Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 11
33agur-®útmtn Þriðjudagur 15. apríl 1997-11 HANDBOLTI HANDBOLTI • KA íslandsmeistari KA-UMFA 24:22 KA-heimilið, 4. leikur liðanna um fslandsmeistaratitilinn. Gangur leiksins: 1:0, 3:4, 7:5, (9:9), 11:9, 16:12, 18:16, 22:18, 23:22, 24:22. Mörk KA: Róbert J. Duranona 11/1, Jakob Jónsson 3, Jó- hann G. Jóhannsson 3, Leó Örn Þorleifsson 2, Björgvin Björgvinsson 2, Sergei Ziza 2, Alfreð Gíslason 1. Varin skot: Guðmundur Arn- ar Jónsson 14. Mörk UMFA: Gunnar Andrés- son 6, Páll Þórólfsson 5, ingi- mundur Helgason 4/4, Jón A. Finnsson 2, Sigurjón Bjarna- son 2, Alex Trufan 1, Bjarki Sigurðsson 1, horkell Guð- brandsson 1. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 14. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. Góðir. Áhorfendur: Troðfullt hús. Róbert Julian Duranona úr KA og Þorkell Guðbrandsson úr Aftureldingu áttust oft við á laugardaginn. HANDBOLTI • Úrslitakeppnin KA-menn innbyrtu á heimavelli gullið KA-menn innbyrtu ís- landsmeistararatitilinn með sigri á Aftureldingu, 24:22, í fjórða leik liðanna um íslandsmeistaratitilinn á laug- ardaginn. bað var ljóst þegar á upp- hafsmínútunum að KA-menn ætluðu ekki að gefa gestunum tækifæri á oddaleik í Mosfells- bænum. Varnarleikur KA var mjög sterkur allan leikinn og það var aðeins Gunnar Andrés- son sem var fundvís á smug- urnar í vörninni og hann náði að halda leiknum jöfnum með miklu einstaklingsframtaki í sóknarleiknum. í KA-liðinu bar sem oftar langmest á Duran- ona, sem afgreiddi boltann íjór- um sinnum í net Aftureldingar í hálfleiknum, upp úr aukaköst- um. Jafnt var í leikhlénu, 9:9, en eftir að KA-menn skoruðu tvö fyrstu mörk hálfleiksins og náðu stuttu síðar íjögurra marka forskoti, hefur líklega enginn áhorfenda í KA- heimil- inu trúað öðru en að KA-menn innbyrtu sigurinn. Það gerðu þeir, Afturelding náði reyndar að minnka muninn niður í eitt mark undir lokin, en Akureyr- Arni Stefánsson, Alfreð Gíslason og Róbert Julian Duranona fagna fyrsta íslandsmeistaratitli KA í handknattleik á laugardaginn. Mynd:jHF „Gífurtega stoltur af þessuliði“ ingar héldu áfram að keyra á fullu í sóknarleiknum, í stað þess að reyna að teQa og það gaf góða raun. Róbert Julian sýndi frábæra takta í sóknarleiknum, en að öðru leyti má segja að um jafn- an dag hafi verið að ræða hjá leikmönnum liðsins. Gunnar var yfirburðamaður í liði Aftureldingar, en Bjarki Sig- urðsson og Einar Gunnar Sig- urðsson voru svipur hjá sjón, miðað við það sem þeir gera best. Bjarki hefur átt í erfiðum meiðslum og var einnig vel gætt af Björgvini Björgvinssyni. Við erum búnir að leggja mikið á okkur æskuvin- irnir til að byggja upp gott lið og ná þessu. Þessi titill er það sem gefið hefur mér hvað mest á ferlinum. Ég er gíf- urlega stoltur af þessu liði og vona að Akureyringar séu það líka,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, eftir að lið hans hafði tryggt sér íslandsmeist- aratitilinn. „Þeir voru margir sem gáfu ekki mikið fyrir okkur fyrir ein- um og hálfum mánuði. Þá vor- um við búnir að missa af deild- armeistaratitlinum og ég mat stöðuna þannig að rétt væri að keyra liðið í stífari æfingar. Fyr- ir leikinn gegn ÍBV heima var ég þess vegna með tvær erfiðar æfingar, síðustu tvo dagana fyr- ir leik. Ég vonaðist til þess að þrátt fyrir ellefu marka tap í Eyjum þá mundum við taka þá á heimavelli á stoltinu, þó við værum dauðþreyttir. Það gekk reyndar ekki eftir, útkoman var níu marka tap og þeir voru margir sem gáfu ekki mikið fyr- ir okkur þá. Það skipti okkur hins vegar ekki höfuðmáli hvort við yrðum í öðru eða fjórða sæti í deildarkeppninni, við þyrftum hvort eð er fyrr eða síðar að vinna útileik í úrslitakeppninni. Það er ljóst að dæmið gekk upp, við vorum uppi