Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.03.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.03.1997, Blaðsíða 7
Hagur-íEmmm B J Þriðjudagur 11. mars 1997 - 7 ÖRGUNARAFREK Alþingi Samskip n Dísarfell Þingmenn minnast • * sjomanna sem Olafur G. Einarsson, for- seti Alþingis, minntist í gær þeirra sem fórust þegar Dísarfell sökk aðfaranótt Ólafur G Einarsson. sunnudags og varðskipsmanns- ins sem tók út af Ægi þegar reynt var að bjarga Vikartindi frá strandi á miðvikudaginn. Þingmenn vottuðu ætt- ingjunum samúð sína, með því að rísa úr sætum við upphaf þingfundar á Alþingi í gær. „Svo hörmulega tókst til þegar varð- skipið Ægir reyndi að forða Vikartindi frá að reka á land að einn skipverja Varðskips- ins tók útbyrðis í ham- förum sjávarins. Hins vegar vann áhöfnin á þyrlunni Líf það afrek að bjarga skipshöfn- inni á Vikartindi á land til björgunar- sveita þar. Áhöfninni á þyrlunni Líf tókst einnig að bjarga 10 manns af skipshöfn- fórust inni á Dísarfelli, en harmsefni er að tveir skipverjanna létust. Við þessa atburði reyndi mikið á björgunarlið á sjó, landi og í lofti. Varðskipsmenn á Ægi lögðu sig í lífshættu við björg- unartilraun. Björgunarsveitir biðu lengi viðbúnar í óveðrinu á ströndinni. Þyrluáhöfnin hafði farartæki sem dugði til björg- unar mannslífa í óveðri og hafði áræði, þrek og kunnáttu til að bjarga giftusamlega 29 manns úr sjávarháska. Allt þetta björgunarlið á skildar þakkir og aðdáun og aðstandendum hinna þriggja látnu eru sendar samúðarkveðjur," sagði Ólafur G. Einarson og þingmenn tóku undir með því að rísa úr sæt- um. Þjónusta raskast ekki Viðskiptavinir Samskipa verða ekki fyrir röskun á flutningum eða þjónustu þrátt fyrir slysið hörmulega. Ákveðið hafði verið að leigja Dísarfell í önnur verkefni en leiguskipið Arctic Morning verður í Evr- ópusiglingum Samskipa frá og með deginum í dag. Síðar fær félagið afhent systurskip Arnar- fells, Heidi, 8. aprfl. Verða Arn- arfell og Heidi þá stærstu gámaskip í flota Samskipa. BÞ Með 1/100 af ársútflutningi Verðmæti farmsins í Dísar- fellinu nam næstum 1% af heildarverðmæti allra útfluttra sjávarafurða á heilu ári. Áætlað útflutningsverðmæti þeirra 4.100 tonna af sjávaraf- urðum sem skipið fluttu var kringurn 800 miUjónir. Heildar- verðmæti útfluttra sjávarafurða á síðasta ári svaraði til rösklega 110 samsvarandi farma, en rúmlega 100 farma árið 1995. Landhelgisgæslan Skothríð á gámana var ekki lausnin Reynt var í gærdag að skjóta niður gáma úr Dís- arfelli með fallbyssuskot- um frá varðskipinu Tý. Þær til- raunir báru engan árangur eft- ir því sem næst var komist í gærkvöldi. Gámar eru nú á reki á allstóru svæði á venjubund- inni siglingaleið til og frá land- inu til Evrópu, og ógna þeir ör- yggi sæfarenda. Landhelgisgæslan var að vinna að því að senda út aðvör- un til sjófarenda auk þess sem rætt var um aðgerðir til að losna við gámana. Mikil hætta er á árekstrum á svæðinu, ef ekki er farið með mikilli gát. Varðskipið Týr var í gærdag á slysstaðnum um 100 sjómílur suður af Hornafirði. - JBP

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.