Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 2
2 - Þriðjudagur 15. apríl 1997 fOagurÁEítmirat Heiti Potturinn Flugmálaáætlun er til um- ræðu á Alþingi og í pott- inum var verið að segja frá umræðum á kaffistofunni um þessa framkvæmd. Þá kom fram sú skýring frá ónefnd- um þingmanni að Halldóri Blöndal hafi verið sagt að það væri ekki hægt að lengja flugvöllinn nema setja á hann beygju og frekar en ekkert hafi ráðherrann látið breikka völlinn. Jón Kristjánsson var þarna að fá sér kaffi og orti að bragði í orðastað Halldórs Blöndal: Ekki neinn skeður er skaðinn það skerðist ei framkvæmdahraðinn. Ég línuna tók, og legg ekki krók, en breikka hann bara ístaðinn. Mikill feginleiki braust út á ritstjórn Dags-Tím- ans þegar KA náði bikarnum á laugardag. Ekki er nóg með að flestir starfsmenn séu stuðningsmenn, heldur var klínt á blaðið í heitri grein í vetur að slakt gengi liðsins um hríð væri því að kenna. Nýja blaðið væri ekki jafn hollt og gamla Dags- útgáfan fyrir KA. Vaxandi gengi KA hefur vakið mikla gleði á blaðinu og nú spyrja menn nokkuð roggnir: Hverju reið- ast goðin nú? Mikið pat varð í Reykja- vík á laugardag þegar smáborgarar og aðrir sem annt er um að vera „inni“ uppgötvuðu að þeir höfðu reiknað tískusýninguna í Flugskýlinu rangt. Flestir höfðu ætlað þetta prump og ekki staðfest komu, en þegar tók að kvisast hvað væri í gangi tóku menn óspart upp símann til að boða komu sína. Tæplega 200 VIP (very important persons) náðu að komast inn. Sjá frásögn á bls. 15. F R É T T I R Gríðarlegar undirtektir hafa verið við fatasöfnun Hjálparstofnunarinnar. Tekið verður áfram við fötum miili kl. 12 og 16 virka daga í Súðarvogi 1, Reykjavík og í Glerárkirkju á Akureyri þar sem þessi mynd var tekin. Ásta Hrönn Björgvinsdóttir, starfsmaður Hjálparstofnunarinnar, sést hér halda á góðum gjöfum frá góðhjörtuðum Akureyr- Íngum. Mynd GS Skemmur og gámar yfirfyllast af fötum Söfnun heldur áfram út apríl. Tugir þúsunda flóttamanna í Evrópu og Afríku munu eftir nokkrar vikur klæðast fatnaði, sem íslendingar hafa gefið til Hjálparstofnunar ldrkj- unnar. Fatasöfnun til bágstaddra í heiminum fór fram úr öllum vonum um helgina. Örtröð var á söfnunarstöðum sem auglýstir voru á fjórum stöðum á landinu. En reyndin varð sú að miklu víð- ar var safnað. Menn tóku sig til og byrjuðu söfnun á eigin vegum og sendu suður til Reykjavíkur stórar fatasendingar. Söfnun heldur áfram út mánuðinn. Konur í Mývatnssveit töldu ófært að vera ekki á landakort- inu í söfnuninni. Þær hófu að safna um helgina og voru í gær að senda stóra sendingu suður. Kvenfélagið á Selfossi og Selfoss- kirkja tóku höndum saman og settu á eigin vegum upp mót- tökustöð fyrir notaðan en heilan fatnað og skó. Viðbrögðin voru grfðarlega góð, stór sendiferða- bíll var væntanlegur í dag til Reykjavíkur með varninginn. Víðar komu menn til hjálpar Hjálparstofnun kirkjunnar og tóku til að safna að eigin frum- kvæði. Meðal annars í Stykkis- hólmi þar sem Vöruflutninga- miðstöðin tók við fatnaði og flyt- ur hann frítt til Reykjavíkur. í Súðarvogi í Reykjavík fylltist stór skemma um helgina, og bú- ið að fá aðra í næsta nágrenni. Á Akureyri safnaðist ótrúlegt magn af fatnaði og allt að yfir- fyllast þar, íjórir 20 feta gámar, hvorki meira né minna. Páll Stefánsson og Anna Ól- afsdóttir hjá Hjálparstofnuninni sögðu í gær að á sumardaginn fyrsta yrði leitað ásjár lands- manna við að koma fötunum á áfangastað. Gíróseðlar verða sendir til 50 þúsund heimila þar sem óskað er eftir aðstoð við að koma fötunum á áfangastaðina. Framlagið kann líka að verða til þess að kaupa megi hreinlætis- vörur, orkukex og skólapakka til handa flóttafólkinu sem býr við ömurleg kjör. -JBP Vestmannaeyjar Allt ótryggt Einbýhshús við Skólaveg í Vestmannaeyjum gjöreyði- lagðist í eldi í Eyjum í morgun- sárið á laugardaginn. Eigandinn vaknaði við reykskynjara í hús- inu en tókst ekki að brjóta gler í svefnherberginu sem er á efri hæð til að komast út. Lögreglu- þjónn á frívakt, sem var á morg- unskokki, varð eldsins var. Hann, ásamt lögregluþjóni sem var að koma af vakt, fann stiga fyrir til- viljun við