Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Page 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Page 6
18 - Þriðjudagur 25. mars 1997 jOagur-ÍEínnmt MENNING O G LISTIR Carmina Burana Hið stórkostlega tónverk Carmina Burana eftir Carl Orrf verður flutt á miðvikudaginn af Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands og fimm kórum af Eyjafjarðar- svæðinu ásamt einsöngvurum. Um 150 manns sjá um kórsöng en einsöngvarar eru Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópran og Michael Jón Clarke sem syngur tenór og barítón. Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur ÓIi Gunnarsson, aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Kórarnir fimm hafa æft hver í sínu lagi en þeir eru Kirkjukór Grenivíkurkirkju, Kór Dalvíkur- kirkju, Kór Laufáss- og Sval- barðssókna, Kór Tónlistarskól- ans á Akureyri og Samkór Svarfdæla. Sinfóníuhljómsveitin er í þetta sinn einnig með stærra móti, skipuð 60 hljóð- færaleikurum. ÞJÓDLEIKHOSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00 VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Laugard. 5. apríl. Laugard. 12. apríl. KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams 5. sýn. föstud. 4. apríl. Uppselt. 6. sýn. sunnud. 6. apríl Uppselt. 7. sýn. fimmtud. 10. apríl Örfá sæti laus. 8. sýn. sunnud. 13. apríl Örfá sæti laus. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Aukasýning fimmtud. 3. apríl. LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Sunnud. 6. apríl kl. 14.00. Sunnud. 13. apríl kl. 14.00 Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Laugard. 5. apríl Laugard. 13. apríl Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýn- ingar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. Guðmundur Óli Gunnarsson kór- og hljómsveitarstjóri hvetur hér sitt fólk til dáða. Tónlistin er hröð en textinn þarf að komast til skila og samtaka nú... , wiyn± jhf Um hvað hugsa munkar og flökku- stúdentar? Carf Orff fæddist í Þýskalandi 1895 og var að mestu sjálflærð- ur í tónsmíðum. Hann lauk við samningu Carmina Burana árið 1936 og var verkið frumflutt árið 1937 við mikinn fögnuð áheyrenda. Ekki er ofmælt að „Tónlist Orrfs við Carmina Burana hefur svo sannarlga slegið í gegn en honum hefur tekist frábœrlega að sameina aldargamla hefð hugmyndum nútímans. “ segja verkið eitt allra vinsæl- asta tónverk sem samið hefur verið á þessari öld. Verkið var samið við veraldleg ljóð sem fundust í handriti frá 13. öld og eru þau á latínu og miðalda- þýsku. Textinn lýsir hugleiðing- um og upplifunum munka og flökkustúdenta, fjallar inn dans, drykk og fagrar konur en einnig bregður fyrir hástemmd- um ljóðrænum tilþrifum og gamanvísum. Tónlist Orrfs við Carmina Burana hefur svo sannarlga slegið í gegn en hon- um hefur tekist frábærlega að sameina aldargamla hefð hug- myndum nútímans. Á tónleikunum á morgun verða einnig flutt þekkt hljóm- sveitarverk eftir íjögur rúss- nesk tónskáld. Tónleikarnir heíjast með Hátíðarforleik eftir D. Shostakovich, síðan verður fluttur þáttur úr svítunni Rómeó og Júlía eftir S. Pro- kofiev, einn þáttur úr Eldfuglin- um eftir I. Stravinsky og Sverð- dansinn eftir A. Khachaturian. Tónleikarnir verða haldnir í íþróttaskemmunni á Akureyri og hefjast þeir klukkan 20:30. -mar Freyvangs- leikhúsið Sýnum firna fyndinn gamanleik: „Meb vífib í lúkunum" eftir Ray Cooney Leikstjóri: Hákon Waage 13. sýning mibvikud. 26. mars kl. 20.30 14. sýning fimmtud. 27. mars kl. 20.30 15. sýning laugard. 29. mars kl. 20.30 16. sýning mánud. 