Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 3
jDagur-íiItirmm F R É T T Þriojudagur 15. apríl 1997 - 3 ÚA stefnir upp Aöalfundur ÚA „Kolkrabbinn kemur í bæinn," sögðu menn á Akureyri í gær: Friðrik Jó- hannsson, Hörður Sigurgestsson, Indriði Pálsson, Hjalti Geir Kristjánsson og Benedikt Sveinsson. Mynd: GS Jón Þórðarson endur- kjörinn formaður en Benedikt Jóhannes- son og Friðrik Jóhannsson kjörnir í stjórn sem fulltrúar aukins hlutafjár stærstu hluthafa. aðalfundi Útgerðarfé- lags Akureyringa í gær kom fram að gert er ráð fyrir hallalausum rekstri á þessu ári. „Áætlanir þessa árs gera ráð fyrir verulega bættri rekstrarafkomu en þó er gert ráð fyrir að reksturinn verði í járnum. Við bindum vonir við að þær aðgerðir sem þegar hef- ur verið gripið til og breytingar sem gerðar verða á næstu mán- uðum skili sér í því að félagið verði gert upp með viðunandi hagnaði árið 1998,“ sagði Guð- brandur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri. ÚA var rekið með 123 milljóna króna tapi á sl. ári. Jón Þórðarson, stjórnar- formaður, sagði helstu ástæður vera erfið ytri skilyrði hefð- bundinnar landvinnslu og þá sérstaklega í frystingu sem er einn af hornsteinunum í rekstri fyrirtækisins og óviðunandi af- komu af rekstri frystitogara fyr- irtækisins í Smugunni og á Flæmingjagrunni. Litlar sem engar umræður urðu á fundin- um þrátt fyrir slæma útkomu. Ný andlit í stjórn Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs Háskólans á Ákureyri, var endurkjörinn stjórnarformaður, en aðrir stjórnarmenn eru Halldór Jóns- son, Kristján Aðalsteinsson, Benedikt Jóhannesson og Frið- rik Jóhannsson. Jón, Halldór og Kristján voru í fyrri stjórn, Benedikt kemur inn fyrir SH og Friðrik fyrir Burðarás. Breytt stórnarskipan endurspeglar miklar breytingar á eignarhlut í fyrra: Akureyrarbær sem átti meirihluta í fyrirtækinu seldi hluta bréfanna og á nú 20%. Aðrir stærstu eigendur eru eignarhaldsfélag Eimskips, Burðarás hf., með 19,55%, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. með 10,48%, ÚA með 9,85%, Hampiðjan hf. með 6,29% og Hlutabréfasjóðurinn hf. með 3,2%. Bæta á rekstur í sumar verður landvinnsla ÚA endurskipulögð og er markmið- ið að auka framleiðnina um- talsvert með sjálfvirkni og bættu vöruflæði í vinnslu- rásinni. Heildarafli togara félagsins nam 19.472 tonnum á móti 22.783 tonnum á árinu 1995, minnkaði um 3.311 tonn og er skýringanna fyrst og fremst að leita í verulegum niðurskurði á karfakvóta, minni ýsuveiði og hruni á grálúðu. GG Vöruskipti Pínulítið hagstæð Vöruskipti íslendinga við útlönd voru hagstæð um 600 milljónir í febrúar síðastliðnum, en á sama tíma í fyrra voru þau hagstæð um 2,8 milljarða. Fyrstu 2 mánuði þessa árs voru fluttar út vörur íyrir tæpa 22 milljarða en inn fyrir rúma 20 milljarða. Út- flutningurinn var 15% verð- mætari en á sama tfma í fyrra, en stærstan þátt x því á sala Flugleiða á einni af vélum sín- um. Verðmæti útfluttra sjávar- afurða var nánast það sama og í fyrra, en verðmæti útfluttra iðnaðarvara jókst um 12%. Verðmæti kísiljárns jókst um 53% og áls um 4%. Heildarverðmæti vöruinn- flutnings var 22% meira á föstu gengi en í fyrra. fnnflutningur á fjárfestingarvöru, einkum til stóriðju, átti mestan þátt í auknum vöruinnflutningi. Akranes Tveir slösuðust í gassprengingu Tveir menn slösuðust þeg- ar gassprenging varð í vélarrúmi Elliða GK í Akraneshöfn á laugardag. Menn voru við vinnu í vélar- rúmi en höfðu farið í kaffi um 10 leytið. Þegar þeir komu tif baka virðist sem gas hafí lekið úr kút sem þeir voru með og þegar þeir fóru að vinna aftur varð sprengingin. í gær átti annar mannanna að fá að fara heim af sjúkrahúsi en hinn, sem liggur á Landspít- alanum í Reykjavík, lá þar áfram. Þeir hlutu brunasár og urðu fyrir höggum. Kópavogur Samkeppni um hj úkrunarheiniil ið Sunnuhlíð telur framhjá sér gengið þegar Skjól og Eir ætla að reisa heimili fyrir 56 gamalmenni í Kópavogi. / sama tíma og bæjaryfir- vöid í Kópavogi hafa ekki svarað 2 ára gömlu bréfl Sunnuhh'ðarsamtakanna um stækkxm hjúkrunarheimihs aldr- aðra, Sunnuhh'ðar, um 17 rúm, hefur Kópavogskaupstaður sam- þykkt að ganga til samninga við Skjól, Eir, VR, Öryrkjabandalagið og SÍBS um byggingu nýs hjúkr- unarheimilis í Kópavogi þar sem verða 56 pláss. Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, sagði í gær að innlagnir í dag væru varla miðaðar lengur við bæjarmörk á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar væri mikil þörf fyrir rými á hjúkrunarheimilum, til dæmis væru 12 Kópavogsbúar á bráða- lista í dag. Á sama tíma væru ævinlega 10 pláss laus hjá Sunnuhlíð. Gunnar sagði að bær- inn hefði ítrekað sett íjármagn í Sunnuhh'ð og sæi ekki eftir því. Hins vegar vantaði skýringar á erfiðum rekstri heimiiisins. Ekkert á móti Skjóli og Eir „Þessi sammngur er við VR, SÍBS og Öryrkjabandalagið, sem eru eigendur að Skjóli og Eir. Þessir aðilar hafa áhuga á að reisa heimih í Kópavogi sem við höfum að sjálfsögðu ekkert á móti. Varðandi tilboð Sunnuhlíð- ar fórum við í ráðuneytið til að fá að vita hvort við fengjum framkvæmdaleyfi á þann rekst- ur. Það var ekkert gefið út á það. Ef það leyfi fæst á undan heimili Skjóls og Eirar, þá er það hið besta mál,“ sagði Gunnar Birgis- son. Bréfi Sunnuhh'ðarsamtakanna fylgdi frumteikning að stækkun- inni og rökstuðningur þess að um ódýra framkvæmd væri að ræða, viðbyggingu suður og austur af hjúkrunarheimilinu sem reis fyrir 15 árum og sam- nýtingu þjónustu við 55 rými Sunnuhh'ðar. Sérkennilegt að nýta ekki samtök bæjarbúa „Það er ekki okkar að hlutast til um hvað löglega kjörin bæjaryfirvöld gera. Við höfum h'tið um þetta að segja, Sunnuhlíðar- samtökin kreíjast einskis, en reyna sitt besta. Mörgum flnnst það þó óneitanlega einkennilegt að bæjar- stjórnin skuh ekki nýta sér frjáls samtök bæj- arbúa," sagði Ásgeir Jóhannesson, forsvars- maður víðtæks hóps íjölmargra félaga og samtaka í Kópavogi, sem á sínum tíma hrintu af stað átakinu í Sunnuhlíð með öflug- um stuðningi bæjarbúa. Ásgeir segir að kaupstaðnum hafði láðst í tvö ár að svara bréfi samtakanna sem hlyti að teljast fremur óviðurkvæmilegt. For- maður bæjarráðs mætti á fundi fulltrúaráðs og lofaði svari, en það hefur látið á sér standa.-JBP Gunnar Birgisson formaður bæjarráðs Kópavogs Þessir aðilar hafa áhuga á að reisa heimili í Kópa- vogi sem við höf- um að sjálfsögðu ekkert á móti Landbúnaður Átök vegna áburðarmálanna ✓ g hef nú einsett mér að skipta mér ekki af áburð- armálum, þar sem ég á sæti í stjórn Áburðarverksmiðj- unnar í Gufunesi. En það er hins- vegar haugalygi sem Þorsteinn Þórðarson, sölustjóri ísafoldar, segir að ég hafi fengið því fram- gengt að KEA keypti ekki áburð frá ísafold,“ segir Sigurgeir Hreinsson, formaður Búnaðar- sambands Eyjaljarðar. Ilart stíð geysar nú á áburðar- markaðnum milli ísafoldar hf. og Áburðarverksmiðjunnar í Gufu- nesi. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í gær, kostar tonnið af Græði 9, sem er algeng áburðartegund, 19.370 kr. hjá ísafold og einnig getur komið til 4% staðgreiðsluafsláttur. Hjá Áburðarverksmiðjunni kostar tonnið af sömu tegund 28.241 kr. Ýmis afsláttarkjör eru í boði, svo sem afsláttur ef kaupandi sækir áburðinn í Gufunes og fær flutn- ingsstyrk. Að ýmsum forsendum gefnum er Græðir 9 ódýrastur hjá Kaupfélagi Árnesinga á Sel- fossi, og kostar þar 20.457 kr. Sigurgeir Hreinsson segir að á fundi BE, hafí verið samþykkt áskorun til KEA um að útvega og selja eyfirskum bændum áburð á því ódýrasta verði sem byðist. „Einsog ég segi þá er ég í frekar þröngri stöðu til að tala um þetta áburðarmál. En ég tel að tals- menn ísafoldar fari ekki með rétt mál þegar segjast bjóða 15 til 18% lægra verð en Áburðarverk- smiðjan gerir. Þá hefur ekki verið tekið tillit til ýmissa afsláttar- kjara sem hún býður,“ segir Sig- urgeir. -sbs.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.