Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Blaðsíða 6
r 18 - Laugardagur 22. febrúar 1997 Hvalaskoðun verður sífellt vinsælli meðal ferðamanna sem koma til landsins. Margir hafa af því áhyggjur að hugsanlegar hvalveiðar gætu haft neikvæð áhrif á þessa þróun en aðrir telja að lítil hætta sé á ferðum. Hvalveiðar að nVj u? Hvalveiðar hafa verið hitamál í heiminum síð- asta áratuginn og höfum við íslendingar ekki farið varhluta af þeim deilum. Eru hvalir í út- rýmingarhœttu? Nei, segja vísindamenn en um- hverfissinnar láta sér ekki segjast. Málin verða rœdd á alþjóðlegri hvalaráðstefnu á Hótel Loftleiðum í dag. Flestir vísindamenn eru sammála um að ákveðnar tegundir hvalastofna þoli takmarkaða veiði. En málið er flóknara en það. Áróður um- hverfisverndarsamtaka virðist hafa náð eyrum heimsbyggðar- innar svo rækilega að hvalveið- ar eru orðnar að tilfinningamáli fyrir fólk víða um heim. Því hef- ur verið hampað að hvalirnir hafi heitt blóð, séu mun gáfað- ari en önnur dýr og áfram mætti telja. Um hvalina virðast því gilda önnur lögmál, í hugum margra, en um önnur dýr. Auk þess heyrast þær raddir nú meðal ferðafrömuða hér á landi að hvalaskoðunarferðir séu orðnar svo vinsælar að þær geti hugsanlega skilað þjóðarbúinu meiri tekjum en hvalveiðar. Sú ákvörðun sem fslendingar standa frammi fyrir, þ.e. hvort hefja eigi hvalveiðar að nýju og þá hvernig, er því ekki auðtek- in. Fyrirlesarar frá mörgum löndum Að ráðstefnunni á Loftleiðum standa Sjávarútvegsstofnun Há- skóla íslands og High North Alliance í Noregi. Tekið verður á ýmsum pólitískum og hag- rænum þáttum sem máli skipta þegar menn gera upp hug sinn um hvort hefja eigi hvalveiðar að nýju og koma fyrirlesarar frá mörgum löndum. Guðrún Pétursdóttir, for- stöðumaður Sjávarútvegsstofn- unar, segist óska þess að um- ræður um hvalveiðar hér á landi komist í ríkari mæli á grundvöll rökhyggju en tilfinn- inga. „Ég vona að ráðstefnan verði okkur veganesti til slíkra umræðna," segir hún. Meðal þeirra sem flytja munu erindi á ráðstefnunni er Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. „Ég mun ræða hvaða áhrif hugsanlegar hvalveiðar gætu haft í þjóð- hagslegu samhengi og mun fjalla um veiðarnar út frá fjór- um sjónarmiðum,“ sagði Þórður í samtali við Dag-Tímann. Þau fjögur sjónarmið sem Þórður tekur fyrir eru í fyrsta lagi bein áhrif hvalveiða fyrir þjóðarbúið án tillits til óbeinna áhrifa, í öðru lagi hugsanleg óbein áhrif hvalveiða á ferða- þjónustu, í þriðja lagi óbein áhrif hvalveiða vegna áhrifa hvalsins á aðra fiskstofna og í íjórða lagi hvaða samspil gæti orðið á milli hvalveiða og út- flutnings sjávarafurða almennt. Mikiö í húfi Þórður segir flókið að komast að óyggjandi niðurstöðu um hvort hvalveiðar borgi sig þar sem matsatriði séu mörg. „Eng- inn getur sagt með fullri vissu hvort það hefði einhver veruleg áhrif á útflutning okkar að hefja hvalveiðar hér að nýju. Á hinn bóginn er ákaflega mikið í húfi því íslenskur þjóðarbú- skapur byggir að miklu leyti á útflutningi sem gæti verið við- kvæmur fyrir óbeinum áhrifum áf ýmsu tagi.