Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Blaðsíða 6
18 - Fimmtudagur 3. apríl 1997 Jlagur-®íniímt MENNING OG LISTIR Gunnar Stefánsson skrifar Hugleikur: EMBÆTTISMANNA- HVÖRFIN. Feluleikur eftir Önnu K. Kristjánsdóttur, Ármann Guð- mundsson, Fríðu B. Andersen, Sigrúnu Óskarsdóttur, Sævar Sig- urgeirsson, Unni Guttormsdóttur, V. Kára Hciðdal og Þorgeir Tryggvason. Höfundar tónlistar: Ármann Guð- mundsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri: Jón St. Kristjánsson. Frumsýnt í Tjarnarbíói 26. mars. Hvernig á að meta áhuga- mannasýningar? Um það hef ég oft hugsað en fátt af því látið á prent, enda hef ég, af hagkvæmnisástæðum frekar en öðru, yfirleitt látið vera að skrifa um shkar sýningar. Aftur á móti má einatt sjá (lofsamleg- ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00 PREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson í kvöld, fimmtud. 3. apríl. Aukasýníng - Nokkur sæti laus Föstud. 11. apríl. kl. 20.30. Aukasýning 90 sýning, allra síðasta sinn KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams 5. sýn. á morgun föstud. 4. apríl. Uppselt. 6. sýn. sunnud. 6. apríl Uppselt. 7. sýn. fimmtud. 10. apríl Uppselt. 8. sýn. sunnud. 13. apríl Uppselt. 9. sýn. miðvikud. 16. apríl Nokkur sæti laus. 10. sýn. fimmtud. 24. apríl Nokkur sæti laus. VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Laugard. 5. apríl. Örfá sæti laus. Laugard. 12. apríl. LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Sunnud. 6. apríl kl. 14.00. Sunnud. 13. apríl kl. 14.00 Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Laugard. 5. apríl kl. 15.00 Laugard. 12. apríl kl. 20.30 Sunnud. 20. apríl kl. 20.30 föstud. 25. apríl kl. 20.30 Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðviku- degi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti síma- pöntunum frá kl. 10 virka daga. ar) umsagnir um áhugaleiksýn- ingar í blöðum, jafnvel heilar síður í þessu blaði um leikfélög á Norðurlandi. Vissulega eru leiksýningar af þessu tagi allrar athygli verðar, en þær á að meta á sínum eigin forsendum. Að þessu víkur Sveinn Einars- son í athyglisverðri grein í leik- skrá Hugleiks. Hann bendir á hið mikla sögulega gildi þessar- ar starfsemi í upphafi leiklistar á íslandi. Hér er sá jarðvegur sem atvinnuleiklist okkar er sprottin úr. En um leið hefur starfsemi áhugamanna sitt eigið gildi. í nýlegri leiklist- arsögu sinni varar Glynne Wickham við því þegar áhugamenn gerast fölir sporgöngu- menn atvinnu- manna, en þora ekki að fara sinna eigin ferða. Gagn- rýnendur leiða stundum áhugamenn, jafnt í félögum sem skólum, á villigötur með því að nota sömu lýsingar- orðin um frammistöðu þeirra og þegar um þrautreynda atvinnumenn er að ræða. Hér villast menn á tilgangi þessa starfs og rugla almenning í listrænu rími. Hið menningarlega gildi Freyvangs- leikhúsið Sýnum firna fyndinn gamanleik: „Meb vífib í lúkunum" eftir Ray Cooney Leikstjóri: Hákon Waage 17. sýning fimmtud. 3. apríl kl. 20.30 18. sýning föstud. 4. apríl kl. 20.30 19. sýning laugard. 5. apríl kl. 20.30 Nœstsídasta sýningarhelgi. Miðapantanir í síma 463 1195 milli kl. 18og20. Á öbrum tímum er hægt að panta í gegnum símsvara. áhugaleiklistarinnar er auðvit- að fyrst og fremst félagslegt. En þegar best tekst til, verður það gildi einnig menningarsögu- legt.“ Heimabruggið Sýningar Hugleiks hafa, eins og oft hefur verið bent á, óvenju- legt sjálfstætt gildi meðal áhugasýninga. Þarna er um heimabrugg að ræða, leiki sem hugleikararnir semja sjállir, einatt í formi skopstælingar á kunnum leiktegundum, ævin- týra- og þjóð- sagnaleikjum í þjóðlegri hefð eða spennu- leikjum, til dæmis. Stund- um líkist þetta mest revíum eða óperettum (lögin líka heimasmíðuð), og söngur og dans er einatt mikill þáttur í fjörinu. Svo er um Embættis- mannahvöríln sem er sá mjöður sem að þessu sinni er fram borinn í Tjarnarbíói. Þetta er eins- konar spennu- leikur í ævin- týrastíl. - Svo hefur borið við í Ráðhúsinu að embættismenn hafa horflð einn af öðrum með dularfullum hætti af fundahöld- um og ráðstefnum. Leiðarhnoð ævintýr- anna Ákveður nú embættismanna- ráðið að senda Friðþjóf til að leita, en sá maður er lágt settur og lítill fyrir sér að sjá, eins og Leikfélag Sauöárkróks frumsýnir: Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen í þýðingu Einars Benediktssonar í Bifröst 2. sýning föstud. 