Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 7
Ikgur-®mmm Laugardagur 4. janúar 1997 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR Fjöldagrafir teknar í Rúanda. Dauðadómar vegna þjóðarmorðs Tveir Rúandabúar hafa verið dæmdir til dauða vegna hlut- deildar þeirra í fjölda- morðunum árið 1994 Dómstóll í bænum Kibungo í suðausturhluta Rúanda dæmdi í gær tvo menn til dauða vegna þátttöku þeirra í fjöldamorðunum árið 1994, þegar a.m.k. hálf milljón manns, flest Tútsar, voru drepnir í hamslausum átökum sem stóðu yfir í þrjá mánuði. Voru þeir fundnir sekir um ell- efu ákæruatriði, m.a. fyrir að leggja á ráðin um ijöldamorð og nauðganir. Báðir lýstu þeir yfir sakleysi sínu, en þeir hafa nú hálfs mánaðar frest til þess að áfrýja dómnum. Deo Bizimana og Egide Gat- anaza eru þeir fyrstu sem hljóta dóm vegna þjóðarmorðs- ins, en 1946 aðrir Rúandabúar hafa einnig verið ákærðir fyrir að skipuleggja og undirbúa þjóðarmorð. Og að auki bíða um 85 þúsund manns þess í troðfullum fangelsum landsins að réttað verði í ákærumálum á hendur þeim vegna minni glæpa í tengslum við fjölda- morðin árið 1994. Embættismenn í Rúanda hafa sagt að þegar búið er að dæma og lífláta þá sem skipu- lögðu þjóðarmorðið verði auð- veldara að taka vægar á málum hinna sem fylgdu skipunum þeirra. Vonast embættismenn- irnir til þess að sættir náist frekar með þessu móti. Sérstakur stríðsglæpadóm- stóll Sameinuðu þjóðanna vegna íjöldamorðanna í Rúanda hefur einnig ákært 21 mann fyrir að standa að skipulagn- ingu og undirbúningi þjóðar- morðsins, og þar af eru sjö í haldi. Málum þeirra hefur mið- að hægt áleiðis, en fyrstu rétt- arhöldin eiga að heíjast þann 9. janúar. -gb Evrópa Mörgæsir í kæliskáp Ekkert lát er á heift- arlegu kuldakasti í Evrópu * ........ .. ........—1 Idýragarði nokkrum í Hol- landi hefur verið gripið til þess ráðs að setja nýfæddar mörgæsir í kæliskápa - til þess að hlýja þeim. Mörgæsir þessar eru af tegund sem á náttúruleg heimkynni við strendur Suður- Afríku og eiga því ekki að venj- ast miklum kuldum. Þær geta þó með góðu móti þolað allt niður í 5 stiga frost, en í Hol- landi undanfarna daga hefur verið nálægt 10 stiga frost að meðaltali. í kæliskápunum er hins vegar um 5 stiga hiti, þannig að mörgæsarungarnir eru ekki í vandræðum með að láta sér líða sæmilega vel þar. Kuldakastið í Evrópu hefur gert fleirum lífið leitt en mör- gæsarungunum í Hollandi. Talið er að rekja megi 206 dauðsföll beint til kuldans sem nú hefur staðið yfir í nærri tvær vikur. Allar helstu ár í Evrópu eru ísi lagðar, og ijölmargar stórar hafnir líka. í gær voru meira en 12 þúsund togarar innlyksa í Rónardal í Frakklandi vegna íssins. Sums staðar í Frakklandi höfðu járnbrautarlestir einnig frosið fastar við teinana, og var töluverðum erfiðleikum bundið að koma þeim af stað aftur. Kuldakastið nær yfir mest allt meginland Evrópu, allt frá Spáni norður til Rússlands, og stafar af köldum loftstraumum sem borist hafa til vesturs yfir álfuna frá Síberíu. -gb Jjáiahíi- ófíemmtim VJt 1 ^ Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna, 7+$" sunnudaginn 5. janúar nk. kl. 15 á Hótel íslandi. 7^\ Miðaverð er kr. 600,- fyrir böm og kr. 200,- fyrir fullorðna. Miðar em seldir á skrifstofu VR í Húsi verslunarinnar, 8. hæð og við innganginn. Nánari upplýsingar í síma félagsins 568 7100. * c c ^ \ Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Félag járniönaöarmanna Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs fé- lagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins, á skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, Reykjavík ásamt meðmælum a.m.k. 88 fullgildra félagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess tillögur um 21 til viðbótar í trúnaðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trún- aðarmannaráðs rennur út kl. 17 fimmtudaginn 23. janúar1997. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins Starfsmenntastyrkir félagsmálaráðuneytisins Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. lög nr. 19/1992. Styrkir eru veittir til að styðja skipulega starfsmenntun, undirbúning, náms- og kennslugagnagerð, kennslu og starfsþjálfun. Miðað er við að styrkir séu veittir vegna viðfangsefna á árunum 1997-1998. Rétt til að senda umsóknir eiga: samtök atvinnurek- enda og launafóiks, einstök atvinnufyrirtæki, einkaaðil- ar, eða opinberir aðilar sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnulífinu, starfsmenntaráð einstakra atvinnu- greina og samstarfsverkefni á vegum tveggja eða fleiri framangreindra aðila. Umsóknir frá skólum koma til álita þegar um er að ræða samstarf við samtök sem áður eru nefnd. Umsóknir berist til vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást og skal þeim skilað þangað eigi síðar en 7. febrúar 1997. Félagsmálaráðuneytið, 30. desember 1996. ÚTBOÐ Krossanes h.f. óskar eftir tilboðum í að mála að utan stálgeyma og fleira á lóð verksmiðjunnar í Krossanesi. Undirbúningur fyrir málun er sandblástur eða háþrýsti- þvottur. Helstu magntölur: Yfirborð geyma 3830 fermetrar Dælupípur 100 metrar Reykháfur 210 fermetrar Verklok eru 15. júlí 1997. Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen h.f., Glerárgötu 30, Akureyri, frá 3. janúar 1997. Tilboð verða opnuð þar mánudaginn 13. janúar 1997 kl. 15 að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. KROSSANESm

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.