Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 12
ALMENNINGSHLAUP HANDBOLTI • 1. deild karla Akureyri Egilsstaðir Rúmlega 500í vorhlaupi á Akureyrí Rúmlega fimm hundruð þátttakendur voru í 1. maí hlaupinu sem haldið var á Akureyri við fremur kalsa- samar aðstæður á verkalýðsdaginn. Keppendur voru að stórum hluta grunnskólanemendur, en auk ein- staklingskeppni kepptu skólar á Norðurlandi um bikar fyrir bestu þátttökuna. Mynd: gs |Dagur'©mttm Miðvikudagur 7. maí 1997 Veðrið í dag Reykjavík Stykkishólmur Línuritin sýna Qögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Um morguninn verður allhvöss eða hvöss norðanátt allra aust- ast en undir hádegi verður austan og norðaustan gola eða kaldi um allt land. Allra austast verða dáh'til él. Slydda á annesjum vestan til en skýjað með köflum í öðrum lands- hlutum. Hitil verður á bilinu 1-5 stig um landið sunnanvert en nálægt frostmarki norðan til. Bolungarvík Blönduós Kirkjubæjarklaustur ’9 Fim Fös Lau Sun mm n --------------------- 1 1-15 -10 - 5 ----------------------------0 NA2 NNA3 NA3 A3 NNA3 N4 NA3 ANA3 NA3 Stórhöfði kæli- og frystiskápar Karen féll úrkeppni Karen Sævarsdóttir lék tvo hringi á samtals 160 högg- um á Glenlakes-vellinum og var þremur höggum frá því að komast áfram á atvinnumanna- móti á Futures- mótaröðinni, sem fram fór í Alabama um helgina. Karen lék báða hring- ina á 80 höggum, átta höggum yfír pari og hana vantaði þrjú högg til að komast áfram og fá að spila lokahringinn. Þetta er annað mótið á Fut- ures-röðinni en Karen náði heldur ekki í gegn á fyrsta mót- inu, en þá var hún einnig þrem- ur höggum frá því að komast áfram. Sigurvegarinn í mótinu lék hringina þrjá á 215 höggum og fékk í sinn hlut ijögur þúsund Bandaríkjadali, eða sem sam- svarar rúmlega 280 þús. ísl. kr. 114 keppendur tóku þátt í mót- inu og komust sextíu þeirra í gegnum niðurskurð eftir fyrsta og annan hring. Efstu 42 sætin gáfu peningaverðlaun en Karen var númer 114 á lista 150 keppenda. Zizaræðir viðþýsktlið Sáralitlar líkur eru á því að rússneski leikmaðurinn Ser- gei Ziza verði áfram í herbúð- um KA-manna að sögn stjórn- armanna í KA, en Ziza hefur að undanförnu átt í viðræðum við þýskt 2. deildarlið. KA-menn hafa að öðru leyti náð samkomulagi við aðra leik- menn liðsins, að undanskildum þeim Leó Erni Þorleifssyni og Róbert Julian Duranona. Sá síð- arnefndi gefur KA-mönnum ekki svar fyrr en að aflokinni heimsmeistarakeppninni, en vænta má svars frá Leó Erni á næstu dögum. Hann hefur ekki enn gert upp hug sinn hvort hann fer suður til Reykjavíkur í skóla eða dvelst áfram norðan heiða. KA-menn hafa ekki gengið frá samningum við neinn nýjan leikmann, en þeir bíða enn eftir svari frá markvörðunum Sig- tryggi Albertssyni, sem lék með Gróttu í fyrra, og Hlyni Jóhann- essyni úr HK. KA-menn hafa einnig rætt við Arnar Péturs- son, hinn unga leikmann ÍBV, en búast má við því að þre- menningarnir geri fljótlega upp hug sinn. Skuli þjálfar Aftureld ingu næstu þrjú ár Eg hafði hug á að hvíla mig frá handboltanum, en þetta var mjög ögrandi verkefni og gríðarlega spenn- andi. Mér sýnist stjórnunin vera mjög góð hjá félaginu, það eru góðir leikmenn í liðinu og liðið hefur verið með góða þjálfara í gegn um tíðina. Það er því greinilegt að menn ætla sér stóra hluti og það er mjög spennandi og mikill heiður að fá að taka þátt í þessu starfi, til að það gangi sem best,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, sem í gær var ráðinn þjálfari Afturelding- ar, til næstu þriggja ára. Skúli er 32 ára gamall og hefur sl. tvö ár verið aðstoðar- þjálfari Valsliðsins, en var þar áður leikmaður Stjörnunnar. Stjórn Aftureldingar kom að máli við Skúla fyrst í síðustu viku, en þá sagðist Skúli hafa verið ákveðinn í að taka sér hvfld frá handboltanum næsta vetur. Sú ráðagerð hafi farið í Skúli Gunnsteinsson. vaskinn þegar boðið kom frá Aftureldingu. „Þetta var verk- efni af þeirri stærðargráðu að ég var til í að gera aðrar ráð- stafanir. Næsta skref er að finna góðan aðstoðarmann og síðan er ljóst að það þarf að styrkja liðið með góðri vinstri handarskyttu og línumanni,“ sagði Skúli. Ilinn nýráðni þjálfari hefur leikið á hnunni allan sinn feril, en hann sagði það ekki vera inn í myndinni að spila með Mos- fellsbæjarliðinu. Reyndar væri hann að hugleiða að brenna keppnisskóna. Afturelding er síðasta 1. deildarfélagið til að ráða þjálf- ara fyrir næsta keppnistímabil, en Qögur hð verða með nýja þjálfara næsta vetur. Þjálfarar deildarinnar verða eftirtaldir. FH: Kristján Arason (n) Fram: Guðmundur Guðmundsson HK: Sigurður Sveinsson Haukar: Sigurður Gunnarsson ÍBV: Þor- bergur Aðalsteinsson ÍR: Matt- hías Matthíasson KA: Atli Hilmarsson (n) Stjarnan: Valdi- mar Grímsson UBK: Aðalsteinn Jónsson UMFA: Skúli Gunn- steinsson (n) Valur: Jón Krist- jánsson Víkingur: Alexei Trufan (n) i.TíuUrfí'ú Verð frá kr. 34.100 KAUPLAND KAURANGI Sími 462 3565 • Fax 461 1829 HANDBOLTI GOLF • Atvinnumót

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.