á réttum tíma,“ sagði Alfreð. Hann sagði viður- eignina við Aftureldingu hafa verið erfiða, sérstaklega fram- an af. „Okkur tókst að leysa varn- arleikinn hjá þeim betur með hverjum leikniun, en að lokum misstu þeir kraftinn og trúna til að spila þessa vörn og bökkuðu aftur. Þessi síðasti leikur var samt erfiður, við hreyfðum okk- ur ekki nógu mikið í sóknar- leiknum framan af, en síðan fór þetta að smella saman og bolt- inn fékk að ganga betur á milli manna. Við höfðum svolítið sál- rænt tak á þeim, við vorum allt- af með forystuna og þeir voru undir þeirri pressu að mega ekki klikka mikið,“ sagði Alfreð. HANDBOLTI Patrekur fékk heimþrá Patrekur Jóhannesson, fyrr- um liðsmaður KA og leik- maður með Essen, fylgdist grannt með gangi mála á laugardaginn og hlustaði á síðustu mínútur leiksins í gegn um síma frá Þýska- landi. Hann var síðan einn margra sem sendu Hand- knattleiksdeild KA heilla- óskaskeyti eftir leikinn. „Ég var hálfstressaður að hlusta á lýsinguna og þetta er lík- lega í eina skiptið sem ég hef fengið heimþrá, frá því að ég flutti til Þýskalands,'1 sagði Patrekur. Bjarki sprautaður Það fór ekki mikið fyrir Bjarka Sigurðssyni, aðal- skyttu Aftureldingar, á laug- ardaginn. Bjarki hefur átt við meiðsl að stríða í hæl og nára og var sprautaður fyr- ir leikinn og í leikhléinu til þess að hann gæti spilað. Uppselt á föstudag Óhætt er að segja að for- sala á leikinn á laugardag- inn hafi gengið með mikl- um ágætum. Miðar á leik- inn voru seldir í Bókval í göngugötunni á Akureyri og mynduðust þar langar biðraðir, þrátt fyrir að full- orðinsmiðarnir væru seldir 300 krónum dýrari en venjulega. Miðarnir klár- uðust síðan klukkan 14 þann sama dag, en nokkrir miðar fóru svo óvænt í sölu síðustu klukkustundina fyrir leik þegar Handknatt- leiksdeild Aftureldingar skilaði af sér sextíu mið- um, af þeim 200 sem þeir fengu til sölu. Guðjón Þórðar í KA-klefanum Einn þeirra sem mætti í búningsklefa KA til að óska Akureyrarliðinu til ham- ingju var Guðjón Þórðarson, knattspyrnuþjálfari. Guðjón þjálfaði KA þegar liðið varð íslandsmeistari 1989 og hefur haldið vin- og kunn- ingskap við marga KA- menn allar götur síðan þá. HANDBOLTI Einar líklega áfram F I lest bendir til þess að Einar Þorvarðarson verði áfram þjálfari Aftureldingar. „Við munum ræða við hann í vikunni og væntum þess að hann verði þjálfari áfram,“ sagði Jóhann Guðjónsson, formaður Hand- knattleiksdeildar UMFA. Ljóst er að litlar sem engar breytingar verða á leikmanna- hópi liðsins, þar sem nær allir leikmenn félagsins eiga enn eft- ir 1-2 ár af samningum sínum. Jóhann sagði að það væri stefna stjórnarinnar að leik- menn væru á öllum tímum samningsbundnir félaginu, það væri eina leiðin til að halda leikmönnum eftir úrskurðinn í „Bosman- málinu“. AKUREYRARBÆR Atvinnudeild Akureyrar Atvinnudeild Akureyrar vekur athygli á úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði árið 1997 til átaksverkefna á vegum sveitarfélaga. Styrkirnir eru ætlaðir til sérstakra verkefna sem mið- ast að því að fjölga atvinnutækifærum við sem flestra hæfi. Til verkefnanna má aðeins ráða ein- staklinga sem eru skráðir atvinnuleitendur og hafa bótarétt. Fyrirtæki og félagasamtök geta sótt um styrk til átaksverkefna. Þá geta einstaklingar sem eru atvinnulausir sótt um styrk til þess að vinna að eigin viðskiptahugmynd. Verkefnin mega ekki vera í samkeppni við annan atvinnurekstur. Umsóknir skulu berast skrifstofu Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs fyrir 1. maí 1997. Akureyrarbær hefur milligöngu um afgreiðslu umsókna. Reglur Atvinnu- leysistryggingasjóðs um úthlutun styrkja og eyðu- blöð vegna þeirra eru á skrifstofu Vinnumiðlunar Ak- ureyrar að Glerárgötu 26.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.