Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. apríl 1997 -15
» í LANDINU
Kaupmaðurinn við
kassann.
■; •;:.
lÍCÉí
TTtg l
; • <.■ Æ , llll
Verslunarlífíð á Kópaskeri
„Fólk man þá tíma
þegar engin verslun
var starfrækt á
staðnum“
Aðeins í verkföllum kynnast
höfuðborgarbúar þeirri „ein-
stöku“ tilfinningu að eiga ekki í
neina verslun að venda eftir
varningi, eða í það minnsta
brýnustu nauðþurftum. En það
þarf ekki verkföll til á ýmsum
smærri stöðum úti á landi. T.d.
á Kópaskeri, þar sem fyrir
nokkrum árum var engin versl-
un starfrækt í nokkra mánuði.
Kaupfélag Norður-Pingey-
inga rak verslun á Kópaskeri
um áratugaskeið, en þegar
reksturinn sigldi í strand tók
Kaupfélag Þingeyinga matvöru-
verslunina upp á sína arma og í
framhaldi af því einstaklingar
sem komu úr Reykjavík. Þeir
hurfu einnig á brott innan tíðar
og þá var engin verslun á Kópa-
skeri um skeið og voru þá
margar kaupstaðarferðir farnar
til aðfanga úr héraði.
í kjallaranum
í júní 1993 tóku þeir bræður og
bændur Gunnar og Björn Vík-
ingur Björnssynir frá Sandfells-
haga og fjölskyldur þeirra við
verslunarrekstri á Kópaskeri og
hafa síðan starfrækt af myndar-
skap verslunina Bakka í fyrrum
húsnæði kaupfélagsverslunar-
innar. Dagur-Tíminn leit inn í
Bakka á ferð um Kópasker fyrir
skömmu og hitti Gunnar
Björnsson að máli. Kjallarar
gamalla verslana eru Aladíns-
hellar í augum blaðamanns og
hann krafðist þess að fá að
kíkja niður. Og varð ekki fyrir
vonbrigðum, þarna voru kassar
með gömlum skóm sem voru
svo gamlir að þeir eru aftur
komnir í vælandi tísku og seld-
ust ugglaust eins og volgir
klattar ef til sölu væru. Þarna
voru klassísk olíulampaglös og
handvirk ljósritunarvél frá upp-
hafi ljósritunaraldar og minnti
helst á hugmyndir manna um
tímavél H.G. Wells. Og þarna
voru nokkrir kassar fullir af
þeirri merku bók Sögu Kaupfé-
lags-Norður-Þingeyinga með
myndum af öllum starfsmönn-
um félagsins frá upphafi, og
mátti þar m.a. sjá afa og ömmu
og pabba núverandi verslunar-
eigenda.
Bændur í bisness
Úr kjallaranum í kaffið og kjaft-
æðið. Og við spurðum Gunnar
hvernig gengi að reka fjöl-
breytta matvöruverslun á
Kópaskeri í samkeppni við vold-
uga nágranna á Húsavík og Ak-
ureyri.
„Þetta er auðvitað alltaf bar-
átta. Og við getum alls ekki
keppt við Akureyri í verðlagi og
eigum erfitt uppdráttar gagn-
vart Húsavík líka. En við reyn-
um bara að þjóna viðskiptavin-
um okkar því betur og teljum
okkur vera á réttri leið. Við er-
um að auka hlutdeild okkar í
versluninni og auka veltuna,
sem staðfestir að við erum á
réttri braut.
Fólk hér á Kóapskeri man þá
tíma þegar engin verslun var
starfrækt hér og það kann að
meta það sem við erum að gera
og ég held við njótum velvildar
íbúa hér í Öxarfirði."
Gunnar segir að auðvitað
haldi menn áfram að gera tölu-
verð innkaup á Húsavík og Ak-
ureyri. Og aðspurður tekur
hann undir þá skoðum að Öx-
firðingar sæki meira til Akur-
eyrar en Keldhverfingar meira
til Húsavíkur. „Og þetta skil ég
mæta vel,“ sógir hann og glottir
en neitar að útskýra sneiðina
nánar.
Að ná ferðamönnum
austur fyrir Ásbyrgi
Hann segir að s.l. sumar hafi
verslun ferðamanna verið
óvenju mikil en sumarið 1995
hefði verið steindautt. „Við
leggjum mikla áherslu á að ná
ferðafólki austur fyrir Ásbyrgi,
en þar hættir því til að stoppa
og fara ekki lengra, og það
virðist hafa tekist nokkuð vel í
fyrrasumar."
En hvernig eru horfurnar
framundan, eru blikur á lofti?
„Það má kannski segja að
það séu alltaf blikur á lofti í
svona rekstri. En ég held að
horfurnar séu þolanlegar. Það
er næga atvinnu að hafa og
frekar skortur á fólki en hitt,
með tilkomu fyrirtækja eins og
Silfurstjörnunnar og Fjalla-
lambs, og þetta er auðvitað já-
kvætt fyrir verslunina. Reyndar
hefur leigusamningi við okkur
verið sagt upp. Samvinnusjóður
íslands á húsnæðið og Lands-
bankinn fer með mál sjóðsins.
Við höfum gert kauptilboð í
húsnæðið og ég held það verði
ofan á að við kaupum það,“
sagði Gunnar Björnsson, sem
stundar búskap með verslun-
arrekstrinum eða verslunar-
rekstur með búskapnum og
hefur í nógu að snúast.
Klukkan er að verða eitt og
tími til kominn að opna Bakka
fyrir viðskiptavinum. Og Gunn-
ar þarf einnig að svara í sím-
ann og greinilega einhver
hestakaupmaður á línunni, því
verslunarstjórinn biður hann að
gera tilboð í merina og lofar að
setja ekki strikamerkingar á
klárinn. „Bjóddu tvær milljónir
og ég skal skoða málið," segir
hann og hlær, skellir á og
hleypur svo fram í búð til að
opna. js