“ Niðurstaða Þórðar er sú að mikilvægt sé að íslendingar haldi rétti sínum til streitu um að hagnýta hvali en jafnframt þurfi þeir að taka ákvörðun sína með kaldri yfirvegun. „Varúðarsjónarmiðin vega þungt við mat á því hvenær og með hvaða hætti við eigum að undirbúa veiðar að nýju,“ segir hann. Reynsla Norðmanna Það eru ekki síst hugsanlega neikvæð áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu sem hafa verið í umræðunni und- anfarið. Einn fyr- irlesara sem blaðið hafði sam- band við, Trond Björndal, gerir þó lítið úr þess- um áhyggjum ís- lendinga. Trond, sem er prófessor við Viðskiptahá- skólann í Bergen, segist t.d. ekki sjá að hvalveiðar og hvalaskoðun- arferðir þurfi að skarast á neinn hátt. „Hvalaskoðun, sem og önnur tegund ferða- mennsku, getur þrifist ágætlega þrátt fyrir hval- veiði. Að vísu mun veiðin að sjálfsögðu fækka í hvalastofnum en þó svo h'tið að það mun engin teljandi áhrif hafa á möguleika hvalaskoðara á að sjá hvali," segir hann. Trond vísar í reynslu Norð- manna máli sínu tfi stuðnings. „Hrefnuveiðar Norðmanna höfðu h'til áhrif á ferðaþjónust- una. Ef eitthvað er eru áhrifin jákvæð þar sem hvalveiðarnar vekja gjarnan athygli á alþjóð- legum vettvangi." Ekki ólöglegt íslendingar fengu á sínum tíma skömm í hattinn fyrir að brjóta alþjóðleg lög með veiðum sín- um. En hvernig er staðan í dag. William Burke, prófessor við lagadeild Washingtonháskóla í Seattle í Bandarikjunum, held- ur því ákveðið fram að hval- veiðar, svo framalega sem þær séu byggðar á vísindalegum niðurstöðum um stofnstærðir, séu ekki ólöglegar. Burke segir tvo alþjólega samninga vera til sem taki á hvalveiðum að einhverju eða öllu leyti. Annarsvegar sé um að ræða samning frá 1982 sem á ensku heitir „Convention of the Law og Sea.“ Að mati Burke staðfestir hann rétt þjóða til að veiða hvali, þó með þeim skil- yrðum að þeir ofnýti ekki stofn- inn. Hinsvegar sé sérstakur samningur um hvalveiði, The International Convention for the Regluation of Whaling, sem hafi að markmiði að vernda hvalastofna svo hægt sé að nýta þá áfram. Vandamálið sé hins- vegar að meirihluti þeirra sem sitji í Alþjóðahvalveiðiráðinu fylgi ekki þeirri stefnu sem kveðið er á um í samningnum. Eins og þeir vita sem fylgst hafa með fréttum undanfarin ár sögðu íslendingar sig úr AI- þjóðahvalveiðiráðinu á sínum tíma vegna óánægju með við- horfin sem þar voru ríkjandi. Norðmenn, aftur á móti, ákváðu að starfa áfram innan ráðsins til að geta haft áhrif á gang mála en gengu engu að síður þvert á vilja stjórnarinnar með því að heija veiðar að nýju. Sú umræða hefur því komið upp hvort hag íslands væri bet- ur borgið innan ráðsins en ut- an. Prófessor Burke er þess hinsvegar fullviss að miðað við núverandi stöðu kalli það ekki á neitt annað en erfiðleika og flækjur fyrir ísland að ganga aftur til samstarfs við Alþjóða- hvalveiðiráðið. Ef íslendingar vilji heíja löglegar hvalveiðar þurfi þeir að vera í samvinnu við aðrar þjóðir um skynsam- lega nýtingu hvalastofna. Þeir séu þó ekki bundnir við hval- veiðiráðið í þeim efnum þar sem ýmis önnur alþjóðleg sam- tök séu til sem ísland sé þegar í samvinnu við. Alþjóðahvalveiðiráðið stjórnar litlu Burke bendir jafnframt á að Al- þjóðahvalveiðiráðið stjórni í raun litlu um hve margir hvalir séu veiddir. Hann vísar í mat starfsfélaga síns í Kanada sem heitir Milton Freeman og starfar við Háskólanum í Al- berta. Freeman telur að á með- an um 300 hvalir séu veiddir í samvinnu við hvalveiðiráðið séu hvalirnir sem veiddir eru án samráðs um 7000 talsins. „Mið- að við þessar tölur eru 95% hvaldýra veidd án þess að stjórn hvalveiðiráðsins hafi neitt um það að segja,“ segir Burke. AI Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, leggur áherslu á varkárni þegar kemur að því að ákveða hvort hefja eigi hvalveiðar að nýju þar sem matsatriði séu mörg og mikið í húfi.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.