Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 6
6 - Laugardagur 4. janúar 1997 F R É T T I R íOtigur-ÍCmmm „Reiðarslag að heyra af uppsögnunum í útvarpi“ Sigríður Rut Pálsdóttir, formaður Ölafsfjarðardeildar Verkalýðsfé- lagsins Einingar, varð atvinnulaus um áramótin. Hún segir að að rekstrar- stöðvun Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. hafi verið rædd á stjórnarfundum og leitað hafi verið eftir svörum frá stjórn- arformanni HÓ, Jóni Þorvaldssyni, um það hvað hún hygðist fyrir og bæjar- stjórinn, Hálfdán Kristjánsson, hafi ver- ið inntur eftir afstöðu bæjarstjórnar, en hún hafi ekki verið boðuð á hennar fund. „Ég ræddi þessi mál einnig við Karl Guðmundsson, framkvæmdastjóra HÓ, en fékk litlar upplýsingar hjá honum sem og hjá Jóni Þorvaldssyni. Ég fékk fréttirnar yfirleitt fyrst í fjölmiðlum, og það er mjög slæmt fyrir fólkið að lesa um það hver framtíð þess er í blöðun- um. Það virðist allt vera trúnaðarmál þegar rætt er við starfsmenn en minna þegar blaðamenn eru annars vegar. Mér er það minnistæðast frá síðasta ári að þegar ég var á leið til Reykjavíkur 28. ágúst sl. heyrði ég það í útvarpi að búið væri að segja upp liðlega 60 manns í Hraðfrystihúsi Ólafsíjaröar hf. Þann sama dag var ég að vinna þar til klukk- an 12.00 og stjórnendur fyrirtækisins sáu enga ástæðu til þess að tilkynna for- manni verkalýðsfélagsins þessa ákvörð- un. Hún kom því sem reiðarslag. Þessi framkoma rýrði einnig verulega traust starfsmanna á stjórnendum þess. Mér er kunnugt um að nokkrir hafa fengið vinnu hjá Fiskverkun Sæunnar Axels og eins hefur Fiskvinnsla KEA á Dalvík falast eftir starfskröftum héðan gegnum Vinnumiðlunina, og ég á allt eins von á að Sigvaldi Þorleifsson hf. bæti einhverjum starfsmönnum við í fiskverkuninni. Það er mjög þungt hljóð í fólki hér í Ólafsfirði nú, en allt fram á síðasta dag báru margir þá von í brjósti að uppsagnirnar kæmu ekki til fram- kvæmda. Sú von rauk burt með nýárs blessaðri sól. Ég hræðist framtíðina í atvinnumál- unum hér, og þó einhverjir fái hugsan- lega vinnu aftur verður fólkið sem er komið nærri sextugu og eldra skilið eft- ir, atvinnutækifæri þess eru nánast eng- in,“ sagði Sigríður Rut Pálsdóttir. GG Sigríður Rut Pálsdóttir. ■pti eiu „Trúi að frystihúsið heíji aftur starfsemi" „Skelfíleg fram- tíðarsýn ef engin er atvinnan“ Guðrún Jakobsdöttir hefur starfað í áraraðir í Hrað- frystihúsi Ólafsfjarðar hf. Maður hennar, Agnar Víglunds- son, er öryrki og hefur verið frá vinnu síðan 1990 vegna las- leika, en hann starfaði áður hjá fiskimjölsverksmiðjunni. Guð- rún segir að með haustinu hafi starfsfólki verið sagt að rekst- urinn væri erfiður og blikur á lofti og í kjölfarið hafi öllu starfsfólki verið sagt upp. „Við vonuðumst til að upp- sagnirnar kæmu ekki til fram- kvæmda en við erum ekki eins bjartsýn nú, það er ekkert nú sem hægt er að henda reiður á. Ég hef ekkert nema fiskvinnsl- una og get ekki farið í aðra erf- iðisvinnu, t.d. saltfiskvinnslu, svo atvinnuleysisbæturnar koma nú í stað launanna, en þær duga engan veginn til okk- ar framfæris. Ég þori ekki að hugsa til þess hvað bíður okkar ef ég fæ ekki vinnu aftur, það er skelfileg framtíðarsýn. Mér finnst að bæjaryfírvöld hefðu átt að koma