Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 10
10- Miðvikudagur 7. maí 1997 |Dagur-®mtttm i H E S T A R Toppeinkunnir í hverjum fíokki HESTA- MÓT Kári Arnórsson Vorsýningin í Gunnars- holti, sem var vel sótt að vanda, hófst með hópreið hestamanna úr Hestamannafé- laginu Geysi. Að því loknu komu fram þeir hestar sem hæsta einkunn höfðu hlotið í hverjum flokki. í flokki 4ra vetra hesta hlutu 9 hestar fullnaðardóm. Einn þessara hesta, Númi frá Þór- oddssstöðum í Grímsnesi, bar þar af, en hann hlaut í einkunn 8,13 fyrir byggingu og 8,21 fyr- ir hæfileika; aðaleinkunn 8,17. Þetta er mjög góð frammistaða og fetar hann þar í fótspor frænda síns frá því í fyrra. Númi hefur mjög jafnar ein- kunnir, en það endurtekur sig nú ár eftir ár að hestar ættaðir frá Laugarvatni hljóta svona jafnar einkunnir sem er auðvit- að mjög farsælt fyrir ræktunina. Númi hlaut 8,5 fyrir háls og herðar og fyrir fótagerð. Hann fékk 8,5 fyrir skeið, stökk, geðs- lag og fegurð í reið. Þetta er glæsilegur foli. Númi er undan Svarti frá Unalæk og Glímu frá Laugarvatni sem hlotið hefur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og ætlar svo sannarlega að standa við það. Annar foli í þessum flokki er einnig mjög álitlegur, en það er Tývar frá Kjartansstöðum, son- ur Þokka frá Garði og Ternu frá Kirkjubæ. Þessi foli hlaut 8 fyrir byggingu og 7,70 fyrir hæfileika skeiðlaus; aðaleinkunn 7,85. Þetta er góð einkunn hjá 4ra vetra fola en Tývar hlaut 8,5 fyrir tölt. Þrír aðrir folar, Stæll frá Austvaðsholti, Hrannar frá Sæfelli og Baldur frá Skeiðhá- holti hlutu viðunandi einkunn fyrir byggingu en hæfileikaein- kunn var slök. Þeir eiga þó alla möguleika á að bæta sig þar. Eiður í sérflokki Mikil þátttaka var í dómi hjá 5 vetra folum. Þar hlutu 24 hest- ar fullnaðardóm. Það er alltaf mjög spennandi að vita hvernig þeir folar koma undan vetri sem hátt voru dæmdir á síðasta ári og svo koma alltaf nokkrir folar í dóm í fyrsta sinn 5 vetra. Það er skemmst frá því að segja að einn foli stakk hina af. Þett er Eiður frá Oddhóli sem fékk hvorki meira né minna en 8,53 fyrir hæfileika, þar af þrjár 9, fyri tölt, vilja og fegurð í reið. Fyrir byggingu hlaut Eiður 8,15 sem er góð einkunn sérstaklega fyrir það að hann fer hvergi niður fyrir 8 og 9 fær hann fyrir fótagerð. Aðaleinkunn Eiðs er 8,34 og var hvergi ofgefið. Eng- inn 5 vetra foli náði svo hárri einkunn í fyrra og aðeins einn í hittið fyrra, Andvari frá Ey. Eið- ur er undan Gáska frá Hofs- stöðum og Eiðu frá Skáney. Þessi hestur er Vestlendingur ræktunarlega séð þó Sauðár- króks- og Hornafjarðarblóð sé í framættum, og merkilegt nokk þá er ekkert Hrafnsblóð í hon- um. Annar í þessum flokki var Hamur frá Þóroddsstöðum. Hamur var efstur 4ra vetra hesta í fyrra. Hann hækkaði nú í byggingu og hlaut 8,28 í ein- kunn, þar af tvær 9 fyrir fóta- gerð og hófa. Fyrir hæfileika hlaut hann jafnar einkunnir en hæfileikaeinkunnin er 8,01. Hamur hefur lækkað í hæfileik- um frá því í fyrra en þá hlaut hann 8,21. Rétt er