Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Blaðsíða 15
Jktgra--®mtímt Laugardagur 1. mars 1997 - 27 KONUNGLEGA SÍÐAN BÚBBA kynnir í máli og mynd- um helstu persónur frá tímum Játvarðar VII. Fyrir viku síðan sagði ég ykkur frá Alexöndru, dönsku prinsessunni sem giftist Játvarði VII. Alexandra var fádæma vinsæl og göfug- lynd. Játvarður VII. var svo sem ekkert óvinsæll en hann var með eindæmum mikill kvenna- maður. - Hann var staðráðinn í því að njóta lífsins lystisemda, hvort sem það var í rúminu, við spilaborðið eða á næturklúbb- um víða um heim. En þau Alex- andra og Játvarður unnust þrátt fyrir allt hugástum. Við það að lesa sögu Alex- öndru og Játvarðar riíjuðust upp fyrir mér ýmsir merkilegir atburðir og sögupersónur sem ég ætla nú að greina frá. - Þetta er afskaplega skemmtilegt tímabil í sögu bresku konungs- íjölskyldunnar - ja, a.m.k. fyrir þá sem hafa áhuga á þeirri fjöl- skyldu. Ég held að henni Vikt- oríu drottningu hafí samt alls ekki alltaf verið skemmt yfir uppákomunum. I Af íjölmörgum hjákonum Ját- varðar VII. er það leikkonan frú Lillie Langtry, eða Jersey liljan eins og hún var kölluð, sem hlýtur að teljast frægust. Hún þótti óskaplega falleg og naut mikilla vinsælda á sínu blóma- skeiði. Þessi kona sat fyrir hjá helstu listamönnum samtíðar sinnar, reykti fyrst kvenna á al- mannafæri, kúrekabær í Texas var nefndur í höfuðið á henni og George Bernhard Shaw fann að því að hún væri allt í senn gáfuð, ögrandi og sjálfstæð „hræðileg blanda" sagði hann. Alexandra og Játvarður. II Og þá var kátt í höllinni, höll- inni.... eða hvað? Þetta er opin- ber brúðkaupsmynd af Alex- öndru og Játvarði. Með þeim á myndinni er auðvitað Viktoría drottning, sem þá var orðin ekkja og ber myndin með sér að hennar heittelskaði Albert átti hug hennar allan og breytti dauði hans engu þar um, enda var hún bara liðlega fertug þeg- ar hann dó. Viktoría starir á brjóstmyndina af Albert og hef- ur ekki áhuga á neinu öðru, allra síst syni sínum og brúði hans. Viktoríu drottningar er minnst fyrir mikla siðavendni og ást hennar á Albert. Hún var mjög háð Alberti eiginmanni sínum.... svo mjög að Albert íhugaði að fá skilnað. Hún var samt ekki öll þar sem hún var séð. Eftir andlát Alberts heill- aðist hún af Skotanum lífsglaða og drykkfellda John Brown og síðar af Indverjanum Muns’ni Abdul Karim, en það er önnur saga sem ég segi frá síðar. III Albert Victor Christian Edward, eða Eddy eins og hann var kall- aður, var elsti sonur Játvarðar VII. og Alexöndru drottningar. Allt frá æsku einkenndi hann sljóleiki og sinnuleysi. Á þess- um siðavöndu Viktoríutímum var samkynhneigð talin úrkynj- un ef ekki hreinn glæpur. Eddy, sem var tvíkynhneigður (bi- sexual) í besta falli, hefur ekki hlotið náð fyrir augum sagna- ritara, sem hafa minnst hans sem sinnulauss homma, sem kom við sögu í einu stærsta hneykslismáli sinnar tíðar. Hann var gripinn glóðvolgur í vændishúsi þar sem ungir drengir voru leigðir heldri mönnum. - Eddy var svo al- ræmdur að enn þann dag í dag Eddy og kona hans, Mary af Teck. eru til menn sem trúa því að hann hafi verið hinn alræmdi fjöldamorðingi Jack the Ripper (Kobbi kviðrista). Eddy, þessi veikgeðja maður, þurfti að mati föður síns að fá skapsterka eig- inkonu. Mary af Teck varð fyrir valinu. Eddy dó einum mánuði fyrir brúðkaupið og þá trúlofað- ist Mary bróður hans Georg og varð hún síðar drottning - eftir skamman sorgartíma. IV Georg V. tók við af Játvarði VII., föður sínum. Breska þingið ákvað að veita rússnesku keis- araíjölskyldunni hæli í Bret- landi. Georg V. kom í veg fyrir það, hræddur við óvinsældir. Allir vita hvernig fór fyrir keis- arafjölskyldunni. - En sagt er að María af Teck, eiginkona Ge- fjölmörgum ástkonum sínum í kastalanum! Hátterni Játvarðar olli móð- ur hans mikili hryggð og raun- ar kenndi hún ósiðsamlegu líf- erni hans um dauða föður hans, Alberts prins. Hún leyfði krónprinsinum ekki að koma nálægt neinum ábyrgðarskyld- um við stjórn ríkisins. „I never Nikulás Rússakeisari og Georg V. orgs V., hafi gert góð kaup þegar dýrgripir k e i s a r a lj ö 1 s ky 1 d u n n - ar voru seldir á út- söluverði! Á myndinni má sjá frændurna Nikulás Rússakeisara og Georg V. Játvarður hafði mikla kynorku, svo ekki sé meira sagt. Áður en ráðahagur- inn var ákveðinn átti hann að hitta kvon- fang- ið, Al- ex- öndru, í Wind- sor- kast- ala. Þeim kynning- arfundi var frestað þegar upp komst að hann hafði falið eina af Játvarður. can or shall look upon him wit- hout a shudder," sagði Viktoría um Jávarð í bréfi til einnar dóttur sinnar. Lillie Langtry.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.