Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 4
4 - Laugardagur 23. nóvember 1996 jDagurúEímtxtn Sjjávarútvegur 1996 Heildarafliim rúmar 2 milljómr tonna Mesta aflaár íslandssögunnar í fiskveiðilög- sögunni, eða 1.981 þúsund tonn, sem er 26% aukning frá árinu 1995. s slendingar veiddu alls 1,9 millj. tonna af fiski í fisk- veiðilögsögunni á árinu 1996 samkvæmt bráðabirgða- tölum Fiskifélags íslands, sem er um 26% aukning frá árinu 1995. Ef afla á úthafsveiðum er bætt við er fer aflinn yfir 2 milljónir tonna, eða í 2.032 þús. tonn, sem er mesti afli sem færður hefur verið hér að landi frá upphafi. Par munar mestu um loðnu og síld, eða 1.425 þúsund tonn, en hann var 1.000 þúsund tonn árið 1995; botnfiskur er áætlaður 477 þús- und tonn á móti 479 þúsund tonnum árið 1995. Botnfiskafl- inn er hins vegar sá minnsti í háffa öld en hins vegar eykst þorskaflinn upp í 183 þúsund tonn og hefur ekki verið meiri sxðan árið 1993. Með þorskafla í Smugunni er hann um 206 þúsund tonn. Verðmæti alls fiskafla á ár- inu 1996 er um 50,4 milljarðar króna sem er svipuð upphæð og árið 1995 og skýringa á því er að leita í breyttri samsentingu aflans, m.a. aukningu í upp- sjávarfiskategundum, sem eru mun verðminni en t.d. þorskur og rækja. Aflinn í Smugunni er áætlaður 23 þúsund tonn og verðmæti 1,8 milljarður króna og rækjuaflinn á Flæmingja- grunni 22 þúsund tonn að verð- mæti 3,9 milljarðar króna. Verðmæti útfluttra sjávarafurða er áætfað um 95 milljarðar króna á árinu 1996 sem er um 12% aukning milfi ára. Afkoma einstakra þátta í sjávarútvegi er hins vegar mjög misjöfn, t.d. er botnfiskfiskvinnslan rekin með allt að 12% halla en rekstur loðnuskipa með 20% hagnaði. Á meðfylgjandi töflu má sjá áætl- aðan afla nokkurra fisktegunda í þúsundum tonna samkvæmt áætlun Fiskifélags íslands. GG TEGUND 1996 1995 þorskur 183 169 ýsa 57 60 ufsi 39 47 karfi 63 89 sxld 260 284 loðna 1.425 1.000 rækja 68 76 hörpudiskur 8,8 8,4 íslands- bærinn fokheldur s Isumar hófst hleðsla á fjög- urra þilja torfbæ við Blóma- skálann Vín í Eyjafjarðarsveit. Torfbærinn nefrnst Islandsbær- inn og er hefðbundið höfuðból hið ytra en inni verður veislu- salur og gestastofa. Hér um nýjung að ræða þar sem leitast verður við að tengja menningu og sögu nútíðar og fortíðar. Bygging íslandsbæjarins gengur samkvæmt áætfun og varð hann fokhefdur á dögunum. Fögnuðu menn þeim áfanga með veislu. BÞ Akureyri Sophia og Ástþór menn ársins Forsjárdeilur eða forsetaframboð hvað líklegast til að koma fólki ofarlega á lista við val á manni ársins. Helmingur þeira sem kom- ust í tíu efstu sætin við val „þjóðarsálarinnar" á manni ársins á Rás 2 á gaml- ársdag hefur annað hvort öðl- ast frægð fyrir forsetaframboð eða forsjárdeilur vegna barna sinna. Sophia Hansen og Ástþór Magnússon urðu langefst á lista og fengu samanlagt vel yfir helming allra greiddra at- kvæða. Töluvert neðar að at- kvæðafjölda varð síðan sá for- setaframbjóðandi sem sigraði í þeim- kosn- ingum, Ólaf- ur Ragnar Grímsson. Næstur hon- um varð Ottó Sverr- isson, sem átt hefur í forræðis- deilum og síðan deildi Halím A1 9. s°Phia- til 11. sæt- inu með tveim þekktum íþrótta- konum. Að sögn Sigurðar G. Tómas- sonar hlutu alls 213 einstak- lingar tilnefningu í vali á manni ársins að þessu siniú. Heildar- Qöldi atkvæða 2.665, sem lætur Ástþór nærri að vera 1% allra íslend- inga, sem lýsir mikl- um áhuga, þótt þátt- taka hafi einhverju sinni ennþá orðið meiri, eða yfir þrjú þúsund manns. Spurður um hugmynd- ina að baki þessu sagði Sigurð- ur: „Þetta er nú meira svona til gamans gert.