Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 9
 ÞrlbfiM&tö 4: feWtim^-9 ÞJOÐMAL Lífeyrissj óðirnir og velferðarkerfið J Birgir í Guðmundsson skrifar Lífeyrismál landsmanna eru nú komin í kastjós þjóðmálaumræðunnar af miklum krafti, eftir að ríkis- stjórnin lagði fram frumvarp sitt um það mál. Titringur er á öllum vígstöðvum og greinilegt að skoðanir eru talsvert skiptar í þjóðfélaginu og nokkurs óróa gætir á stjórnarheimilinu, eink- um hjá sjálfstæðismönnum, sem eru þverklofnir í málinu með þá Einar Odd og Pétur Blöndal í fylkingarbrjósti and- stæðra arma. Málið snýst m.a. um aðild að lífeyrissjóðunum og ákvæði í frumvarpinu sem gerir öllum skylt að borga í sameignarsjóði sem hefur verið sérstaklega umdeilt. Talsmenn séreignar- sjóða hafa komið fram og mót- mælt hástöfum. Sigurður R. Helgason framkvæmdastjóri hefur verið í forsvari fyrir þennan hóp og lýst því í hverjum fjölmiðlinum á fætur öðrum alla helgina að það sé óþolandi að stjórnvöld ætli að skemma séreignarsjóðina, sem um 11.000 manns borga í. Enda hefur verið boðuð stofnun sérstakra samtaka séreignarlíf- eyrissjóða. Áður höfðu aðilar vinnumarkaðarins snöggkælt hitann í samningaviðræðum í Karphúsinu eftir að fréttist af því að ríkisstjórnin ætlaði að krukka eitthvað í prósentutölur og skiptingu inngreiðslna í sameignarsjóðina. Steinn og sieggja DV hitti því vissulega naglann á höfuðið í forsíðufyrirsögn í gær þegar blaðið segir: „Ríkisstjórn- in milli steins og sleggju.“ Það er vaxandi þungi í kröfunni um að fólk hafi val um hvernig það ráðstafar lífeyrissparnaði sín- um. Það er líka erfltt að standa gegn kröfu verkalýðshreyfing- arinnar og fleiri um samtrygg- ingu í kerfinu. Frumvarp ríkis- stjórnarinnar er því klassísk málamiðlun nytsemissjónar- miðanna og ráðherrar viður- kenna opinskátt að þetta sé vissulega ekki óskafrumvarp eins eða neins. Heildarlöggjöf um lífeyrissjóði geti bara ekki beðið lengur. f ljósi þess að eignir lífeyrissjóðanna í landinu eru nú metnar á vel yfir 300 milljarða þarf ekki að koma á óvart að menn leggi mikið upp úr því hvernig þessum miklu eignum sé stjórnað og hverjir koma að umsýslu þessara digru sjóða. Þetta á ekki síst við nú þegar hræringar eru að verða í bankakerfinu og stefnt að því að gera samkeppnisstöðu aðila þar sem jafnasta. Enda hefur Yfirlýsing Halldórs Á flokksþingi Framsóknar- flokksins sl. haust gerði Halldór Ásgrímsson þetta einmitt að umtalsefni í setningarræðu sinni. í viðtali við blaðamann Dags-Tímans eftir ræðuna segir Halldór m.a: „Ég geri líka ráð fyrir því að lífeyriskerfið þurfi í vaxandi mæli að taka að sér hluta af almannaatrygginga- kerfinu, ef á að vera hægt að komast hjá skattahækkunum í framtíðinni. Lífeyriskerfið var stofnað á sínum tíma, til að sjá okkur farborða í ellinni og það er því eðlilegt að vaxandi styrk- ur þess hafi áhrif á almanna- tryggingar eins og þær eru í dag.“ Formaður Framsóknar- ílokksins lýsir raunar yfir í þessu sama viðtali að hann telji brýna þörf á því að launafólk leggi meira til hliðar til að standa undir lífeyri elliáranna. Þessi framtíðarsýn Halldórs Ás- grímssonar er síður en svo neitt einkamál hans eða framsóknar- manna. Þessi sjónarmið hafa heyrst frá mönnum í báðum stjórnar- flokkunum og m.a. benti Ólafur Hannibalsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestíjörð- um, á þetta í pistli í útvarpi um helgina og skammaði þá flokks- bræður sína sem Ieggðu meira upp úr valfrelsi í lífeyrissparn- aði en þann stóra bakreikning sem skattgreiðendur fengju þegar fram í sækti þegar sér- eignarsjóðir tæmdust og Trygg- ingastofnun