Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Blaðsíða 15
^Dagur-Ctittirat Fimmtudagur 3. apríl 1997 - 27 AHltGAVERT Stöð 2 - Fimmtudagurinn 3. apríl kl. 21.00 Grínmynd með Dom DeLuise Dom DeLuise leikur aðalhlutverkið í grínmyndinni Svínin þagna, eða Silence of the Hams, sem er á dagskrá Stöðvar 2. í öðrum helstu hlutverkum eru Billy Zane, Joanna Pacula, Charlene Tilton, Bubba Smith, Shelley Winters og Enzio Greggio sem einnig leikstýrir. Jo Dee Fostar er nýlega genginn til liðs við bandarísku alríkislögregluna (FBI) og hefur fengið sitt fyrsta stóra mál til rann- sóknar. Fostar er ætlað að hafa uppi á geðveikum raðmorðingja og koma hon- um bak við lás og slá. í myndinni, sem er frá árinu 1994, er gert óspart grín að stórmyndum á borð við Lömbin þagna og Psycho. FJÖLIVIIÐLARÝNI Óvissa um efni Utvarpið er og verður líklega uppá- halds miðill rýnis þrátt fyrir að hann hafi sárafá tækifæri til þess að hlusta á útvarpið. En allir vilja drepa elskuna sína og því er rétt að agnúast aðeins út í útvarpið. Einmitt vegna anna og yfirtöku annarra ijölmiðla þá fer það í taugarnar á rýni að fá aldrei neinar upplýsingar um hvað verður tekið fyrir í nokkrum föstum þáttum á Rás 1 (sem ber auðvitað höfuð og herðar yfir aðar útvarpsstöðvar). Þar á bæ er algengt að skeleggt fólk tali um eitthvað sem því liggur á hjarta í einn klukkutíma eða svo. Einn svona þáttur hefur heitið Frjálsar hendur og er réttnefni því umsjónarmenn fá al- gjörlega frjálsar hendur við efnisval sem er vel. - En þegar dagskrárliður- inn er kynntur er hvergi minnst á hvað verður tekið fyrir hverju sinni. Einungis er greint frá því að Guð- mundur Andri ætli að rimsí ramsa eða fremja Andrarímur, nú eða að 111- ugi Jökulsson verði með morgunpistil sinn og þannig mætti telja lengi. Auðvitað eru þetta menn og konur augnabliksins sem geta ekki neglt niður það sem þau fýsir að tala um löngu fyrirfram en þá vill rýnir benda á að Dægurmálaútvarpið telur upp áhugaverðustu gulræturnar á hverjum degi. Rýnir hélt reyndar að fyrr myndi hann dauður liggja en hann færi til þess að hvetja ijölmiðla til að auglýsa dagskrá sína enn frek- ar. - En þegar lítill er tíminn þá skipu- leggur maður hann betur og ef maður veit af einhverju sem maður hefur virkilegan áhuga á í útvarpinu þá man maður eftir því að opna tækið, svo einfalt er nú það. Og rýnir er mik- ið fyrir fólk með frjálsar hendur. UPPAHALPS ÚTVARPS- OG SJÓNVARPSEFNIÐ „Karlakórinn Hehnir í uppáhaldi“ Fréttir og fréttatengt efni læt ég helst ekki fram hjá mér fara, hvorki í útvarpi nó sjón- varpi, því ég vil fylgjast með því sem er að gerast á líð- andi stund innalands sem utan. Þá hef ég sérstaklega mikið yndi af kórsöng og set mig aldrei úr færi við að hlýða eða horfa á kórsöng í útvarpi og sjónvarpi. Og þar set ég Karlakórinn Heimi í Skagafirði öllu ofar. Raunar ber ég sérstakar taugar til Skagfirðinga og mér finnst ég vera kominn á aðra plánetu þegar ég nálg- ast Silfrastaði, því þá fmnst mér sem söngurinn og hinn hreini tónn komi í fangið á mér. Skagfirðingar eru, að öllum öðrum ólöstuðum, merkilegasti og skemmtilegasti þjóðflokkurinn í þessu landi.