Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 10
10 - Þriðjudagur 15. apríl 1997 iQagur-íiJtmhm KNATTSPYRN& • England FA bikarinn Undanúrslit Chesterfield-Middlesbrough 3:3 Chelsea-Wimbledon 3:0 Úrvaisdeild Úrslit Sheff. Wed.-Newcastle 1:1 Sunderland-Liverpool 1:2 Arsenal-Leicester 2:0 Blackburn-Man. Utd. 2:3 Derby-Aston Villa 2:1 Everton-Tottenham 1:0 Southampton- West Ham 2:0 Staðan Man. Utd. 33 19 9 5 66:38 66 Arsenal 3418 9 7 57:28 63 Liverpool 33 18 9 6 56:29 63 Aston Villa 34 16 8 10 43:30 56 Newcastle 32 15 9 8 61:38 54 Sheff. Wed. 33 13 14 6 44:39 53 Chelsea 331310 10 52:50 49 Wimbledon 32 12 10 10 42:40 46 Tottenham 3412 6 16 40:46 42 Leeds 33 11 9 13 26:34 42 Derby 34 10 12 12 41:5142 Everton 341010 14 40:49 40 Leicester 33 1010 13 38:47 40 Blackburn 33 8 13 12 35:35 37 Coventry 34 8 12 14 32:48 36 Southampton 34 8 10 16 45:53 34 West Ham 33 8 10 15 31:43 34 Sunderland 34 8 10 16 31:51 34 Middlesbrough 32 9 9 14 44:52 33 Nottm. Forest 34 6 13 15 29:52 31 43 27 12 4 94:50 93 41 20 13 8 68:45 73 42 20 9 13 61:47 69 43 19 11 13 73:51 68 43 17 15 11 56:50 66 42 17 13 12 63:49 64 43 17 11 15 63:63 62 42 17 11 14 60:51 62 42 18 8 16 53:48 62 41 16 12 13 69:44 60 43 16 12 15 59:57 60 42 15 13 14 47:47 58 42 16 10 16 47:53 58 42 15 10 17 49:60 55 41 15 9 17 53:53 54 42 14 12 16 52:59 54 43 13 14 16 65:70 53 43 15 8 20 52:67 53 43 14 9 20 57:65 51 43 12 13 18 46:60 49 42 10 12 20 43:68 42 41 9 12 20 52:75 39 42 9 12 21 48:62 39 43 8 15 20 40:76 39 Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 Andy Cole var hetja Manchester United gegn Blackburn þegar hann skor- aði eitt mark og lagði upp hin tvö í 3:2 sigri meistaranna. Chesterfíeld stóð / stórtiðinu * 3 stig dregin af Middlesbrough fyrir að mæta ekki til leiks 1. deild Úrslit Barnsley-Charlton 4:0 Birmingham-Huddersfield 1:0 Bolton-Oxford 4:0 Norwich-Stoke 2:0 Port Vale-Oldham 3:2 Portsmouth-Tranmere 1:3 QPR-Grimsby 3:0 Reading-Wolves 2:1 Sheff. Utd.-Crystal Palace 3:0 Southend-Bradford 1:1 Swindon-Ipswich 0:4 West Brom-Man. City 1:3 Staðan Bolton Barnsley Wolves Sheff. Utd. Port Vale Ipswich Norwich Tranmere Portsmouth C. Palace QPR Birmingham Stoke Charlton Man. City Reading West Brom Swindon Oxford Huddersfield Bradford Grimsby Oldham Southend Chelsea komið í úrslit FA bikarsins - Man. Utd. enn á toppi úrvalsdeildarinnar. Chelsea tryggði sér sæti í úrslitum FA bikarsins með sigri á Wimbledon á sunnudaginn. í hinum undan- úrslitaleiknum mætti 2. deildar- lið Chesterfield stórliði Middles- brough í leik sem lengi verður í minnum hafður. Chesterfield komst óvænt í tveggja marka forustu en Boro náði að jafna áður en yfir lauk. í framleng- ingu komst Boro yfir en á síð- ustu mínútunni jafnaði Jamie Hewitt fyrir 2. deildarliðið og tryggði því endurtekningarleik. í úrvalsdeildinni unnu þrjú efstu liðin sína leiki. Mark Hughes var hetja Chelsea gegn Wimbledon. Hann skoraði tvö mörk í 3:0 sigri en ítalski snillingurinn Gianfranco Zola beitti göldrum þegar hann skoraði annað mark liðsins. Leikmenn Chesterfield jöfn- uðu á síðustu stundu gegn Middlesbrough og fögnuðu í leikslok en voru um leið sárir í garð dómarans sem gerði af- drifarík mistök í leiknum og hafði af þeim sigur. Jamie He- witt skoraði jöfnunarmarkið þegar 65 sekúndur voru til loka framlengingar. Chesterfield á því enn möguleika á því að skrá nafn sitt á spjöld knattspyrnu- sögunnar og verða fyrsta liðið utan efstu tveggja deildna enska