tæki við framfærsl- unni. Spurning um baktryggingu Þessi framtíðarsýn byggist í grundvallaratriðum á sam- tryggingu og því kemur ekki á óvart að þeir sem sjá fyrir sér aukið almannatryggingahlut- verk lífeyrissjóðakerfisins eru flestir talsmenn samtryggingar- kerfis í lífeyrissjóðsmálum. í raun er ekkert sem tryggir að séreignarsjóðsfólkið gangi ekki örar á sinn sjóð en svo að það dugi til framfærslu öll elliárin. Og gerist það þá tekur við sam- tryggingin frá Tryggingastofn- un, sem kæmi þá einfaldlega frá skattborgurunum. Séreign- arkerfið hefur sína baktrygg- ingu í almannatryggingunum. Og vegna þess að hugtakið um séreignarsjóði fellur miklu síð- ur að grundvallarhugmyndinni að lífeyrissjóðirnir taki að sér almannatryggingahlutverk verður róðurinn sýnu þyngri hjá væntanlegum samtökum séreignarsjóða í baráttunni fyr- ir breytingum á frumvarpi rík- isstjórnarinnar. Baráttan er þó síður en svo vonlaus, sérstak- lega ekki ef tekst að útfæra sér- eignarsjóðakerfið með einhverjum þeim hætti að það verði samrýmanlegt því fram- tíðarhlutverki lífeyriskerfisins sem foringjar ríkisstjórnarinnar virðast sjá fyrir sér. Er vel séð fyrir elliárunum? viðskiptaráðherra einmitt lýst því yfir að ástandið á peninga- markaðnum gæti ekki talist fyllilega ásættanlegt fyrr en fleiri fá aðgang að þeim lög- bundna langtímasparnaði sem lífeyrisgreiðslur fólks eru. Því verði að hleypa ileirum að. En þó Finnur Ingólfsson hafi hvað eftir annað gefið yfirlýsingar um nauðsyn aukins valfrelsis í lífeyrissparnaði þá er umræða annars eðlis og aðrar áherslur að brjótast um hjá mörgum flokksbræðra hans og samráð- herrum. Almannatryggingar í umræðunni að undanförnu hefur deilan um h'feyrismálin að mestu leyti snúist um hugtök eins og valfrelsi einstakling- anna til að ráðstafa lífeyris- sparnaði sínum, eða hverjir verða í þeirri valdaaðstöðu að sýsla með lífeyrissjóðina, eða þá að verið sé að beita 11.000 séreignasjóðsmeðlimi órétti. Allt eru þetta mikilvægir þættir í umræðunni sem eiga fullan rétt á þeirri athygli sem þeir hafa fengið. Hins vegar hefur umræða sem snýst að verulegu Ieyti um skatta, tekjur ríkis- sjóðs og framtíðarhlutverk vel- ferðarrflcisins lifnað aftur í tengslum við lífeyrismálin, kannski ekki síst meðal fram- sóknarmanna en líka í herbúð- um Sjálfstæðisflokksins. í þessu samhengi snýst líf- eyrissjóðsmálaumræðan um það hvort og þá með hvaða hætti lífeyrissjóðakerfið getur í framtíðinni leyst af hólmi trygg- ingkerfi ríkisins fyrir ellilífeyris- þega. Raunar er lífeyrissjóða- kerfið eins og það er í dag við- urkennt í útlöndum sem gott og framsækið kerfi, og því er m.a. þakkað að íslendingar þurfa ekki að hafa eins miklar áhyggjur og þeir annars hefðu þurft af því að þjóðin er að eld- ast. Þegar síðan lífeyrissjóðs- greiðslur koma vegna tekju- tengingar til frádráttar greiðsl- um frá Tryggingastofnun stytt- ist skrefið yfir í að lífeyriskerfið taki ellilífeyrishlutverk velferð- arkerfisins alfarið að sér. Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra hefur viðrað hug- myndir af þessu tagi á opinber- um fundi og Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar, segir aðspurður um þetta að vita- skuld sé sjálfvirk útgjaldaaukn- ing tryggingakerfisins verulegt áhyggjuefni. „Menn velta nátt- úrlega fyrir sér hvar það endar ef útgjaldaaukningin er þetta 2- 3 milljarðar á ári þó svo að engar breytingar séu gerðar aðrar,“ sagði Jón. Ilann telur ekki óeðlilegt að lífeyriskerfið komi í auknum mæli að þessu almannatryggingahlutverki.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.