Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Qupperneq 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Qupperneq 9
|Dagur-®œxmn Laugardagur 4. janúar 1997 - 9 RITSTJÓRNARSPJALL Mynd: S Það er heilmikið að frétta, því miður Birgir Guð- mundsson aðstoðar- ritstjóri skrifar Jónas Kristjánsson ritstjóri DV skrifar athyglisverðan leiðara í blað sitt á fimmtu- daginn. Leiðarinn heitir „Ekk- ert að frétta“. Jónas fer mikinn yfir tíðindaleysinu og segir að „í grundvallaratriðum var ekkert að frétta af þjóðinni á liðnu ári og ekki er við neinum fréttum að búast af henni á þessu ári. Fólk fæðist bara, lifir og deyr.“ Kyrrstaða og doði einkenna stjórnarfarið að mati ritstjórans og hann er ekki bjartsýnn á að þaðan sé að vænta stórra eða mikilla framfara á meðan nú- verandi stjórnmálaflokkar sitji við kjötkatla stjórnarráðsins. Ut af fyrir sig getur stjórnarfarsleg kyrrstaða þó verið fréttir eins og ritstjóri fréttablaðsins DV ætti að vita og raunar virðist ritstjórinn einn um þá skoðun á blaðinu að ekkert sé að frétta, því DV er að öðru leyti fullt af bæði merkilegum og minna merkilegum fréttum. En þó fréttirnar snúist þessa dagana ekki nákvæmlega um það sem ritstjórinn vill að þær snúist um, þá er ýmislegt að gerast fyrir það. Því miður er nefni- lega heilmargt að frétta. Fátæktin Á sama tíma og landsmenn skjóta upp flugeldum fyrir yfir 200 milljónir króna, rétt eins og þeir hafi ekkert annað við pen- ingana að gera en brenna þá, koma hingað nunnur úr reglu Móður Theresu og setjast að í Breiðholtinu í Reykjavík. Nunn- ur úr þessari reglu fylgja for- dæmi leiðtoga síns og líkna fá- tækum. Þær hafa greinilega ekki heyrt áramótaræðu forsæt- isráðherra. Samkvæmt henni eru þær í vitlausu landi, hér er engin fátækt. En nunnurnar hafa sennilega hlustað á forseta lýðveldisins sem tekur undir með prestunum og líknarfélög- unum, að ástæða sé til að hafa áhyggjur af fátæktinni. Þessar mótsagnir allar ættu nú að telj- ast fréttnæmar, jafnvel fyrir Jónas Kristjánsson. Ofbeldið En það er því miður fleira frétt- næmt en fátæktin. Ofbeldis- bylgjan er það sem hæst ber um þessi áramót. Allt árið hafa landsmenn orðið vitni að stig- vaxandi spennu í þjóðfélaginu samfara undarlegri firringu gagnvart náunganum, kjörum hans og högum. Ein birtingar- mynd þessa er ofbeldi, ofbeldi á heimilum, ofbeldi meðal barna, ofbeldi gagnvart börnum, of- beldi í sjónvarpi, á skemmti- stöðum og hvar sem menn koma saman. í árslok kemur svo hápunktur í þessa óhugn- anlegu þróun með hrinu harm- leikja þar sem ofbeldið endar í heljarsárum og jafnvel manns- morðum. Hér í Degi-Tímanum í gær segir Þórir Maronsson yfir- lögregluþjónn í Keflavík að það sé sláandi hve mikið sé orðið um ýmis konar tól og tæki sem tengjast ofbeldinu. „Slagsmál eru gróf, það er mikið um spörk í liggjandi menn og því er ekki að neita að það eru töluverð brögð að því að hnífar séu tekn- ir af fólki. Þetta er vissulega áhyggjuefni." Það er svo sann- arlega rétt hjá Þóri, þetta er vissulega áhyggjuefni. Fíkniefni Skylt ofbeldinu er annað frétta- efni sem sækir að í „fréttaleys- inu“. Það er aukin fíkni- og vímuefnaneysla. Sífellt berast fréttir af umsvifum fíkniefna- baróna og sífellt fleiri ung- menni falla fyrir vímimni. Fréttirnar af umfangi málsins eru sláandi og vitað er að þráð- beint orsakasamhengi er milli vímuefnaneyslu og ofbeldis, ekki síst ofbeldis af þeirri teg- und sem yfirlögregluþjónninn í Keflavík er að tala um. Fíkni- efnavandinn er raunar orðinn svo stórt mál að sjálf „kyrr- stöðu-ríkisstjórnin“ hefur þefað uppi þá frétt og veitt tugum milljóna í að sporna gegn vand- anum samkvæmt sérstakri áætlun. Fréttamat ritstjórans er greinilega annað en stjórn- valda. Fyrir það má þakka. Kyrrstaðan Jónas talar í leiðara sínum um stöðugleika, stjórnmálin og það sem fólkið vill: „Um allt þetta er eins konar þjóðarsátt íhaldsams meirihluta þjóðarinnar, sem vill ekki láta trufla kyrrstöðu sína. Ifann vill mikil ríkisafskipti, mikið skipulag að ofan, mikið af reglugerðum, mikið af réttlæti, mikla dreifingu auðsins. Hann vill frið um það sem fyrir er.“ í sjálfu sér kann þetta að vera rétt greining hjá Jónasi, svo langt sem hún nær. Hins vegar er það ekki þessi kyrr- staða sem skiptir máli þegar sagðar eru fréttir af þjóðinni. Ifin fréttnæma kyrrstaða sem skiptir máli er fyrst og fremst fólgin í deyfð þjóðarinnar fyrir örlögum samborgaranna. Tóm- læti manns fyrir manni er ein- kenni fréttanna sem ritstjórinn kýs að kalla ekki-fréttir. En það er hins vegar rétt hjá Jónasi að „þjóðarsátt íhaldsams meiri- hluta þjóðarinnar, sem ekki vill láta truíla kyrrstöðu sína“ er áhyggjuefni. Þessi þjóðarsátt er áhyggjuefni vegna þess að hún er kyrrstaða borgara gagnvart samborgurum sínum og þeirra högum. Hún skilgreinir fréttir sem ekki-fréttir og segir að ekkert sé að frétta þegar heil- mikið er að frétta.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.