Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.03.1997, Blaðsíða 2
2 - Þriðjudagur 11. mars 1997
|Ditgur-®mmm
Heiti Potturinn
Eftir skattaútspil ríkis-
stjórnarinnar verða
pólitískir reiknimeistarar að
draga fram vasatölvuna.
Hversu mikið er raunveru-
lega nýtt og hversu mikið
gamalt og gott? Davíð lof-
aði skattalækkunum í ára-
mótaávarpinu. Þá var
hann búinn að „taka til
hliðar" hækkun persónuaf-
sláttar og ýmislegt annað
til að hafa í handraðanum.
Þá er spurningin: Hversu
mikið af útspili stjórnarinn-
ar eru gömul loforð,
hversu mikið framlag
skattborgara sjálfra, og
hversu stór er þá afgang-
urinn: framlag Doddson-
ar?
Frumsýning á nýjum
fréttaþul Stöðvar 2 (við
hlið þess gamla með ein-
falda smekkinn) heppnað-
ist vel. Skýrmælt og ör-
ugg, gömlu kellurnar á
RÚV hafa fengið keppi-
naut.
w
Ipottinum voru menn að
dásama afrek Jóns
Arnars um helgina. Æfir á
Sauðárkróki á veturna og
nær 3ja sæti á heims-
meistaramóti? Hér eftir
verður „aðstöðuleysi" ekki
gild afsökun í íþróttum!
Og ekki klikkar Þórar-
inn V; spurður um
nýju samningana svaraði
hann að bragði: „Þetta eru
náttúrulega meiri kaup-
hækkanir en við vonuö-
um.“ Okkar maður í eldlín-
unni.
F R É T T I R
Kjaramál VR
Hriktir í ASÍ
Samið fyrir rúmlega
fjórðung féiags-
manna ASÍ.
Atkvæði greidd
um boðun alls-
herjarverkfalls
hjá Dagsbrún.
að hriktir í og málið er
fullkomlega í uppnámi í
augnablikinu,“ sagði for-
ystumaður innan verkalýðs-
hreyfingarinnar um miðjan dag
í gær. Hann vildi engu spá um
framhaldið hjá öðrum innan
ASÍ að öðru leyti en því að það
yrði erfitt fyrir Landssamband
íslenskra verslunarmanna að
semja á öðrum nótum en VR.
Um 80% félagsmanna LÍV eru í
VR.
Með kjarasamningum VR,
Landssambands iðnverkafólks
og Rafiðnaðarsambandsins í
gærmorgun hefur verið gengið
frá kjarasamningum við rúm-
lega fjórðung félagsmanna ASÍ.
Þá um morguninn hófst t.d.
allsherjaratkvæðagreiðsla hjá
Dagsbrún-Framsókn og fleirum
um allsherjarverkfall þann 23.
mars hafi samningar ekki tekist
fyrir þann tíma.
„Ég veit að sumir eru
óánægðir og hefðu viljað fara
aðrar leiðir,“ segir Guðmundur
Þ. Jónsson, formaður Lands-
sambands iðnverkafólks. Hann
óttast ekki að samningur þess
við VSÍ um 11,7% launahækkun
muni hafa einhver alvarleg
áhrif á samskipti landssam-
banda ASÍ. Gildistími samnings-
ins er frá 1. mars 1997 til 15.
október 1999.
f samningnum er taxti færð-
ur að greiddu kaupi með því að
ýmsar aukagreiðslur eru settar
inní taxtana. Þetta getur þýtt
allt að 27% hækkun fyrir suma.
Þá verður 70 þúsund króna lág-
markslaunum náð 1. janúar
1999, auk þess sem yfirvinnu-
álag er óbreytt. Aftur á móti
féllst iðnverkafólk á kröfu VSÍ
um sveigjanlega dagvinnutíma
frá 7-19. Hinsvegar eru engar
tryggingar eða opnunarákvæði í
samningnum. Þó var ætlunin að
koma með bókun þess efnis að
iðnverkafólk fái sambærilegar
hækkanir ef aðrir fá talsvert
meira í sínum samningum.
Kjarasamningur VR og VSÍ
er í stórum dráttum hliðstæður
samningi VR við stórkaupmenn.
í samningi Rafiðn-
aðarsambandsins
við VSÍ hækka laun
um tæp 14% til 15.
febrúar árið 2000.
Lágmarkslaun
sveina verða við
upphaf samnings-
ins 88.719 krónur
á mánuði. í samn-
ingi RSÍ við borg-
ina hækka laun um
liðlega 14%, lág-
markslaun um 20% og orlof
lengist um 3 daga. Verkfalli raf-
iðnaðarmanna var frestað en
samningurinn verður borinn
undir atkvæði kl. 15 í dag.
-grh
Guðmundur Þ. Jónsson
form. Landssambands / „Ég veit að sumir innan ASÍ eru óánœgðir. “ ðnverkafólks SL íMi
Raunsæ
kröfugerð
Við lögðum
fram vel
röddstudda
kröfugerð sem
stóðst fullkom-
lega alla gagn-
rýni. Ég held að
það hafi ráðið
úrslitum," segir Magnús L.
Sveinsson, formaður VR, um
ástæðuna fyrir afköstum félags-
ins við samningaborðið.