boltans til að komast í úrslitaleik elstu knattspyrnu- keppninnar í heimi. Leikmenn Middlesbrough geta sjálfum sér um kennt hvernig fór. Þeir komu hroka- fullir til leiks og ætluðu að fara létt framhjá peðunum í Chest- erfield. En Davíð bauð Golíat birginn og Chesterfield hafði yfírhöndina lengst af leiknum. Fyrri hálfleikur var ekki mjög markverður ef undan er skilið rautt spjald sem Vladimir Kind- er, bakvörður Boro, nældi sér í með tveimur klaufalegum brot- um. Fjörið hófst í síðari hálfleik og Chesterfield tók verðskuldað tveggja marka forustu áður en leikmenn úrvalsdeildarliðsins vöknuðu til lífsins. Stjörnurnar í Boro náðu sér loks á strik og Fabrizio Ravanelli minnkaði muninn. Chesterfield náði þó enn inn góðum sóknum og úr einni slíkri skaut Jonathan Ho- ward föstu skoti í þverslána og inn fyrir línuna en boltinn skoppaði út aftur og dómarinn dæmdi ekki mark. Skömmu síð- ar gerði hann önnur afdrifarík mistök þegar Dyche felldi Jun- inho rétt utan vítateigslínu en dómarinn benti á vítapunktinn. Craig Hignett skoraði úr spyrn- unni. í framlengingu tók Boro forustu með marki frá Gianluca Festa og allt útlit var fyrir að hann hefði tryggt liðinu sæti í úrslitaleiknum þar til Hewitt skaut upp kollinum í lokin og jafnaði metin á ný. Öruggt hjá United Manchester United náði sér aft- ur á strik eftir að hafa mátt þola tap gegn Derby og Dort- mund í síðustu tveimur leikjum. Meistararnir áttu ekki í miklum vandræðum með andlaust lið Blackburn, þó svo að heimaliðið hafi náð að klóra í bakkann í lokin. Andy Cole lék á als oddi í framlínunni, skoraði fyrsta markið og lagði upp hin tvö fyr- ir United, sem Paul Scholes og Eric Cantona skoruðu. Cantona gat meira að segja leyft sér að misnota vítaspyrnu í fyrri hálf- leik. Arsenal heldur pressu á Manchester United og lið Leic- ester var þeim engin fyrirstaða á Highbury. Gestirnir virtust hafa hugann við endurtekning- arleikinn í úrslitum Coca-Cola bikarsins gegn Middlesbrough á morgun og Tony Adams og Dav- id Platt skoruðu mörkin sem gerðu út um leikinn. Arsenal er á góðri siglingu og bíður færis á að næla í toppsætið á ný ef Manchester United og Liverpool hiksta. Liverpool er enn á hælunum á Manchester United eftir 2:1 sigur á Sunderland á útivelli. Robbie Fowler og Steve McManaman skoruðu mörk Li- verpool í leiknum en Paul Ste- wart náði að minnka muninn í síðari hálfleik. Sunderland átti í fullu tré við Liverpool lengi vel en eftir að Liverpool hafði kom- ist yfir var í raun aldrei mikil hætta á að liðið léti forustuna af hendi. Jakob gafgullið! Líklega hefðu ekki margir viljað sjá eftir verðlaunapen- ingi fyrir sigur á íslandsmóti, en Jakob Jónsson gaf stuðningsmanni KA-liðsins, Sverri Leóssyni, útgerðar- manni, gullpening sinn í búningsherbergi KA-manna eftir leikinn. „Ég hét honum því eftir tapleikinn í Mosfellsbænum að við mundum taka þetta í íjórum leikjum og vinna bikar- inn hér heima á laugardegi. Þegar við gerðum það, þá mundi ég gefa honum gullið,“ sagði Jakob, sem tiltók að ástæðan fyrir gjöfinni hefði verið þakklæti fyrir góðan stuðning Sverris, sem er annar eigandi Súlunnar, við Hand- knattleiksdeild KA. Jakob var ekki í byrjunarliði KA, en reyndist liðinu drjúg- ur, sérstaklega í sxðari hálfleiknum. „Alfreð sagði við mig í dag: Viltu byrja inná? Ég svaraði því tU að hann yrði að ráða því sjálfur, haim hefði tekið sx'nar ákvarðanir sjálfur hingað til og ég ætlaði ekki að byrja á því að taka ákvarðanir fyrir