Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 3
Jlagur-'ðlímmn Laugardagur 4. janúar 1997 - 3 F R E T T I R Reynslusveitarfélðg I>rj ú sveitarfélög taka við þjónustu fatlaðra Frá blaðamannafundinum í gær. Mynd: ÞÖK Félagsmálaráðherra og íjármálaráðherra hafa undirritað samninga við þrjú bæjarfélög; Húsavík og Hornaijörð á grundvelli laga um málefni fatlaðra og Vest- mannaeyjar á grundvelh laga um reynslusveitarfélög, að þau yfirtaki þjónustu við fatlaða. Félagsmálaráðherra, Páll Pét- ursson, telur þetta mikilvægan áfanga, sem geti gefið mynd af því hvernig takast muni til áður en sveitarfólögin yfirtaka þenn- an málaflokk alveg frá 1999. Bæjarstjóri Hornaijarðar, Sturlaugur Þorsteinsson, kvaðst trúa því að yfirtaka ýmiss konar þjónustu muni styrkja sveitarfé- lögin, sem aftur styrki búsetu á landsbyggðinni. Þjónusta við fatlaða á Norð- urlandi eystra er nú öll orðin á ábyrgð tveggja sveitarfélaga, Húsavíkur og Akureyrar og svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra í kjördæminu hefur því verið lögð niður. Samningurinn við Húsavíkurbæ felur m.a. í sér að hann annist þjónustu við fatlaða í öllum sveitarfélögum í N-Þingeyjarsýslu og í sjö sveit- arfélögum í S-Þingeyjarsýslu. „nrú okkar að sveit- arfélögin geti sinnt málefnum fatlaðra betur en ríkið,“ sagði félagsmála- ráðherra En samningur hafði áður verið undirritaður við Akureyrarbæ um þjónustu við fatlaða á Eyja- íjarðarsvæöinu. HornaQarðarbær tekur sömuleiðis að sér að annast þjónustu við fatlaða í öllum sveitarfélögum Austur-Skafta- fellssýslu og í Djúpavogshreppi. Vestmannaeyjabær hefur tekið að sér að veita fötluðum bæjar- búum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á, sem til þessa hefur verið veitt af svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi. Sveitarfélögin eru að semja um að taka við ýmsum mála- flokkum sem hafa verið á hendi ríkisins. Svo dæmi sé tekið sér Hornafjarðarbær nú alfarið um rekstur heilsugæslu og öldrun- armálefni í Austur-Skaftafells- sýslu og er að taka við félags- lega íbúðakerfinu á svæðinu. Grundartangi Mengunin í vatnsbólið Heilbrigðiseftirlit Akranes- svæðis stendur fyrir kynn- ingarfundi meðal íbúanna á svæðinu um starfsleyfi fyrir ál- ver á Grundartanga í næstu viku. „Það eru skiptar skoðanir. Það eru tveir hreppar þarna að selja land undir þetta og svo eru menn að spá í atvinnutæki- færi eins og gefur að skilja. En menn gera sér vonandi grein fyrir að það er önnur atvinna sem kemur til með að hverfa á móti. Það verður vonandi rætt um þetta allt saman. Allavega erum við búin að sjá til þess að það verði smalað þeim mönn- um á fundinn sem geta svarað öllum spurningum sem upp kunna að koma,“ segir Dagmar Vala Hjörleifsdóttir fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Akranessvæðis. Heilbrigðis- nefndin sem Dagmar Vala starfar fyrir fékk framlengt fresti til að skila umsögn um starfsleyfið þar sem nefndin taldi það ekki hafa verið kynnt nægjanlega fyrir íbúum svæðis- ins. Dagmar Vala bendir á að ríkjandi vindátt beini mengun- inni frá Grundartanga upp í Akraíjallið og standi beint á eina vatnsbólið sem til sé á svæðinu. Auk þess sé Akrafjall- ið aðalbeitiland hreppanna sem standa að ljallinu. -ohr Félög iaunafólks Helgi Jóhannsson, Samvinnuferðum og Símon Pálsson, Flugleiðum handsaia samninginn í gær. Mynd: S Skrifað undir fyrsta samnmgmn Fulltrúar stærstu félaga launafólks og Sam- vinnuferða-Landsýnar undirrituðu í gær samning um ráðstöfun á allt að 5 þús- und sætum til 12 áfanga- staða Flugleiða erlendis í sumar. Þessi sæti verða seld á svonefndu stéttarfélags- verði og hefst sala á þeim þann 13. janúar n.k. Sem dæmi þá kostar far fyrir fullorðinn með sköttum 23.480 kr. til Kaupmanna- hafnar, 20.100 kr. til Glasgow og 38.400 krónur til Baltimore í Bandaríkjunum. í öllum tilvikum er miðað við