“ Guðmundur segist einnig leggja sig í framkróka við að fylgjast með þáttum sem fjalla um söguna, stjórnmálin, þjóð- hætti og menn og málefni á þessari öld innan lands sem utan. Hann kveðst aftur á móti afskaplega lítið fylgjast með erlendum kvikmyndum og framhaldsþáttum í sjónvarpi og hafi ýmislegt þarfara við tímann að gera. Guðmundur G. Halldórsson telur hinsvegar að útvarpið megi gera meira af því að flytja vísnaþætti og lileypa hagyrðingum að hljóðneman- um. Guðmundur, sem er sjálfur lands- þekktur hagyrðingur, segir að fátt sé skemmtilegra en að setjast niður og hlýða á snillinga eins og Hákon Aðal- steinsson í Húsum og aðra vísnamenn leiða saman sína hagmælsku-hesta og hleypa á skeið. ÚTVARP • SJONVARP S J Ó N V A R P I Ð 10.30 Alþingi Bein útsending frá þingfundi. 16.45 Leiöarljós 17.30 Fréttlr. 17.35 Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Stundin okkar. 18.25 Tumi 18.55 Ættaróðaliö (12:13) (Brideshead Revisited). Breskur myndaflokkur frá 1981 í tólf þáttum geröur eftir sam- nefndri sögu breska rithöfundarins Evelyn Waugh (1903-1966). Áður á dagskrá 1983. 19.50 Veöur. 20.00 Fréttir. 20.30 Dagsljós. 21.00 Landsleikur í handbolta. Bein útsend- ing frá seinni hálfleik í viðureign íslend- inga og Kínverja. 21.40 Frasier (3:24). Bandarískur gaman- myndaflokkur um útvarpsmanninn Frasi- er og fjölskylduhagi hans. Aðalhlutverk: Kelsey Grammer. Þýðandi: Guðni Kol- beinsson. 22.10 Ráögátur (3:6) (The X-Files IV). Ný syrpa í bandarískum myndaflokki um tvo starfsmenn alríkislögreglunnar sem reyna aö varpa Ijósi á dularfull mál. Að- alhlutverk leika David Duchovny og Gilli- an Anderson. Þýöandi: Gunnar Þor- steinsson. Atriöi í þættinum kunna aö vekja óhug barna. Þátturinn verður end- ursýndur á föstudagskvöld kl. 0.20. 23.00 Ellefufréttir. 23.15 Þingsjá. Umsjónarmaöur er Helgi Már Arthursson. 23.40 Dagskrárlok. ^STÖÐ 2 09.00 Línurnar í lag 09.15 Sjónvarpsmarkaöurinn 13.00 Vargur í véum (5:8) (Profit) (e) 13.45 Lög og regla (1:22) (Law and Order) (e) 14.30 Stjörnustriö (Star Wars Trilogy) (e) 15.15 Oprah Winfrey (e) 16.00 Maríanna fyrsta 16.25 Steinþursar 16.50 Meö afa 17.40 Sjónvarpsmarkaðurinn 18.00 Fréttir 18.05 Nágrannar 18.30 Stuttmyndadagar (3:7) 19.00 19 20 20.00 Bramwell (7:8) 21.00 Svínin þagna (Silence Of The Hams) Bandarisk gamanmynd frá 1994 þar sem gert er stólpagrín að spennutryll- um á borð við Lömbin þagna og Psycho. Hér segir af Jo Dee Foster, fulltrúa í al- rikislögreglunni, sem leitar aö geöveik- um raömorðingja. Vesalings Jo Dee veit ekki sitt rjúkandi ráð og leitar því góöra ráða hjá geðsjúkum glæpamanni að nafni doktor Dýri en sá hefur veriö orð- aður viö mannát. Aðalhlutverk: Dom DeLuise, Ezio Greggio, Billy Zane og Joanna Pacula. Leikstjóri: Ezio Greggio. 22.30 Kvöldfréttir 22.45 Lög og regla (2:22) (Law and Order) 23.35 Dómsdagur (Judgment Night) Fjórir ung- ir menn villast í Chicago og keyra inn í óhugnanlegan heim þar sem þeir verða bráð næturhrafnanna. Aöalhlutverk: Em- ilio Estevez. Leikstjóri: Stepen Hopkins. 1993. Stranglega bönnuö börnum. 01.25 Dagskrárlok • SÝN 17.00 Spítalalíf (MASH) 17.30 íþróttaviðburöir í Asíu (Asian sport show) íþróttaþáttur þar sem sýnt er frá fjölmörgum íþróttagreinum 18.00 Körfubolti um víöa veröld (Fiba Slam 2) 18.30 Taumlaus tónlist 20.00 Úrslitakeppni DHL-deildarinnar. Sjá kynningu. 