Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 11
jDctgur-Œimhtn ÞJÓÐMÁL Laugardagur 4. janúar 1997 -11 Keimaramenntun, kennslu- fræði og fagþekking Baldur Sigurðsson lektor við KHÍ skrifar S umræðum að undanförnu um skólamál hefur talið m.a. borist að menntun kennara. Einkum hefur verið staldrað við hlut uppeldis- og kennslufræði í þeirri menntun og margir haldið því fram að hann væri of mikill. Áður en lengra er haldið í þessari um- ræðu er rétt að gera sér grein fyrir hversu mikill þessi hlutur er. Stuðst verður við Kennslu- skrá fyrir almennt kennaranám skólaárið 1996-1997 frá Kenn- araháskóla íslands. Kennaramenntun í Kennaraháskóla íslands Menntun kennara er bundin af lögum nr. 48/1988 um lög- verndun á starfsheiti og starfs- réttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra. Almennt nám grunnskólakennara er þriggja ára nám, eða 90 námseiningar, og þar af kveða lögin á um hvernig 60 einingum skuli var- ið: Grunnskólakennarar skulu hafa „ eigi fcerri en 30 einingar" í uppeldis- og kennslufræði og „eigifœrri en 30 einingar" í val- grein. Þriðjungur námsins ræðst af námsskipan þeirra stofnana sem mennta kennara. Hvert námsár er 30 kennsluvik- ur og talið hæfilegt að nemend- ur ljúki 30 einingum á ári (Þeir lesendur, sem óvanir eru að tala um „einingu“ í námi, geta notað orðið „vika“ í staðinn). Náminu við Kennaraháskól- ann er skv. lögum skipað í þrjá meginþætti: Almennar uppeld- isgreinar, kennarafrœði og kjör- svið. Á kjörsviði kynnast nem- endur viðfangsefnum og vinnu- brögðum í einni list- og verk- grein eða tveimur bóklegum greinum, og því hvernig þessar greinar eru kenndar í skólum. Uppeldisgreinar og kennara- fræði eru „samtals um 60 ein- ingar“, en kjörsvið „allt ab 30 einingar“, svo vitnað sé til bls. 19 í kennsluskrá (leturbreyting- ar mínar). Á kjörsviði er tveggja kosta völ. Annaðhvort velja nemend- ur eina list- og verkgrein til 30 eininga (heimilisfræði, íþróttir, myndmennt, srníðar textíl- mennt eða tónmennt) eða tvœr bóklegar greinar, hvora um sig til 15 eininga (dönsku, eðlis- og efnafræði, ensku, félagsfræði og sögu, íslensku, kristinfræði, landafræði, líffræði eða stærð- fræði). Hvar eru mörkin milli kennslugreinar og kennslufræði hennar? Háskóli íslands menntar kenn- ara til kennslu á framhalds- skólastigi samkvæmt sömu lög- um og Kennaraháskólinn, sem kveða á um „eigi færri en 30 einingar í uppeldis- og kennslu- fræði" til þess að nemandi verði gjaldgengur kennari. í Háskól- anum er námið samt með allt öðrum hætti. Auk þriggja ára (90 eininga) náms til BÁ- eða BS-prófs í aðalgrein og auka- grein, verða háskólanemar að taka 30 einingar í kennslufræði til kennsluréttinda. Sérnámið er alfarið fræðilegt nám í sér- greinum, en uppeldis- og kennslufræðin tekur jafnt til æf- ingarkennslu sem kennslufræði greinanna. Skilin milli uppeldis- og kennslufræði og annarra þátta námsins eru því mjög skörp. Sé nú reynt að draga sömu markalínu gegnum kennsluskrá Kennaraháskólans milli uppeld- is- og kennslufræði annars veg- ar og fræðilegs náms í sérgrein hins vegar, reynist það miklum erílðleikum háð. í fyrsta lagi liggur ekki fyrir nein afdráttarlaus skilgreining á því hvað uppeldis- og kennslufræði er. Hún virðist geta spannað allt frá kenning- um um sálarlíf og þroska, og um hlutverk mennta í samfé- laginu, til kennslufræði náms- greina og glærugerðar. í öðru lagi afmarkar skipting námsins í þrjá meginþætti ekki uppeldis- og kennslufræði frá Á níunda áratugn- um var orðið Ijóst að þriggja ára nám grunnskólakennara var allsendis ófull- nægjandi og margir urðu til að benda á nauðsyn þess að lengja námið í fjögur ár. öðrum hlutum námsins, enda er hugtakið „kennarafræði“ op- ið í báða enda. Sú nasasjón, sem nemendur fá af íslensku, stærðfræði og list- og verk- greinum í kennarafræðum, felst að miklu leyti í kennslufræði þessara greina, en er ekki fræðilegt nám í greininni sjálfri. í þriðja lagi deilast veiga- miklir hlutar námsins á ólíka þætti. Mestu munar þar um æf- ingarkennsluna, sem deilist á þær einingar sem ætlaðar eru uppeldisgreinum, kennarafræð- um og valgreinum. Af þeim 30 einingum, sem ætlaðar eru val- grein skv. lögum, eru 4 einingar teknar til vettvangsnáms (æf- ingarkennslu) og ein eining er skilgreind sem hluti lokarit- gerðar. Þá eru eftir 25 einingar til eiginlegrar kennslu í val- grein, þ.e. 12,5 einingar í hvorri hinna bóklegu greina sem nemandi hefur kosið að gera að sérsviði sínu. í íjórða lagi er