Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 5
Jlftgur-'3Imnmt Laugardagur 4. janúar 1997 - 5 F R E T T I R Forsetaframboð Framboð Ólafs er enn með stórt skuldagat Meðal þeirra vinnustaða sem Ólafur Ragnar Grímsson heimsótti í kosn- ingabaráttunni var Álverið í Straumsvík. Mynd: gs Búist er við að forsetabókin skili einhverjum tekjum - framlagi úr ríkissjóði vegna framboða var hafnað. Bókin gekk alveg sæmi- lega, við seldum mest í áskrift. Núna bíðum við eftir prentreikningunum og endanlegu uppgjöri. Bókin mun skila einhverju upp í skuldagat- ið,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlög- maður, helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar í for- setakjörinu, þegar Dagur-Tíminn ræddi við hann í gær. Framboð Ólafs Ragnars reyndist kosta til muna meira en íjáröfl- un gaf því. Talað er um allt að 20 milljóna króna mun, sem nú stendur upp á forsetann og stuðningsmannalið hans. Stuðningsmenn Ólafs héldu áfram ýmissi fjáröflun eftir kosningar, meðal annars útgáfu bókar um framboð Ólafs Ragn- ars. Eins og fram kom í blaðinu í gær mun Pétur Kr. Hafstein axla meira en 14 milljóna króna kostnað persónulega og hefur veðsett hús sitt vegna bankaskuldar. Sigurður G. Guðjónsson sagði að það væri vert að íhuga hvers vegna frambjóðendur til forsetakjörs fengju aðra með- höndlun en stjórnmálaflokkar, sem fá 170 milljónir í ár til að reka starfsemi sína. Stjórnvöld- um ber að styðja við bakið á forsetaframbjóðendum ekkert síður en stjórnmálamönnum að mati umboðsmanna forseta- frambjóðendanna. Umboðsmenn þriggja for- setaframbjóðenda efndu til samstarfs sín á milli í haust og sendu fjárlaganefnd Alþingis bréf 5. nóvember síðastliðinn þar sem þess var farið á leit að gert yrði ráð fyrir framlagi til frambjóðendanna til að mæta kostnaði sem forsetaframbjóð- endur stofnuðu til „svo þjóðin fengi notið þess stjórnarskrár- bundna réttar síns að velja sér sjálf forseta," eins og segir í bréfi þeirra Sigurður G. Guð- jónssonar, Hildar Petersen og Sindra Sindrasonar. Fjárlaga- nefnd afgreiddi þetta erindi snarlega og umræðulítið. „Við treystum okkur ekki til að verða við þessu erindi á þeim forsendum að ef menn taka upp þessa styrki, þá verði það að gera samkvæmt fyrir- fram ákveðnum reglurn en ekki eftirágerðum. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það geti verið til athugunar að taka upp einhvern stuðning við fram- bjóðendur til forsetakjörs,“ sagði Jón Kristjánsson, formað- ur íjárlaganefndar Alþingis, í samtali við Dag-Tímann í gær. Jón benti á að einn frambjóð- andi hefði hætt kostnaðar vegna, aðrir hefðu hætt við framboðstilraunir af sömu ástæðum. Það væri óeðlilegt gagnvart þessu fólki að styrkja framboðin af almannafé eftir á. í bréfinu til fjárlaganefndar var bent á að ríkissjóður hagn- aðist á forsetaframboðunum, en léti ekkert af hendi rakna á móti. Þá segir að rætt hafi verið við ábyrga aðila í kerfinu um skattalega meðferð söfnunar- Qár. Hjá þeim hafi skort allan vilja til að tryggja forsetafram- bjóðendum jafnan rétt í skatta- legu tilliti á við stjórnmála- flokka. Afleiðingin varð sú að fyrirtæki voru treg á styrki til framboðanna, enda framlögin ekki frádráttarbær til tekju- skatts eins og um er að ræða með stjórnmálaflokka. „Leggi ríkissjóður ekkert af mörkum til forsetakjörs verður það í framtíðinni ekki á færi annarra en efnafólks að taka þátt í kosningum um embætti forseta íslands,“ segir í bréfi umboðsmanna