21.20 Snjóflóöiö (Avalanche) Magnþrungin spennumynd frá leikstjóranum Paul Shapiro með David Hasselhoff, Michael Gross, Deanna Milligan og Myles Fergu- son í aðalhlutverkum. Flugvél hlekkist á í óbyggðunum og rekst á fjallshlíö. Af- leiðingarnar eru þær aö snjóflóð fer af staö og lendir á afskekktum fjallakofa. Þar innan dyra er einstæöur faöir ásamt tveimur börnum sínum sem nú eru kom- in i mikla hættu. Kofinn er við það að hrynja undan snjóþunganum og hver mínúta er dýrmæt. í þann mund sem þau eru að leggja af staö til byggða ber óvæntan gest aö garði. Þar er kominn maður sem slapp lífs af úr flugslysinu en aðstoö við hann kann að reynast fjöl- skyldunni hættulegri en sjálft snjóflóöið. 1994. Stranglega bönnuö börnum. 22.45 Ljósaskipti (e) (Servants of Twilight) Ógnvekjandi spennumynd um dreng sem trúarofstækishópur telur að sé djöfullinn og vilja myröa. Myndin er gerð eftir bók metsöluhöfundarins Deans R. Koonitz. Leikstjóri: Jeffrey Obrow. 1991. Stranglega bönnuö börnum. 00.20 Spítalalíf (e) (MASH) 00.45 Dagskrárlok (Q) RÍKISÚTVARPIÐ 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01 Daglegt mál 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veöurfregnir 12.50 Auðlind 12.57 Dánarfregnir og auglýsingar 13.05 Bókmenntaþátturinn Skáiaglamm. „Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma". Sigríöur Þorgeirsdóttir, Geir Svansson og Birna Bjarnadóttir fjalla um bók Guö- bergs Bergssonar. 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan, Lygarinn. 14.30 Miödegistónar 15.00 Fréttir 15.03 Þaö brennur! 15.53 Dagbók 16.00 Fréttir 16.05 Tónstiginn 17.00 Fréttir 17.03 Víösjá 18.00 Fréttir. Víösjá heldur áfram 18.30 Lesiö fyrir þjóöina: 18.45 Ljóö dagsins 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar og veðurfregnir 19.40 Morgunsaga barnanna endurflutt - 19.57 Tónlistarkvöld Útvarpsins 22.00 Fréttir 22.10 Veðurfregnir 22.15 Orö kvöldsins: 22.20 Hvaðan kemur gæskan? Hugleiðingar um skáldskap þýska skáldsins Gott- frieds Benn 23.10 Andrarímur 24.00 Fréttir BYLGJAN | RÁS 2 12.00 Hádegisfréttir frá fréttastofu Stöövar 2 og Bylgjunnar.. 12.10 Gullmolar Bylgjunnar í hádeginu. 13.00 íþróttafréttir. 13.10 Gulii Helga. Fréttir kl. 14.00, 15.00 og 16.00 16.00 Þjóðbrautin. Síödegisþáttur á Bylgjunni. Fréttir kl. 17-.00. 18.00 Gullmolar. 19.00 19 20. Samtengdar fréttir Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 isienski listinn. islenskur vinsældalisti þar sem kynnt eru 40 vinsælustu lög landsins. íslenski listinn er endurfluttur á laugardögum milli kl. 16.00 og 19.00. Kynnir er ívar Guðmundsson og framleiöandi er Þorsteinn Ásgeirsson. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. 12.00 Fréttayfirlit og veöur 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Hvítir máfar 14.03 Brot úr degi 16.00 Fréttir 16.05 Dagskrá: 17.00 Fréttir Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir 18.03 Þjóöarsálin . Síminn er 568 60 90. 19.00 Kvöldfréttlr 19.32 Milli steins og sleggju 20.00 iþróttarásin Landsleikur viö Kína. 22.00 Fréttir 22.10 Rokkþáttur 24.00 Fréttir LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2. 18.35- 1900.Útvarp Noröurlands.. 18.35-19.00 Út- varp Austurlands. 18.35-19.00 Svæðisútvarp Vestfjaröa.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.