Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.03.1997, Blaðsíða 3
...<x
ÍDagur-®ínmm
T'i f . .>.*,v«v-T V » » » .í — ‘*
Þriðjudagur 11. mars 1997-3
1 FRÉTTIR
Ríkisstjórnin
Býður 5 milljarða skattalækkun
Forsætisráðherra tekur á móti Magnúsi L. Sveinssyni, formanni VR, og Gumundi Gunnarssyni, formanni Rafiðn-
aðarsambandsins, i ráðherrabústaðnum í gær. Eitthvað virðast menn hafa verið tortryggnir í upphafi fundaríns.
Mynd: ÞÖK
Ríkisstjórnin býðst til
að lækka skatta um
samtals 5 milljarða á
næstu 3 árum til
þess að greiða fyrir
kjarasamningum. Fyr-
ir meðaljón í ASÍ þýð-
ir þetta mörg þúsund
króna skattalækkun.
essi ákvörðun er á ystu
nöf og reynir á þanþol
ríkisbúskaparins, en við
treystum því að þeir kjara-
samningar sem eftir eru, verði
á svipuðu forsendum og þeir
sem þegar hafa verið gerðir.
Pað er forsenda þess að það
takist að ná fram þessum miklu
skattalækkunum,“ sagði Davíð
Oddson, forsætisráðherra, þeg-
ar hann kynnti fyrirhugaðar
skattalækkanir í tengslum við
kjarasamninga í gærkvöld.
Tekjuskattur á að lækka úr
41,98% í 37,8% á tveimur ár-
um, þar af um 1% afturvirkt frá
síðustu áramótum. Fólk fer þó
ekki að finna fyrir því í umslag-
inu sínu fyrr en 1. maí og
skattalækkunin vegna janúar-
apríl verður endurgreidd við
álagningu á næsta ári. Meðal-
tekjur ASÍ félaga eru tæpar 130
þúsund krónur á mánuði, sam-
kvæmt kjararannsóknarnefnd.
Skatturinn á meðaljóninn
lækkar því strax úr 30.124
krónum á mánuði í 28.694. -
eða um rúmar 1400 kr. á mán-
uði og rúmar 17 þúsund kr. á
ári. Um næstu áramót á tekju-
skatturinn enn að lækka um
1,5% og um 1% 1. janúar 1999.
Skattleysismörkin eiga að
hækka um 2,5% 1. janúar 1998,
2,5% 1. jan. 1999 og 2,5% 1.
jan. árið 2000. Hátekjumenn
eiga að greiða þessa skatta-
lækkun að hluta, því sérstakur
skattur á háar tekjur verður
hækkaður úr 5% í 7% um næstu
áramót. Hann mun þá leggjast
á tekjur hærri en 260 þús. kr. á
mánuði hjá einstaklingi í stað
250 þús. kr. eins og nú er.
Verulegar breytingar verða
einnig gerðar á barna- og
vaxtabótakerfinu. Tvískipting
barnabóta verður aflögð og þær
verða allar tekjutengdar, ekki
bara barnabótaaukinn. Við
þetta hækka barnabætur til íjöl-
skyldna sem eru með meðal-
tekjur eða lægri. Barnabætur
hátekjufólks munu hins vegar
skerðast. Það borgar brúsann
og er ekki gert ráð fyrir að
þessar breytingar kosti ríkis-
sjóð neitt. Sömu sögu er að
segja af breytingum á vaxtabót-
um. Tekjutengingin verður
lækkuð úr 6% í 3% og eigna-
tenging afnumin. Það þýðir að
menn fá ekki lengur því hærri
bætur sem þeir skulda meira. Á
móti kemur nýr frádráttur;
1,5% af fasteignamati húsnæðis
verður dregið frá vaxtagjöldun-
um, sem vaxtabæturnar eru
byggðar á. Þá er gert ráð fyrir
að vaxtabætur hækki um 2,5%
á ári 1998-2000. Bætur aldr-
aðra og öryrkja eiga að hækka
til samræmis við það sem um
semst í kjarasamningum.
Reiknimeistarar fjármála-
ráðuneytis sögðu í gær að þeg-
ar allt væri talið þýddi tilboð
ríkisstjórninnar að ráðstöfunar-
tekjur fólks hækkuðu um u.þ.b.
5% að jafnaði. Ráðstöfunartekj-
ur hjóna með meðaltekjur, þrjú
börn og nýkeypta íbúð, ættu
hins vegar að aukast mun
meira eða um allt að 11%.
Forystu ASÍ var kynnt þetta
tilboð rnn kvöldmatarleytið í
gær. Jafnframt var þeim tjáð að
ef þeir sem enn eiga eftir að
semja, fari fram úr þeim sem
kjarasamningum sem Rafiðnað-
arsambandið, Iðja og VR hafa
gert, áskilji ríkisstjórnin sér rétt
til að endurskoða sitt útspil. -vj
Reykjavíkurflugvöilur
Gæsin skapar vandamál
Við erum ekkert hrifnir
af gæsinni, hún er
friðuð yfir varptím-
ann og þá er hún mesta
vandamálið hjá okkur,“
sagði Jóhann H. Jónsson,
flugvallarstjóri á Reykjavík-
urflugvelli, í gær.
Jóhann tók undir að grá-
gæsafjöld á Tjörninni í
Reykjavík er vandamál. Þó
hafi ekki komið til árekstra
fuglanna og flugvéla enda
fuglinn yfirleitt í lágflugi við
Tjörnina. Vandamálið vegna
fugla væri til muna stærra á
Keflavrkurflugvelli.
