Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.01.1997, Síða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.01.1997, Síða 8
8 - Föstudagur 3. janúar 1997 .Dagur-ÍEímhm s PJÓÐMÁL |Dagur-®tmmn Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aöstoöarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Póstur og sími í fyrsta lagi Á næsta ári skiptir ekki máli hvaðan af landinu maður hringir: gjaldið verður það sama. Fram- farasinnuð hugsun hggur að baki. Símalínur eru helsta samgöngutæki framtíðarinnar. Eftir þeim flytja menn upplýsingar sem eru ein verðmætasta vara nútímasamfélags. Miklu skiptir að alhr hafi jafnan aðgang að hátæknihraðbrautinni hvar á landi sem þeir búa. Upplýsingar og boðskipti eru auðlindir sem aukast eftir því sem notkun er meiri. Þetta er auð- lindastefna sem verður öllum til góðs og sú póli- tíska stefnumótun sem að baki býr er lofsverð. Póstur og sími hefur einnig gefið til kynna að fyrir- tækið vilji dreifa útvarps- og sjónvarpsefni um ljós- leiðara í öll hús. Samtímis opnaðist möguleiki til að dreifa enn meira efni en nú er, ekki bara út- varpi og sjónvarpi, heldur tölvugögnum og margs konar fræðslu- og skemmtiefni. Slík nettenging allra heimila í landinu færði ís- land í forystusveit meðal þjóða sem hagnýta sér bestu miðlunarmöguleika, og yrði í samræmi við nýmótaða upplýsingastefnu stjórnvalda. Hér er mikið framfaramál, en ekki hagsmunamál allra. í þriðja lagi Hagsmunir núverandi ljósvakamiðla eru alls ekki þeir að auðvelda fleirum aðgang að heimilum landsmanna. Þetta kristallast í samkeppni Sýnar og Stöðvar 3, þar sem Sýn hefur mikla forgjöf með verðmætri rás. Hvers vegna ættu starfandi ljós- vakamiðlar, sem hafa lagt í kostnað við eigin dreifibúnað, að semja um not á, og standa undir kerfi, sem opnar fleirum aðgang að íslenskum heimilum? Hér gæti verið freistandi fyrir þá frændur Halldór Blöndal og Björn Bjarnason að nota pólitískt handaíl. Skipa RÚV að skipta við Póst og síma til að standa undir ljósleiðarateng- ingu allra landsmanna. Og opna leið fyrir hina lánlausu Stöð 3 (og fleiri) samtímis. Stefán Jón Hafstein. UIA Kallar smæð íslensks málsamfélags á ríkisrekið útvarp og sjónvarp? Sigmundur Ernir Rúnarsson aðstoðarfréttastjóri Stöðvar2 Við eigum að starf- rækja íslenskt ríkis- útvarp á áþekkum forsendum og við leggjum mikið fjármagn til Þjóðleik- húss og annarra menning- arstofnana. Þá verður RUV líka að standa undir þeim kröfum með vönduðu út- varpsefni sem reynslan hefur kennt okkur að einkaaðilar hafa ekki sinnt sem skyldi. Hitt er annað mál að ég tel með öllu óþarft að ríkið sendi út poppmúsík og reki sjón- varpsstöð. Mörður Árnasson islenskufrœðingur * Islenskt samfélag hefur það hlutverk gagnvart sjálfu sér og öðrum í heiminum að varðveita og efla mál sitt og menningu og hlýtur að taka til þess sérstakt tillit í uppbyggingu menntakerfis, fjölmiðlunar, bókaútgáfu ‘ osfrv. Eignar- hald á útvarpi og sjónvarpi er hins vegar úrvinnsluat- riði á hverjum tíma og sama á við um t.d. virðis- aukaskatt á prentað mál og tímafjölda í skólum. ♦ ♦ Flosi Ólafsson leikari S Eg vil endilega hafa Ríkisútvarpið, ekki bara vegna þess hve málsamfélagið er lítið held- ur dreg ég í efa að einka- framtakið myndi sinna þeim skyldum sem ríkis- rekið útvarp hefur. Ég er ánægður með rás 1 en mér finnst málhæfni hjá fjöl- miðlamönnum almennt stórlega ábótavant. Lat- mælgi virðist orðin Ienska og á sumum útvarpsstöðv- um er munnræpan um oft ekki neitt hreint rosaleg. Sverrir Páll Erlendsson íslenskukennari í MA S Ahrif fjölmiðla í nú- tímasamfélagi eru geysimikil og út- varps- og sjónvarpsmenn eru fyrirmyndir. Margt er vel gert en málspilling hef- ur því miður vaxið í ljöl- miðlum að undanförnu og ýmsar villur dreifst eins og eldur í sinu á meðal al- mennings eftir að þær koma fram í útvarpi eða sjónvarpi. Fyrst Frakkar sjá ástæðu til að verja sína tungu mjög sterkt í ríkis- fjölmiðlum hlýtur þörfin að vera margfold hér. íslensk Jjárfestingarhagfrœði? „Þegar sætanýtingin er 12-13% er það orðið mjög krítískt hvort hlutirnir ganga upp eða ekki... Helmingurinn af aðsókninni sem þetta nýja bíó mun fá kem- ur úr þeirra eigin húsum þar sem þeir eru með um helming- inn af markaðnum. Þetta er eins og að fjölga fiskiskipum en vera með óbreyttan kvóta,“ - sagði Friðbert Pálsson, forstjóri Há- skólabíós, vegna 560 sæta Kringlubíós- fjárfestingar þrátt fyrir