31. mars kl. 20.30 Miðapantanir í síma 463 1195 milli kl. 18 og 20. Á öbrum tímum er hægt að panta í gegnum símsvara. Sálmar og syrpur Haukur Ágústsson skrifar AHúsavík starfar stúlkna- kór skipaður um þrjátíu stúlkum á unglingsaldri. Stjórnandi hans er Hólmfríður Benediktsdóttir. Kórinn efndi til tónleika sunnudaginn 16. mars og aftur mánudaginn 17. mars. Undirritaður sótti seinni tón- leikana, en þeir voru haldnir í félagsheimilissal hótelsins á Húsavík. Stúlknakór Húsvíkur er nú á íjórða starfsári sínu og voru tónleikarnir haldnir í íjáröflun- arskyni. Kórinn hyggur á ferð til Þýskalands til þess að taka þar þátt í kóramóti. Á mótinu mun hann hafa á efnisskrá sinni að mestu íslenska tónlist, en á tónleikunum 16. og 17. mars var ekki þangað sótt nema að afar litlu leyti. Á þeim flutti kórinn létta tónlist: Dæg- urlög, negrasálma og söng- leikjatónlist. Létt tónlist gerir sínar kröfur til ílutnings ekki síður en önnur. Þær kröfur hefur íslenskum kórum tíðum ekki tekist að uppfylla, en Stúlknakór Húsa- víkur kemst mjög langt í því efni. Þetta kom fram þegar framarlega á efnisskránni, þeg- ar kórinn flutti negrasálminn „Go Down Moses“ og komst mun nær hinum rétta blæ en margur íslenskur kórinn annar, sem reynt hefur sig við þessa grein tónlistarinnar. Enn betur kom þetta fram í síðustu atrið- unum á tónleikaskránni, en þau voru „He had to Run“ og laga- syrpa, sem bar heitið „Oh, Happy Day“ eftir einu laganna í syrpunni. Hér komst kórinn Nokkrir einsöngvarar úr röðum kórfélaga komu fram. Þeir stóðu sig margir vel, en aðr- ir miður, svo sem verða vill. skemmtilega á flug og náði verulega góðum blæ. Glaðleg söngandlit Kórinn er vel agaður og tónn hans ánægjulega bjartur, hreinn og opinn. Innkomur eru almennt í góðu lagi og mikið ör- yggi ríkjandi í tóntöku jafnvel í hinum skotnustu útsetningum, þar sem mjög er leikið með til dæmis synkópur og stutta hryn- tóna, sem næst hvergi brugð- ust. Þá er fas kórsins aðlaðandi. Hann er fullur af lífi, en það er nýtt til þess að ná fram hrifum í samhæfðum og hóílegum hreyf- ingum og sviðsferð. Loks er yfir kórnum blær þeirrar ánægju, sem stúlkurnar virðast hafa af kórstarfinu. Ilýr svipur er á hverju andliti og þó að sviðssk- rekkur hafi vafah'tið bært á sér í brjóstum ýmissa kórfélaga á tónleikunum, gætti hans sem næst hvergi í frammistöðu þeirra. Söngstjórinn, Hólmfríður Benediktsdóttir, söng nokkur lög ein og með kórnum. Nokkrir einsöngvarar úr röðum kórfé- laga komu fram. Þeir stóðu sig margir vel, en aðrir miður, svo sem verða vill. Þar má að minnsta kosti að hluta um kenna því, að hátalarakerfið virtist á stundum ekki verka sem skyldi. Nokkur munur var á flutningi hinna ýmsu atriða, sem fram voru borin, þó að í heildina hafi frammistaða verið með ágætum. Þannig voru nokkrir gallar í flutningi laga- syrpu frá sjöunda áratugnum, svo að dæmi sé til tínt. Leikið var á píanó eða af lít- illi hljómsveit með flutningi kórs og einsöngvara, nema lag- inu „Dómar Heimsins" eftir Val- geir Guðjónsson við ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum. Það var eina íslenska lagið á efnis- skránni og var flutt án undir- leiks. Hljóðfæraleikararnir gerðu vel og áttu drjúgan hlut í ánægjulegum brag tónleikanna. Þó að starfstími Stúlknakórs Húsvíkur sé ekki orðinn langur, hefur hann náð langt undir stjórn Hólmfríðar Benedikts- dóttur. Hún hefur skapað flytj- endahóp, sem vert er að veita eftirtekt og njóta, gefist þess kostur.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.