hann núna. Hann vildi prófa Heiðmar til að byrja með og mér fannst það alveg rétt hjá honum. Það skiptir mig ekki máli hver skorar mörkin ef dæmið gengur upp,“ sagði Jak- ob, sem sagðist reikna með að hafa leikið sinn síðasta leik á laugardaginn. „Það er erfitt að hætta á stundu sem þessari, en það þarf eitthvað mikið að gerast til að ég verði áfram," sagði Jakob, sem líklega mun flytjast vestur til ísaijarðar. Endapunkturinn hjá fyririiðanum Við náðum góðri vörn í síðustu tveimur leikjum og það er nú einu sinni þannig í öllum boltagreinum, að það lið sem spilar betri vörn stendur yfirleitt upp sem sig- urvegari,“ sagði Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA, sem hampaði íslandsmeistarabikar í annað sinn, því hann var fyrirliði knattspyrnuliðs KA sem varð meistari 1989. „Ég held að þetta teljist ágætur endapunktur á meðan maður er standandi í báðar fætur og tiltölulega heill heilsu og nýbúinn að vinna íslandsmeistaratitil, sem er það sem allir stefna að. Fyrstu árin sem ég var í þessu þvældumst við á milli fyrstu og annarrar deildar, en svo hefur leiðin heídur betur legið uppávið enda er umgjörðin allt önnur og mikið meira í þetta lagt. Við vorum langbestir, nánast allan veturinn í fyrra, fyrir utan úrslitakeppnina, þá voru Valsar- ar einfaldlega bestir. Þessi vetur hefur verið allt öðruvísi, menn voru mjög upp og niður í allan vetur. Við vorum að spila illa rétt fyrir úrslitakeppnina og reyndum þá að gera eitthvað í okkar málum. Við náðum síðan að berja okkur saman í úrslitakeppninni, ég veit ekki hvort það var reynsl- an, það var bara einhver stemmning og andi sem kom upp í hópnum,“ sagði Erlingur, sem leikið hefur 502 leiki með KA og á kannski eftir að bæta tveimur til viðbótar í safnið. Knattspyrnuleikir hans urðu eitthvað á ljórða hundraðið, þannig að hann hefur leikið á m'unda hundrað leiki fyrir KA í handknattleik og knattspyrnu. Langþráður draumur Síðasta tímabil var alveg einstakt, við unnum bæði deild og bikar og lentum síðan í úrslitaleikjum gegn Val. Núna náðum við að klára þetta eftir að vera búnir að vera í úrslitum þrjú ár í röð. Þetta var langþráður draumur sem loks rættist í dag,“ sagði Leó Örn Þorleifsson, línumað- urinn knái úr KA. „Aukaköstin hjá Duranona átiu slúr- an þátt í sigri KA“ Þeir spiluðu mjög sterkan varnarleik og við áttum á brattann að sækja allan leikinn. Við erum með lykil- menn sem eru ekki alveg heilir, menn eins og Bjarka, Sigga Sveins og Einar Gunnar og við megum ekki við því á móti svona góðu liði eins og KA að hafa þessa menn ekki á fullu. Þetta eru ámóta lið, en sigur KA var sanngjarn, lið sem vinnur svona keppni 3-1 er einfaldlega betra," sagði Páll Þórólfsson, leikmaður Aftureldingar. „Ástæðan fyrir því að við lékum varnarleikinn aftarlega var sú að sumir eiga erfitt með að þola mikla keyrslu. Ég vil ekki segja að vörnin hafi ekki skilað sínu, en aukaköstin hjá Duranona áttu stóran þátt í sigri KA, maður skilur eiginlega ekki hvernig þetta er hægt í leikjum um meistaratitil. Það var óneitanlega slæmt þegar fríköstin eru orðin álíka hættu- leg og vítaköst. En þó við séum gráti næst núna, þá vöknum við á morgun og byrjum að íhuga næsta vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem óg spila um svona stóra dollu og ég á ýmis- legt ólært. Þetta er þolinmæðisvinna, en það er mín skoðun að Afturelding getur farið stolt úr vetrinum," sagði Páll.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.