Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Blaðsíða 3
J%ur-©múm Laugardagur 1. mars 1997 - 15 Góð æfing Djúpur og innilegur koss hægir á öldrun manna, heldur vöðv- um í kinnum og kjálka í æfingu og hefur góð áhrif á hjarta. Kossinn örvar adrenalínfram- leiðslu líkamans og eykur blóð- streymið. Hann dregur líka úr líkamsþyngd því að samtals tíu kaloríur þarf x tíu mínútna koss. Það getur því verið ágætis megrun að kyssast. Kossar eru til margra hluta Djúpir og innilegir kossar draga úr tannskemdum enda eru kossar náttúrulega aðferðin við munnhreinsun. Þá eyða menn tíu hitaeiningum við tíu mínútna koss þannig að það er kannski ágætis megrun að kyssast. Myn&.Gs nytsamlegir og segja sérfræð- ingarnir að þeir séu úrvals að- ferð til að láta sér líða vel og slaka á. Við koss séu munn- vöðvarnir í svipuðum stelling- um og við bros og þegar menn brosa eru þeir ánægðir, sjálfs- álitið er í góðum gír og menn slaka á. Það er erfitt að brosa og vera stressaður samtímis. Lyktin er afgerandi Þá er ágætt að hafa í huga að fyrsti kossinn getur ljóstrað því upp hvort par á samleið í sam- bandi eða ekki. Talið er að lykt hafi afgerandi áhrif á aðdrátt- arafl milli kynjanna og því upp- lagt að tékka á lyktinni um leið og maður kyssir auk þess sem kossinn sýnir strax hvort ein- staklingarnir eiga saman. -GHS Otrúlegt en satt. Blautir kossar draga xir tann- skemmdum, minnka spennu og streitu, örva líkams- starfsemina og hafa megrandi áhrif auk þess sem fyrsti koss- iim í nýju sambandi gefur góða mynd af því sem verður, já af kossinum þekkið þér þá! Kossar draga úr öldrun og hafa góð áhrif á sjálfsálitið. Þetta kemur fram í febrúarhefti tímaritsins Cosmopolitan. Kossar eru náttúrulega að- ferðin við að hindra tann- skemmdir og koma næst á eftir tyggjói hvað varðar gæði við munnhreinsun. Þegar munnur- inn er fullur af sykri og sýrum sem hafa örvandi áhrif á tann- skemmdir hefur kossinn góð áhrif á framleiðslu slíms og dregur þar með úr tann- skemmdum. Með vífiðí lúkunum í Fljóts- hlíðinni Leikfélag UMF Þórs- markar í Fljótshlíð frumsýndi gamanleik- inn Með vífið í lúkunum eftir Roy Kooney í gær- kvöld í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshh'ð. Leik- stjóri er Benedikt Árnason. Ungmennafélagið fagnar 80 ára afmæh sínu í haust og verður þeirra tímamóta minnst er nær dregur. Önnur sýning verður á sunnudag 2. mars og síðan verða sýningar 5., 7., 8. og 9. mars. Miðapantanir eru í síma 487-8471. -hþ. eru góðir Kossar Stafnbúar boða til ráðsteftiu Fundarherferð Stafnbúa, félags sjávarútvegsnema við Háskólann á Akureyri, lýkur í dag með ráðstefnu á Ak- ureyri. Þegar hafa verið haldnir fjórir fxmdir á Norðurlandi þar sem fiskveiðistjórnun, arðsemi og byggð- arstefna hefur verið rædd og ber fjölmenni á fundunum þess vitni að um- ræðuefnin eru mönnum hug- leikin. Það hef- ur hinsvegar komið þeim sem að fundun- um standa helst á óvart að þrátt fyrir augljósan áhuga virðist hinn almenni borgari ragur við að standa upp og tjá sig um þessi mál- efni. „Þetta hefur tekist mjög vel. Fundir voru haldnir á Sauð- árkróki, Siglufirði, Ólafsfirði og Húsavík. Aðsókn hefur verið