Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 6
6 - Þriðjudagur 15. apríl 1997 íDagur-'SJmmm FRÉTTASKÝRING Valgerður Jóhannsdóttir skrifar Níu bankastjóra- stöður og nokkrir forstjórastólar losna á næstu misserum. Tilgátur, plott, makk og umræður í heitu pottum landsmanna sýna að eftir miklu er að slægjast. s næstu misserum losna eða verða til ýmsar álit- legar stöður í íslensku samfélagi. Um er að ræða: - Þrjár forstjóra- eða fram- kvæmdastjórastöður í stórum fyrirtækjum, - Níu bankastjórastöður, þar af einn Seðlabankastórastóll. Oft hefur farið titringur um kerfið fyrir minna. Landsvirkjun og Friðrik? Halldór Jónatansson, sem verið hefur forstjóri Landsvirkjunar frá 1983, lætur af því starfi um áramótin. Gert er ráð fyrir því í reglum um stjórn Landsvirkj- unar að menn hætti við 65 ára aldur, en Halldór féllst á að vera til ársloka. Friðrik Sophus- son, fjármálaráðherra, hefur ítrekað verið orðaður við for- stjórastólinn í Landsvirkjun. Friðrik hefur ekki viljað við þetta kannast og margir telja að hann vilji ekki ýfirgefa íjár- málaráðuneytið fyrr en honum hafi tekist að skila ríkissjóði hallalausum a.m.k. einu sinni. Aðrir benda á að svona góður „stóll“ losni ekki á hverjum degi og ekki sé að undra að litið sé til Friðriks, sem hafi m.a. verið iðnaðarráðherra og þekki vel til Landsvirkjunar. Halldór Krist- jánsson, núverandi ráðuneytis- stjóri iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins, hefur einnig ver- ið nefndur til sögunnar. Hann nýtur hylli ráðherrans Finns Ingólfssonar. Ný stjórn tekur við í Lands- virkjun í júni og það verður hennar að fjalla um nýjan for- stjóra. Svavar Gestsson, Al- þýðubandalagi, fullyrti einmitt í umræðum á Alþingi nýlega að fyrirhugaðar breytingar á skip- an stjórnar fyrirtæksins, væru liður í pólitískum hrossakaup- um stjórnarflokkanna. Þeir ætli að skipta á milli sín forstjóra- stólnum og stjórnarformennsk- unni. Stefán Ólafsson í Járnblendið? Stóll framkvæmdastjóra Járn- blendiverksmiðjunnar á Grund- artanga losnar fljótlega, því Jón Sigurðsson, sem þar hefur ráð- ið ríkjum í 20 ár, er að hætta. Norska fyrirtækið Elkem á nú meirihluta í Járnblendinu, en forsvarsmenn þess hafa lýst yfir að ráðinn verði íslenskur eftir- maður Jóns. Stefán Ólafsson, forstöðumaður Félagsvísinda- stofnunar og stjórnarmaður í Járnblendinu, er sagður sækj- ast mjög stíft eftir því að verða eftirmaður Jóns. Nafn núver- andi stjórnarformanns, Jóns Sveinssonar, er einnig nefnt. Hann er gjörþekkir fyrirtækið og hefur sterka stöðu í Fram- sókn. Eini gallinn við þessa kenningu er að það er talið frekar ólíklegt að hann vilji starfið. Annar lítt þekktur kandidat er einnig nefndur: Jón Fenger, sonur Hilmars Fenger, heildsala í Reykjavík. RÚV plott aftur? Þá er eitt „brauð“ ótalið, en það er útvarpsstjórinn. Eins og menn muna var Pétur Guð- finnsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps, settur útvarpsstjóri í 1 ár, frá og með síðustu ára- mótum. Ein kenningin er að stofnuninni verði skipt, eins og nefnd á vegum menntamála- ráðherra lagði eitt sinn til, í út- varp og sjónvarp. Þá er gengið út frá því að Tómas Ingi Olrich verði útvarpsstjóri, Bogi Ágústsson, fréttastjóri verði sjónvarpsstjóri og Elín Hirst taki við fréttastjórn. Bankastjórastólar í röðum En það er ekki síst í banka- stjórastóla sem kenningasmiðir í heitum pottum dunda sér við skipa í þessa dagana. Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um hlutafélagavæðingu ríkisbank- anna tveggja að lögum, eins og flest bendir til, losna 6 banka- stjórastöður. Ekki er gert ráð fyrir því að núverandi banka- stjórar Búnaðarbanka og Landsbanka eigi sjálfkrafa rétt á endurráðningu eins og annað Feitasti bitinn? Steingrímur rís úr sæti innan tíðar, alltaf hefur verið nóg af áhuga- mönnum um málefni Seðlabankans! starfsfólk. Það er því hugsan- legt að gerðir verði starfsloka- samningar við einhverja eða alla. Sverrir Hermannsson, einn þriggja bankastjóra Landsbank- ans, er nýorðinn 67 ára og því kominn á aldur. Hann má hins vegar vinna til sjötugs og það eru enn eftir 3 ár af ráðningar- samningi hans. Þrálátur orð- rómur um að Björgvin Vil- mundarson sé að hætta fæst ekki staðfestur, hann er aðeins 63 ára. Halldór Guðbjarnarson er 51 árs, nýbúinn að gera ráðningarsamning til 5 ára og ólíklegt talið að Framsóknar- menn taki í mál að hann verði látinn víkja. Engar sögur fara af því að bankastjórar Búnað- arbankans vilja hætta og þeir eiga nokkur ár eftir í ellilífeyr- inn. Stefán Pálsson er 62 ára, Jón Adolf Guðjónsson 58 ára og Sólon Sigurðsson, 55 ára. Hér er því kominn upp áhugaverð staða þar sem kunna að ráðast örlög margra manna! Yfirvofandi hrossakaup Gunnlaugur Sigmundsson, Framsóknarflokki, Pétur Blön- dal, Sjálfstæðisflokki og fleiri stjórnarliðar hafa sagt að það sé fáránlegt að leggja upp með 3 bankastjóra í Landsbanka og Búnaðarbanka, þegar þeim verður breytt í hlutafélög. Stjórnarandstæðingar í efna- hags- og viðskiptanefnd hermdu þetta upp á þá og lögðu til að frumvarpinu yrði breytt og kveðið á um það að í nýju hlutafélagabönkunum yrði bara einn bankastjóri. Var reyndar rætt í nefndinni hvort ekki væri rétt að gera samskonar breyt- ingu á Seðlabankanum. Sam- kvæmt heimildum Dags-Tímans reyndu stjórnarhðar að fá ráð- herra til að fallast á þetta, varð ekkert ágengt og tUlagan því felld. Af því þykjast menn mega ráða að stjórnarflokkarnir ætli að gera, eða séu þegar búnir að gera, einhver „hrossakaup" um þessar stöður. Hver fær Fjárfestingabanka? Fjárfestingabankinn hf. á einnig að verða til um áramótin og sömuleiðis stöndugur Ný- sköpunarsjóður. Þeir verða til við sameiningu Fiskveiðasjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunar- sjóðs og þar eru núna við stjórnvölinn þeir Már Elísson, Bragi Hannesson og Þorvarður Alfonsson. Már verður 69 ára í haust, Bragi 65 ára í desember á þessu ári og Þorvarður 66 ára í sumar. Það er því talið afar óhklegt að einhverjum þeirra þriggja verði falið að stýra nýj- um íjárfcstingabanka. Og svo Steingrímur Þetta eru alls 8 bankastjóra- stöður, ef forstjóri Nýsköpunar- sjóðs er talinn með. Við þetta bætist svo að Steingrímur Her- mannsson, einn þriggja banka- stjóra Seðlabankans, verður sjötugur á næsta ári og þar losnar einn stólinn enn. Friðrik aftur, Kjartan og Guðmundur Bjarna? Friðrik Sophusson hefur verið orðaður við bankastjórastól, ekki síður en Landsvirkjun, nafn Þórarins Viðars Þórarins- sonar, framkvæmdastjóra VSÍ, hefm einnig verið nefnt, sem og Þorsteins Olafssonar, sem var hjá norræna fjárfestingabank- anum og efnahagsráðgjafi Steingríms Hermannsonar í eina tíð. Það er einnig vinsælt viðfangsefni kenningasmiða í pólitískri refskák að reyna að koma Þorsteini Pálssyni úr rík- isstjórninni og hann hefur verið nefndur í þessari bankaandrá. Þorsteinn hefur hins vegar þvertekið fyrir það sjálfur að neitt slíkt sé á döfinni. Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisílokksins, þykir öllu sennilegri kandidat. Fullyrt er að hann geti fengið banka- stjórastól í Landsbankanum ef hann kæri sig um hann. Sumir vilja hins vegar meina að Kjart- an sækist ekki eftir banka- stjórastöðu, honum líki ágæt- lega að vera formaður banka- ráðs Landsbankans og fastlega er gert ráð fyrir að hann verði stjórnarformaður í VÍS, nú eftir kaup bankans á helmingshlut í því. Þá komst nýlega á kreik sú saga að Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra, gæti vel hugsað sér að hætta í pólitík- inni og verða bankastjóri eða forstjóri í góðu fyrirtæki. Þessu á að fylgja uppstokkun í ráð- herraliði Framsóknarflokksins og Jóhannes Geir Sigurgeirsson aftur inn á þing.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.