Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 5
jOagttúíSímBttt Miðt)ikudagwr'?.'.vmtí\t&&7 —5- F R É T T I R Rafmagn til húshitunar lækkar Borgarráð hefur samþykkt að lækka kostnað vegna rafhit- unar húsnæðis til jafns við það sem kostar að hita hús með heitu vatni. Kostnaður vegna þessa nemur rúmum 6 milljörð- um króna á orkuveitusvæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Áætlaður kostnaður vegna þessa er 2.450 milljónir króna í Reykjavík, 1.388 milljónir kr. í Kópavogi, 1.238 í Mosfellsbæ og 1.177 milljónir króna á Kjalar- nesi. Þetta hefur hinsvegar eng- in áhrif í Garðabæ eða á Sel- tjarnarnesi. Samkvæmt áætlun Raf- magnsveitu Reykjavíkur, sem lögð var fyrir borgarráð í gær, er þarna um að ræða mismun sem nemur 1,70 krónum á hverja kílówattstund, þ.e. mis- munur á verði Hitaveitu og Raf- magnsveitu. Reiknað er með að greiða niður allt að 30 þúsund kWh á ári á hvert húsnæði. Það er í samræmi við útgefnar regl- ur iðnaðaráðuneytisins um nið- urgreiðslur. Hinsvegar verður ekki um neina jöfnun á kostnaði að ræða á þeim stöðum þar sem hitaveita er fyrir. Ætlast er til að húseigendur á þeim svæðum nýti sér upphitun með heitu vatni. - grh Forsætisráðherra Launþegar verða að fá kaupmátt sem var lofað Davíð Oddson forsætisráðherra: „Launþegar verða að koma frá þessu samningstímabiii með þann aukna kaupmátt, sem þeim hefur verið lofað. Ella mun illa fara.“ uynd: ejíi. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sagði í ræðu sinni á aðalfundi Vinnu- veitendasambands íslands að líkt og sagt var að öxin og jörð- in geymdu biskupinn best forð- um, hafi nútímamenn stundum sagt um stjórnarsáttmála ríkis- stjórna að skápurinn og skúffan geymdu slíka best. Davíð vitnaði þó í stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar varð- andi ýmis verkefni í efnahags- og atvinnumálum. Hann sagði að megináhersla væri lögð á efnahagslegan stöðugleika og jafnvægi í ríkisljármálum. „Ég tel að þeir kjarasamn- ingar, sem gerðir hafa verið að undanförnu, sanni best hvernig til hefur tekist. Samningar eru nú gerðir til þriggja ára og þeir byggja á því að verðbólga verði lág og hagvöxtur öflugur og reyndar meiri en í helstu við- skiptalöndum okkar, og þeir byggja á meiri kaupmáttar- aukningu en menn hafa lengi þorað að stefna að,“ sagði for- sætisráðherra. Davíð bar lof á forystumenn verkalýðshreyfingar og vinnu- veitenda sem og almenning all- an fyrir að fylgja ábyrgri stefnu í launamálum. Með hóflegum kröfum væri stefnt að bættum árangri atvinnulífsins - og um leið auknum kaupmætti al- mennings. Ræða Davíðs bar þess merki að hann er fullur bjartsýni á þróun mála á íslandi. Hann sér margar sóhr á lofti þessa stundina. Og Davíð Oddsson varaði við. Hann segir að fólkið í landinu verði að njóta þess sem um hef- ur verið samið. „Launþegar verða að koma frá þessu samningstímabili með þann aukna kaupmátt, sem þeim hefur verið lofað. Ella mun illa fara,“ sagði Davíð Oddsson í gær. Ráðherrann greindi frá fjöl- mörgum góðum teiknum sem á lofti eru í þjóðarbúskapnum. Hagvöxtur var í fyrra tvöfalt meiri en að meðaltali í OECD- löndum. Horfur væru á að hag- vöxtur verði að meðaltali 3,5% næstu árin. Ráðstöfunartekjur fólks færu vaxandi og mundu halda áfram að gera það á komandi árum. Ársverkum hef- ur fjölgað í landinu um 3 þús- und í fyrra og hátt í það sama í ár. Sagði Davíð þetta ef til vill ánægjulegustu merki um að farið sé að vora í íslensku efna- hagslífi eftir langt hretviðri. Hann sá fyrir sér grósku og lágt hlutfall mannafla sem á við at- vinnuleysi að stríða. -JBP Kaffi Puccini Útrás til Noregs Bandaríska kaffifyrir- tækið Barnie’s Coffee & The Company hefur