Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Blaðsíða 11
^agur-®mrám |Dagur-®ímímx Laugardagur 1. mars 1997 - 23 Þegar maturinn er bragðlaus kryddum við hann. Rétt eins og þegar okkurfinnst tilveran litlaus þá kryddum við hana með skemmtilegum uppá- komum. Um lífsins krydd verður ekki nánar rœtt hér heldur beini ég sjónum mínum að matarkryddinu. Fyrir nokkrum árum skrif- aði ég ritgerð um mamel- úka sem réðu ríkjum í Egyptalandi á 13.-15. öld. Stór- veldi þeirra byggðist ekki síst á tollum sem þeir tóku af Evrópu- búum sem fluttu krydd frá Asíu og þurftu að fara með vörur sínar í gegnum yfirráðasvæði mamelúkanna. Þessir háu tollar voru stór ástæða þess að hafin var mikil leit að siglingaleið frá Evrópu til Asíu. Þegar sú leið fannst (með því að sigla í kringum Afríku) misstu mamel- úkarnir örugga tekjulind og skýrir sá missir að hluta til hvers vegna veldi þeirra fór að hnigna. Einhvern veginn svona minnir mig að sagan hafi verið. Ég vona að sagnfræðingar fyrir- gefi mér ónákvæmnina en Auður Ingólfsdóttir skrifar ástæðan fyrir ég rifja þetta upp hér er ekki til að bæta sögu- kunnáttu lesenda heldur er til- gangur minn að benda á hve stórt hlutverk krydd hefur spil- að í veraldarsögunni. Krydd hefur alla tíð verið eftirsótt munaðarvara og þyki okkur kryddið nú á dögum dýrt getum við huggað okkur við að senni- lega hefur það samt aldrei ver- ið ódýrara. Krydd á Islandi En þó krydd hafi verið mimað- arvara sem allir vildu eiga í Evrópu miðaldanna höfum við íslendingar lengst af látið okkur fátt um finnast. Ilefðbundinn ís- lenskur matur er lítið sem ekk- ert kryddaður og ekki fyrr en á síðustu tveimur áratugum sem kryddið hefur náð að skapa sér veglegan sess í matargerð okk- ar. Eins og hún Sigfríð Þóris- dóttir hjá Pottagöldrum benti mér réttilega á, þegar ég spjall- aði við hana í vikunni, byggist íslensk matarmenning að miklu leyti á þeim geymsluaðferðum sem mögulegar voru. í stað þess að nota krydd, sem var ill- fáanlegt, var maturinn yfirleitt súrsaður eða saltaður. Það er ekki fyrr en íslendingar fara að ferðast og kynnast öðrum menningarheimum að þeir fá almennilegan áhuga á kryddi. „Fyrir 20 árum var varla neitt af kryddi til á íslandi en nú er þetta orðið svo alþjóðlegt," sagði Sigfríð mér. Fyrirtæki hennar, Pottagaldrar, var hleypt af stokknum fyrir ijórum árum síðan og er nú með 22 tegundir af kryddblöndum á markaðin- um. Og viðtökurnar hafa verið góðar. Meira að segja óvenju- legar kryddblöndur, eins og t.d. arabíska kjúklingakryddið, virðast búnar að ná góðri fót- festu. „Þegar fólk prófar kemst það á bragðið," segir konan á bak við Potta- galdra. Óteljandi tegundir Kryddtegimdir eru óteljandi margar. Miklu fleiri en ég hef hugmynd um, enda ekki sér- fróð um málið. í matreiðslubók eftir Sigrúnu Davíðsdóttur nefnir hún að elsta fræðiritið um krydd sem vitað sé um sé egypsk papýrus- rolla, 3500 ára gömul, þar sem taldar séu upp meira en 800 nytjajurtir. Svo fjölbreytt er nú úrvahð ekki hér á landi en sam- kvæmt samtali mínu við konu í Kryddkofanum í Reykjavík eru tegundirnar sem þar er boðið upp á milli 80 og 90 þegar allt er talið. Kryddin í Kryddkofan- um eru aðallega frá Asíu og sagði konan mér að þó margar tegundir séu fólki ókunnar sé það mjög opið