4.apríl kl. 21 3. sýning þriðjud. 8. apríl kl. 20.30 4. og síðasta sýning mið- vikud. 9. apríl kl. 20.30 Gestaleikari: Gunnar Eyjólfsson Leikstjórar: Gunnar Eyjólfsson og Einar Þorbergsson Miðapantanir í síma 453 6762 sýningar- dagana, kl. 10-12 fyrir hádegi Leikfélag Sauöárkróks yngsti sonurinn í kotinu jafnan er. Friðþjófur leitar fyrir sér á Korpúlfsstöðum en þaðan bár- ust fregnir um dularfullar mannaferðir og ljósagang. Hann fær varmar viðtökur af Korpu sem þar hefst við, en kemst í kynni við Júlíu, unga dóttur biskupshjóna sem þarna eru líka. Ekki er að orðlengja að á Korpúlfsstöðum er hinn lit- ríkasti söfnuður, þar á meðal hinn hjárænulegi sveitamaður Tryggvi, sonur Korpu, vesturís- lensk kona, Doris sem talar vesturíslensku sem nú er víst að deyja út, og svo slæðist þangað golfspilarinn Ægir sem kvæntur er einum hinna horfnu embættismanna, Petrínu. Að ógleymdri hinni dularfullu kvenmynd Píu sem birtist ann- að slagið og spilar á píanó. Hún er reyndar um sinn nærri búin að villa um fyrir hinum brjóst- umkennanlega sendimanni, Friðþjófi. En það er af Korpu að segja að hún ver garð sinn af mikilli hörku og sérstaklega er henni í nöp við menn frá mjólkursam- sölunni. En það var einmitt skipulag mjólkursölunnar á íjórða áratugnum sem varð til þess að kippa fótunum undan Korpúlfsstaðabúinu eins og minnt er á í leikskránni, - eins og líka er þar greinargerð Har- alds Bessasonar um vesturís- lensku. Þannig eru í þessu fróð- legar sögulegar skírskotanir. Femínískur litur sýnist mér er líka á verkinu, þar sem karl- peningur leiksins er mestan part í tjóðri kvennanna. - Ann- ars er ekki ástæða til að rekja gang leiksins frekar. Misvígur hópur Um þessa sýningu er svipað að segja og fyrri sýningar Hug- leiks. Það er eðli áhugasýninga að leikhópurinn er mjög misvíg- ur, frá góðum náttúrutalentum og niður úr. Með köflum rís sýningin ekki yfir „venjulegar“ áhugasýningar í hreinum og klárum viðvaningshætti. Dæmi um það er inngangsatriðið með fundi í embættismannaráðinu. Nokkuð lifnar yfir þegar komið er til Korpúlfsstaða, en þar mátti einnig sjá hallærisleg at- riði (biskupshjónin). En mestu lífi náði sýningin í söng- og dansatriðunum. Þá fékk sú upprunalega leikgleði sem er aðall sýninga af þessu tagi að springa út. Heildarbragur? Ég held að ekki fyrr hafi jafn- stór hópur verið skrifaður fyrir leikverki hjá Hugleiki og nú. Það er kannski skýringin á því að verkið virðist nokkuð köflótt. En varla er ástæða til að setja slíkt fyrir sig, því vel má hafa gaman af ýmsum einstökum at- riðum. Jón St. Kristjánsson hef- ur haldið utan um leikhópinn sem er fjölmennari en svo að hægt sé að nafngreina hvern og einn. Mest mæðir á Friðþjófi Sævars Sigurgeirssonar sem var hæfilega hjárænulegur. Korpa (Jónína Björgvinsdóttir) Tryggvi (Árni Friðriksson), Júlía (Sigríður Lára Sigurjónsdóttir) og Doris (Unnur Guttormsdótt- ir) sýndu líka öll góða takta í sínum hlutverkum. Það er varla þörf á að fara enn einu sinni að hvetja Hug- leik til dáða. Hann er á fimmtán árum með sínu sérstaka fram- lagi búinn að vinna sér sess í menningarlífi Reykjavíkur sem hann mun varla hrekjast úr héðan af. „Ég held að ekki fyrr hafi jafnstór hópur verið skrif- aður fyrir leik- verki hja Hugleiki og nú. Það er kannski skýringin a því að verkið virðist nokkuð köflótt. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.