Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 11
©agur-CEímtmn Miðvikudagur 7. maí 1997 -11 og hófa. Fyrir hæfileika fær hann 8,37, þar af 9 fyrir fegurð í reið. Ásaþór er undan Kraflari frá Miðsitju, sem er stórættaður og Ásdísi frá Neðra-Ási. Geta má þess að Vigdís alsystir Ása- þórs var efst fjörurra vetra hryssna á fjórðungsmótinu í fyrra. Pó byggingareinkunnirn- ar séu misjafnar þá er þarna um óvenju framfallegan hest að ræða. Líklegt er að þessi hestur eigi eftir að bæta við sig í hæfi- leikum, einkum í skeiðinu. Gustur ofdæmdur? Þriðji hesturinn í þessum flokki var Gustur frá Grund. Gustur er orðinn 9 vetra og hefur áður hlotið góðan dóm. Hesturinn hefur vakið mikla athygli, eink- um fyrir brokk og vúja. Hann hefur hins vegar verið mikið umdeildur og hætt er við að svo verði áfram. Þær einkunnir sem Gustur hlaut nú voru fyrir byggingu 7,88 og fyrir hæfdeika 8,63. Frambygging hestsins er góð en aðrar einkunnir slakar, hófar þó þokkalegir. Fyrir hæfi- leika fær þessi hestur 10 fyrir brokk og 9,5 fyrir tölt. í báðum þessum tilfellum er hestinum ofgefið og þó sérstaklega í tölt- inu. Einkunn upp á 9,5 er fyrir tölt sem þykir mjög æskilegt og verður að vera algerlega takt- hreint. Það er það alls ekki hjá þessum hesti. Miðað við dóm- stigann eins og hann er settur fram í bókinni Kynbótadómar og sýningar er að mínu viti sett fram mjög góð skilgreining á því tölti sem fram kemur hjá Gusti. Hún er þannig: „Rúmt, afar lyftingar- og framgripsmikið tölt en skortir nokkuð á gott taktöryggi." Sam- kvæmt dómstiganum er þetta 8,5 fyrir tölt. Gustur er ekki í hópi bestu töltara landsins. Brokkið í þessum hesti er mjög einstakt fyrir mikið fram- grip. Stilling hestsins í reið ger- ir það hins vegar að verkum að svifið verður ekki að sama skapi eins mikið, því er hæpið að gefa honum 10 fyrir þessa gangtegund. Þó þessi gagnrýni komi fram á dóminn þá er hér á ferðinni mikill garpur og á væntanlega eftir að skila góðum kostum inn í ræktunina. Skeið- einkunn Gusts hefur snarlækk- að frá því fyrir þremur árum. Þessa gangtegund er erfitt að dæma vegna blendingsins í hreyfingunni. Aðaleinkunn Gusts er 8,28. Askur næstur Sjö aðrir hestar fengu yfir 8 í aðaleinkunn. Næstur Gusti var Askur frá Keldudal. Hann hækkar fyrir byggingu en lækkar fyrir hæfileika frá því í fyrra þó heildareinkunn sé svipuð 8,18. Hrókur frá Glúms- stöðum bætti sig verulega, fékk nú 8 fyrir byggingu og 8,31 fyr- ir hæfileika, allt mjög jafnar einkunnir. Gauti frá Gautavík, sem er ætth'till hestur fékk góða einkunn fyrir hæfileika 8,41 en byggingareinkunn fremur slök, 7,88. Þetta er fljúgandi reið- hestur. Faxi frá Hóli í Sæmund- arhhð fékk góðar og jafnar einkunnir aðaleinkunn 8,12. Hann er albróðir Þyts frá Hóli sem fékk háan dóm á lands- mótinu 1994. Hlér frá Þórodds- stöðum fékk jafnar einkunnir aðaleinkunn 8,08, en vantar fegurð. Andvari frá Skáney sem orðinn er 9 vetra fór nú yfir 8 markið, þokkalegur reiðhestur. Sömuleiðis fékk náði Brynjar frá Árgerði yfir 8, mikill gang- hestur en byggingin slök. i I KNATTSPYRNA Leikurínn gegn Genk er sá besti hingað tíi Rætt við Lúkas Kostic, þjálfara KR. Undirritaður lagði leið sína vestur á Álagranda eitt fagurt