Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 7
 Þriðjudagur 15. apríl 1997 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR ísrael Benjamin Netanyahu: Reynir að friða Palestínumenn. Framkvæmdastjóri óskast Um er að ræða hlutastarf. Einnig vantar afgreiðslufólk í vaktavinnu. Skriflegar umsóknir leggist inn á afgreiðslu B.S.O. ehf. fyrir 22. apríl. Bifreiðastöð Oddeyrar, Akureyri. LANDGRÆÐSLA Á TÍMAMÓTUM Ráðstefna í tilefni af 90 ára afmæli Landgræðslu ríkisins og til kynningar á nýrri landgræðsluáætlun Þriggja ára frestur Forsætisráðherra ísraels segir að fyrstu nýbyggingarnar í Jerúsalem muni ekki rísa fyrr en um aldamót. Fyrstu íbúðarhúsin, sem Israelsmenn hafa sam- þykkt að verði reist fyrir Japan Hver var að tala um krabbamein? Tölurnar tala sínu máli. Að meðaltali virðast þeir Jap- anir, sem urðu fyrir geislavirkni í kjarnorkuárásum Bandaríkja- manna, ætla að Ufa lengur en jafnaldrar þeirra sem ekki lentu í þeim hremmingum. Að vísu gilda þessar tölur ekki um þá sem staddir voru næst miðpunkti sprengjanna og urðu fyrir mestu geislavirkn- inni, enda hafa þeir látist í stór- um stíl af völdum krabbameins, heldur einungis þá sem voru í nokkurri fjarlægð - en fengu engu að síður nokkurt magn af geislavirkni. Eftir því sem íjarlægðin verð- ur meiri frá miðpunkti sprengj- unnar þá lækkar dánartíðnin þangað til hún fer niður fyrir meðal dánartíðni í Japan. Þetta gengur þvert á það almenna álit að geislavirkni, jafnvel í afar litlum mæli, sé mjög krabba- meinsvaldandi og fátt sé í raun hættulegra heilsu fólks. Reyndar hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til þess að útskýra þetta, en engu að síður er vax- andi umræða um það hvort þessar tölur bendi til þess að geislavirkni í litlum mæli sé e.t.v. ekki jafn hættuleg og talið hefur verið. Japanir eru þarna ekki eins- dæmi. Svipaðar tölur eru til um aðra hópá sem orðið hafa fyrir geislavirkni í litlum mæli, ekki síst frá Bandaríkjunum. Krabbameinstíðni meðal þess- ara hópa er ekki hærri en al- mennt í þjóðfélaginu, og svo undarlegt sem það er: stundum jafnvel lægri. gyðinga í austurhluta Jerúsal- em, verða ekki byggð fyrr en að þrem árum liðnum, að sögn Benjamins Netanyahu forsætis- ráðherra. Teliu- hann að þetta ætti að gefa ísraelsmönnum og Palestínumönnum nægilega langan frest til þess að semja um endanlega friðarskilmála áður en hinar umdeildu bygg- ingarframkvæmdir hefjast. Þrátt fyrir það sagði Net- anyahu að áfram yrði haldið framkvæmdum við vegagerð og við að slétta úr jarðvegi til und- irbúnings sjálfum byggingar- framkvæmdunum. Með því að segja að húsbyggingarnar hefj- ist ekki fyrr en árið 2000 virðist sem Netanyahu sé ekki síst að freista þess að bjóða Jasser Arafat upp á leið til þess að fallast á framkvæmdirnar án þess að stofna stöðu sinni í hættu meðal Palestínumanna og annarra Araba. Undirbúningsframkvæmdun- um miðar að sögn injög hratt og ætti þeim að geta verið lokið eft- ir um hálft ár. Þá verður í sjálfu sér því ekkert til fyrirstöðu að framkvæmdir við byggingarnar sjálfar hefjist. Þegar fyrstu undirbúnings- framkvæmdirnar hófust í síð- asta mánuði brutust út átök sem stofnuðu friðarferlinu í hættu. Palestínumenn hættu þátttöku í öryggissamvinnu með ísrael, auk þess sem öllum samningaviðræðum var hætt. Aðalfundur Aðalfundur Krýsuvíkursamtakanna verður haldinn mánudaginn 21. apríl kl. 20 í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi, 2. hæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Allir félagar Krýsuvíkursamtakanna eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Vinafundur eldri borgara verður í Glerárkirkju n.k. fimmtud. 17. apríl, kl. 15. Gestur fundarins veröur Jónína Elísabet Þorsteinsdóttir, guöfræöingur, og kynnir hún námskeiðið „Gullnu árin“. Barnakór Glerárkirkju syngur. Upplestur og kaffiveitingar. Sóknarprestur. Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir: Setning 1Q.Q0 Ávarp • Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri 10:10 Ávarp • Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson 10:20 Ávarp • Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra II Landgræðslustarfið 10:30 Landgræðsla í 90 ár • Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri III Astand landsins 10:50 Gróðurfar og landkostir fyrr og nú • Hörður Kristinsson, Náttúrufræðistofnun 11:10 Jarðvegsnof á íslandi • Ólafur Amalds, Rannsóknastofnun landbúnaðarins 11:40 Ástand og uppbygging vistkerfa • Ása L. Aradóttir, Skógrækt ríkisins 12:00 Fyrirspurnir og umræöur 12:10 Matarhlé IV Ný landgræösluáætlun 13-00 Markmið. leiðir og helstu verketni • Sveinn Runólfsson, landgræóslustjori 13:25 Rannsóknir og þróun í landgræðslu • Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 13:40 Upplýsingaöflun og áætlanagerð • Sigmar Metúsalemsson, Landgræðsla rikisins 13:55 Tengdviðalmenning*GuðtúnLáraPálmadótl)r,LandgraBðslarfl<isins 14:10 Lar«iTýtingoglarxtxiterxUr»BjarriMaionsson,Landgiæðslarikisins 14:25 Fyrirspurnir og umræður 15:00 Kaffihlé 15'20 Undirskrift yfiriýsingar um.uppgræðsluátak Akureyrarbæjar, Landgræðslunnar og OLIS áGlerárdal 15:30 Bændur • Böðvar Jónsson, Gautlöndum 15:40 Skólamir og æskan • Þorvaldur Öm Ámason, Fjölbrautaskóli Suðumesja 15:50 Áhugafólk • Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi VI Sjálfbær þróun 16:00 Alþjóðleg viðhorf-hvað gera aðrar þjóðir? • Ketill Sigurjónsson, Landgræðsla rikisins 16:15 Vemdun landkosta-siðfenðileg viðhorf «Andrés Amalds, Landgræðsla rikisins 16:35 Fyrirspurnir og umræður 17:00 Ráðstefnuslit • Björn Sigurbjörnsson, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu Móttaka í boði landbúnaðarráðherra. Ráðstefnustjórar: Haraldur Bessason, fynv. rektor Háskólans á Akureyri Sigurveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi íslandsbanka Aðgangur er ókeypis og öllum er heimil þátttaka Skráning í síma 462 7733 LANDGRÆÐSLAN Landbúnaðarráðuneytið Háskólinn á Akureyri

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.