Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 12
J. KARFA • Lokahóf KKÍ Alfreðs gegn landsliðinu? Líklegt er að komið verði á leik á milli íslandsmeistara KA og íslenska landsliðsins í handknatt- leik. Leikurinn yrði í KA-heimil- inu og hvorttveggja liðiu- í undir- búningi landsliðsins fyrir HM og kveðjuleikur fyrir Aifreð Gísla- son, þjálfara KA-liðsins. „Það var orðað við mig fyrir norðan hvort af þessu gæti orðið. Málið er enn á byrjunarstigi, en það væri gaman ef af þessu getur orðið. Leikurinn yrði þá settur á x lok næstu viku en þá eru allir leikmennirnir komnir heim nema Dagur (Sigurðsson) og Ólafur (Stefánsson). Þá vonast ég til að fá Patrek lausan," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, sem tilkynnir nítján manna æfinga- hóp sinn fyrir HM á blaðamanna- fundi á morgun. Þýskaland Fer Róbert frá SchuttervaM? Allar líkur eru á því að lið Ró- berts Sighvatssonar, Schutt- ervald, kveðji þýsku 1. deildina eftir tap um síðustu helgi gegn Grossvaldstadt, 29:24. Schutter- vald er með 16 stig í deildinni, þegar tveimur umferðum er ólokið. Róbert, sem skoraði ijögur mörk í leiknum, mun líklega færa sig um set til annars liðs í Þýskalandi ef lið hans fellur nið- ur í 2. deildina, en hann er með klásúlu í samningi sínum um að hann sé frjáls ferða sinna ef liðið fellur. Patrekur Jóhannesson skoraði tvö marka Tusem Essen, sem sigraði Magdeburg 28:21. Pat- rekur skoraði tvö mörk í leikn- um, en hornamenn Essen voru mjög atkvæðamiklir í hraðaupp- hlaupum. Wupperthal sigraði Wupperthal sigraði Dus- seldorf með tveggja marka mun á útivelli í 2. deildinni og það eru góðar fréttir fyrir undirbúning ís- lenska landsliðsins. Allt bend- ir til að liðið nái efsta sætinu og vinni sér beint sæti í 1. deildinni. Liðið sem hafnar í öðru sæti þarf að taka þátt í aukakeppni um sætið í 1. deildinni. IIB Þýskaland/fe Jlagur-CDtmtmt Veðrið ídag Þriðjudagur 15. apríl 1997 Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Áfram sama góða vorveðrið. Suðvestanátt, gola eða kaldi og sums staðar stinningskaldi. Skýjað og víða súld suðvestan- og vestanlands en bjartviðri um landið austanvert. Og áfram óvenju hlýtt í veðri. Guðbjörg Norðfjörð og Hermann Hauksson, sem bæði leika með KR, voru valin bestu ieikmenn íslandsmótsins á lokahófi KKÍ síðastliðið föstudagskvöld. Mynd: Harí. Þauerubest! Körfuknattleiksmenn héldu uppskeruhátíð sína á Ilótel íslandi síðast lið- ið föstudagskvöld. Hátíðin fór fram með hefðbundnum hætti, skemmtiatriðum og verðlauna- afhendingum, nema hvað dóm- ararrnr tróðu ekki upp að þessu sinni. KR-ingar fóru ekki tómhentir heim. Þeir áttu besta leikmann, bæði í DHL-deildinni og 1. deild kvenna. Hermann Hauksson, fyrirliði KR, var valinn besti leikmaður DHL-deildarinnar og Guðbjörg Norðfjörö var valin besta körfuboltakonan á keppn- istímabilinu. Efnilegasti leik- maður DHL-deildarinnar var miðherjinn sterki hjá KFÍ, Frið- rik