að taka fram að nú eru ekki gefin brot, að- eins hálfar eða heilar tölur og samráð um niðurstöðu. Þetta er því ekki alveg sambærilegt við dóminn í fyrra og mér sýnist þetta koma mjög vel fram í ein- kunnum Hams. Hamur er und- an Galdri frá Laugarvatni og Hlökk frá Laugarvatni. Laugar- vatnsræktunin er því í fremstu röð bæði í 4 og 5 vetra flokki. Þriðji í röðinni var Skorri frá Blönduósi. Hann fékk góða byggingareinkunn 8,23 og þar af 9 fyrir háls og herðar. Fyrir hæfifeika fékk hann 8,06 og í aðaleinkunn 8,14. Hann hefur því einn fárra hesta bætt sig verufega frá í fyrra. Skorri er undan Orra frá Þúfu og Skikkju frá Sauðanesi sem er undan Feng frá Bringu. í ijórða sæti var svo Hilmir frá Sauðárkróki. Miklar sögur höfðu gengið um glæsileik þessa hests og því biðu menn spenntir eftir því hvernig hann kæmi út úr dómi. Hann hlaut mjög góðan byggingardóm 8,30 og trónar þar í efsta sæti ásamt Roða frá Múla. Fyrir háls og herðar og fyrir bak og lend hlaut Hilmir 9. Hæfileikaein- kunn hans var þokkaleg, þó hún stæði ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru og magnaðar höfðu verið upp, eig- endum til lítillar ánægju. Af sögusögnum mátti ímynda sér að þarna væri stórstirni á ferð og var mönnum þá hugsað til Galsa hálfbróður hans. Aðalein- kunn Hilmis er 8,11 sem verður að teljast góð einkunn hjá 5 vetra fola. Þennan hest vantar hins vegar ennþá vilja til að fylgja eftir hæfileikunum. Hann er mjög stór og þarf því mikinn kraft í stórbrotnar hreyfingar. Hann á framtíðina fyrir sér að þessu leyti. Hilmir er undan Ófeigi frá Flugumýri og Hervu frá Sauðárkróki. Roði frá Múla sem stóð sig mjög vel í fyrra hlaut nú mjög góðan byggingardóm 8,30 þar af 9 fyrir bak og lend og hófa. Hann missti hins vegar flugið hvað hæfileikana snertir og lækkaði úr 8,03 í fyrra niður í 7,84. Aðaleinkunn hans er 8,07 sem er svo sem þokkaleg ein- kunn hjá svo ungum hesti, en hann hefur átt við heltisvanda- mál að stríða í vetur segir þjálf- arinn. Roði er undan Orra frá Þúfu og Litlu-Þrumu frá Múla. Þrír fengu yfir 8 Þrír aðrir hestar náðu yfir 8. Ljósvaki frá Akureyri, sem er undan Kjarval frá Sauðárkróki og Kviku frá Brún við Akureyri, hlaut 8,05 fyrir byggingu og 8,01 fyrir hæfileika; aðalein- kunn 8,03 og hækkaði frá í fyrra úr 7,84. Hann hlaut jafnar einkunnir og er mjög gæfulegur hestur. Esjar frá Holtsmúla undan Ófeigi frá Flugumýri og Freyju frá Glæsibæ II skaust líka upp yfir 8 og hlaut sömu einkunnir og Ljósvaki. Sigurður í Holtsmúla var ekki að þreyta þennan hest með því að þvæla honum í dóm í fyrra heldur Kvíarhóli hrapar úr 8,09 í fyrra í byggingu niður í 7,85 og fleiri dæmi mætti nefna um stórar breytingar. f þessum flokki voru tveir hestar sem aðeins komu í bygg- ingardóm. Logi frá Flugumýri sonur Kveiks frá Miðsitju hlaut 8,18 og Álfur frá Akureyri und- an Gassa frá Vorsabæ II hlaut 7,98. Margir 5 vetra hestar lækka í hæfileikadómi frá síðasta ári og vekur það upp spurningar um ofþjálfun á hestunum 4ra vetra. Er hæsta einkunn