bara, ein stétt
manna. Málflytjendur sækja mál og verja og
hreinasti óþarfi að þeir dæmi líka.
Þriðja ógæfa róttarkerfisins er hin póli-
tíska skipun dómara í Hæstarétt. Aðferðin
hefur löngu gengið sér til húðar og dómara-
sæti mega ekki lengur vera bitlingar fyrir
flokkshesta. Stjórnmálaflokkarnir hafa jafn-
an farið eftir flokkskírteinum og Borgara-
flokkurinn einn þorði að velja dómara í
Ilæstarétt að verðleikum. Þjóðin á að kjósa
dómara og fleiri helstu embættismenn sína í
almennum kosningum samfara kjöri til Al-
þingis eða byggðastjórna og eðlilegt að allir
landsmenn séu kjörgengir.
Fjórða ógæfa réttarkerfisins eru óljós skil
á milli dóms- og stjórnvalds eins og kom
glöggt fram í tilraun Sævars Marinós Cieci-
elski að taka aftur upp Guðmundar- og Geir-
finnsmál. Fólk f lýðræðisríki á ekki að þurfa
að leita á náðir dómara þegar það sættir sig
ekki við niðurstöður sama dómara. Víta-
hringur af því tagi er hluti af deyjandi Sowj-
eti austur í Evrópu og í engu samræmi við
andann á bakvið mannréttindi Vesturlanda.
Staðfesting á þessum óljósu mörkum birt-
ist fyrir nokkrum dögum í ákvörðun kjara-
dóms sem Ila'.stiréttur skipar að meginhluta.
Dómurinn bregst ekki skapara sínum og sýn-
ir átakanlega leyniþráðinn á milli handarinn-
ar sem skalTar og handarinnar sem þiggur.
Clðífeix
Mututeð