húsið og tókst að brjóta rúðuna og bjarga manninum úr brennandi húsinu við illan leik. Talið er að kviknað hafi í út frá sjónvarpi. Allt innanstokks er ónýtt og var allt ótryggt. ÞoGu ísafjörður Átta teknir Lögreglan á ísafirði gerði tals- vert magn fíkniefna upptækt þegar leit var gerð í húsi í bæn- um á laugardag. Alls fundust um 130 grömm af hassi, 11 grömm af amfetamíni, tæplega 7 grömm af maríjuana og um 100 kanna- bisplöntur voru í ræktun í húsinu undir þar til gerðum gróður- lömpum. Óskað var eftir gæsluvarð- haldsúrskurði yfir einum hinna handteknu en því var hafnað og var öllum sleppt á sunnudag. At- hygli vakti að einn hinna hand- teknu var 72 ára gamall. Hafnarfjörður Sjópróf enn óákveðin Sjópróf vegna Hauks SF, 17 tonna eikarbáts, sem fórst suður af Hornarfirði á föstudags- kvöld, hafa enn ekki verið ákveðin. Báturinn sökk rétt eftir að þriðji og síðsti áhafnarmeð- limur komst í gúmmíbjörgunar- bát. Skipverjar á Ilafborgu SF sem var í um 4ra mflna ijarlægð heyrðu neyðarkall og komu skip- brotsmönnunum til bjargar. FRÉTTAVIÐTALIÐ Of hægt farið í sameiningarmálum Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka Menn fara sér of hœgt í samein- ingunni d vinstri vœng stjórnmál- anna, að mati formanns Þjóð- vaka. Ekki sjálfgejið að Jóhanna fari fram fyrir Alþýðuflokkinn, ef ekkert verður úr samjylkingunni. „Ef svo slysalega tekst til að ekkert verði úr sameiginlegu framboði félags- hyggjuflokkanna, er lang líklegast að ég mæh með því að Þjóðvaki bjóði fram aftur. Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni og þá yrði ég bara að vega það og meta, eftir því hvernig málin þróast á kjörtímabilinu. En það er langt því frá sjálfgefið að ég gangi til Iiðs við Alþýðuflokkinn." - Þú sagðir í viðtali við Útvarpið um helgina, að það gœti allt eins verið að þú gengir til liðs við Alþýðubandalag- ið. Hvers vegna? „Það hafa orðið verulega jákvæðar breytingar á flokknum undir stjórn Margrétar Frímannsdóttur, en það sem hefur vantað er helst að hún hafi fylgt þeim nægjanlega eftir og að hún hafi tekið af skarið í þessum sameiningar- málum. En það er lykilatriði í mínum huga hversu mikil alvara flokknum hefur verið í sameiningarmálunum. Ég geng ekki til liðs við Alþýðubandalagið ef það liggur fyrir að það hafi staðið í veginum." - Þið hafið þrýst mjög á Kvenna- listakonur að ganga til liðs við þing- flokk Jafnaðarmanna, ekki rétt? „Jú og mér finnst Kvennalistinn deigur að þora ekki að taka áhættuna og þess vegna eru þær í þessari tilvist- arkreppu. I þeirra sporum myndi ég Iáta slag standa og prófa að ganga til liðs við þingflokk Jafnaðarmanna. Fyr- ir því eru mörg og gild rök, m.a. þau að þá yrðu konur í meirihluta í þing- flokknum í haust í fyrsta sinn í stjórn- málasögunni." - Er komið eitthvert örvœntingar- hljóð í sameiningarumrœðuna? „Undanfarnar vikur hefur verið nokkur biðstaða eða bakslag í þessu öllu saman. Mér finnst menn ekki átta sig nægjanlega vel á því að stundaglas- ið er að falla á okkur. Ef menn hafa ekki hreyft sig meira eða rætt af alvöru um pólitíkina í þessu, þá standa þeir frammi fyrir því í haust að farið verður að huga að sveitarstjórnarkosningum og sameining á landsvísu fer þá í ákveðna biðstöðu. Þegar menn svo taka málið upp aftur eftir sveitar- stjórnarkosningar að ári, er mjög lítill tími til stefnu fram að þingkosningum. Þess vegna vil ég að menn fari að ræða pólitíkina í þessu af alvöru. Menn eru alltaf að ræða það sem sameinar, en fara ekki í það sem ágreiningur er um eða hvernig við viljum formfesta þessa sameiningu. Menn koma sér alltaf hjá því að ræða það. Síðan á það við um báða A-flokkana að þegar þeir fá sjálf- ir byr í skoðanakönnunum, þá verða þeir sjálfumglaðir og segja „Nú get ég-“ - Yrði það ekki algjört rothögg á þessa sameiningarumræðu alla, ef ekki tekst að fylkja flokkunum saman í nœstu kosningum? „Jú og niðurlæging fyrir flokkana. Þeir eru allir búnir að tala um þetta árum saman. Og flokkur eða flokkar sem verða uppvísir að því að standa í vegi fyrir sameiningu munu gjalda þess í næstu kosningum.“ -vj

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.