aðeins 12% nýt- ingu þeirra sæta sem fyrir eru. „Kerfisskelfir" Sé þörf á verulegum „kerfis- skelfi“ á okkar dögum er Ástþór Magnússon jafn góður og hver annar í því hlutverki... Hans verður áreiðanlega minnst um ókomin ár sem mannsins sem kom, sá og sprengdi glufu í gljáfægðan kerfismúrinn." - Björn Árnason í lesendabréfi í DV Tveir Benjamínar..... „Vondir titlar hafa einnig verið sérstaklega vinsælir hjá höf- undum unglingabóka. Ekkert bókarheiti í ár á möguleika á að skáka hallærislegasta bókar- heiti áratugarins en hann á unglingabókin Ófrísk af hans völdum. Allt í sleik kemst þó næst því... Þá má nefna að tvær bækur heita eftir aðalpersónum sínum sem hvor tveggja heitir Benjamín, ævisaga Benjamíns Eiríkssonar og bók þar sem bangsinn Benjamín lærir á klukku." - Ármann Jakobsson í úttekt á bóka- flóðinu í DV. Góðæri landsfeðranna Nýtt ár er hafið og hafa landsfeð- urnir ávarpað lýð sinn og veitt honum leiðsögn inn í framtíð- ina. Forsætisráðherra boðar bullandi góðæri með skattalækkun og afneitar allri fátækt í ríki sínu. Forsetinn hefur komist að því að fólk undir fertugu hefur ekki skrifað bækur á íslandi fyrr en hans tíð rann upp á síðasta ári. Ilann lofar líka bjartri framtíð með miklum bókaskrifum, blómberandi al- heimsviðskiptum og að hér verði tekið upp austur-asískt menntakerfi til að fleyta þjóðinni fram á veg. Vafalaust veit maðurinn hvað hann er að tala um og hvernig framsæknir valdhafar í Asíu aga æskulýðinn til mennta. Verði íslensku menntakerfi að góðu. Flestum öðrum mönnum er ljóst, að það sem við blasir á nýbyrjuðu ári eru kjarasamningar, sem allir eru komnir í harðan hnút eins og venjulega. Skjannabirta Samningarnir runnu nefnilega út um áramótin, en samt er ekki búið að móta kröfur, en nokkur launþegafélög hafa pantað tíma hjá sáttasemjara til að rabba við hann um væntanlegar samningaviðræður, sem væntanlega fara fram þegar kemur fram á árið. Atvinnurekendur standa klárir á sínum hlut. Ekkert er til skiptanna, góðærið farið Qandans til og óraun- hæfar kröfur ógna stöðugleikanum, sem kvað vera svo notalegur fyrir lág- launafólk og þá sem eru að kikna undan skuldum. Svona standa málin þegar lands- feðurnir lofa skjannabjartri framtíð og menntakerfi í ætt við það sem synir hinnar rísandi sólar í landi dagrenn- ingarinnar búa við og á að tryggja efnalegar framfarir. Þeir menn sem hafa valið sér for- ystuhlutverk staðnaðra launþegahreyf- inga ætla sér mikinn hlut í væntanleg- um kjarasamningum og eru sumir þeirra meira að segja svo ósvífnir að bera kjör umbjóðenda sinna saman við mörg þau vildarkjör sem opinberir starfsmenn njóta, og er þá skörin farin að færast upp á bekkinn. Leiðtogar þeirra opinberu mót- mæla náttúrlega harðlega og segjast búa við sultarkjör, og má það raunar til sanns vegar færa. En skrýtið er það samt að þegar breytingar verða á op- inberum rekstri harðneita allir starfs- menn ríkisstofnana að fara af launaskrá ríkisins og starfa á kjörum hins al- menna markaðar, eða jafnvel sveitarfó- laga. Skrýtið og óút- skýrt. Ríkistjórnin hefur ekkert frétt af væntanlegum kjarasamningum og kom af Qöllum þegar bent var á að hún hafi gefið gott fordæmi um lífeyriskjör, þeg- ar undirstrikað var með afgerandi hætti hver væri stefna hennar í þeim málum. En að því leyti, eins og svo mörgum öðrum sviðum, búa tvær þjóðir í landi, eða jafnvel íleiri. Nú 1 heita launþegaforkólfar sínu fólki vildarkjörum hinna opinberu í líf- eyrismálum og kauphækkunum upp á tugi prósenta. Atvinnurekendur hrista höfuð sín og eru ekki aflögufærir um eitt né neitt, þótt hlutabréfm í fyrir- tækjum þeirra hafi tvöfaldast að verð- gildi á árinu sem leið. í merkri bók stendur að enginn viti hvaðan vindurinn kemur eða hvert hann fer. Veðurfræðingar eru kannski á öðru máli. En hvert góðærið marg- lofaða fór veit náttúrulega enginn. Ef til vill má sjá merki um það einhvers staðar, ef vel er leitað. En þegar líður að kjarasamningum er það rokið svo fullkoma út í veður og vind, það man varla nokkuð maður eftir í hverju það fólst. Sjómenn eru farnir að brýna verk- fallsvopnin og verkalýðurinn er að verða órólegur, en ráðamenn einka- væða og hagræða og lofa batnandi lífs- kjörum, án þess að geta skýrt frá í hverju þau eiga að felast. Og víst er að kjörin eiga enn eftir að batna, en lijá hverjum? Sú spurning bíður næstu áramótaávarpa. OÓ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.