Stefánsson, og kemur það val varla nokkrum á óvart. í 1. deild kvenna var Þórunn Bjarnadóttir úr ÍR valin sú efni- legasta. Frákastakóngur DHL- deildarinnar varð Þórsarinn Fred Williams. Ilann tók 16,1 frákast að meðaltali í leik og hann var einnig með flest varin skot í DHL-deildinni, 2,7 skot að meðaltali í leik. Linda Stef- ánsdóttir úr KR var með flesta stolna bolta í 1. deild kvenna, hvorki fleiri né færri en 5,7 þjófnaðir hjá henni í leik. Helgi Jónas Guðfinnsson úr Grindavík var þjófur ársins í DHL-deild- inni og stal 3,7 boltum að með- altali í hverjum leik. Fred Willi- ams varð stighæsti leikmaður- inn í DHL-deildinni með 28,5 stig að meðaltali. í 1. deild kvenna var Penni Peppas stiga- hæst með 25 stig í leik. Nike-lið ársins, úrvalsliðið í DHL-deildinni, var skipað eft- irtöldum leikmönnum: Falur Harðarson Keflavík leik- stjórnandi, Helgi Jónas Guðfiimsson Grindavík skotbakvörður, Hermann Hauksson KR fram- herji, Albert Óskarsson Keflavík framherji, Alexander Ermolinski ÍA mið- herji. Nike-liðið í l.deild kvenna var skipað eftirtöldum: Erla Reynisdóttir Keflavík bak- vörður, Alda Leif ÍS bakvörður, Birna Valgarðsdóttir Keflavík framherji, Guðbjörg Norðfjörð KR fram- herji, Anna María Sveinsdóttir Kefla- vík miðherji. Það vekur óneitanlega at- hygli að engin leikmanna ís- landsmeistaranna frá Grindavík var talin nógu góð til að skipa Nike-liðið!! Efnilegasti dómari ársins var kosinn Sigmundur Herbertsson úr UMFN. Hann hefur skipað sér á bekk með bestu dómurum landsins og er mikils að vænta frá honum í framtíðinni. Besti körfuknattleiksdómari lýðveld- isins á þessu keppnistímabili heitir Leifur Sigfinnur Garðars- son og hann dæmir fyrir Hauka úr Hafnarfirði. Þjálfari ársins í DHL-deild var kosinn Alexander Ermo- linski frá ÍA. í 1. deild kvenna var Antony Walleyjo valinn besti þjálfarinn. Nú var í fyrsta sinn valinn besti leikmaður og besti þjálfari í 1. deild karla. Valsarar áttu báða þessa heiðurstitla, Torfi Magnússon var þjáfari ársins og Ragnar Jónsson leikmaður ársins í 1. deildinni. Það var vel til fundið að heiðra lið og leik- menn neðri deildanna og von- andi að það haldi áfram í fram- tíðinni. gþö {la/ultf/ uppþvottavélar Reykjavík SV3 SV3 NV3 N3 SA3 Sl/3 V2 NV2 NA3 Stykkishólmur .9 Mið Fim Fös Lau mm_ 10-1--- ---- ---- -----H5 SV4 SV4 NV3 NNA4 SA3 SSV4 VSV3 N3 NA3 Bolungarvík SV5 SV3 NA2 NA3 A2 SV4 SSV1 NA2 NA3 Blönduós SV3 SV2 NNA2 NNA2 SSA2 SV3 VSV2 NNA2 ANA2 Akureyrí SV3 VSV3 A3 NNA3 S3 SV3 VNV2 ANA2 ANA3 Egilsstaðir VSV3 VSV2 A2 SA2 SA2 V3 NNV3 ASA4 ANA4 Kirkjubæjarklaustur °9 Mið Fim Fös Lau mm ----------------------=^i-20 -15 •10 - 5 0 V3 V3 N3 SSA3 SA3 V3 NV3 SA2 ASA3 Stórhöfði VSV4 V4 NV4 N3 SA5 VSV4 VNV4 N3 ANA4 4-7 þvottakerfi • Sérstaklega hljóðlátar • Sparnaðarrofi Frábært verð - Frá kr. 49.755 KAUPLAND KAUPANGI Sími 462 3565 • Fax 461 1829

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.