Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Blaðsíða 4
16 - Fimmtudagur 3. apríl 1997 jOitgur-Œaumn UMBUÐALAUST Guð býr ekki í hljóðkerfum Hlín Agnarsdóttir skrifar S g fór í fermingarmessu um páskana í kirkju séra Hallgríms. Fylgdist þar með einum tug ungmenna sem játuðu trú sína fyrir framan alt- arið, krupu á kné fyrir framan presta sína og voru blessuð: Vertu trúr allt til dauða og Guð mun veita þér lífsins kórónu. Lágvaxnir piltar og hávaxnar stúlkur, reyndar á afar hávöxn- um skóm, sem nú eru í tísku, nokkurs konar stultur og fíla- fætur. Átti bágt með mig þegar óg sá þessar bomsur kíkja mjög áberandi undan fermingar- kyrtlinum, sérstaklega þar sem ofurgrannir unglingaökklar voru annars vegar. Hugsaði: guð býr í tískunni amma. Hann býr líka í svip stoltra foreldra sem sátu ásamt öðrum prúð- búnum börnum sínum, ömmum og öfum á kirkjubekkjunum. Hann býr í blossum og mynda- vélum sem skapa ævarandi minningar um þessa stund og hann býr í fermingarveislunum sem bíða út um allan bæ fullar af nammi guðs. Þegar guð klikkar Ég tók þátt í messunni, söng sálmana og velti því fyrir mér hvers vegna ég sé ekki í kirkju- kór, því mér skilst á sumum læknum sem vilja ráða konum heilt, að fyrir utan sönginn sé félagsskapurinn svo góður í kirkjukórum og svo er Mótettu- kórinn hans Harðar einn sá besti í bænum og ég sem er með svo góða rödd. Ég stóð upp og settist niður eins og skipað er fyrir í prógramminu og ég reyndi með góðum vilja að meðtaka boðskap séra Karls Sigurbjörnssonar til ferming- arbarnanna, sem ég er eigin- lega viss um að hafi verið mjög athyglisverður og áhugaverður. En þar klikkaði samt guð. Því guð býr greinilega ekki í hljóð- kerfi Hallgrímskirkju, hann vill ekki láta flytja sig gegnum hljóðnema í þessari voldugu byggingu. Hann gerði okkur grikk og þegar eyrun námu ekki lengur orð séra Karls þá fór hugurinn á kreik og flaug upp um allar þessar múrahvelf- ingar og ég fór að hugsa, hvað er kirkja? Ef kirkjan er lifandi þá er hún það afl sem maður vill hlusta á, gagnkvæm sam- skipti prests og safnaðar, rétt eins og í leikhúsinu þar sem gagnkvæm samskipti leikara og áhorfenda ættu (þegar best læt- urj að eiga sér stað. Kirkjan er ekki bara bygging, ekkert frek- ar en leikhús er bara bygging. í kirkjunni þarf að ríkja gleði og ánægja, trú á lífið og tilgang þess. Ef við kynnum að hlusta Við getum svosem byggt og byggt yfir þennan tilgang okkar, en ef ekki heyrist mælt mál í ” Sektír og fange lsi fyrir kvótasvik" I /?ssAf&r/ rr po/e&a/z /Mz&c/Æ. Pú ttr //err/MA' //#&? SEl r 7T/IL(//M Sl/r/M/f/, fit/ //£&?//? /?///Y/9ZS SEr/£> /A/A/ //ÓM4 ' öllum þessum byggingum og ekkert samband myndast milli manna, til hvers erum við þá saman? Eyru mín námu eitt það mikilvægasta sem séra Karl sagði, sem fjallaði einmitt um það að heyra og hlusta, hlusta á hvert annað. Ó, hvað heimurinn væri öðruvísi ef við bara kynn- um að hlusta á hvert annað, í pólitík, kjaramálum, stríðum, hvers vegna eru stríð ... svo heyrði ég ekki meir. Röddin hoppaði og skoppaði út um alla kirkju eins og bolti, kom stund- um til baka og þá greip maður eitt og eitt orð á stangli og beitti eyranu með erfiðismunum í þeirri von að ná, heyra og hlusta á guðs orð. En, nei, allt kom fyrir ekki. Þegar loks kom að trúarjátningunni var ég hætt að trúa. Ekki á guð, heldur þessa athöfn af tæknilegum ástæðum. En þá var mér hugs- að til orða Páls sem sagði