sunnudagskvöld í byrjun maí og tók hús á Lukasi Kostic og fjölskyldu hans á vist- legu heimili þeirra í Vesturbæn- um. Tilgangurinn var að spjalla stuttlega við þjálfarann um fót- bolta og tímabilið sem framundan er. Fjölskyldan sat við stofuborðið og spilaði myilu þegar fréttasnáp- inn bar að garði. Yngsti meðlim- urinn, Alexander, var ekki beint sáttur við gang mála í spilinu því hann var að tapa fyrir eldri bróð- ur sínum. Honum kippir greini- lega í kynið og kann tapinu illa. Eftir að hafa þegið góðar veiting- ar hjá Svetlönu og Kóla, en svo er Lukas kallaður meðal KR-inga, skelltum við okkur í viðtalið. - Nú erlu búinn að vera hér í l'f ár, hvernig hefur Jjölskyldunni líkað dvölin í Veslurbœnum? „Hér er mjög gott að vera. Þetta er svipað og heima í Júgó- slavíu þar sem við áttum heima í 150 þúsund manna borg. Eldri strákurinn okkar hefur eignast mjög góða vini og sá yngri er í leikskóla og þeir eru mjög ánægð- ir hér í Vesturbænum. Það er mikið þægilegra að vera hér í borginni en á minni stöðunum úti á landi. Hér höfum við allt til alls.“ - Eru strákarnir þínir í fót- boltanum eins og þú? „Eldri strákurinn, Igor, er að æfa með 4. fiokki í KR og ég held að hann sé efnilegur. Sá yngri er bara 4 ára en auðvitað sparkar hann bolta eins og allir strákar. Það kemur í Ijós hvort hann fær brennandi áhuga einhvern tíma seiima." - Hvernig hefur fótboltinn þróast á íslandi síðan þú komst hingað til lands árið 1989 og lékst með Þór Akureyri? „Það hafa orðið miklar fram- farir og bestu liðin hérna eru að verða mjög góð. Hérna verða menn samt að fara að hugsa meira eins og atvinnumenn. Það er fullt af efnilegum leikmönnum á íslandi sem geta orðið góðir evrópskir knattspyrnumenn ef þeir fá tækifæri til að helga sig boltanum meira en þeir hafa gert til þessa.“ - EJlir gott gengi fyrrihluta mótsins ífyrra gekk allt á aftur- fótunum í seinnihlutanum. Hvað var það sem fór úrskeiðis? „Það er kannski ekki hægt að benda á neina eina ástæðu. Við vorum óheppnir með meiðsli. Þegar Guðmundur (Benediktsson) meiddist kom vel í ljós að breidd- in í sóknarleiknum var ekki nógu mikil. Svo var Hilmar (Björnsson) að leika kviðslitinn allan seinni hluta mótsins. Það setti allt strik í reikninginn. Hjá klúbbi eins og KR þarf að vera hörð samkeppni um allar stöður. Varamennirnir mega ekki vera neitt síðri en þeir sem byrja leikinn." - Hvaða breytingar hafa orð- ið á KR-liðinu frá síðasta ári? „Strákarnir eru miklu sterkari núna en í fyrra. Þeir eru í mjög góðu úthaldi og nú er leikskipu- lagið farið að ganga vel. Belgarn- ir sem við lékum við voru undr- andi á hvað liðið var í góðu út- haldi og hve mikið strákarnir lögðu á sig. í leiknum við Lom- mel, sem var í 4. sæti, fyrir ofan Anderlecht, var Þormóður (Egils- son) að hlaupa frá línu til línu á 90. mínútu á sömu ferð og í upp- hafi leiks og Ililmar var alveg frá- bær líka, alltaf kominn þar sem hans var þörf áður en Belgarnir gátu áttað sig.