Hann segir að í pípunum séu
viðræður um gerð fyrirtækja-
samninga við Húsasmiðjuna og
einnig sé byrjað að skoða málið
gagnvart fyrirtæki ársins hjá
VR, Ingvari Helgasyni hf. Þá
eru samningar við Bónus enn
inm' myndinni. Um helgina
skrifaði félagið undir kjara-
samning við 10-11 búðirnar en
áður hafði félagið samið við
stórkaupmenn, Regn efh. og ís-
lenska útvarpsfélagið.
Formaður VR vísar því hins-
vegar alfarið á bug að forsætis-
ráðherra eða aðrir samflokks-
menn hans hafi eitthvað haft
puttanna í kjarastefnu félags-
ins. Hann segist jafnframt ekki
hafa neina trú á því að pólitísk-
ur htur hans og samflokks-
manna í röðum viðsemjenda
hafi haft einhver úrslitaáhrif á
gang viðræðna VR við hin ýmsu
fyrirtæki. -grh
Skinnaiðnaður
Aðalfundur
Aðalfundur Skinnaiðnaðar
hf. á Akureyri verður hald-
inn á Hótel KEA á Akureyri í
dag klukkan 16.30. Hlutafé
Skinnaiðnaðar hf. nam í árslok
1996 rúmum 70 milljónum
króna og hluthafar voru 255
talsins. Þar er stærstur Sam-
vinnulífeyrissjóðurinn með
16,49%. Rekstur Skinnaiðnaðar
hf. skilaði 77,6 milljóna króna
hagnaði á sl. ári, sem er 8% af
veltu félagsins. GG
FRÉTTAVIÐTALIÐ
______________I ■
„Hef ekki trú á nútíma þrælahaldi"
Aðalsteinn Árni Baldursson
form. VerkalýðsféL Húsavíkur
og Fiskvinnsludeildar
Verkamannasambandsins
Ákvörðun stjórnar ÚA að
segja upp öllum bónussamn-
ingum við starfsmenn og
bjóða starfsfólki endurráðn-
ingu hefur vakið töluverða
athygli hjá fiskverkafólki.
„Ég hef alltaf verið meira fylgjandi
hóplaunakerfi ef á annað borð á að
hafa bónuskerfi en ég er þó þeirrar
skoðunar að bónuskerfi eigi að
afleggja með öllu. Fiskverkafólk á að
vera á mannsæmandi launum en sums
staðar hefur verið hætt við bónuskerfið
og tekinn upp fastur kaupauki, og það
hefur komið ágætlega út. Aðgerðir
vinnuveitenda í þessa vegu miða að því
ná meiru út úr starfsfólkinu en auðvit-
að er það aðeins nútíma þrælahald.
Einstaklingsbónus hefur aldrei heillað
mig en innan raða fiskverkafólks eru
mjög skiptar skoðanir um þessi af-
kastahvetjandi launakerfi. Það fólk
sem er á besta aldri og afkastar miklu
telur eðilega best að taka upp einstak-
lingsbónuskerfi enda dregur það vagn-
inn fyrir hitt fólkið. Aðrir eru hrifnari
af hóplaunakerfinu en það eru mjög
skiptar skoðanir um kerfin,“ sagði Að-
alsteinn Baldursson.
Er vaktavinnukerfi í boljiskvinnslu
þá ekki líka angi af nútíma þrœla-
haldi?
„Ég leggst ekki gegn vaktavinnu í
fiskvinnslu ef greitt er fyrir það mann-
sæmandi laun. Það er vaktavinna t.d. í
rækjuvinnslum víðs vegar og hefur
gengið mjög vel, en aðalmálið er að
það sé eitthvað borgað fyrir þá vinnu.
Fiskvinnslustöðvar eru með dýran
búnað og dýr tæki, en við í verkalýðs-
hreyfingunni höfum brosað út í annað
munnvikið þegar rætt er um vakta-
vinnu í bolfiski því annan daginn er
rætt um að ekki sé til neitt hráefni til
að vinna og erfitt að halda úti 40
stunda vinnuviku, en hinn daginn er
verið að tala um að taka upp vakta-
vinnu. Það er mjög slæmt fyrir fisk-
verkafólk, sem og aðra launþega, að
þurfa að búa við mjög sveiflukennar
tekjur og þannig óöryggi. Vaktavinna
kann að vera nauðsynleg þegar mikið
magn berst að Iandi á skömmum tíma.
Það er stöðugleikinn sem þarf að vera í
þessari atvinnugrein."
Mundir þú leggja niður bónuskerf-
ið ef þú fengir einhverju ráðið þar
um?
„Ef ég fengi að ráða í einn dag, sem
ég er að bíða eftir, þá mundi ég af-
nema alla bónusa, færa þetta allt inn í
launataxta fólks þannig að fólk hefði
almennileg laun fyrir 8 stunda vinnu-
dag. Ég hef ekki trú á að nútíma
þrælahald, öðru nafni bónuskerfi,
verði tekið út í komandi kjarasaming-
um. Það er verið að tala um að taka
hluta af bónusnum inn í kaupið. Ég
verð var við að frystihúsin eru að
þrýsta á að tekinn verði upp einstak-
lingsbónus í stað hópbónus, og það er
skref afturábak. Með því næst meira út
úr hverjum starfsmanni án þess að
borga fyrir það.“ GG