góð, milli 60 og 100 maxms á hverjum fundi,“ segir Jón Kjart- an Jónsson, formaður Stafnbúa. Jón segir umræðu um kvóta- kerfið og veiðileyfagjald hafa borið hæst á fundxmum og segir greinilegt að þessi mál brenni mjög á hinum almenna borgara á þessum stöðum. Iielst sé deilt um hvort leiga á kvóta, eða það sem í daglegu tali er kallað framsal, sé réttlætanleg og ljóst sé að sitt sýnist hverjum í þeim efnum. „Borgararn- ir vilja stoppa framsalið og þaðan heyrast einnig raddir um að greiða eigi gjald fyrir útdeildar veiði- heimildir. Út- gerðarmenn vilja hinsvegar alls ekki stoppa fram- salið heldur segja þeir það vera forsendu fyrir hag- kvæmni kerfis- ins.“ Jón segir ljóst að kvóta- kerfið verði eitt aðal ágreiningsefni næstu alþingis- kosninga. Með fundaherferð- inni vilji Stafnbúar því m.a. hvetja fólk til að kynna sér þessi mál vel áður en það tekur afstöðu, en láti ekki blekkjast af órökstuddum upphrópunum. „Borgararnir vilja stoppa framsalið og þaðan heyrast einnig raddir um að greiða eigi gjald fyrir útdeildar veiði- heimildir. Útgerðar- menn vilja hins- vegar alls ekki stoppa framsalið heldur segja þeir það vera forsendu fyrir hagkvœmni kerfisins. “ Er til betri lausn? - Hvað með þig sem nemanda, hefur þú myndað þér skoðan- ir á kvótakefinu? „Mín skoðun er sú að kvótakefið sé gífurlega hagkvæmt kerfi. Ég sé ekki neitt annað kerfi sem gæti verið hag- kvæmara og skilaði betri arði til þjóðar- innar. Þetta kerfi hefur hinsvegar ákveðna galla sem þarf að laga án þess að fórna hagkvæmni þess. Veiðileyfa- gjaldið er allt annar handleggur og mjög skiptar skoðanir um það í skólanum. Ég held samt að þeir séu mjög fáir sem sjái einhverja aðra lausn á fiskveiði- stjórnuninni en tak- mörkun aflaheim- ilda eins og kvóta- kerfið býður upp á.“ - Var eitthvað á fundunum sem kom þér á óvart? \ ... f „Varðandi þau málefni sem rædd voru kom fátt mér á óvart. Hinsvegar var ég hissa á því að fólkið á þessum stöðum er ekki „Mín skoðun er sú að kvótakerfið sé gífurlega hagkvæmt kerfi. Ég sé ekki neitt annað kerfi sem gæti verið hagkvæm- ara og skilaði betri arði til þjóðarinnar," segir Jón Kjartan Jónsson, nemandi í sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri og formaður Stafnbúa. tilbúið að tjá sig. Kannski hxmdrað manns sem mættu á fund og ekki nema 1-2 í salnum sem þorðu eða vildu standa upp er Stefán og tala. Samt hafa gífurleg umbrot verið í þessum bæjarfélög- um, jafnvel nokkrum dögum áður en fxmd- ir voru haldnir." Er von á einhverjum nýjum sjónarmiðum á ráð- stefnunni í dag? „Einar Oddur Kristjánsson, alþing- ismaður, mun tala en hann er einn þeirra sem vill afnema kvótakerfið. Við von- umst því til að fá ein- hverjar útfærðar hugmyndir frá hon- um á öðru kerfi. Þor- steinn Már Baldvins- son verður einnig með erindi en hann er maður sem fylgjandi er núver- andi kerfi,“ svarar Jón og á von á fjörug- um umræðum. Ráðstefnan í dag verður haldin á Hótel KEA og hefst með skráningu klukkan 10:30. Síðasti dag- skrárliður er palí- borðsumræður sem eiga að byrja klukkan 15:30. Fundarstjóri Jón Hafstein. AI

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.