“ - Er hópurinn sterkari nú en áður? „Já hann er það. Við lögðum áherslu á að halda öllum hópnum frá síðasta ári. Það tókst nokkurn veginn. Eins og ég sagði áðan þá eru strákarnir í betra úthaldi en nokkru sinni áður síðan ég kom. Það leit illa út hjá vörninni þegar bæði Þorsteinn og Siggi Örn ætl- uðu að hætta en nú eru þeir komnir aftur og yngri strákarnir, Villi, Arnar og Bjarni Þorsteins, eru orðnir mjög sterkir og geta allir verið í 11 manna liðinu. Síð- an höfum við fengið tvo mjög góða leikmenn, Þórhall Dan Jó- hannsson og Sigþór Júlíusson, og þeir falla báðir mjög vel í hópinn. Þegar svo Gummi Ben. og Ándri Sigþórsson verða orðnir heilir verður hópurinn mjög sterkur." - Þið stóðuð ykkur mjög vel í œfingaferðinni til Belgíu á dög- unum. Er liðið eins sterkt og töl- urnar úr þeirri ferð segja? „Það er kannski ekki hægt að segja að tölurnar úr leiknum við Genk hafi verið raunhæfar. Það er Iang besti leikur sem KR hefur leikið undir minni stjórn og allt liðið lék mjög vel, eins og at- vinnumenn. Að komast í 5-0 við liðið í 8. sæti í belgísku fyrstu deildinni er varla raunhæft fyrir íslenskt félagslið á venjulegum degi. Þeir höfðu leikið 13 leiki án taps í deildinni þegar við unnum þá og voru með sitt sterkasta lið en við án Gumma og Sigga. Þetta sýnir að allt getur gerst í fótbolt- anum. Leikurinn við Lommel var hinsvegar misgóður hjá okkur. Við spiluðum hræðilega fyrsta klukkutímann. Þá trúðu strákarn- ir ekki að þeir gætu unnið lið sem væri fyrir ofan Anderlecht í Belg- íu. En þegar þeir sáu að þeir voru ekkert lakari fótboltamenn tóku þeir leikinn í sínar hendur. Við fengum fullt af færum á lokakafl- anum til þess að gera út um þennan leik en það gekk ekki í þetta sinn. Þessi ferð sýndi okkur það, að ef við erum heppnir í Evrópu- keppni og komumst t.d. upp úr forkeppni fáum við miklu meiri pening til að gera eitthvað fyrir leikmenn okkar. Þá munum við líka fljótt eignast marga góða leikmenn sem allir gætu leikið með evrópskum fyrstudeildarlið- um. Margir í KR liðinu í dag gætu verið í bestu liðunum í Belgíu.“ - / fyrsta leik eftir Belgíuför- ina tapið þið fyrir þínu gamla liði, Grindavík. Hvað kom til? Nú hló Kóli. „Við komum heim kvöldið fyrir þennan leik. Það var búið að vera mikið álag á okkur og ég vildi ekki láta alla leik- mennina leika þennan leik. Það er strangt leikjaprógramm fram- undan hjá okkur, úrslitin f Reykjavíkurmótinu við Fram og 5 leikir með stuttu millibili í deild- inni sem hefst efth hálfan mánuð. Þess vegna lét ég strákana úr öðrum flokki leika þennan leik með Heimi, Einari Þór og Sigga Erni, sem þarna lék sinn fyrsta leik með okkur í vetur. Ég tók ein- faldlega ekki áhættu á að þeir Lúkas Kostic, þjálfari KR. leikmenn, sem hafa verið á fullu í allan vetur, yrðu fyrir meiðslum rétt fyrir mót.“ - Nú er stult í að íslandsmót- ið hejjist. Verður nú biðin eftir íslandsmeistarabikarnum loks- ins á enda? „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara þessu. Auðvitað stefnir KR alltaf að öllum titlum. Við viljum vera íslandsmeistarar. Stjórnin, þjálfarinn og leikmenn- irnir stefna allir að því að vinna allt sem hægt er að vinna. Þannig er KR og þannig á það að vera. En það er margt sem getur spilað inn í. Ef við verðum heppnir og losnum við meiðsli hjá leikmönn- um eigum við hiklaust að vinna íslandsmeistaratitilinn. Við höfum mannskap til þess ef allir eru heilir og leggja sig 100% fram allt tímabilið. Það þarf að vera sam- keppni um allar stöður í liðinu, menn þurfa að hafa metnað og vilja til að vinna sér sæti í liðinu því það er heiður að fá að leika fyrir KR. Ef við höldum allir þvi' hugarfari og leggjum allt sem þarf á okkur til þess að fá 3 stig í hverjum leik verðum við meistar- ar.