Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Blaðsíða 14

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Blaðsíða 14
26 - Laugardagur 1. mars 1997 iDagur-®mtimT ■■■ Gagnsæir kjólar Leikkonur á hvers •• manns vo Snyrtivörufyrirtœki beita ýmsum brellum til að velga at- hygli á vörum sínum, Hið nýjasta meðal þeirra sem framleiða varaliti er að nefna ákveðnar tegundir í höfuðið á frœgum konum. í>: annig eiga t.d. þær Demi Moore, Madonna, Julia Louis-Dreyfus rag Rosie 0’ Donnell nöfnur í formi varalitategundar og er litur hverrar tegundar valinn með það í huga að hann passi vel kon- unni sem hann er nefndur eftir. „Fólki finnst þetta sniðugt," segir Carol Shaw, forðurnarfræðingur í Los Angeles en hún hóf fyrir þremiu- árum að þróa varaliti með sérstak- ar leikkonur í huga. Línan sem Shaw hannar fyrir heitir Lorac en fleiri fyrirtæki hafa fylgt í kjölfarið og nefnt varaliti í höfuðið á stjörnunum. •Þeirra á meðal eru t.d. Elizabeth Arden og 0’ Loréal sem teljast í hópi risanna á þessum markaði. Leikkonurnar sem ljáð hafa varalitum nöfn sín fá ekkert borgað fyrir en fá hinsvegar sendar prufur ásamt boði um að koma með athuga- semdir l£ki þeim ekki liturinn. Alberta Ferretti Hátískan í Evrópu virðist oft vera í litlum tengslum við raunveruleik- ann. Nú eru það gegnsæir kjólar sem tröllríða tískuheiminum og varla að fyrirsæta stígi á svið án þess að brjóstin og nærbuxur sjáist í gegnum kjólinn. „Öskaplega kvenlegir en því miður ómögulegir fyrir konur að klæðast í hinu daglega lífi,“ er einkunnin sem Vouge gefur þessum kjólum. Lítum á sýnishorn frá nokkrum frægum hönnuðum. Antonio Berardi Höfuðið vel varið gegn veðri og vindum en varla hægt að segja hið sama um líkamann. Kjóll Antonio Berardi hylur hvorki vel né mikið og því litlar líkur á að við sjáum íslenska kvenmenn spóka sig í þessum á Laugaveginum. Karl Lagarfeld Prjónakjóll tísku- kóngsins Karls Lager- feld hylur álíka mikið og fiskinet. Svolítið klæðilegri en sá fyrir ofan en samt...! Ann Demaule- meester Frumlegheitin eru greinilega í góðu lagi hjá þessum hönnuði en hvað með fegurð- arskynið? Dæmi nú hver fyrir sig. ar í huga heldur einnig sölu. „Ég set svart fóður undir hvíta, gagnsæja efnið, svo kjólarnir séu klæðilegri í hinu dag- lega h'fi,“ segir hann. Þessi var valinn sá klæðilegasti enda hönnuðurinn, Al- berta Ferretti ekki aðeins með sýning- Húðin og skammdegið afið tekið eftir að húðin er oft leiðinlegri yfir kaldasta tíma árs- ins? Kuldinn og sólarleysið hafa þau áhrif að húðin verður ójöfn, hrjúf og með bólu hér og þar eða jafnvel allsstað- ar. Ein leiðin er auðvitað sú að bíða bara eftir sumrinu en sem betur fer eru þó ýmsar aðrar leiðir færar til að ráða bót á vanda- málinu enda ár- angur af fyrst- nefndu leiðinni ákaflega ótryggur. Ekki dugar að farða yfir öll her- legheitin því þá skapast vítahring- ur sem erfitt er að rjúfa. En hvað er þá til ráða? „Fyrst og fremst þarf að haga mataræðinu þannig að líkam- inn, og þar með húðin, fái næg vítamín og bæti- efni sem eru henni nauðsynleg. Græn- meti og ávexti til að tryggja nógar trefjar fyrir melt- inguna og að drekka mikið vatn til að hreinsikerfi líkamans fái nægan vökva,“ segir Inga Þyrí Kjartansdóttir, sem er snyrtifræðingur. Hún bendir á að hreyfing geri einnig kraftaverk fyrir húðina. „Sund og skokk kostar ekki mikið og geta jafnvel þeir blönkustu leyft sér það. Líkamsrækt svo sem leikfimi eða önnur þjálfun er einnig af hinu góða til að bæta súrefnisupptöku líkamans, styrkja hjartað og æðakerfið." Hreinsun mikilvæg Inga Þyrí leggur einnig áherslu á mikil- vægi þess að hreinsa og næra húðina utanfrá. Nauðsynlegt sé að hreinsa hana á hverju kvöldi með því að bera á hana hreinsimjólk eða milda andlitssápu. Nuddið létt yfir andlitið allt og ekki gleyma hálsinum. Þurrkið síðan með rakri bómull eða hreinum þvottapoka yf- ir allt andlitið þar til öll hreinsimjólkin er farin og óhreinindin þar með. Jafnvel þó ekki sé mikill farði er ótrúlegt hvað andrúmsloftið og sviti geta framkallað mikil óhreinindi. Þegar húðin hefur verið hreinsuð þarf að næra hana með næturkremi sem hentar viðkomandi húðgerð. Þegar húð- in fer að eldast segir Inga Þyrí að gott sé að nota einnig sérstakt augnkrem eða gel og hálskrem þar sem hálsinn megi ekki líta út fyrir að vera eldri en andlitið. Góð fæða og líkamsrækt hafa jákvæð áhrif á húðina en hreinsun og næring utanfrá skiptir einníg máli.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.