Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Qupperneq 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Qupperneq 1
JDctgur-SItmmn Góða helgi! VJ m ím tyrir kl. ao:ao I kuölii Blað Laugardagur 3. maí 1997 - 80. og 81. árgangur - 82 tbl. Konan í verkinu tekur hvern krók og kima fegrunarmeðferðar til að koma sér í árshátíðarformið. Það eitt angrar Önnu ekki. Það er konan sem gengst undir kröfur umhverfisins án þess að vita af hverju sem hún vill hreyfa við. Vitirðu af hverju þú varalitar þig - þá ertu ekki lengur skynlaust fórnarlamb umhverfisins. Karlmenn eru fómarlömb framtíðarinnar Konur nota sjálfa sig, með hjálp meiks og lita, sem stöðutákn. Karlar nota utanaðkom- andi hluti, bíla, grœjur o.s.frv. Svo hljóðar klisjan en klisjan er sjaldnast úr lausu lofti grip- in. Anna Líndal er að velta þvífyrir sér afhverju konur nota þessa leiðina... Karlmenn eru fórnarlömb framtíðarlnnar," segir Anna Líndal, myndlistar- maður, sem er búin að hengja upp verk samansett úr mörgum ljósmyndum í Galleríinu Ing- ólfsstræti 8. Ljósmyndirnar fylgja konu (Önnu sjálfri) ná- kvæmlega eftir þar sem hún er að breytast úr hversdagskonu í velpassandi árshátíðarkonu. Framtíðin er sem sagt enn handan við hornið því fegurðar- fórnarlömb nútíðarinnar eru enn að mestu leyti konur. En hvað er fegurðarfórnarlamb? Jú, þegar þú ert t.d. hætt að þora að skreppa ómáluð út í sjoppu. Það eru kannski fáar konur sem raunverulega fara í gegn- um alla fegrunarmeðferðina sem lýst er á myndunum henn- ar Önnu þar sem allt er tekið í gegn; húð- og handsnyrting, hár- og augnaháralitun, vax- meðferð á fótleggi og nára o.s.frv. En óneitanlega eru ómálaðar konur með hárið í óreiðu og blettóttum fötum fá- tíðar á hátíðlegum samkomum. „Mér finnst allt í lagi að mála sig en ég held að það sé nauð- synlegt að vita hvers vegna maður gerir það. Þá er maður orðinn gerandi en ekki þolandi. Þetta er auðvitað aUsherjar skrípaleikur en það er betra að vita hvert maður er að hlaupa og af hverju.“ milli þess að eiga dýrðlegt kyn- Kf ævina á enda eða verða milljónamær- ingur. „Ég fann það út að hver tiUaga tæmdi mann,“ segir Anna um þess- ar ráðlegging- ar sem lesnar eru upp til agna af konum um allan heim enda inntak þeirra ekki að breyta lífi sínu heldur leyfa sér einu sinni að lifa í veröld miUjónamæringsins um stund (kaupa 100 rósir, fok- dýra dragt o.s.frv.) við það passa inn í þjóðfélagið. Að vera með. Konur hætta þessu ekkert þó þær séu örugg- ar um eigin- manninn. Ég held að konur haldi sig alveg jafn mikið til fyrir aðrar kon- ur.“ Blair og Major Tímarnir breyt- ast og eiginkon- urnar með. Þegar stjórnmála- menn þurftu á því að halda var hamingjusama húsmóðirin markaðssett sem hin ídeala eig- inkona. „En nú er það ekki inn fyrir stjórnmálamenn að eiga eiginkonur sem húsmæður. Konan hans Tony Blair er t.d. karríer-kona og það er bara lásí fyrir Major að eiga eigin- konu sem er heima og straujar skyrturnar hans.“ Ástæðurnar fyrir skreytiþörf kvenna og stöðutáknaleik beggja kynja eru auðvitað óá- þreifanlegar en Anna telur að þarna fari saman þörf fólks til að lifa af, standa sig í samfélag- inu og passa inn í það. Full- kominn gerandi óháður öllu er auðvitað ekki til en þá spyr Anna: „Hvernig er ég orginal? Maður veit það ekki svo vel lengur. En með því að hafna öllu, öllum þessum reglum, þá verðurðu utangarðs." lóa Kvennablöðin Anna bjó sig vel undir verkið, las stóru erlendu kvennablöðin og svaraði samviskusamlega krossaprófunum um: með 6 ailtaf eldn og missi p farða.“ Hvernig verð ég full- komin..., 180 aðferðir til að vera hamingjusöm til æviloka o.s.frv. þar sem valið stóð t.d. á Ekki mökunarlöngunin -Nú hafa konur skreytt sig með ýmsum leiðum frá ör- ófi alda. Er þetta ekki okkur bara eðlislægt? „Að einhverju leyti er þetta manninum eiginlegt," segir Anna en finnst kröfurnar líka samfélagslegar. „Það er líka mannin- um eðlilegt að gera sér skjól en ekki endilega að búa í 350 fermetrum." -Aðferðir til að vekja athygli hins kynsins eru líka þekktar í dýraríkinu. Tengir þú þessa skreytiþörf við kynferðis- legar langanir? „Auðvitað er það einn þátt- urinn en ég tengi þetta meira En hvað er fegurð- arfórnarlamb? Jú, þegar þú ert t.d. hœtt að þora að skreppa ómdluð út í sjoppu. MAÐUR VIKUNNAR ...er Sigursteinn Másson, ritstjóri og fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2. Hann sýndi djörfung og hug svo að um munaði við að kafa ofan í Guðmundar-og Geir- finnsmál og búa til heila tvo sjónvarpsþætti þar sem flett er upp viðkvæmum vinklum á þessu sakamáli aldarinnar á íslandi og jafnvel fyrr og síðar. Eng- inn vafi leikur á því að Sig- ursteinn hefur verið undir miklum þrýstingi við vinnslu sjónvarpsþáttanna og orðið að beita útsjónar- semi og lagni við að afla sér upplýsinga. Stjórnkerfið er jú ekíd beinh'nis vinveitt blaðamanni sem er að snuðra í viðkvæmum mál- um og koma með nýjar staðreyndir fram í dags- ljósið. -GHS

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.