Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Blaðsíða 2
14- Fimmtudagur 3. apríl 1997 ^Díigur-XEtmtmt NEITENDALIFIÐ I LANDINU Ósaimgjarnar reglur tryggingafélaga Áklœðið á sófanum þínum skemmist og tryggingafélagið œtlar að bœta tjón- ið. Nákvœmlega eins áklœði fœst ekki lengur og því er fyrirsjáanlegt að sófasettið verður heldur sundurlaust því hœgindastól- arnir tveir eru með gamla áklœðinu. Hvort á trygginga- félagið þá að bœta; þann hluta sem skemmdist eða heildina sem hlut- NS telja verklagsreglur tryggingafélaganna ósanngjarnar í garð tjónþola en samkvæmt þeim hefur hingað til eingöngu verið bættur sá hluti sem verður fyrir tjóni. Tvö mál hafa komið til kasta úrskurðarnefndar í vátryggingamálum á undanförnum mánuðum. Sá fyrri er hollur verklagsreglum tryggingafé- laganna. Síðari úrskurðurinn ekki. inn er af? Urskurðarnefnd í vátrygg- ingamálum hefur úr- skurðað í tveimur sam- bærilegum málum þar sem þessi spurning vaknar og rekast úrskurðirnir á, eins og Jóhann- es Gunnarsson framkvæmda- stjóri NS orðar það. Flísar hrundu I fyrra málinu hrundu flísar af einum vegg í baðherbergi þar sem aðrir veggir voru lagðir samskonar flísum. Tryggingafé- lagið var tilbúið að bæta tjónið þannig að hinn tryggði bæri engan kostnað af því að fb'saleggja vegginn aftur. En þá kom í ljós að fh'sarnar voru ekki lengur fáanlegar. Tryggingafé- lagið hélt fast við sitt fyrra álit og vildi ekki greiða meira en sem nam nýjum ílísum á þenn- an eina vegg, þótt veggurinn væri vissulega hluti af stærri heild og yflrbragð baðherberg- isins myndi breytast ef annars konar flísar yrðu settar á vegg- inn. Úrskurðarnefndin, þar sem situr fulltrúi frá tryggingafélög- unum, Vátryggingareftirlitinu og NS, tók í þessu tilfelli undir rökstuðning tryggingafélagsins. Sófi brann Seinna málið kom til þegar áklæði á sófa brann og bruna- trygging átti að bæta fólki sóf- ann. Tryggingafélagið vildi bæta sófann en eins og í flísa- málinu þá var félagið ekki til- búið til að greiða bólstrun á allt sófasettið (tveir hægindastólar voru í stfl við sófasettið), því tal- ið var að ekki fengist sams kon- ar áklæði. Síðar kom í ljós að hægt var að fá sama áklæði, í sama lita- númeri. Tryggingafélagið slapp þannig fyrir horn, fyrst sams konar áklæði fékkst. Aftur á móti kom skýrt og greinilega fram í ábtsgerð úrskurðar- nefndarinnar um sófamálið að þegar einn hlutur sem er part- ur af stærri heild eða samstæðu verður fyrir tjóni þá sé ekki nægjanlegt að bæta bara hlut- inn ef ekki er hægt að ná fram sama heildarsvip og áður. „Verði tjón á einum hlut úr samstæðu, eins og sófasetti, verður tjón sem verða kann á því ekki bætt að fullu nema að samstæðan sé með svipuðu yfir- bragði og áður en tjónið varð,“ segir í úrskurðinum. Ekki stefnubreyting Hvorki Rúnar Guðmundsson, formaður nefndarinnar, né varamaður hans, Rúrik Vatn- arsson, sem undirritaði sófaúr- skurðinn telja að hann sýni stefnubreytingu hjá nefndinni. S g tel að með þessum síðari úrskurði hafi komið enn greinilegar í ljós en NS sögðu áður að skilmálarnir, sem fyrri úr- skurður byggist á, séu ósanngjarnir.“ „Við munum að sjálfsögðu þrýsta á að þessum skilmál- um verði breytt þannig að heild verði bætt þegar hluti verður fyrir tjóni. Annars er bara verið að borga hluta af tjóni. Það er ekki meiningin með tryggingum. Fólk á hvorki að tapa né græða á því að vera með tryggingar. Fólk á að vera jafnstætt á eftir,“ segir Jóhannes Gunn- arsson, framkvæmdastjóri NS. Báðir nefndu þá skýringu að um tvær ólíkar tegundir vá- trygginga væri að ræða. Rúrik tók hins vegar undir með NS um að skýra þyrfti skilmála tryggingafélaganna þannig að kaupendur trygginga vissu nokkurn veginn yfir hvað trygg- ingin næði. „En það er alltaf álitamál hvað á að ganga langt í svona skilmálum, sem eru yflrleitt svo langir að fólk veigr- ar sér við að lesa þá. Menn hafa það markmið að hafa skil- málana eins stutta og hægt er en samt eins ýtarlega og hægt er.“ Rúrik telur samt að hægt sé að setja einhverjar meginreglur í skilmálana um það hvort tryggingin taki til heildar, verði aðeins hluti fyrir beinu tjóni. „Sófasett eru náttúrulega nán- ast inni á hverju heimili þannig að það væri mjög æskilegt að hafa einhverjar reglur um það. En það eru mörg svona álita- mál. Segjum t.d. að það Jóhannes Gunnarsson skemmist 1 fermeter af parketi. Svo er parketið ekki fáanlegt. Hvað á þá að gera?“ Óskýrir skilmálar hamla samkeppni Rúrik segir það ekki hlutverk nefndarinnar að þrýsta á trygg- ingafélögin, hins vegar gæti Vá- tryggingaeftirhtið (bæði Rúrik og Rúnar eru starfsmenn þess) beint því til félaganna að skil- málar væru skýrðir „án þess að við tækjum afstöðu til þess hvernig ætti að skýra þá. Sam- keppnin á náttúrulega að ráða. Ef skilmálarnir eru ekki skýrir þá er það letjandi fyrir sam- keppni, þ.e. ef menn geta raun- verulega ekki borið saman skil- mála,“ sagði Rúrik að lokum. lóa Ráðlegging vikunnar: að fór eins og bölsýnir menn spáðu að ekki væri nú vorið komið þrátt fyrir forsmekkinn sem hluti landsmanna fékk á páskadag þegar sólin og blíð- viðrið sló jafnvel út besta sautjándajúníveður. Snjórinn sem síðar fylgdi breytir því þó ekki að vorið nálgast og for- eldrar sem ætla að láta undan suðinu og kaupa hjól handa börnum sínum ættu að gæta þess að kaupa hjól með bæði hand- og fótbremsu. Þegar rigning er og blautt þá verður hjólið nánast bremsulaust og því verða krakkarnir að geta gripið til beggja bremsa. Auk þess ráða lítil börn varla við handbremsur.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.