fyrir að prófa eitthvað nýtt. Mér hefur verið tíðrætt um mat í öðr- um löndum í pistlum mín- um og hef bent á að mat- armenning ís- lendinga hafi breyst gífur- lega á örfáum árum. Senni- lega er það ekki síst kryddinu að þakka. Við borðum enn sama fiskinn, kjúklingana, lambakjötið og grænmetið og áður en með ofurlitlu hug- myndaflugi er hægt að krydda matinn þannig að hann bragð- ist eins og aht annar matur. Hefðbundinn íslenskur matur er lítið sem ekkert kryddaður og ekki fyrr en á síðustu tveimur áratugum sem kryddið hefur náð að skapa sér veglegan sess í matargerð okkar. Góða sandkakan hennar mömmu 250 g smjör 200gsykur 5 egg 125 g rísmjöl 125 g hveiti Hrærið saman sykur og smjör ljóst og létt. Skiptið eggj- unum í rauður og hvítur. Hrær- ið eggjarauðunum í smjör-syk- ur hræruna, einni í senn. Þeytið eggjahvíturnar stífar. Blandið hveiti tegundunum saman og hrærið því saman við deigið með eggjahvítunum. Hrærið ekki mikið, þá verður deigið of þungt. Deigið sett í vel smurt aflangt form, kakan er svo bök- uð í ca. 1 klst. við 175°, neðar- lega í ofninum. Prófið með prjóni hvort kakan er bökuð. Kardimommukaka Einföld og góð kaffikaka 3 dl hveiti 2 dl sykur 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. kardimommur 75 g smjör 1 stórt egg 2 dl rjómi Blandið saman þurrefnun- um, myljið smjörið saman við hveitið. Bætið egginu og rjóm- anum í og hrærið í jafnt deig. Látið deigið í vel smurt form, stráið muldum möndlum og perlusykri yfir og bakið kökuna við 175° í ca 45 mín neðarlega í ofninum. Látið kökuna kólna í forminu áður en hún er tekin úr því. Góður svamptertubotn 5 egg 200 gsykur 1 tsk. lyftiduft 200 g hveiti Egg og sykur þeytt lengi og vel saman í þétta eggjahræru. Hveitið og lyftiduftið sigtað saman við. Bakað neðarlega í ofninum við 180°-190° í ca 30 mín. Afmælisdags- kringla 50 g ger ’/dl volgt vatn 200 g smjör 350 g hveiti 3 msk. sykur l'/ tsk. salt Fylling: 100 g rifinn niður marsipan 30 g mjúkt smjör 1 msk. flórsykur 1 eggjarauða 50 g siíkkat Skraut: Eggjahvíta til að smyrja yfir Perlusykur og möndluspœnir Gerið er hrært út í volgu vatninu. Smjörið er mulið sam- an við hveitið. Bætið sykri og salti saman við og hnoðið allt vel saman. Látið hefast í ca 1 klst. Fyllingin hrærð saman. Rúll- ið deigið í lengju og þrýstið henni út með höndunum, breið- ið fyllinguna á miðjuna á lengj- unni. Penslið kantana með eggjahvítunni og leggið lengj- una saman um fyllinguna. Látið lengjuna á smurða plötu, hafið samskeytin niður og myndið kringlu eða hring. Látið hefast í 30 mín. Smurt yfir með saman- hrærðu eggi og perslusykri blönduðum möndluspónum stráð yfir. Bakað við 200° í 15- 20 mín neðarlega í ofninum. 1. Hálfur kiwi ávöxtur settur í eggjabikar, borðaður með teskeið. Hollt og gott. 2. Þegar þú ferð að heiman látu þá ljós loga á 1-2 per- um einhvers staðar í húsinu og útvarpið vera í gangi. 3. Frystið banana þegar þeir eru að verða of þroskaðir. Þá er alltaf hægt að eiga þá til í köku eða bananahrist- ing. 4. Það má hræra saman hveiti og matarolíu og bæta út í sósuna, það koma engir kekkir. 5. Smávegis af „Sinalco" út í vatnið hjá afskornu blóm- unum, lengir „lífið hjá þeim“. (Heldur þeim lengur stinnum).

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.