Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.03.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.03.1997, Blaðsíða 4
4 - Þriðjudagur 11. mars 1997 ^agur-Œmmm Hornafjörður Andlát Vídalúi til Máritaníu Vídalín SF 80 við bryggju á Hornafirði. Mynd: GS Frystikerfi sett í tog- arann á Spáni en síð- an haldið til veiða á smokkfiski, flatfiski og skötusel við Márit- aníu með íslenska skipstjórnarmenn. Hafsteinn Esjar Stefánsson á Hornaílrði keypti fyrri hluta ársins 1996 togar- ann Jón Vídalín SF af Samherja hf. á Akureyri, sem þá hafði legið bxmdinn við bryggju á Reyðafirði vegna úreldingar um margra mánaða skeið. Togarinn er ekki alveg ókunnur Hornfirðingum, hét áður Stokksnes SF og var gerður út af Borgey hf. á Horna- firði, en vegna fjárhagserfiðlcika leysti Landbankinn skipið til sín. Pað var svo fyrst leigt norður til Akureyrar en síðan selt Sam- herja hf. Vegna kaupa Samherja hf. á Arnari „gamla“ frá Skaga- strönd, nú Hríseyjan EA, var kvótinn tekinn af skip- inu og það úrelt. Hafsteinn fór með togar- ann til Danmerkur þar sem m.a. fór fram vélarupptekt. Hafsteinn keypti fyrir nokkrum árum togarann Ottar Birting sem gerður var út frá Fáskrúðsfirði. Hann stundaði m.a. veiðar í Smugunni, og var færður til hafnar á sínum tíma af norsku strandgæslunni ásamt Björgólfi EA frá Dal- vík vegna veiða togaranna á Svalbarðasvæðinu. Hann heitir nú Dalborg EA, og gerður út frá Dalvík. „Ég hefði ekki keypt skipið ef ekki væri rekstr- argrundvöllur fyrir því, en það verður sent á veiðar á íjarlæg mið. Skipið er skráð hérlendis og heitir Vídahn SF-80. Gerður hefur verið fimm ára samningur við útgerðarfyrirtæki á Spáni um að stunda botnfisk- veiðar í landhelgi Máritamu. í Cadiz á Spáni verður sett niður frystikerfi í lest með um 15 tonna frystigetu áður en haldið verður til Máritaníu," sagði Hafsteinn Esjar Stefánsson, en togarinn hélt frá Hornafirði til Spánar 22. febrúar sl. Vídalín SF mun aðallega veiða smokkfisk, flatfisk og skötusel við strendur Máritamu og verða 20 manns í áhöfmnni, þar af verða skipstjóri og tveir vélstjórar x's- lenskir. GG Verðhjöðnun Feraiingargjafir hafa lækkað Verðhjöðnxm varð í landinu í síðasta mánuði og verð- lag nú það sama og fyrir hálfu ári. Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,1% milli febrúar og mars, aðallega vegna 1,3% lækkunar á íbúðaverði - sem samsvarar t.d. 80-100 þús. kr. verðlækkun á 6-8 milljóna króna íbúðum. Um hálfs pró- sents lækkun varð einmg á mat- vörxiliðnum, sem kom fram í nær öllum vöruflokkum, nema brauði og komvörum. Þá vekur athygli að nokkur verðlækkun hefur orðið á raf- tækjum og sömuleiðis lið sem kallast „ferðavörur, úr skart- gripir og fleira". En þetta eru einmitt vöruflokkar sem margir leita í þegar kemur að ferming- argjafakaupum, sem hljóta að nálgast hámarkið um þessar mundir. Vísitala neysluverðs reyndist 178,4 stig marsbyrjun, sú sama og í septemberbyrjun. Verðlagið (og þar af leiðandi verðtryggðu skuldirnar) er þaimig ekkert hærra en fyrir hálfu ári, en hef- ur hins vegar hækkað um 1,7% frá mars í fyrra. Akureyri Tómas Karlsson látinn Tómas Karlsson, fyrrverandi ritstjóri Tím- ans og síðar sendiráðsrit- ari, lést sl. sunnudag. Hann hefur átt við lang- varandi vanheilsu að stríða. Tómas hóf ungur störf á Tím- anum og var fréttastjóri, rit- stjórnarfulltrúi og síðan rit- stjóri. Hann lét af því starfi 1974 er hann réðist til utan- ríkisþjónustunnar og var þar sendiráðunautur. Tómas fæddist 20. mars 1937 og var því nær sextugu er hann lést. Hann varð stúd- ent 1958 og hóf nám í lögfræði og síðar stundaði hann nám í alþjóðasamskiptum við Lund- únaháskóla. Tómas hóf snemma afskipti af félagsmál- um og var Inspector scholae í menntaskóla og síðar í stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur. Hann sat í stjórn FUF og for- maður samtakanna um skeið. Þá var hann formaður Blaða- mannafélags íslands og sat í stjórn Samtaka um vestræna samvmnu. Hann var varaþing- maður í Reykjavík 1967-74 og sat á mörgum þingum. Hann gengdi ábyrgðarstörf- xim ixman utanríkisþjónust- unnar heima sem erlendis. Eftirlifandi kona Tómasar er Ása Sigurðardóttir. Eiguðust þau tvo syni. Dagur-Tímmn sendir þeim samúðarkveðjur. Atvinna - Atvinna Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Bing Dao, Strandgötu 49, Akureyri. Upplýsingar í síma 461 1617. Fulitrúar gefenda hnakkanna, feðgarnir Stefán Pétursson og Egill Stefánsson, ásamt Halldóri Jónssyni, fram- kvæmdastjóra FSA, og Stefáni Yngvasyni, yfirlækni endurhæfingardeildar FSA, í Kristnesi. Myn&. gs Þjálfun fatlaðra á hestbaki haftn Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Sími 462 6900 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 14. mars 1997 ki. 10, á eftirfarandi eignum: Brekkugata 13, efsta hæð að norð- an, Akureyri, þingl. eig. Eygló A. Óladóttir, gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður ríkisins húsbrd. Furulundur 2A, Akureyri, þingl. eig. Sigríður S. Gunnarsdóttir, gerðar- beiðendur Akureyrarbær og Bygg- ingarsjóður ríkisins. Grænamýri 12, Akureyri, þingl. eig. Kolbrún Þormóðsdóttir og Geir Friðgeirsson, gerðarbeiðendur Ak- ureyrarbær, Byggingarsjóður ríkis- ins, húsbréfad. og Lífeyrissjóður lækna. Helgamagrastræti 12, íb. á 2. hæð, Akureyri, þingl. eig. Flosi Jónsson og Halldóra Kristjánsdóttir, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfad. Huldugil 9, Akureyri, þingl. eig. Tré- smíðaverkst. Sveins Heiðars og Jón Viðar Guðlaugsson, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfad. Keilusíða 12h, íb. 204, Akureyri, þingl. eig. Sigríður Jóhannesdóttir og Heiðar Rögnvaldsson, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður verka- manna. Klapparstígur 7, Hauganesi, þingl. eig. Árskógshreppur, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður verkamanna. Litla-Brekka, Arnarneshreppi, þingl. eig. Brynjar Finnsson og Hjördís Sigursteinsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Stofn- lánadeild landbúnaðarins. Litlidalur, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Jónas Vigfússon og Kristín Thorberg, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins og Stofnlána- deild landbúnaðarins. Melasíða 10b, Akureyri, þingl. eig. Marteinn Björn Hámundarson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. , Skarðshlíð 28c, Akureyri, þingl. eig. Guðný Erla Guðmundsdóttir, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður verka- manna. Vættagil 23, Akureyri, þingl. eig. Harpa Halldórsdóttir, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður rikisins, hús- bréfad. Sýslumaöurinn á Akureyri, 10. mars 1997. Nýr áfangi í starfsemi end- urhæfingardeildar FSA í Kristnesi hófst í sl. viku en þá hófst þar þjálfun á hest- baki fyrir fatlaða. Af því tilefni færði söðlasmiðjan Hnakkvirki á Akureyri deildinni sérsmíðað- an hnakk að gjöf. Notkun hesta í endurhæfingu á sér langa hefð víða um heim og hefur einnig verið stunduð hér á landi. Þjálfun á hestbaki hefur margvíslegt notagildi, meðal annars góð áhrif á jafn- vægi og vöðvastyrk auk góðra áhrifa á vöðvaspasma og verki. Þannig geta sjúklingar með margs konar fötlun haft gagn af slíkri þjálfun. Þjálfunin fer fram einu sinni í viku í reiðskemmu að Hólshúsum í Eyjaíjarðar- sveit, sem hjónin Hólmgeir Valdimarsson og Birna Björns- dóttir lána endurgjaldslaust, en Ólafur Svansson útvegar hesta og ýmsan búnað. Þjálfunina annast Catharina Gros, sjúkra- þjálfari. GG

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.