það svo að í heildstæðu kennaranámi, líkt og í Kennaraháskólanum, verða skilin milli náms í tiltekinni grein og kennslufræði hennar óglögg. Nemendur nálgast við- fangsefni sín með kennarastarf- ið í huga og af kennsluskrá má ráða að mörg námskeið Qalla jöfnum höndum um fræðilegan hluta sérgreinar og kennslu- fræði hennar. í nokkrum bók- legum valgreinum eru sérstök námskeið merkt kennslufræði greinarinnar í kennsluskrá, allt að 4,5 einingar, en í öðrum greinum er kennslufræðin sam- ofin öðrum þáttum hennar. Þó má ætla að kennslufræði í þeim greinum sé síst minni þegar á heildina er litið. Þá standa eftir 8 einingar, þ.e. 8 vikur, til fræðilegrar kennslu í hvorri bóklegri grein, en helmingi meira í Iist- og verkgreinum. Fjögurra ára kennaranám Á níunda áratugnum var orðið Ijóst að þriggja ára nám grunn- skólakennara var allsendis ófullnægjandi og margir urðu til að benda á nauðsyn þess að lengja námið í íjögur ár, líkt og gert hefur verið í nágranna- löndum okkar. Sá áfangi náðist með setningu nýrra laga um Kennaraháskólann nr. 29/1988. Meðan á samningu laganna stóð lögðu kennarar og aðrir starfsmenn Kennaraháskólans gríðarlega vinnu í að endur- skoða kennaranámið og bundu miklar vonir við að Qórða árið yrði til þess að tryggja lág- marksmenntun kennara. Menn voru sammála um að íjöldi ein- inga í bóklegum valgreinum væri gersamlega óviðunandi. Samkomulag varð um að leng- ing námsins kæmi nemendum fyrst og fremst til góða í val- greinum og vettvangsnámi, og kveðið var á um nýja skipan valgreina í kjörsvið sem hefði gefið nemendum færi á að dýpka þekkingu sína í sérgrein. Þáverandi menntamálaráð- herra, Ólafur G. Einarsson, taldi sér sæma að fresta gildis- töku laganna um eitt ár haustið 1991, fáeinum dögum áður en kennsla átti að heflast sam- kvæmt hinu nýja skipulagi. Það var eins og blautri gólftusku hefði verið slengt framan í starfsmenn Kennaraháskólans. í miklum flýti var námsskipan breytt á þann veg að búið var til nokkurs konar „stýft“ fjög- urra ára nám til bráðabirgða. Næsta ár var gildistöku laganna enn frestað um tvö ár og loks var lögunum breytt árið 1994. Margir kostir gamla þriggja ára námsins týndust, en ekki fékkst fé til að gera nauðsynlegar breytingar í samræmi við nýju lögin, t.d. á skipan valgreina í kjörsvið, en sú breyting var eitt mesta framfaraspor nýju lag- anna. Hringlið með lögin leiddi Einboðið er að fylgja lögum um eigi færri en 30 ein- ingar í uppeldis- og kennslufræði í menntun allra kennara. Hitt þyrfti hins vegar að at- huga hvað átt er við með uppeldis- og kennslufræði. til óvissu og aðgerðaleysis og menn urðu svartsýnir á að nokkrar endurbætur yrðu gerð- ar á grunnnámi kennara. Er uppeldis- og kennslufræði of mikil í menntun kennara? í umræðum um skólakerfið hafa menn verið nokkuð stór- orðir í yfirlýsingum, m.a. um getuleysi kennarastéttarinnar, lélega kennaramenntun og fá- nýti uppeldis- og kennslufræða. Því miður hafa ýmsir góðir pennar, s.s. Oddur Ólafsson hér í Degi-Tímanum, notað þetta tækifæri til að fá útrás fyrir for- dóma si'na í garð skólakerfisins, kennarastéttarinnar og uppeld- isfræðinnar. í sjálfu sér er það alvarlegt umhugsunarefni, og jafnvel rannsóknarefni, að svo margir virðast haldnir bældu hatri á skólakerfinu og þeim sem þar starfa, og fagna þegar ráðist er á skólafólk af fáfræði og fordómum. Uppeldis- og kennslufræði er órofa þáttur í heildstæðri kenn- aramenntun, hún er sá kjarni sem allir kennarar eiga sameig- inlegan og það sem gerir þá að fagmönnum. Ilins vegar eru skiptar skoðanir um hversu mikill hlutur hennar eigi að vera í fjölþættu námi þar sem tími er naumt skammtaður. Einboðið er að fylgja lögum um eigi færri en 30 einingar í upp- eldis- og kennslufræði í mennt- un allra kennara. Hitt þyrfti hins vegar að athuga hvað átt er við með uppeldis- og kennslufræði. Hér hefur sú leið verið valin að skilgreina upp- eldis- og kennslufræði mjög rúmt sem allan fróðleik um uppeldi, menntun og skólastarf sem ekki er beinlínis fræðileg kennsla í sérgrein. Þá blasir við að þessi fræði virðist vera ríf- lega tveir þriðju kennaranáms- ins í Kennaraháskólanum. Ljóst er að töluvert svigrúm er til að túlka lögin og skólar fullnægja kröfum þeirra um lágmarks- menntun kennara með mjög ólíkum hætti. Það má því alveg spyrja sig þeirrar spurningar hvort námið fullnægi einnig ákvæði fyrrnefndra laga nr. 48/1988 um „eigi færri en 30 einingar" í valgrein.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.