ársins komin fram? í ílokki 6 vetra og eldri hlutu 18 hestar fullnaðardóm. Flestir hestanna eru 6 vetra en þó voru tveir 9 vetra, einn 8 vetra og tveir 7 vetra. Sex hestar af þessum 18 fengu svo lélegan dóm að geld- ing hlýtur að blasa við. Tveir hestar voru byggingardæmdir og hlaut Prúður frá Kotströnd sem er sonur Platons frá Sauð- árkróki 8,15 en Mjölnir sá frægi töltari frá Sandhólaferju 7,65. Efstur í þessum flokki var Glaður frá Hólabaki í Austur- Hún. Þetta er vel gerður hestur með 8,28 fyrir byggingu, þar af 9 fyrir hófa. Fyrir hæfileika fær Glaður 8,54 og þar í tvær 9 fyr- ir stökk og vilja; aðaleinkunn 8,41. Glaður er skapríkur hest- ur og á sýningunni á laugar- daginn var hann greinilega orð- inn leiður á þessu standi. í dómi kom hann hins vegar vel fyrir. Glaður er undan Garði frá Litla-Garði og Lýsu frá Hóla- baki. Garður hefur skilað nokk- uð góðum afkvæmum, sem yfir- leitt eru betur gerð en hann sjálfur. Með þessu afkvæmi er hann kominn í hóp bestu feðra. Það verður gaman að fylgjast með því hvort einhverju kyn- bótahrossi tekst í sumar að komast upp fyrir Glað í heildar- einkunn. Einkunnin 8,41 var hæsta einkunn fyrir kynbóta- hross 1995. Annar í þessum ílokki, sem líka er 6 vetra eins og Glaður, var Ásaþór frá Feti. Þarna er gæðingur á ferð. Hann fær 8,25 fyrir byggingu, þar af þrjár 9 fyrir háls og herðar, samræmi Eiður frá Oddhóli stakk aðra af. Knapi Sigurbjörn Bárðarson. leyfa honum að þroskast. Það gaf ávöxt núna og á örugglega eftir að skila meiru. Þór frá Kjarri, sonur Pilts frá Sperli og Þrumu frá Selfossi, hlaut 7,93 fyrir byggingu þar af 9 fyrir fótagerð og 9 fyrir hófa sem er skemmtilegt því ekki standa að honum hófasterk hross. Fyrir hæfileika fékk Þór 8,07, jafnar einkunnir fyrir allt nema skeið sem á eftir að skila sér; aðal- einkunn 8.00. Það var eins með möguleika á því að bæta sig. Eldur frá Vallarnesi, Kveldúlfur frá Kjarnholtum, Öngull frá Ak- urgerði og Garri frá Grund fengu allir einkunn yfir 7,80 sem er þokkalegt. Sumir þeirra dúndruðu þó hrikalega niður í byggingu eins og Garri frá Grund sem fer úr 7,97 í fyrra í 7,60 en kostirnir hækka aftur, 7,72 upp í 8,04 þar af 9 fyrir brokk. Fótaeinkunnin lækkar úr 8,5 niður í 7,5 sem er magn- Glaður frá Hólabaki efstur í 6 v. flokki. Knapi Sigurður V. Matthíasson er þriðji frá vinstri. Númi frá Þóroddsstöðum, frábær sonur Svarts. Knapi Þórður Þorgeirs- SOn. MyndirE.J. Þór eins og Esjar að hann var ekki sýndur í fyrra. Skorri frá Gunnarsholti sem hlaut einkunn yfir 8 í fyrra fékk núna 7,92. Aðallega lækkaði hann í hæfileikum en það gildir það sama um hann eins og aðra 5 vetra fola sem getið hefur verið hér að framan að hann á að. Þegar svona miklar breyt- ingar verða þá vaknar spurn- ingin hvort ekki sé rétt að dóm- arar séu með síðasta bygging- ardóm á endurdæmdum hest- um til hliðsjónar, eins og áður var og færi þá rök fyrir breyt- ingunum. Svona mikli breyting er geldingardómur. Fáni frá

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.