Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Blaðsíða 4
16- Laugardagur 1. mars 1997 jOtigur-Œínmm MENNING O G LISTIR Vekjum jákvæða athygli á Moskvu Með spurningakeppni þessari vilj- um við vekja jákvæða athygli á Moskvu og því sem þar er að gerast. Eystra er margt fleira en mafíós- ar. Við vitum ekki einu sinni hvort tíðni glæpa í Rússlandi er hærri en til dæmis í Bandaríkjunum,“ segir Júrí Rechetov, sendiherra Rúslands á íslandi. Um þessar mundir efnir borgarstjórn- Borgarstjómin íMoskvu efnir til spuminga keppni í tilefhi af850 ára aftnœli borg- arinnar. Tíu þátt- takendum verður boðið til Mosku til að vera við aftnœlishátíð sem verður í september nk in í Moskvu til alþjóðlegrar spurninga- keppni í tilefni af 850 ára af- mæli borgar- innar. Moskva - borg friðar og vináttu um ald- ir, er yfirskrift keppninnar. Tíu þátttakendum, sem best þykja leysa úr spurn- ingum, verður boðið til Mosku til að vera við afmælishátíð borgarinnar sem verður í september næstkomandi. Borgaryfirvöld greiða ferða- og dvalarkostnað, auk þess sem 50 þátttakend- ur fá minjagripi í verðlaun. - Til afmælishátíðarinnar hefur ennfremur verið boðið Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur, borgarstjóra í Reykjavík, og forsvars- mönnum ýmissa annarra helstu borga heimsins. I samtali við Dag-Tímann sagði Júrí Rechetov að mikil uppbygging stæði yfir í Mosku um þessar mundir. Sóknarhug- ur væri í fólki. Hann nefndi að fjöldi ný- bygginga risi í borginni og eins væri ver- ið að endurbyggja fjölda bygginga. Þar nefndi sendiherrann meðal annars Frelsiskirkjuna, sem kommúnistar því sem næst eyðilögðu í byltingu sinni árið 1917. Þá er verið að endurbyggja ýmsar aðrar kirkjur í Mosku, svo sem rétttrún- aðarmanna, múslima, gyðinga og Búdd- ista. Spumingar 1. Hver var stofnandi Moskvu? Hvað er á skjaldarmerki Moskvu? 2. Hvað heita gamalt virki og torg í miðbæ Moskvu? Hvað er að finna á þessu svæði núna? 3. í Moskvu er verið að endur- byggja Ðómkirkju Krists Frelsara. Hvenær var hún byggð og í tilfeni af hvaða atburði? Hver urðu örlög hennar? 4. Hvernig er stjórn borgarinnar háttað? Hver er borgarstjóri Moskvu núna? 5. Hvað heitir stærsta flugfélag Rússlands og til hve margra landa fiýgur það? 6. Hvað er neðanjarðarbrautin í Moskvu (metró) gömul og hve margar eru brautarstöðvarnar? 7. Moskva er hafnarborg. Við hve mörg höf er hún tengd og hvenær varð hún höfuðborg Rússlands á ný? 9. Hvað hét fyrsti geimfarinn og hvenær fór hann í ferð sína? Hvar í Moskvu er að finna minnisvarða um þennan mann? 10. Hvenær fóru Ólympíuleikar fram í Moskvu? Hvar voru þeir í röðinni? Hve mörg gull-, silfur- og bronsverðlaun hlutu sovéskir íþróttamenn á þessum leikum? Svörin ber að vélrita á ensku og senda fyrir 30. júní til: „Moscow - 850“ K-50, Box 52 103050 Moscow Russia „Moskva og Rússland ganga í gegnum miklar breytingar um þessar mundir. Þess vegna er kröpp undiralda í þjóðfé- laginu og glæpir í Iandinu helgast að einhverju leyti af því. En einsog ég segi veit ég ekki hvort þeir eru meiri og fleiri en annarsstaðar," segir sendiherra. -sbs. Svíar vilja ekki ljót frímerki Valentínusardagur verður æ meira áberandi á ís- landi með hverju árinu sem líður. En íslendingar eru LEIKFÉLAGIÐ BÚKOLLA SÝNIR í UÓSVETNINGABÚÐ GAMANLEIKINN © eftir Rick Abbot í þýðingu Guðjóns Ólafssonar Leikstjóri: SKULI GAUTASON SUNNUD.2. MARS KL. 14.00 ÞRIÐJUD. 4. MARS KL. 20.30 g> © Q © MIÐAPANTANIR I f UÓSVETNINGAB. FYRIR SÝN. 5: 464 3617 ekki eina Evrópu- þjóðin sem hefur tekið þennan bandaríska sið upp. í Svíþjóð seld- ust t.d. upp sérstök „hjartafrímerki" sem Ólöf Baldurs- dóttir, íslensk kona búsett í Svíþjóð, hannaði með þenn- an dag í huga. „Þetta er frímerki sem við unnum fyr- ir sænsku póst- þjónustuna," sagði Ólöf í samtali við blaðið en hún og eiginmaður hennar, Gúsaf Skúlason, reka auglýsingastofu í bæ rétt fyrir utan Stokkhólm. Póstþjónustan er með stærri viðskiptavinum Ólafar og Gúst- afs og hafa þau unnið mörg verkefni fyrir frímerkjadeildina. „Þeir eru með heilan iðnað í kring um þessa frímerkjaút- gáfu, t.d. 1. dags bréf, stimpla, blöð og bæklinga," segir Ólöf. Mynd af hjarta og blómi - llver er skýringin á að hjarta- frímerkin slógu í gegn? „Svíar eru voðalega hrifnir af öllu með blóma- og dýramynd- um. Á þessu frímerki er bæði hjarta og blóm og óg hugsa að þeim hafi líkað það,“ svarar Ólöf. Ilún segir skýringuna líka vera að þennan dag, Valentín- usardag, sendi margir kort eða bréf sem alla jafna geri lítið af því að senda póst. Hún gerir þó lítið úr athygl- inni sem frímerkin hafi fengið. Reyndar hafi staðarblaðið fjallað um hennar þátt en um- fjöllunin hafi ekki verið meiri en gengur og gerist. „Fólk er áhugasamt um frímerki hér. Mér skilst að það tali t.d. um það ef gefin eru út frímerki sem því finnst ljót. Þá fer það á póst- húsið og kvartar. Vill ekki kaupa þannig frímerki. Árlega eru líka valin frímerki ársins þannig að kannski er meira í kring um frímerkjaútgáfuna en heima.“ Ólöf og Gústaf hafa rekið auglýsingastofuna í rúm sex ár en þau fluttu til Svíþjóðar árið 1984. „Ég var f Myndlista- og handíðaskólanum á íslandi og fór svo til Gautaborgar. Flutti svo aftur heim, vann þar, og flutti svo út aftur. Þannig að við höfum valsað svolítið á milli,“ segir Ólöf. AI

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.