frambjóðend- anna þriggja. -JBP Jón Kristjánsson formaður fjárlaganefndar „Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það geti verið til athugunar að taka upp einhvern stuðning við Jrambjóð- endur tilforsetakjörs. “ Forsetaframboð Jóhanna vill þak á framboðsauglýsingar Samkeppni Kvai’lað undan KÁ Engin kæra hefur borist Samkeppnisstofnun vegna meintrar fákeppni á mat- vörumarkaði á Suðurlandi þar sem Kaupfélag Árnesinga hf. er nánast eitt um hituna á stóru landsvæði. Nokkrir hafa hringt og spurst fyrir að sögn Guð- mundar Sigurðssonar hjá Sam- keppnisstofnun, ef til vill sé von á kæru, það sé ekki vitað. Hann segir að stofnunin fylgist með málum af því tagi sem hér er um að ræða og geti gripið inn í af eigin frumkvæði telji stofnun- in það nauðsynlegt. Guðmundur sagði að ákvæði væru í lögum þannig að hægt er að grípa til aðgerða eða ógilda samruna eða yfirtöku fyrirtækis á öðru fyrirtæki, ef sýnt þykir að slíkt muni skaða samkeppn- ina. Ilagkaup-Bónus eru nátengd fyrirtæki með um 40% mat- vörumarkaðar á höfuðborgar- svæðinu að talið er. Þau tengsl urðu til fyrir gildistöku sam- keppnislaganna og við þeim verður ekki hróflað að sögn Guðmundar Sigurðssonar. -JBP Jafnaðarmenn munu leggja fram að nýju frumvarp þingmanna Þjóðvaka frá síðasta ári um reglur um framboðsmál stjórnmálaflokka, einstak- linga í prófkjörum og í for- setakjöri. Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður sagði í gær að eftir forsetakjörið væri fullljóst að nauðsyn væri fyrir eins konar þak á kostnað við framboð. „Kostnaðurinn keyrði auðvit- að úr öllu hófi í forsetakosning- unum. Ef þetta heldur áfram eins og hingað til þá verða það bara fáeinir peningamenn sem geta boðið sig fram. Frambjóð- endur sitja oftast einir eftir með skuldirnar, fólkið hverfur frá öllu saman, þegar kosningum lýkur, eins og dæmin sanna,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir. Þjóðvakaþingmenn lögðu fram frumvarp um löggjöf um starfsemi stjórnmálaflokka. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að stjórnmálaflokkar verði bók- halds- og skattskyldir. Þá er gert ráð fyrir að fari framlög til flokka eða frambjóðenda yfir 300 þúsund krónur, þurfi að birta nöfn styrktaraðila. „Við bentum á í greinargerð og í umræðu á þingi að nauð- synlegt væri að allsherjarnefnd skoðaði sérstaklega hvort setja eigi reglur um prófkjör og fjár- hagslegan ramma þeirra og hvort takmarka eigi um- fang auglýsinga í kosningabaráttu. Við teljum að tryggja þurfi lýð- ræðið í landinu, og þá er það gert með því að takmarka umfang auglýsinga til að allir hafi jafna möguleika á að bjóða sig fram,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir í samtali við Dag-Tímann í gær. „Það er engum greiði gerður með því að hafa engin bönd og engar reglur um þetta." -JBP Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður „Það er engum greiði gerður með því að hafa engin bönd og engar reglur um þetta. “ ÁÖLLUM ALDRI! Loksins leikfimi fyrir þá sem vilja koma sér af stað í líkamsrækt . Tímarnir henta vel þeim sem eru óþarflega þungir eða eru ekki í góðri æfingu sem og öllum öðrum sem vilja komast í gott form. Ath. engin reynsla af leikfimi nauðsynleg fyrir þessa tíma. Karlar! þetta er tækifærið sem þið hafið beðið eftir. Kennt verður þriðjudaga og fimmtudaga kl.19.15 - 20.15 og hefjast tímarnir 14.janúar. /IX mm Iþróttahöllin • Sími 462 5266

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.