Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.03.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.03.1997, Blaðsíða 6
6 - Þriðjudagur 11. mars 1997 jDagur-Sítumtn m BJÖRGUNARAFREK Þorsteinn GK var 180 tonna fiskiskip, gert út frá Grindavík. Áhöfnin á þyrlu Land- helgisgæslunnar stóð að enn einu björgun- arafrekinu skammt frá Krýsuvíkurbergi um miðjan dag í gær. Aliri áhöfn Þorsteins GK 16, 180 tonna fiskiskips, var bjarg- að eftir vélarbilun og var báturinn aðeins 150 metra frá bjarg- inu þegar síðustu fjórir voru hífðir upp. Um klukkan 15.00 kom til- kynning til Landhelgis- gæslunnar um að Þor- steinn GK 16, sem er gerður út frá Grindavík, hefði fengið í skrúfuna grunnt út frá Krýsuvíkurbergi. Þarna voru vest- an 7-8 vindstig og þtmgur sjór og rak bátinn að landi. Skipveijum tókst að koma báðum ankerum út og voru þá tæpa mílu frá landi. Þyrla Landhelgisgæslunnar, Líf, var kölluð til og komst hún í loftið aðeins átta mínútum eftir að til- kynning barst. Um hálftíma síð- ar kom hún að Þorsteini og var þá annað ankerið farið. Hitt hélt þrátt fyrir mikil átök en þyrlumenn þorðu ekki annað en að hífa 6 manns úr áhöfn- inni en Qórir urðu eftir til að reyna að bjarga skipinu, en þá voru bátar á leið til skipsins. Skömmu síðar gaf hitt ankerið sig og mátti htlu muna að bát- urinn færi upp í brotið þó svo að frákast frá bjarginu héldi bátnum aðeins frá. Þyrlumenn hffðu þá síðustu íjóra úr áhöfn- inni. „Þarna skreið báturinn með landinu svona 150 metra frá landi og það var stórhætta á ferðum," sagði Helgi Hallvarðs- son, yfirmaður Landhelgisgæsl- unnar, í gærkvöldi. Nærliggj- andi bátar áttu þá eftir um 4 sjómflur að Þorsteini, eða sem nemur hálftíma siglingu. „Það var ekki þorandi að láta menn- ina verða eftir, enda veit maður ekki hvernig hefði gengið að koma spottanum yílr þótt þeir hefðu komist þarna að. Þarna var að lokum alveg stórhætta á ferðum," segir Helgi. Afdrif Þorsteins lágu ekki fyrir í gærkvöldi en báturinn barðist þá í briminu og er væntanlega ekki hægt að bjarga honum. Enginn skipverja slas- aðist og gekk björgunin á allan hátt giftusamlega. Þetta var önnur áhöfn en sú sem bjargaði 29 manns í tveimur sjóslysum nú nýverið en 39 manns hefur verið bjargað um borð í þyrluna Lff á 6 dögum. Páll Halldórsson var flugstjóri í gær og Jakob Ól- afsson flugmaður. BÞ Helgi Hallvarðsson yfirmaður hjá Landhelgisgæslunni ,Þarna skreið báturinn með landinu svona 150 metra frá landi“ Dísarfellið Tveir menn fórust en 10 bjargað Sjópróf munu fara fram á fimmtudag Tveir menn fórust á sunnu- dagsmorgim þegar flutn- ingaskipið Dísarfell sökk um 100 sjómílur suður af land- inu, milli íslands og Færeyja. Þeir hétu Páll Andrésson, fyrsti stýrimaður, 38 ára og lætur hann eftir sig konu og tvö börn. Hinn hét Óskar Guðjónsson, 59 ára matsveinn. Hann lætur eftir sig konu og tvö uppkomin börn. 10 manns var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þetta var annað banaslysið á sjó í sömu vikunni. Leki kom að skipinu af ókunnum ástæðum og var haft samband við Land- helgisgæsluna um kl. 04 að- faranótt sunnudagsins. Þá var komin slagsíða á skipið og gám- ar farnir í sjóinn. Um klukku- stund síðar barst neyðarkall frá Dísarfellinu og komst áhöfn þyrlunnar Lff á slysstað um tveimur klukkstundum síðar. Skipbrotsmenn voru þá í sjón- um, einn látinn og annar lést skömmu seinna. Þeir voru alhr í flotgöllum en enginn í gúm- björgunarbátum og bjargaði áhöfn þyrlunnar þeim við mjög erfiðar aðstæður í mikilli öldu- hæð, olíumengun og braki. Hegranesið og fleiri skip höfðu þá siglt í átt að slysstað og tók Hegranesið skipverjann sem látinn var um borð Skipverjarnir voru margir hverjir kaldir enda búnir að hafast lengi við í sjónum við erfiðar aðstæður. Þeir höfðu hópað sig saman eins og kennt er í björgunarskóla Slysavarna- félagsins. Sjópróf munu fara fram á miðvikudag vegna málsins og verður þar væntanlega svarað spurningum um hvað raun- verulega gerðist. Veður var slæmt þegar slysið átti sér stað en ekki er hægt á þessu stigi að fullyrða um hvað beinlínis olli slysinu. Skýringar lekans eru ókunnar svo og sú staðreynd að enginn komst í björgunarbáta. Dísarfellið var 15 ára skip í eigu Samskipa og nemur íjár- hagslegt tjón mörg hundruð milljónum. Gunnar Tómasson, forstjóri Slysavarnafélagsins, sagði í samtali við Dag-Tímann í gær að öryggisbúnaður á skipum væri alltaf til endurskoðunar. Enn væri hægt að auka öryggi um borð. Gunnar sagði enn- fremur mikilvægt að fá stórt og vel búið varðskip til sögunnar. BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.