að farmiðar séu keyptir fyrir 8. mars n.k. Af öðrum áfangastöðum sem hægt er að ferðast til á stéttarfélags- gjaldi má m.a. nefna Osló, Stokkhólm, London, Luxem- borg, Amsterdam, París, Hamborg, Boston og Halifax. Þetta er í sjöunda skiptið sem Samvinnuferðir-Land- sýn og Flugleiðir gera með sér samning af þessu tagi fyrir verkalýðshreyfinguna. -grh Kópavogur Grunur um íkveikju Eldur kom upp í timbur- húsi á Vatnsendabletti í Kópavogi um miðjan dag í gær. Slökkviliði gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins eft- ir að nágranni varð hans var. Enginn býr í húsinu en þó mun fólk hafa hafst þar við nýlega. Örskammt frá er annað timbur- hús og hefði getað farið mjög illa ef eldurinn hefði náð að magnast. RLR rannsakaði málið í gær og lék grunur á íkveikju. Fíkniefni Amfetamín orsök aukins vopnaburðar að er mjög erfitt fyrir okk- ur að ráðgera einhverjar markvissar aðgerðir gegn aukinni hnífanotkun hjá ungu fólki. Hnífaeign er almenn og hmfaburður fylgir amfetamín- neyslunni. Þeir sem fara að nota amfetamín fá mjög fljótt ofsóknaræði, ímynda sér að all- ir vilji gera þeim eitthvað illt og vopnast til að verja sig fyrir ímynduðum óvini,“ segir Ólafur Guðmundsson rannsóknarlög- reglumaður í forvarnadeild Lögreglunnar í Reykjavík. í Degi-Tímanum í gær kom fram í máli yfirlögregluþjóns í Keflavík að aukin brögð eru að hnífaburði fólks og virðist ungt fólk í meirihluta. Svipað er uppi á teningnum víða annars staðar á landinu og hefur ofbeldis- glæpum þar sem hnífar koma við sögu farið ijölgandi. Án þess að amfetammsneysla sé einhlít- „Fíkniefnadeild lítur oft út eins og vopnabúr aðeins eftir eina viku“ ur valdur að hmfstungum eða tengist endilega nýlegum of- beldisverkum er ljóst að amfet- amínsneysla sem hefur stór- aukist á íslandi að undanförnu íjölgar alvarlegum ofbeldis- verkum. „Amfetamínneysla er í raun langversta efnið sem við lögreglumenn getum hugsað okkur vegna þessa. Eftir tiltölu- lega litla notkun fær fólk ótrú- legar ranghugmyndir um við- horf annarra," segir Ólafur. Það er ekki aðeins lögregla sem hefur orðið vör við stór- aukna amfetamínsneyslu að undanförnu, heldur hefur am- fetamínneytendum á Vogi stór- fjölgað. Aðspurður hvort vopn- um hafi fjölgað sem Lögreglan í Reykjavík tekur úr umferð, seg- ir Ólafur: „Fíkniefnadeild lítur oft út eins og vopnabúr eftir aðeins eina viku.“ BÞ Flæmingjagrunn Veiðiheimildir minnka Véiðiheimildir íslendinga til rækjuveiða á Flæm- ingjagrunni verða 6.800 tonn á þessu ári, skv. reglu- gerð sem Fiskistofa hefur gefið út. Reglugerð þessi tók gildi á nýársdag. Samanlagður rækju- afli íslenskra skipa á Flæm- ingjagrunni var alls 19.710 t. í fyrra, en sé aflinn frá 1993 til 1996 lagður saman er hann alls um 32.339 tonn Samkvæmt áðurnefndri reglugerð er íslenskum skipum óheimilt að stunda rækjuveiðar á Flæmingagrunni, án sérstaks leyfis Fiskistofu - sem aftur hef- ur aðeins heimild til þess að út- hluta kvóta til eigenda þeirra skipa sem stundað hafa þar veiðar á síðustu fjórum árum. Alls 5% af heildarkvótanum, þ.e. um 340 tonn, er „frum- hverjakvóti", verður úthlutað til þeirra eigenda skipa einna sem stunduðu þar veiðar á ár- unum 1993 og 1994, en það eru fyrstu árin sem þessar veiðar voru stundaðar „Ég held að augljóst sé að veiðar og sókn heildarflotans á þessi á mið munu dragast sam- an þegar stjórnlausum veiðum verður hætt,“ sagði Ólafur Mar- teinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma á Siglufirði í samtali við Dag-Tímann. Hann kvaðst þó ekki geta séð fyrir hvernig sá samdráttur myndi þróast. Á síðustu árum hefur Þormóður rammi gert út þrjú skip til rækjuveiða á Flæm- ingjagrunni. Það eru skipin Sunna SI, Jöfur SI, og Arnar- nes. Samanlagður afli þeirra í Flæmingjagrunni frá árinu 1993 er 5.750 tonn. -sbs.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.