Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.03.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.03.1997, Blaðsíða 5
JDagur-'SRmum -.- ------------ Þriðjudagur 11. mars 1997 - 5 I F R É T T I R Vikartindur Byrjað að dæla upp olíu í dag Byrjað verður að dæla 340 tonnum af olíu, 300 tonnum af svartolíu og 40 tonn- um af gasolíu, upp úr Vikartindi í dag ef veður leyfir. Starfsmenn umhverfisráðu- neytisins áttu í gær fund með eigendum flutninga- skipsins Vikartinds þar sem far- ið var yfir stöðu málsins og eig- endum gerð grein fyrir lögum og kröfum um frágang og mengunarvarnir vegna strands- ins. Eigendur skipsins eiga að grípa til neyðaraðgerða, dæla olíu upp úr skipinu og sjá um meðferð á hættulegum varningi án þess að hætta skapist fyrir menn. „Þetta er ekki aðgerð sem er alveg hættulaus og fer dálítið anna voru mjög jákvæð. Þeir gerðu ekki athugasemdir við þessar kröfur," segir Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðxmeytinu. Á næstunni verður svo farið að losa farminn úr skipinu og mun það taka nokkurn tíma. Þá er verið að hreinsa Qöruna af hættu- legum varningi, til dæmis tréspíritusi úr gámum sem hafa fallið í sjóinn. í dag verður fundur með full- trúum Heilbrigðis- eftirlitsins á Suður- landi og heima- mönnum þar sem nánar verður rætt um hreinsun á landi. -GHS Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri „Þetta er ekki aðgerð sem er alveg hœttu- laus ogfer dálítið eftir aðstœðum og veðri á svœðinu, “ eftir aðstæðum og veðri á svæð- inu. Viðbrögð tryggingafélag- Vikartindur Áhöfnin farin lir landi Fulltrúi Alþjóðaflutninga- mannasambandsins á ís- landi, Borgþór Kjærne- sted, greip í tómt er hann fór til fundar við skiphöfnina á Vikar- tindi á Hótel Selfossi í gærdag. Hann hafði mælt sér mót við áhöfnina en þegar til kom voru mennirnir á bak og burt og Borgþór fékk þær fréttir að mennirnir væru á leið til Kefla- víkurflugvallar upp í flugvél tif Þýskalands sem var á áætlun kl. 16:45. í för með Borgþóri voru tveir kaþólskir prestar og formaður Sjómannasambands- ins. Borgþór hafði fengið sam- þykki útgerðarfélagsins að ræða við mennina og átti að hitta áhöfnina að máli klukkan þrjú. Hann taldi ástæðu til þess að þeir fengju tækifæri til að ræða sín mál við prest og full- trúa frá sambandinu sem gætir hagsmuna áhafna um allan heim. Eftir miklar símhringing- ar fékk hann þær upplýsingar að mennirnir væru á leið úr landi, fyrst til Þýskalands og í framhaldi af því til Filippseyja. Borgþór var að vonum ósáttur við þessa þróun mála. Friðjón Guðröðarson, sýslu- maður í Rangárvallasýslu, segir að mennirnir hafi ekki verið boðaðir til yfirheyrslu í sjópróf- um sem haldin voru vegna strandsins og því hafi þeim ver- ið frjálst að fara úr Iandi. -hþ. Bróðir okkar og mágur, SNORRI GUÐJÓNSSON frá Lækjarbakka, Glerárhverfi, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 8. mars. Birna Guðjónsdóttir, Þóroddur Sæmundsson, Bragi Heiðberg. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG HARALDSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja, Mýri, Bárðardal, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. mars kl. 13.30. Sigríður Karlsdóttir, Jón Karlsson, Hólmfríður Friðriksdóttir, Hildur Svava Karlsdóttir, Aðalbjörg Karlsdóttir, Bjargmundur Ingólfsson og fjölskyldur. Alþingi Endurskoða verði reglur um björgunarlaun Mörg dæmi um að skipstjórar veigri sér við aðstoð Gæslunnar vegna björgunarlauna. Hjálmar Árnason, alþ.mað- ur og fulltrúi í sjávarút- vegsnefnd, telur brýnt að skoða ákvörðunarvald skipstjóra Landhelgisgæslunnar til að bregðast við í neyðartilvikum. „Ég dreg í efa raunverulegt ákvörðunarvald skipstjóra sem lendir í nauðum vegna þrýst- ings frá sínum eigendum og tryggingafélögum. Síðan er einnig ástæða til að endurskoða þá kvöð að Landhelgisgæslan taki björgunarlaun. Vitað er um mörg dæmi þess að menn veigri sér við að kalla eftir aðstoð vegna þessa ákvæðis. Hér er ég þó ekki að gera lítið út fræki- legum björgunarafrekum Gæsl- unnar,“ segir Hjálmar. Hann segir mörg dæmi um að útgerðir hafi fengið net í skrúfuna, kalli eftir eigin skip- um og bíði jafnvel á íjarlægum miðum dögum saman. Ég get nefnt sem dæmi þegar skip strandaði út frá Suðurlandi árið 1981. Þá vildi útgerðin kalla á skip úr eigin hópi þrátt fyrir að Gæslan hafi verið nærri. Þetta er kjarni málsins í öllu því sem gerðist fyrir helgina. Björgun- arlaun og þrýstingur trygginga- félaga." BÞ Alþingi Víða pottur brotinn Steingrímur J. Sigfússon, formaður sjávarútvegs- nefndar, segir að sjóslysa- hamfarirnar síðustu daga sýni að víða sé pottur brotinn í ís- lenska stjórnsýslukerfinu. Ekki sé ljóst hvernig farið sé með mál ef skip stranda og reki berst á land og alvarlegust sé staða um- hverfismála - mengunarhættan. „Það þarf að skipa e.k. yfir- stjórn af hálfu Almannavarna eða annars aðila í svona málum. Menn gleyma því oft að þessi stóru og glæstu skip sem sigla hér við Islandsstrendur geta ver- ið mengunarsprengjur ef illa fer. Það vakna þá upp spurningar hvort setja þurfi strangari reglur um að þau sigli fjær ströndinni. Sérstaklega ef farmurinn er af tilteknum toga. Óhuggulegast er í þessu sambandi ef stjórnvöld eru í raun máttlaus gagnvart valdi skipstjóra eða viðkomandi útgerð. Þótt sú ákvörðun geti snúist um öryggi sjómanna og björgunaraðila eða hvort stór- kostlegt mengunarslys verði eða ekki,“ segir Steingrímur. Annað er ljóst, að mál af þessu tagi eru mjög flókin við- ureignar: „Þetta er mál sem snertir mörg ráðuneyti. Ég þekki það sem fyrrverandi ráð- herra að þau skarast líka. Hlut- verk sjávarútvegsráðherra, yfirmanns siglingamála annars vegar og dómsmálaráðherra og Gæslunnar hins vegar. Um- hverfisráðuneytið er með um- hverfismál, samgönguráðuneyt- ið með siglingalögin. Þetta þarf að hafa í huga þegar fjallað er um hlut hvers og eins.“ BÞ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA BERGÞÓRSDÓTTIR, Lindasíðu 4, Akureyri, sem lést að heimili sínu föstudaginn 7. mars síðastliðinn, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 17. mars kl. 13.30. Guðni Friðriksson, Olga Guðnadóttir, Kristján Halldórsson, Agnes Guðnadóttir, Konráð Alfreðsson, Þorbjörg Guðnadóttir, Steinunn Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.