„Við erum með kanadískt
fuglafælukerfi með hátíðni-
hljóðum á flugvellinum, sem
hefur reynst okkur nokkuð
vel gegn mávinum undan-
farin þrjú ár, en ekki á gæs-
ina, hún er svo skynsamur
fugl. Það þýðir heldur ekk-
ert að skjóta nokkrum skot-
um út í loftið á gæsina. En ef
einn fugl er skotinn hérna á
flugvallarsvæðinu á haustin,
þá flytur hún sig, alla vega
tímabundið," sagði Jóhann.
Flugvélar hafa orðið fyrir
skemmdum í aðflugi að
Reykjavíkurflugvelli en eng-
in stórvægileg slys orðið af.
Jóhann sagðist ekki muna
eftir árekstrum við Reykja-
víkurflugvöll í mörg ár. En
úti á landi háttaði víða svo
til að fuglager væri við flug-
vellina. Þannig væri það að
hluta til á Akureyri, ísafirði,
að ekki væri talað um
Grímseyjarflugvöll.
Jóhann sagði að fuglar
við flugvelli væri alheims-
vandamál og hefði valdið
miklu tjóni. Á Kennedyflug-
velli við New York hafa
menn tekið veiðifálka í þjón-
ustu sína að því er virðist
með góðum árangri. -JBP
Akureyri
Bæjarstjórinn á fsafirði
formaður Samherja
Aðalfundur félagsins
verður 18. mars nk.
og daginn eftir hefst
hlutafjárútboð á veg-
um félagsins þar sem
selt verður nýtt hluta-
fé að nafnvirði 110
milljónir króna.
Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri á ísafirði, var
nýlega kjörinn formaður
stjórnar Samherja hf. á Akur-
eyri, en stjórnin kom saman til
fyrsta fundar sl. laugardag.
Áðrir stjórnarmenn eru Þor-
steinn Vilhelmsson og Kristján
Vilhelmsson, Kári Arnór Kára-
son, framkvæmdastjóri Lífeyris-
sjóðs Norðurlands og Finnbogi
Álfreðsson, framkvæmdastjóri í
Grindavík. Varastjórn skipa
Finnbogi Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Deutsche Fi-
schfang Union í Cuxhaven í
Þýskalandi og Ásgeir Guðbjarts-
son, skipstjóri á ísafirði.
Nýtt stjórnskipurit hefur verið
samþykkt fyrir félagið þar sem
starfseminni er skipt í fimm
meginsvið. Forstjóri er Þorsteinn
Már Baldvinsson; framkvæmda-
stjórar útgerðarsviðs eru Þor-
steinn Vilhelmsson og Kristján
Vilhelmsson; Björgúlfur Jó-
hannsson er framkvæmdastjóri
nýsköpunar- og þróunarsviðs;
Aðalsteinn Helgason fram-
kvæmdastjóri landvinnslu og
Finnbogi Alfreðsson fram-
kvæmdastjóri Fiskimjöls og lýsis.
Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri, var spurður að því
hvort ákvörðun um það að
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á ísafirði, hefði verið kjör-
inn stjórnarformaður, tengdist
samruna Samherja hf. og
Hrannar hf. á ísafirði. Sem
kunnugt er olli sá samruni
miklum taugatitringi fyrir vest-
an þar sem margir óttuðust að
flaggskip ísfirskra fiskiskipa-
flotans, Guðbjörg ÍS-46, hyrfi
frá ísafirði.
„Þessi ákvörðun byggist ein-
vörðungu á því að hafa góða
Stöðug bræla hefur komið í
veg fyrir loðnuveiði undan-
farna daga en loðnuflotinn
er í viðbragsstöðu. Örn KE-13
var staddur í gær norðvestur af
Garðsskaga en þar höfðu tveir
bátar reynt að kasta en lítið
fengið. Þar voru þá 7 til 8 vind-
stig af norðaustri en gert var
ráð fyrir að draga mundi úr
veðurhæðinni í nótt þannig að
menn í stjórn fyrirtækisins en ég
þekki Kristján Þór að góðu einu.
Það sama á við Kára Arnór
Kárason, framkvæmdastjóra Líf-
eyrissjóðs Norðurlands,“ sagði
Þorsteinn Már Baldvinsson.
Aðalfundur Samherja hf.
verður haldinn á Akureyri
þriðjudaginn 18. mars nk. Dag-
inn eftir, 19. mars, hefst hluta-
fjárútboð á vegum félagsins þar
sem selt verður nýtt hlutafé að
nafnvirði 110 milljónir króna.
Þegar ákvörðun var tekin um
að sameina rekstur Samherja
hf. og tengdra fyrirtækja og
skrá það á almennum hluta-
bréfamarkaði, var upplýst að
áætluð velta á íslandi næmi
5.300 milljónum króna og er-
lendis 2.500 milljónum króna,
eða alls 7,8 milljarðar króna.
hægt væri að kasta í dag.
Heildaraflinn er nú kominn
vel yfir eina milljón tonna og
eru óveidd um 260 þúsund
tonn. Mestur afli hefur borist á
land á Seyðisfirði, 63 þúsund
tonn, en litlu minna til Nes-
kaupstaðar, Eskiijarðar og Vest-
mannaeyja. 13 þúsund tonn
hafa borist til nýrrar verksmiðju
SR-mjöls hf. í Helguvík. GG
GG
Loðnan
Heildaraflinn niilljón tonn