valið eigendur Kaffi Puccini á Vitastíg til að opna og starfrækja kaffihús í Fred- riksstad og Osló. í bígerð er einnig að opna kaffihús í Prag, höfuðborg Tékklands. Eigendur Puccini fengu á sínum tíma umboð fyrir Bernie’s kaffibaunir á Norð- urlöndum en þeir hafa rekið kaffihúsið sitt á Vitastíg síð- an sl. haust. Það er ekki að- eins kaffihús heldur einnig kaffiverslun. - grh Heilsa Um 50 þús. íslend- ingar með gigt! Fimmti hver maður og rúmlega það er með gigt hér á landi, en undir þann sjúkdóm flokk- ast á annað hundrað til- brigði við veikindi í stoðkerfi líkamans. Þekktust er slit- gigt sem hrjáir margan mann, einnig liðagigt. Þetta háa hlutfall kom fram við sameiginlega rannsókn á Norðurlöndum fyrir nokkr- um árum. Mat lækna er að 10% þeirra sem eiga við sjúkdóminn að etja séu illa farnir, eða fimm þúsund landsmenn. Sjúkdómurinn hefur áhrif á hreyfigetu og þrek. í lok mánaðarins er fyrirhugað þriggja daga þverfaglegt þing lækna, sjúklinga og margra ann- arra sem koma að gigtar- meðferð. Þingið verður haldið í Reykjavík 28.-30. maí og þar m.a. kynntar nýjungar í meðferð gigtar. Varnarliðið Vilja rannsókn á rannsókn rýrnunar Verslunarmannafélag Suð- urnesja óskar eftir rann- sókn á rannsókn rýrnun- ar, sem talið var að hefði orðið á birgðum stórmarkaðar Varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli árið 1995. Ekki verður séð að rýrnunin stafi af þjófnaði ís- lenskra starfsmanna, eins og rannsóknaraðilar virtust ganga út frá. Ilallast er að bókhalds- mistökum í Bandaríkjunum sem skýringu á feiknamikilli „rýrnun” á fslandi. Liður í rannsókninni var myndavéla- eftirlit með starfsmönnum, sem mun vera ólöglegt athæfi hér á landi. „Það sem er efst í mínum huga og skiptir mestu máli er að greint verði frá niðurstöðu rannsókna. Við erum að tala um tvö mál, annars vegar rann- sókn á meintri rýrnun í Varnar- liðsversluninni 1995, sem hefur óbeint verið klínt á starfsfólkið. Hins vegar vil ég fá niðurstöður úr rannsókn á því hvernig Jóhann Geirdal form. Versl.mannafélags Suðurnesja Upplýsingar frá íslensku lögreglunni á Vellinum voru rangar. svona mistök hafa gerst, sem er önnur rannsókn sem ég óska eftir að fari fram,“ sagði Jó- hann Geirdal, formaður Versl- unarmannafélags Suðurnesja, í samtali við Dag-Tímann. Jóhann segir að öll viðbrögð hafi dregist, sem hann heldur fram að stafi af því að upplýs- ingar sem fengist hafa frá lög- reglunni á Keflavíkur- flugvelli hafi verið rangar. „Okkur var tjáð á fundi að í gangi væri lögreglurannsókn í samstarfi við íslensku lögregluna. Þess vegna er það afstaða varnarmálaskrifstofu að aðhafast ekkert í málinu, grípa ekki inn í gang lögreglurann- sóknar. Að henni lokinni er hægt að óska eftir rannsókn á henni, telji menn ástæðu til. Núna óska ég eftir þessari rannsókn,” sagði Jóhann. -JBP Evróvisjón Við erum úr leik s slendingar verða að finna sér annað til dundurs næsta vor en að spá fyrir um geng- ið í Evróvisjón, því samkvæmt útreikningum skipuleggjenda keppninnar, verður þjóðin í skammarkróknum næsta ár og situr heima. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 11 árum þegar götur tæmdust og allt þjóðfélagið beið þess að Icy- hópurinn sigraði heiminn, fyrst þegar íslendingar voru með. Ástæða þess að ísland situr heima næsta ár er einföld. Við höfum einfaldlega ekki staðið okkur nógu vel að undanförnu og er þá hvorki litið til plötu- samninga eða alheimsdýrkunar, heldur fárra stiga sem í sarpinn hafa safnast. Hitt er e.t.v. sára- bót að árið 1999 fær þjóðin aft- ur að vera með, en það er eins gott að standa sig þá, því ann- ars endurtekur sagan sig. BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.