“ Guðni Þ. Ölversson. KARFA Teiturmeð þrjú ttlboð Teitur Örlygsson, lands- liðsmaður í körfubolta og fyrrum atvinnumaður í Grikídandi, hefur fengið til- boð frá þremur íslenskum úrvalsdeildarliðum. Það er hans gamla félag, Njarðvík, sem vill fá hann í sínar raðir aftur svo og KR og Grindavík. Það mun svo skýrast á næstu dögum hvaða tilboði hann tekur og víst er að það verður happdrættisvinningur fyrir fyrir það félag, svo og alla körfuboltaunnendur, að fá Teit aftur til leiks hér heima. gþö HANDBOLTI Úrvalslið Sigurðar mætir landsliðinu Sigurður Gunnarsson, þjálfari Hauka, hefur tilkynnt val sitt á úrvalsliði sem mæta mun íslenska landsliðinu í handknattleik á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 16 og fer fram í Smáranum í Kópa- vogi en þetta verður síðasti leikur landsliðsins, áður en Iiðið heldur utan á IIM í Kumamoto. Lið Sigurðar er skipað eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Bjarni Frostason, Haukum Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV Aðrir leikmenn: Páll Þórólfsson, UMFA Guðmundur Pedersen, FH Oleg Titov, Fram Sigfús Sigurðsson, Selfossi Aron Kristjánsson, Haukum Jón Kristjánsson, Val Gunnar Andrésson, UMFA Daði Hafþórsson, Fram Sigurður Sveinsson, HK Gunnar Berg Yiktorsson, ÍBV Njörður Árnason, Fram Sigurður Sveinsson, UMFA ALMENNINGSHLAUP Úrslit 11. mai hlaupi Alls tóku 544 hlauparar þátt í 1. maíhlaupi UFA, Greif- ans, Sportvers og Sólar hf. sem haldið var á Akureyri. Helstu úrslit urðu þessi. Stelpur 6 ára og yngri, 1 km 1. Anna Karen Sigurjónsdóttir Strákar 6 ára og yngri, 1 km 1. Davíð Jón Stefánsson Stelpur 7-12 ára, 2 km 1. íris Berglind Jónasdóttir 2. Hrönn Helgadóttir 3. Hildur Arna Magnúsdóttir Strákar 7-12 ára, 2 km 1. Baldvin Ólafsson 2. Viktor Már Jónasson 3. Stefán Kári Sveinbjörnsson Stelpur 13-16 ára, 2 km 1. Þóra Pétursdóttir 2. Vala Birna Valdimarsdóttir 3. Laufey Hrólfsdóttir Strákar 13-16 ára, 2 km 1. Ómar Freyr Sævarsson 2. Steinþór Þorsteinsson 3. Derey Jóhannsson Skólakcppni, hlutfall nentenda sem tóku þátt í hlaupinu 1. Giljaskóli 74,6% 2. Oddeyrarskóli 52,3% 3. Glerárskóli 15,6% (Giljaskóli vann bikarinn annað árið í röð) Konur 17-39 ára, 4 km 1. Ragna Erlingsdóttir 18:35 2. Anna Eðvarðsdóttir 18:40 3. Gréta Björnsdóttir 19:15 Karlar 17-39 ára, 4 km 1. Haraldur Grétarsson 16:30 2. Höskuldur Stefánsson 16:35 3. Hákon Þorsteinsson 17:20 Konur 40 ára og eldri, 4 knt 1. Elín Hjaltadóttir 20:10 2. Anna Hermannsdóttir 23:15 3. Þorgerður Sigurðardóttir 24:30 Kariar 40 ára og eldri, 4 km 1. Bjarni Guðleifsson 20:00 2. Atli Benediktsson 20:15 3. Jón Þór Sverrisson 20:35 Konur 17-39 ára, 10 km 1. Guðrún Una Jónsdóttir 48:13 Karlar 17-39 ára, 10 km 1. Jón ívar Rafnsson 35:34 2. Einar Ólafsson 37:19 3. Sigurður Jónsson 42:34 Karlar 40 ára og eldri, 10 km 1. Sigurður Bjarklind 36:20 2. Karl Halldórsson 38:19 3. Jón lllugason 39:39

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.