Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 5
^DagiaÆImmwt J>xiðjudaguK 15. apríl 1997 - 6 Sea Shepard Watson er útlægur frá íslandi um aldur oe' ævi Watson á leið í grjótið á sínum tíma, verður honum refsað með hvalkjöti í Noregi? Mynd: S Málinu gegn honum er formlega lokið og útilokað að óskað verði eftir framsali á honum til íslands. Paul Watson, foringi Sea Shepard, er „persona non grata“ á íslandi eins og það er kallað á fagmáli diplómata. Honum er óleyfllegt að stíga fæti á íslenska jörð um aldur og ævi. Watson er í haldi í Hollandi, og framsals krafist í Noregi. Af hálfu dómsmálaráðuneyt- isins var slaufa sett á mál Wat- sons í fyrra, málinu formlega lokið með endurkomubanni. Flestum mun þykja ljóst að menn Watsons undir stjórn Coronados nokkurs, sökktu tveim hvalbátum í Reykjavíkur- höfn og unnu auk þess mikil spellvirki í hvalstöðinni í Hval- firði árið 1986. Grunur hefur leikið á þátttöku íslendinga í þessum verkum. Handtekinn Paul Watson reyndi að nálgast íslendinga nokkrum árum eftir hermdarverkið, sem hann hafði lýst vera á ábyrgð samtaka sinna. Þá var hann handtekinn við komuna til Keílavíkurflug- vallar og fluttur til yfirheyrslu og sat eina nótt í Síðumúlafang- elsi, en síðan fluttur á flugvöll og kvaddur. Ætlun hans var að sitja áróðursfund á Hótel Borg. f yfirheyrslunum neitaði Watson að hafa komið nærri hermdarverkinu og að menn- irnir sem að því stóðu væru sér óviðkomandi. Sagðist hann hafa notfært sér verknaðinn til að krækja í meira fé til samtak- anna. Honum var vísað úr landi þegar ljóst var að engu tauti yrði við hann komið og mun ekki fá landvist hér framar. Kristján heitir á Hollendinga „Ég held að af okkar hálfu sé ekkert hægt að gera. Það er ann- að mál í Noregi þar sem hann var á svæðinu þegar skemmdar- verkin voru unnin, það er sann- að. Hann var líka skipstjóri og stjórnaði öllu þegar dallurinn þeirra keyrði á varðskipið Anda- nes. Þau málaferli eru alveg eft- ir. Nú mega Hollendingarnir ekki klikka á þessu,“ sagði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við Dag-Tímann. Fyrirtælci hans varð fyrir miklu tjóni um árið, án efa vegna aðgerða sem Sea Shepard skipuiagði. Á heimasíðu Sea Shepard á Internetinu segir að Watson muni ekki sleppa lifandi, verði hann framseldur til Noregs, slík sé heiftin í hans garð þar. „Norskur vinur minn sagði að Watson fengi tvöfalda pín- ingu í Noregi, haldið inni í 120 daga - og hvalkjöt í öll mál,“ sagði Kristján Loftsson. -JBP Akureyri Rætt um byggðaþróun Þróun byggðar á íslandi - þjóðarsátt um fram- tíðarsýn, er yfirskrift ráðstefnu um byggðamál sem haldin verður á Akureyri 22. og 23. apríl. Ráðstefnan, sem er öllum opin, er haldin á vegum landshlutasamtaka sveitarfélaga, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og Byggðastofnunar. Tuttugu erindi verða flutt á ráðstefnunni. Þar verður íjallað um þróun byggðar á Islandi með áherslu á fram- tíðarsýn og áhersla lögð á „að um hana geti náðst víðtæk sátt, hvort sem það er byggðastefna, menntastefna eða landnýtingarstefna. Áherslan er að fá fram mynd af byggðarlegri stöðu innan- lands og einnig stöðu byggðar almennt á íslandi í framtíð- inni, nú þegar ungt fólk getur alveg eins sest að erlendis ef því bjóðast betri hlutir þar,“ einsog segir í tilkynningu. Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, flytur ávarp í upp- hafi ráðstefnu. Meðal ann- arra erinda má nefna Hólmar Svansson, deildarstjóra inn- kaupadeildar SH á Akureyri, sem Qallar um nýja sam- skiptatækni og möguleika og takmarkanir hennar. Þor- steinn Gunnarsson, háskóla- rektor á Akureyri, fjallar um æðri menntastofnanir og mik- ilvægi nýrra menntunartæki- færa og forstöðumaður hjá Eimskip ræðir um stöðu og hlutverk atvinnufyrirtækja. Viðskipti Sj ó vá-Almennar kaupa Ábyrgð íþróttir 15 milljóna tap á rekstri fimleikafélagsins Gerplu Samningar hafa tekist um kaup Sjóvár-Almennra hf. á eignarhlut Ansvars, vá- tryggingafélagi bindindismanna í Svíþjóð, á tryggingafélaginu Ábyrgð hf. Fyrir áttu Sjóvá-Al- mennar 49% hlutafjár í Ábyrgð, en eiga það nú að fullu. Starf- semi félagsins verður óbreytt fyrst um sinn, en gert er ráð fyrir sameiningu félaganna síð- ar á árinu. Sjóvá-Almennar eignuðust fyrst eignarhlut í Ábyrgð hf. ár- ið 1991 og hefur á síðustu ár- um annast ýmsa þjónustu við félagið. - Síðasta ár var eitt hið besta í tæplega 40 ára starfi Ábyrgðar hf. Heildariðgjöld voru um 340 millj. kr., hagnað- ur af rekstri um 27 millj. kr. og eigið fé var í árslok um 128 millj. kr. Hjá félaginu starfa um þessar mundir sjö fastir starfs- menn og kemur ekki til upp- sagna þeirra þrátt fyrir kaup Sjóvá-Álmennr a. -sbs. „Alvarlegt stjórnleysi, óreiða og sukk,“ segja gagnrýnendur Gerplu sem hefur sótt um styrk Kópavogsbæjar. Stjórn eins öflugasta fþróttafélags Kópavogs, íþróttafélagsins Gerplu, er harðlega gagnrýnd fyrir „alvar- legt stjórnleysi, óreiðu og sukk“ í rekstri félagsins. Ljóst er að innan félagsins er ótti um að til gjaldþrots félagsins kunni að koma. Rekstrarhalli undanfar- inna ára er sagður um 15 millj- ónir króna, jafnvel meiri. Krist- ján Erlendsson, formaður Gerplu, er ósammála gagnrýn- endum stjórnarinnar. Aðalfundi hefur verið frestað í tvígang, en verður haldinn innan skamms að sögn Kristjáns. „Eins og mörg önnur félög hefur þetta félag átt í fjárhags- erfiðleikum undanfarin ár. Við erum núna að fara yfir þetta með bænum, hvernig brugðist verður við til frambúðar. En ég get fullyrt að í rekstrinum hefur ekki verið um að ræða sukk,“ sagði Kristján Erlendsson. Kristján sagði að fimleika- íþróttin væri dýr íþrótt, þar eð þar væri hver þjálfari með litla hópa, einkum í áhaldafimleikum. „Við höfum staðið frammi fyrir þeim vanda að láta æf- ingagjöld barnanna standa undir þjálfarakostnaði. Því er það mikilvægt að fá inn gjöldin, en það hefur reynst erfitt og ýmsar ástæður fyrir því. Við höfum fram til þessa valið þá leið að láta ákvarðanir foreldr- anna um að greiða ekki æfinga- gjöld bitna ekki á krökkunum. Við getum hreinlega ekki staðið frammi fyrir því að segja við 7 ára barn að pabbi borgi ekki æfingagjöldin og barnið megi ekki æfa hjá okkur. Það er and- stætt eðli íþróttanna. Kannski verðum við að snúa frá þessari stefnu," sagði Kristján í gær. Kristján Erlendsson sagði að hann vissi af hópi innan félags- Gerpla á hausnum? ins sem væri að blása upp vandamálin. En stjórnin væri ákveðin í að ráðast gegn vand- anum og Gerpla yrði hér eftir sem hingað til sterkt félag í fim- leikum. Kristján sagði það frá- leitt að íþróttalegur árangur Gerplu hefði dalað. Þar væru sveiflur í kvennaflokki, en strákarnir stæðu sig þeim mun betur. -JBP Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Sími 462 6900 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 18. apríl 1997 kl. 10, á eftirfarandi eignum: Hafnarstræti 100, A-hl.-401, Akur- eyri, þingl. eig. Geymslusvæðið ehf., gerðarbeiðendur Akureyrar- bær, Byggingarsjóður ríkisins, hús- bréfad. og Samvinnusjóður íslands. Hafnarstræti 100, hluti af lóð, Akur- eyri (45,44 fm.), þingl. eig. Geymslusvæðið ehf., gerðarbeið- andi Akureyrarbær. Hrísalundur 20j, Akureyri, þingl. eig. Ingigerður Einarsdóttir, gerðar- beiðandi Búnaðarbanki íslands. Skeið, eignarhl. Svarfaðardals- hreppi, þingl. eig. Þóra Vordís Hall- dórsdóttir, gerðarbeiðandi Greiðslu- miðlun Visa Island. Sýslumaðurinn á Akureyri, 14. apríl 1997.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.