“ Sophia Hansen (714 at- kvæði), Ástþór Magnússon (með hátt í 700 atkvæði), Ólafur Ragnar Grímsson, Ottó Sverris- son, sr. Pétur í Laufási, Rann- veig Rist nýr álforstjóri, Jón Gunnar Kristinsson sem kafaði eftir björgunarbát, Hrafnhildur Thoroddsen, Gaxn litli og síðan í 9. til 11. sæti, öll með jafn mörg atkvæði; Halím A1 og íþrótta- konurnar Kristín Rós Hákonar- dóttir og Vala Flosadóttir. Þessi þrjú fengu yfir 20 tilnefningar hvert um sig. Ólafsfjörður Bæjarmálapunktar ■ Formaður undirbúnings- nefndar um sameiningu sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð hefur kallað eftir afstöðu bæjarráðs Ólafsíjarð- ar varðandi framhald við- ræðna þar sem ekki sé fyrir- sjáanlegt að jarðgöng milli Ölafsfjarðar og Siglufjarðar verði að veruleika á næstu árum. Bæjarráð Ólafsfjarðar telur rétt að huga að skoð- anakönnun meðal íbúa sam- hliða næstu sveitarstjórnar- kosningum um vilja til sam- einingar og á þeim grund- velli verði síðan unnið. ■ Skólanefndarmenn gerðu bæjarráði grein fyrir viðræð- um sem skólanefnd hefur átt við Þórð Guðmundsson í Burstabrekku um lausn á skólaakstri frá Bursta- brekku. Þórður sættir sig ekki við annað en að nem- andinn verði sóttur heim á hlað. Farið var fram á úr- skurð Menntamálaráðuneytis um skyldur bæjarfélagsins til að sækja nemendur heim á hlað. ■ Lögð var fram umsókn frá Tannlæknastofu Kristjáns Víkingssonar á Akureyri um tannlæknastofu í dvalar- heimilinu Hornbrekku. Bæj- arstjóra, Hálfdáni Kristjáns- syni, falið að semja drög að samningi við Tannlæknastofu Kristjáns Víkingssonar. ■ Heilbrigðisnefnd minnir á fyrri bókanir um nauðsyn þess að gera úrbætur í frá- rennslismálum í samræmi við ákvæði mengunarvarnar- reglugerðar. Farið er fram á að nefndin fái í hendur áætl- un bæjarins um úrbætur á fráveitu bæjarins sbr. ákvæði mengunarvarnarreglugerðar. Bónustnn áfram Barnadeild FSA flytur á efstu hæð nýbyggingar um áramótin 1997/1998 Akureyrarbær hefur tilkynnt Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri að samningur milli aðila um þau rými sem hann hefur haft á leikskólanum Stekk verði ekki í gildi lengur en til 1. júlí nk. Á Stekk eru um 30 börn og hafði Akureyrarbær meirihluta þeirra rýma en stöðugt fleiri starfsmenn FSA hafa fengið rými á leikskólum bæjarins. Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri FSA, segir þá ekki hafa fjármagn til þess að reka leik- skóla og því verða teknar upp viðræður við Akureyrarbæ. Halldór Jónsson segir að engar áætlanir liggja fyrir um að fella niður greiðslu á 15.000 króna bónus til hjúkrunarfræð- inga á FSA sem tekinn var upp fyrir 12 árum sx'ðan. Þá upphæð fá þeir hjúkrunarfræðingar sem eru í fullu starfi. Bónusgreiðsla FSA varð að mörgu leyti for- dæmisgefandi öðrum sjiíkra- húsum á landsbyggðinni. Sam- kvæmt rammasamningum verður fyrsti hluti nýbyggingar FSA tekinn í notkun um ára- mótin 1997/1998, en það er efsta hæðin sem barnadeildin fær til afnota og flytur þá þang- að. GG

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.