Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 7
Miðvikudagtir 7. maí 1997 - 7 'i tifíviiru J0agur-®mtítm / QQ7 l ERLENDAR FRÉTTIR Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin „Velmegunarsj úkdómar “ herja á fátækari löndin (Washington Post) Krabba- meinstilfellum á eftir að fjölga um helming í þróunarlöndun- um á næstu 25 árum ef marka má skýrslu frá Alþjóðaheil- brigðismálastofnunni (WHO), sem birt var á sunnudaginn. Ennfremur mun hjartasjúk- dómum - sem nú þegar eru al- gengasta dánarorsök meðal rík- ari þjóða - fara fjölgandi í fá- tækari löndum. Bætist það ofan á þann toll sem lífshættulegir smitsjúkdómar taka nú þegar af mannfjöldanum í þeim lönd- um, að því er segir í skýrslunni. „Velmegunarsjúkdómarnir" - sem svo eru nefndir vegna þess að orsakir þeirra má einatt rekja til ríkjandi lífsmáta í ríku löndunum - leggja því „tvöfalda byrði“ ofan á íbúa margra landa á næstu árum þar sem fólk er enn að berjast við að halda smitsjúkdómum í skefj- um. Um heim allan mun sykur- sýkistilfellum einnig hafa fjölg- að um meira en helming þegar árið 2025 rennur upp, eða úr 135 milljónum í 300 milljón sjúkdómstilfella. Dr. Hiroshi Nakajima, aðal- framkvæmdastjóri WHO, tók saman helstu niðurstöður skýrslunnar og sagði að ef ekki kæmu til róttækar breytingar á mataræði, líkamsrækt og reyk- ingum jarðarbúa sé ekki annað að sjá en að neyðarástand muni skapast í heilbrigðismálum jarðarinnar á næstu áratugum. Svipaðar niðurstöður um horfur í heilbrigðismálum í þró- unarlöndunum fengust í skýrslu sem unnin var af hópi sérfræð- inga við Harvard háskóla og birtar voru í september síðast- liðnum. Samkvæmt þeirri skýrslu valda hjartasjúkdómar og sykursýki nú þegar fleiri dauðsföllum í þróunarlöndum heldur en smitsjúkdómar, og gengur sú niðurstaða þvert á það sem almennt var talið. Ekki er þó eingöngu óheil- brigðum lífsháttum um að kenna, heldur einnig þeirri staðreynd að fólk lifir almennt lengur en áður. Fjölda sjúk- dóma, svo sem gigt og beingisn- un, má rekja nánast beint til öldrunar. Fyrir hálfri öld eða svo lést meirihluti jarðarbúa áður en þeir náðu flmmtíu ára aldri, en nú lifa flestir lengur en það. Lífslíkur jarðarbúa voru árið 1965 að meðaltali 65 ár, og í sumum löndum eru þær milli 70 og 80 ár. Ítalía Hálft skemmtiferða- skip í smíðum Óvenjulegri aðferð hefur verið beitt við smíði pessa skemmtiferða- skips, Disney Magic, sem verður eitt af þeim stærstu í heimi, 85 þúsund tonn að þyngd. Tvær skipasmíðastöðvar á Ítalíu smíð- uðu hvor sinn helming skipsins. Framhluti skipsins, sem hér sést, var síðan dreginn sem leið liggur til Feneyja þar sem hann var tengdur afturhlutanum í viðamikilli aðgerð sem ekki hefur áður verið beitt við skipasmíðar. Reiknað er með að skipið leggi upp í fyrstu ferð sína með farþega þann 12. mars á næsta ári. Sviptir búseturétti fyrirvaralaust (Washington Post) Qudsia Diab Manko var komin átta mánuði á leið þegar hún gerði sér ný- lega ferð til innanríkisráðuneyt- isins í ísrael þar sem hún átti von á góðum tíðindum. Manko er 29 ára arabi sem búsett er í Austur-Jerúsalem. Hún hafði fengið tilkynningu frá ráðuneyt- inu um „jákvætt svar“ við beiðni sinni um nauðsynlega pappíra til handa eiginmanni sínum, en eftir svari hafði hún þá beðið árum saman. Ilana grunaði hins vegar að ekki væri allt með felldu þegar skrifstofumaðurinn rétti henni bréf sem ritað var á hebresku, sem hún gat ekki lesið. „Ég spurði hann hvað stæði þarna,“ sagði hún síðar. „Hann sagði: „Allt er í lagi, láttu mig bara fá nafnskírteinið þitt.“ Ég lét hann fá nafnskírteinið mitt og hann rétti mér bréfið og sagði: „Þú, eiginmaður þinn og börnin ykkar hafið 15 daga frest til þess að koma ykkur úr landi.“ Síðan kvaddi hann.“ Manko er ein af þúsundum araba sem hafa verið sviptir réttindum til þess að búa í Austur-Jerúsalem frá því á síð- asta ári. Eftir að hún hafði gengið á milli fjölmargra skrif- stofa í rigningunni daginn eftir komst hún að því að hún ætti engan rétt á því að fá áheyrn neins staðar varðandi mál sitt né heldur gæti hún áfrýjað ákvörðun stjórnvalda. „Ég er hrædd við að ala barn vegna þess að ég hef enga pappíra," sagði Menko, sem gæti átt von á sér hvenær sem er úr þessu. „Ég veit ekki á hvaða sjúkrahús ég á að fara. Hvernig á ég að láta skrá mig? Hvernig fæ ég fæðingarvottorð?“ Með því að svipta araba sem búsettir eru í Austur-Jerúsalem pappírum sínum er í raun verið að gera þá að ólöglegum inn- flytjendum. ísraelsk stjórnvöld voru byrjuð á þessu nokkrum mánuðum áður en ríkisstjórn Benjamins Netanyahus tók við, en síðan hefur þetta verið gert í síauknum mæli. Ríkisstjórninni telst svo til að á síðasta ári hafi 1.047 manns orðið fyrir þessu, en að fjölskyldum þeirra með- töldum nemur fjöldi þeirra sem málið snertir beint nokkrum þúsundum. Sem er nógu mikill fjöldi til þess að búsetujafnvægi í borginni er farið að raskast. 33agur-®tmtttn """""^DestTtímí dtagsinsr"™™ Verktakar, smiðir, bifvélavirkjar, píparar, rafvirkjar, málarar, verslunarmenn... Kynnið ykkur tilboð okkar á raðauglýsingum. - ÞÆRSKILAÁRANGRI - Sími auglýsingadeildar er 460 6100 - Fax auglýsingadeildar er 460 6161

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.