Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 12
|Dagur~®tmttm Laugardagur 4. janúar 1997 l KARFA • RENAULTBIKARINN Hverjir mætast / úrslitum ? Undanúrslitaleikirnir í bik- arkeppni KKÍ og Renault verða leiknir á sunnu- daginn í íþróttahúsinu í Kefla- vík, þar sem heimamenn í Reykjanesbæ taka á móti nýlið- um DHL-deildarinnar, KFÍ frá ísafirði og í íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi, þar sem KR tekur á móti íslandsmeisturunum frá Grindavík. Báðir leikirnir hefj- ast kl. 16:00 og verða í beinni útsendingu á Stöð 2. Eins og kom fram hjá Hrannari Hólm, þjálfara KR- inga, í Degi-Tímanum í gær eru undanúrslitaleikir bikarkeppn- innar einhverjir mikilvægustu leikir liðanna sem þátt í þeim taka á hverju keppnistímabili. Mikil stemmning skapast alltaf í kringum þessa leiki því sigur- vegararnir leika síðan úrslita- leik bikarkeppninnar í Laugar- dalshöllinni, sem er hápunktur hverrar leiktíðar. Keflavík-KFÍ ísfírðingar, sem eru á fyrsta ári sínu í úrvalsdeild, eru komnir í — undanúrslitin og verður sú frammistaða þeirra að teljast mjög góð. Lið þeirra er sterkt á heimavelli þar sem þeir hafa náð í flest stig sín en árangur- inn á útivöllum hefur ekki verið , eins góður. Það verður því erf- | iður róður fyrir þá í Keflavík á I morgun og stýrimaður þeirra, Guðni Guðnason, verður að sjá til þess að áralagið verði í takt. Þá er aldrei að vita nema þeir j geti velgt toppliði Keflvikinga I undir uggum. Það hjálpar Is- I firðingum að öflugur stuðnings- mannaklúbbur þeirra er starf- ræktur á höfuðborgarsvæðinu og munu eflaust margir leggja j leið sína til Keflavíkur og veita > þeim stuðning í þessum stærsta leik þeirra sem af er þessu keppnistímabili. Keflvíkingar eru topplið DHL-deildarinnar nú ásamt meisturum Grindvíkinga. Þessi tvö hð börðust reyndar um ís- landsmeistaratitilinn í vor og voru þá óumdeilanlega bestu hð landsins. Keflavíkurhðinu hefur bæst góður styrkur frá síðasta keppnistímabili þar sem þeir hafa endurheimt Kristinn Friðriksson frá Þór á Akureyri en Kristinn hefur sennilega aldrei leikið betur en hann ger- ir nú. Þá fengu þeir einnig Kristján Guðlaugsson til baka frá Þór og með þeim fylgdi svo Birgir Örn Birgis, svo augljóst er að Keflvíkingar eru mun öfl- ugri nú en á undanförnum ár- um. Þá má ekki gleyma því að Sigurður Ingimundarson hefur tekið við þjálfun liðsins en hann þjálfaði áður hið sigursæla kvennalið Keflvíkinga og því má segja að Sigurður kunni ekki að tapa leik sem þjálfari og varla langar hann til að læra það á morgun. Leiki Keflvíkingar af eðlilegri getu í leiknum við KFÍ ættu þeir að eiga sigurinn vís- an. KR-Grindavík Lið KR-inga og Grindvíkinga eru lið hinna miklu breytinga um þessar mundir. KR-ingar hafa fengið bæði nýjan þjálfara og nýjan bandarískan leikmann og Grindvíkingarnir eru einnig með nýjan „kana“ þar sem Her- mann Myers lét ekki sjá sig eft- ir jólin. Gárungarnir segja að þessi lið séu orðin helstu styrkt- araðilar Flugleiða. Þá sakna Grindvíkingarnir illilega fyrir- liða síns frá í fyrra, Guðmundar Bragasonar, sem nú leikur í Þýskalandi. En þeir hafa einnig fengið til sín góða menn því Pétur Guðmundsson er kominn til baka frá Tindastóli og Jón Kr. Gíslason, einn leikreyndasti og besti leikstjórnandi deildar- innar, skipti úr Keflavík yfir í UMFG í haust og hefur hann reynst liðinu betri en enginn. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari UMFG, sagði að leikur- inn við KR leggðist vel í sig og hann væri fullur bjartsýni. „Lið- in renna nokkuð blint í sjó, bæði með nýja leikmenn og vita raunverulega ekkert hvar liðin eru stödd eftir jólaamstrið. Nú verður það keppnisskapið og viljinn sem ræður úrslitum, menn selja sig dýrt til þess að komast í úrslitaleikinn." KR-lið- ið virðist fljótt á litið standa höhum fæti fyrir viðureign lið- anna á morgun. Það eru gríðar- legar breytingar sem þar hafa orðið. Benedikt Guðmundsson sem náði frábærum árangri með liðið hætti óvænt sem þjálf- ari og Hrannar Hólm tók við liðinu um áramótin og þar að auki þurfa þeir að kynnast nýj- um erlendum leikmanni þrem dögum fyrir þennan mikilvæga leik. En enginn skyldi þó af- skrifa Vesturbæingana fyrir- fram. Það er ekki langt síðan þeir leiddu íslandsmeistarana til slátrunar á altari Laugar- dalshallarinnar í undanúrsht- um lengjubikarsins og sú saga gæti endurtekið sig í Renault- bikarnum ef þeir ná að stiha saman strengi sína. Grindvik- ingar eru náttúrulega á öðru máli og eiga harma að hefna. Þess vegna er það næsta víst að viðureign KR og Grindvíkinga verður bæði hörð og spennandi. Bæði þessi lið hafa leikið góðan sóknarbolta í vetur og hafa marga af skemmtilegri körfu- boltamönnum landsins í sínum röðum. Það verður því enginn svikinn af því að koma við á Seltjarnarnesinu á morgun. Margir telja að liðin sem léku til úrslita f fslandsmótinu sl. keppnistímabil muni leika til úrslita um Renaultbikarinn í ár. Myndin er úr einum úrslitaleiknum sem fram fór á síðasta ári. Mynd: þök M. Kvennaboltinn Undanúrslitin í kvennaboltan- um verða einnig annað kvöld og hefjast þeir leikir kl. 20:00. Þá taka Njarðvíkurstelpurnar á móti nágrönnum sínum úr Reykjanesbæ, Keflavík, í íþróttahúsinu í Njarðvík og KR- stúlkurnar leggja leið sína í Breiðholtið og taka hús á ÍR- ingum. Keflavík hefur verið með yfirburða lið í kvennabolt- anum á undanförnum árum og svo er enn og því ættu þær vandræðalítið að tryggja sér farseðihnn í Höllina. Njarðvík- urstelpurnar eru hins vegar í mikilli framför og vonandi tekst þeim að standa „vinkonum" sínum og sveitungiun á sporði í þessum leik. KR er eina liðið sem veitt hefur Keflavíkurstelpunum ein- hverja keppni í vetur og því verður maður að reikna með því að þær leggi ÍR og vinni sér rétt til að takast á við Keflavík í Hölhnni. ÍR hefur þó verið að leika vel í vetur og KR-stelpurn- ar geta því engan veginn verið öruggar með sigurinn. Svali Björgvinsson er nýr þjálfari KR og leggur allan metnað sinn í að komast með sitt hð í úrslitin. Því verður gaman að fylgjast með körfuboltanum á sunnu- daginn, sem verður sannkallað- ur körfuboltadagur. gþö

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.