að kærleikurinn umbæri allt og ég væri engu bættari á þessari stundu hefði ég ekki kærleika. Svo ég hætti að láta hljóðkerfi Hallgrímskirkju eyðileggja fyrir mér þessa stund, sat bara prúð og stillt og hugsaði um öll vandamál kirkjunnar og hvað það væri nú sniðugt ef kirkjan gæti oftar látið í sér heyra, þannig að mann þyrsti í að hlusta og taka þátt. En það þarf svo mikið til. Rétt eins og í leik- húsinu. í Hallgrímskirkju þurfa hljóðmeistarar að setjast á hljóðstefnu og fá guð í lið með sér. GARRI Dans, söngur, húmor Meðal gárunga sem ekki taka sig of há- tíðlega í trúar- bragðafræðum í Norður- Ameríku þykir fyndið að spyrja hvers vegna mennon- ítar vilji ekki að pör hafi kynmök standandi? Það er vegna þess að það gæti leitt til þess að fólk fari að dansa! Bann við dansi er vel þekkt hjá þeim sem telja sig gjarnan vera sérlega þókn- anlega almættinu. Þeir vita sem er að Guð hefur ekki áhuga á dansi. Islenska þjóð- kirkjan hefur hins vegar tek- ið þann pól í hæðina að am- ast ekki mikið við dansi, ekki svona almennt. Eftir vandræða atvik að Hruna hefur hins veg- ar um langt skeið ríkt al- menn sátt um að vera ekki mikið að dansa í kirkjum. Umburðarlyndið gagnvart dansinum hefur því náð að kirkjutröppunum í hinni íslensku lútersku. En framþróunin í kirkjunni er mikil og þó sátt ríki um að halda dansinum utan við kirkjurnar þá koma upp önnur álitamál sem taka þarf afstöðu tU. Slagurinn um sönginn Allt síðastliðið ár barðist kirkjan og kirkjunnar menn um hvort og hversu mikill hlutur söngsins ætti að vera í kirkjunum. Þessi deila kristallaðist í átökum milh organista og klerks í Lang- holti og tók á sig ýmsar myndir, m.a. sönglausar messur og messulausan sálmasöng. Ýmsir voru þeirrar skoðunar að þessi átök um sönginn væru til þess fallin að leggja þjóð- kirkjuna í rúst og grafa undan henni undirstöðurn- ar þannig að í næstu stór- rigningum færi fyrir henni eins og húsinu sem byggt var á sandi. Svo fór þó ekki og eftir því sem Garri kemst næst þá sigraði söngurinn söngleysið, en sönglausi presturinn mun nú messa á internetinu, enda hjörð hans dreifð um alla Evrópu. Nýjasta átakaefnið, og það sem væntanlega mun einkenna yfirstandandi kirkjuár, lýtur þó hvorki að dansi eða söng. Nú er spurt hvort Guð hafi húmor. Al- mennt virðast prestar vera þeirrar skoðunar að Spaug- stofan hafi ekki verið fyndin s.l. laugardag þegar þeir töl- uðu um að blindir fengju Sýn (sjón- varpsstöð) og höfðu ýmis gamanmál um atburði úr Biblíunni. Þeir tala um guð- last og að brandarar séu Guði ekki þóknanlegir. Hins vegar er greinilegt að menn innan kirkjunnar eru tilbúnir til að skipa sér í fylkingar um það hvernig eigi að bregðast við þessari fyndni Spaug- stofunnar þannig að von er á líflegum umræðum. Sumir vilja banna og ávíta, saman- ber athugasemdir biskups, en aðrir virðast helst vilja leysa málið í kyrrþey. Rót vandans Garri er þeirrar skoðunar að þetta síðasta álitamál í kirkjulegri umræðu sé í raun í beinu framhaldi af því umburðarlyndi sem þeg- ar er komið fram. Kirkjan umbar dansinn, hún hefur nú heimilað söng inni í kirkjum og þá er aðeins rökrétt að sóknarbörnin gangi á lagið og vilji húmor- inn líka. Vilji menn koma í veg fyrir „guðlast" af því tagi sem fram fór í Spaugs- stofunni sl. laugardag þá ættu menn að vega að rót- um vandans og banna líka bæði dans og söng. Garri.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.