nær þessu vanda- máli en þeir hafa gert, þetta er líka mikill tekjumissir fyrir þá. Fram- á sjófrystri rækju í neytenda- pakkningar. „Ég verð að trúa því að þess- ir menn reyni allt til þess að koma starfseminni í gang aftur. Ég hef þá trú að frystihúsið hefji aftur starfsemi, jafnvel í næsta mánuði. Það hefur hrá- efni og mér er spurn af hverju er hægt að frysta fisk úti á sjó með hagnaði en ekki í landi. Hvað veldur? Ekki er það yfir- byggingin á HÓ, kannski eru það sölusamtökin með öllum sínum milliliðum, en allfestir frystitogaranna selja sín- af- Guðbjörn Arngrímsson, bæjarfulltrúi. tíðarsýnin hér í Ólafs- firði er því svartari nú en oft áður um áramót, því stór hluti þessa fólks hefur ekki að öðrum störfum að hverfa. Það kæmi mér ekki á óvart að eitt- hvað af yngra fólkinu flytti af staðnum ef það getur selt fast- eignir sem það á,“ sagði Guðrún Jak- obsdóttir. GG nánast komið út af vinnumark- aðnum. Fólk losnar heldur ekki við fast- eignir hér, vegna þessa ástands eru fasteignir nánast óseljanlegar. Bæjar- stjórnin hefur reynt að auka framboð at- vinnutækifæra en tilraunin með kaup- in á keramikfyrir- tækinu Gliti hf., sem skapa átti um 10 atvinnutæki- færi, mistókst og kostar bæjarsjóð líklega um 12 milljónir króna. Ég er ósáttur við meðferð þess , mur minn'f'9arkort'en máls, ég vildi ____ Íól905«kistfre^kiand''- Sefa Því meiri ■ESSÍW-Sa biartsýri'Ston° möguleika en það var of fljótt J° akorti og Þar ekk' gefist upp á rekstrinum," sagði '° Guðbjörn Arngrímsson. Myndir: GS janúar nk. og þar verða at- vinnumál á dagskrá. Pað vekur furðu margra að á sama tíma og mikið atvinnu- leysi er ríkjandi í Ólafsfirði er þar eitt dýrasta knattspyrnufé- lag landsins, Leiftur, sem hlýtur að kalla á töluvert fiármagn? „Ég kannast ekki við það. Sveitarfélagið styður knatt- spyrnudeild Leifturs fjárhags- lega, en ekki meira en eðlilegt er. Reikningar knattspyrnu- deildar eru opinberir og þar kemur fram að rekstur deildar- innar kostaði 12 milljónir króna á árinu 1995. Hér er hins vegar vakning í knattspyrnunni og deildin á ýmsa sterka fjárhags- bakhjarla sem gera þetta mögulegt. Ég er ekki viss um að sömu aðilar væru tilbúnir til að veita fjármagni til reksturs frystihúss eða til annarrar at- vinnustarfsemi í Ólafsfirði.“ GG Guðrún Jakobsdóttir og Agnar Víglundsson, eiginmaður hennar, á heimili þeirra. Guðbjörn Arngrímsson, bæjarfulltrúi í Ólafsfirði, segir atvinnuástandið vera áfall fyrir alla bæjarstjórn- ina. Rætt hafi verið við for- svarsmenn HÓ og það muni verða gert aftur á næstunni. Guðbjörn segir forsvarsmenn HÓ hafa viðrað í haust hug- myndir um breytingu á rekstrinum, þ.e. að hverfa frá bolfiskvinnslunni til fullvinnslu urðir beint með góðum árangri. Gallinn við það hversu einhæft atvinnulífið er hér að fólk binst vissum átthagaijötrum. Hluti þess fólks sem hefur starfað í HÓ er komið yfír miðjan aldur og þó svo það vildi flytja héðan á það þess ekki kost, það er Staða bæjarsjóðs Ólafsfjarð- arbæjar er mjög erfið og því ekki mikið svigrúm til að veita fjármagni í atvinnulífið. M.a. var bæjarsjóður dæmdur til greiðslu 25 milljóna króna vegna gjaldþrots Sævers. Bæj- arstjórn kemur næst saman 17.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.